Morgunblaðið - 07.11.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.11.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 11 MINNSTAÐUR AR G US / 05 -0 73 5 STARFI NÁM S A M H L I ‹ A Fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala Námið hefst í febrúar 2006 og er þriggja missera langt en hverjum hluta lýkur með prófum. Um nám og próf gildir reglugerð nr. 837/2004 sem námsvísir Endurmenntunar byggir á og framkvæmd námsins fylgir. Markmið námsins er að þátttakendur öðlist fræðilega þekkingu og faglega hæfni til að annast alla þætti fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu. Dómsmálaráðuneytið hefur falið Endurmenntun Háskóla Íslands að hafa umsjón með réttindanámi og prófum til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala. • Námstími: Febrúar 2006 til júní 2007 Nánari uppl‡singar og umsóknir á www.endurmenntun.is e›a í síma 525 4444. Athygli er vakin á skilyrðum til próftöku en próftaki skal a) hafa setið námskeið til undirbúnings prófi b) hafa að baki að minnsta kosti tólf mánaða ráðningartíma í fullu starfi hjá löggiltum fasteignasala c) hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambærilega menntun að mati prófnefndar Beiðni um undanþágu frá ofangreindum skilyrðum skal fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til 1. desember GERT er ráð fyrir að íbúum í Reyk- holti í Borgarfirði fjölgi um helming á næsta ári. Búið er að skipuleggja ellefu lóðir með tólf íbúðum við nýja götu ofan við núverandi íbúðar- húsabyggð og eru tvö hús þegar fok- held. Linda Björk Pálsdóttir sveit- arstjóri í Borgarfjarðarsveit segir brýnt að auka þjónustu á svæðinu. Nú er aðeins ein rútuferð í viku í Reykholt, verið er að loka pósthús- inu á staðnum og núverandi rekstr- araðili einu verslunarinnar er að hætta. Samt sem áður er Linda Björk bjartsýn. Hún segir gaman að lifa á þessum tímum uppbyggingar og vonar að hægt verði að bjarga mál- unum á næstu dögum. Eigandi verslunarhúsnæðisins, Olíufélagið ehf, Essó, hefur auglýst eftir nýjum rekstraraðila að versluninni, en samningur hefur verið um að sá sjái um afgreiðslu eldsneytis á staðnum. Þegar hafa nokkrir sótt um og segist Linda vonast til að samið verði fyrir 15. nóvember næstkomandi. Vonandi tekst að semja áður en frestur rennur út „Til stóð að loka pósthúsinu 1. nóvember síðastliðinn en gefinn var frestur til 15. nóvember vegna þess að fram kom hugmynd um að semja við rekstraraðila verslunarinnar um að sinna póstþjónustu sem Íslands- póstur samþykkti. Þetta er mjög góð lausn, en svo háttar til núna að sú sem rekið hefur verslunina er að hætta. Ég vona að samið verði við nýjan rekstraraðila áður en frest- urinn rennur út,“ sagði Linda. Pósthúsið í Reykholti var opið á hverjum virkum degi frá 10 til 16. Linda segir íbúa og rekstraraðila í Reykholti auk íbúa í sveitunum í kring einnig mikið hafa notað póst- húsið fyrir bankaþjónustu. Þegar póstgíróþjónusta var lögð niður var komið upp heimabankaþjónustu sem margir nýttu sér. „Þótt fólk sé mikið farið að nota heimabankaþjónustu sjálft eru það alls ekki allir. Maður skilur að það er ekki verksvið pósthúss að reka bankaþjónustu og því hefði ég viljað sjá Sparisjóð Mýrasýslu eða aðrar bankastofnanir setja upp lítið útibú, eins og t.d. hefur verið gert á Bif- röst. Fjöldi ferðamanna leggur leið sína í Reykholt og því væri einnig gott að hafa gjaldeyrisþjónustu. Einnig er brýnt að bæta almenn- ingssamgöngur. Áður voru sérleyf- isferðir hingað á hverjum degi, en nú er aðeins ein ferð í viku. Það er því ekki óalgengt að ferðamenn verði strandaglópar í Reykholti því þeir gera ráð fyrir betri samgöngum en nú er boðið upp á.“ Stórar lóðir skipulagðar í Breiðabólsstaðarlandi Til viðbótar þeirri fjölgun íbúa sem verður á næsta ári verður hún væntanlega ennþá meiri í náinni framtíð. Unnið er að deiliskipulagi í landi Breiðabólsstaðar, en fyrir eru í því landi, verslunin og bensínstöðin auk verkstæðis og skrifstofu Borg- arfjarðarsveitar og nokkurra íbúð- arhúsa. Þar er gert ráð fyrir 50–70 stórum lóðum, t.d. með plássi fyrir hesthús. „Margar hugmyndir hafa kviknað og má búast við gríðarlegum breyt- ingum í Reykholti og svæðinu í kring. Meðal þeirra sem áhuga hafa á lóðunum er ungt fólk sem vill flytj- ast aftur á sínar heimaslóðir auk fólks af höfuðborgarsvæðinu og víð- ar sem ýmist er að hugsa um at- vinnumöguleika í héraðinu eða með tvöfalda búsetu í huga.“ Linda segir uppbyggingu víðar og megi segja að með þessu framboði á lóðum í Reykholti sé að bætast við enn einn vísir að þéttbýli í héraðinu. Mikil uppbygging eigi sér einnig stað á Hvanneyri en þar hafa allar lóðir selst sem búið var að skipu- leggja og orðið brýnt að skipuleggja fleiri. Stærri frístundahús og dulin búseta „Það sama má segja um frí- stundabyggðir. Sífellt er verið að skipuleggja fleiri lóðir fyrir heils- árshús víða um héraðið og er óhætt að segja að í Borgarfirði sé mikil dulin búseta því fólk dvelst mikið í húsum sínum allt árið. Hér er til dæmis fjöldi fólks yfir jól og áramót. Fólk byggir stærri og stærri hús og er algengt að hús séu orðin um 100– 150 fermetrar að stærð.“ Linda telur ýmsar ástæður liggja að baki þessum mikla áhuga á bú- sestu í Borgarfirði. „Að miklu leyti er það fjarlægðin frá höfuðborg- arsvæðinu sem skiptir máli og þar hafa Hvalfjarðargöngin mikið að segja. Það tekur ekki nema rúmlega klukkutíma að aka hingað upp eftir. Þá hafa tveir öflugir háskólar, á Hvanneyri og á Bifröst, mikið að- dráttarafl svo og undirbúningur fyr- ir stofnun menntaskóla í Borgarnesi. Það er eins og undirbúningur hans hafi hleypt miklu lífi í framtíð- arhugmyndir um héraðið. Þá hefur ferðaþjónustan mikið að segja. Hér eru náttúruperlur víða og margir sögufrægir staðir svo sem Reykholt. Fólki sem dvelur hér virðist líka vel. Snorrastofa hefur leigt út íbúð fyrir fræðimenn og hefur a.m.k. einn þeirra sem þar hefur dvalið fest kaup á húsnæði í Reykholti.“ Sameining á besta tíma Fjölgun íbúa kallar á aukna þjón- ustu og segir Linda að á sama tíma og þessi uppbygging eigi sér stað sé framundan sameining sveitarfélag- anna, Borgarfjarðarsveitar, Borg- arbyggðar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps. „Sameiningin kemur á besta tíma því nú störfum við aðeins þrjár á skrifstofu Borgarfjarðarsveitar og því er ekki um neina sérhæfða þjón- ustu að ræða. Við rekum ýmsa þjón- ustu sameiginlega með öðrum sveit- arfélögum, en kostir sameiningarinnar eru meðal annars þeir að hægt er að bjóða upp á þjón- ustu á sérsviðum og ýmsa sérþekk- ingu.“ Linda telur að með betri þjónustu og aðstöðu megi laða ýmsar stofn- anir að svæðinu. Hún telur það liggja í augum uppi að það sé fýsi- legra fyrir ýmsa rekstraraðila að hefja starfsemi í Reykholti þegar íbúum fjölgar þar. Sem dæmi um gott framtak sveitarstjórnarinnar nefnir hún skrifstofubygginguna sem Borgarfjarðarsveit byggði á Hvanneyri með það í huga að laða að ýmsar stofnanir tengdar landbúnaði. Nú hefur sveitarfélagið selt bygg- inguna til félags sem sérhæfir sig í rekstri bygginga. „Þetta hefur tekist vel og í húsinu hafa ýmsar stofnanir aðsetur sem eðlilegt má teljast að starfi í því um- hverfi sem skapast hefur í kringum Landbúnaðarháskóla Íslands.“ Mikil uppbygging er fyrirhuguð í Reykholti í Borgarfirði og er búist við að íbúum fjölgi mikið Fleiri íbúar kalla á aukna þjónustu Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Unga fólkið sækist eftir að byggja sér hús í sveitinn. Tvö hús eru orðin fokheld í nýrri götu í Reykholti. Búið er að skipuleggja ellefu lóðir með tólf íbúðum sem verða við nýja götu fyrir ofan núverandi íbúðarhúsabyggð. „Gaman að lifa á uppbygging- artímum.“ Linda Björk Pálsdóttir. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Vonast er til að samið verði við nýjan rekstraraðila verslunarinnar í Reykholti fyrir miðjan mánuðinn og að þar verði einnig póstþjónusta. Talið er brýnt að bæta samgöngur, en fjöldi ferðamanna leggur leið sína í Reykholt. VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.