Morgunblaðið - 07.11.2005, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Um-
ræðan
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
á morgun
ÞAU voru galvösk og vöfðu fast utan um sig kuldaúlp-
unum sjónvarpshópurinn frá ZDF í Þýskalandi sem kom
hingað á heimskautsbaug ásamt leiðsögumanni, Sigurði
Grímssyni, til að taka upp hluta af efni héðan frá Íslandi í
vetrarsögu sem þau ætla að segja á sjónvarpsstöðinni
eftir jólin. Það er fastur liður á hverjum vetri að taka upp
áhugaverða vetrarsögu. Eitt sinn var það Egyptaland
sem varð fyrir valinu. Í annað skipti Feneyjar.
Rauði þráður vetrarsögunnar í ár er líf í Norður-
höfum. Frans Jósepsland-Svalbarði og Ísland. Hingað
komu þau til að sjá hvernig lífið við heimskautsbaug
gengur fyrir sig.
Þar sem það snýst um fiskveiðar, aðalatvinnuveginn.
Þau fengu að fara með Þorleifi EA 88 í veiðiferð og
fannst sú ferð bæði stórfróðleg og skemmtileg.
Það voru þeir Gylfi Gunnarsson skipstjóri og synir
hans Bjarni og Svafar sem lýstu daglega lífinu. Þau
mynduðu fjölskyldu Bjarna, sem býr á Borgum syðst á
eyjunni, ásamt konu sinni og þremur litlum dætrum.
Niðurstaða sjónvarphópsins eftir heimsóknina var að
fólk í Grímsey væri bæði bjartsýnt og vel upplýst. Þrátt
fyrir öðruvísi líf á lítilli eyju með langa dimma vetrar-
daga og oft óblítt veðurfar eru íbúarnir fullir af krafti,
bjartsýni og una glaðir við sitt. Héðan fór hópurinn á vit
nýrra ævintýra á öðrum stöðum á Íslandi til að sýna
fleiri tilbrigði við veru fólks við nyrsta haf.
Sjónvarpshópur frá Þýskalandi tók upp efni í Grímsey
Morgunblaðið/Helga Mattína
Sjónvarpshópurinn frá ZDF-sjónvarpsstöðinni ásamt skólabörnum í Grímsey. Sýna á myndina eftir jólin.
Fullir af krafti og bjart-
sýni og una glaðir við sitt
HERMANN Jón Tómasson varð í
efsta sæti í prófkjöri Samfylking-
arinnar á Akur-
eyri vegna
bæjarstjórnar-
kosninganna á
vori komanda.
Samtals
greiddu 411 at-
kvæði í prófkjör-
inu sem haldið
var sl. laugar-
dag. Þar af voru
394 atkvæði gild
og ógild atkvæði
voru sautján talsins.
Samkvæmt prófkjörsreglum eru
aðeins birtar upplýsingar um röð
fjögurra efstu í prófkjörinu, en þau
sæti skulu skipa tveir karlar og
tvær konur.
Sigrún Stefánsdóttir
í öðru sæti
Í öðru sæti varð Sigrún Stef-
ánsdóttir, í þriðja sæti Helena
Þuríður Karlsdóttir og 4. sæti Ás-
geir Magnússon.
Tólf einstaklingar gáfu kost á
sér í prófkjörinu, 5 konur og 7
karlar. Tveir í þeim hópi sóttust
eftir fyrsta sæti listans, þeir Her-
mann Jón Tómasson, áfangastjóri í
VMA, og Hermann Óskarsson,
dósent við HA. Samfylkingin er
með einn bæjarfulltrúa í bæjar-
stjórn Akureyrar.
Prófkjör Samfylking-
arinnar á Akureyri
Hermann
Jón varð í
efsta sæti
Hermann Jón
Tómasson
LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, fékk flest atkvæði í 1.
sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði sem fram fór á laugar-
dag til undirbúnings sveitarstjórna-
kosningunum næsta vor.
Fékk Lúðvík 656 atkvæði af 730
gildum atkvæðum í 1. sætið eða
nærri 90% atkvæða.
Ellý Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi,
varð í 2. sæti og fékk hún 507 at-
kvæði í 1. og 2. sæti og Guðmundur
Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi varð í
3. sæti með 396 atkvæði í 1. til 3.
sæti.
Í 4. sæti varð
Margrét Gauja
Magnúsdóttir,
formaður Ungra
jafnaðarmanna,
með 295 atkvæði í
1. til 4. sæti og í 5.
sæti varð Guð-
finna Guðmunds-
dóttir, mat-
reiðslumeistari,
með 177 atkvæði í 1. til 5. sæti. Þá
urðu Gunnar Svavarsson, forseti
bæjarstjórnar, í 6 sæti með 596 at-
kvæði í 1. til 6. sæti, Gísli Ósvaldur
Valdimarsson, verkfræðingur, í 7.
sæti með 257 atkvæði í 1. til 7. sæti,
og Eyjólfur Sæmundsson, verkfræð-
ingur, í 8. sæti en hann hlaut 310 at-
kvæði í 1. til 8. sæti.
Sterk og öflug forystusveit
„Niðurstaðan sýnir hvað er ríkur
samhugur og samstaða í Samfylk-
ingunni í Hafnarfirði. Bæjarfull-
trúarnir fjórir sem buðu sig áfram til
starfa fengu allir afgerandi og
trausta kostningur. Síðan bætast í
hópinn tvær nýjar og öflugar konur í
stað þeirra sem gáfu ekki kost á sér
áfram. Þannig að við erum með mjög
sterka og öfluga forystusveit. Þetta
var ekki neitt átakaprófkjör né
smalaprófkjör, fyrst og fremst var
verið að stilla upp okkar liði og ég er
mjög ánægður og sáttur við alla
framkvæmd og niðurstöðu í þessu
prófkjöri“, sagði Lúðvík um úrslit
prófkjörsins.
Spurður um þá afgerandi kosn-
ingu sem hann hlaut í fyrsta sætið
sagði Lúðvík að það væri ekki hægt
að biðja um betri stuðning en hann
hlaut 90% allra gildra atkvæða.
„Ég met það mikils“, bætti hann
við.
Alls kusu 765 en á kjörskrá voru
2.046 og var kjörsókn því 37,4%. Gild
atkvæði voru 730, ógildir atkvæða-
seðlar voru 32, en auðir seðlar 3.
765 kusu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Lúðvík með afgerandi
kosningu í 1. sæti
Lúðvík Geirsson
Morgunblaðið/Kristinn
Um 2.000 manns voru á kjörskrá og alls kusu 765 eða 37,4%.
SAMTÖK áhugafólks um skólaþró-
un verða stofnuð á Hótel Selfossi 18.
nóvember næstkomandi. Samtökun-
um er öðru fremur ætlað að verða
umræðu- og samstarfsvettvangur
þeirra sem áhuga hafa á markvissri
þróun skólastarfs, skólaumbótum og
rannsóknum.
Þess er vænst að til liðs við sam-
tökin gangi kennarar, stjórnendur,
kennsluráðgjafar og kennaramennt-
unarfólk sem áhuga hefur á að efla
þátt virkra kennsluaðferða, svo sem
sjálfstæðra viðfangsefna, skapandi
starfs, samkennslu, teymiskennslu,
heildstæðrar kennslu, einstaklings-
miðaðs náms og samvinnunáms.
Fram kemur í fréttatilkynningu að
samtökin eru ætluð áhugafólki um
skólaþróun á öllum skólastigum.
Samtökin munu gangast fyrir árleg-
um ráðstefnum þar sem fólk miðlar
af reynslu sinni, skiptist á skoðunum
og lærir hvert af öðru. Þá stefnir fé-
lagið að útgáfustarfi, m.a. rekstri
upplýsingavefjar um skólaþróun.
Í tengslum við stofnþingið á Sel-
fossi verður fjölbreytt dagskrá.
Þema þingsins er Kennarinn sem
leiðtogi í breytingastarfi. Aðalfyrir-
lesari verður Barry Murphy skóla-
stjóri frá Minneapolis. Þá munu
kennarar og skólastjórar af öllum
skólastigum ræða stöðu skólaþróun-
ar á viðkomandi skólastigi. Efnt
verður til málstofa um ýmis efni og
má þar nefna teymiskennslu, lýð-
ræði í skólastarfi, námsmat, nýtingu
kennslurýmis, sjálfstæði og ábyrgð í
námi og samkennslu aldurshópa.
Stofna sam-
tök áhuga-
fólks um
skólaþróun