Morgunblaðið - 07.11.2005, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 13
ERLENT
Le Blanc-Mesnil. Washington Post. | Mo-
hammed Rezzoug, 45 ára umsjónar-
maður íþróttahúss og knattspyrnu-
vallar í einu úthverfa Parísar, veit
miklu meira um ungmennin, sem
kasta þar bensínsprengjum og
kveikja í bílum, en lögreglu- og leyni-
þjónustumennirnir sem reyna að hafa
uppi á sökudólgunum.
Rezzoug þekkir flesta þeirra sem
taka þátt í óeirðunum í Le Blanc-
Mesnil, úthverfi Parísar. „Þetta eru
krakkarnir mínir,“ sagði hann.
Óeirðirnar breiddust út um helgina
til miðborgar Parísar og bæja og
borga víða um Frakkland.
„Ekki pólitísk bylting“
Franskir stjórnmálamenn rekja
óeirðirnar til skipulagðra glæpahópa
en íbúar Le Blanc-Mesnil segjast vita
betur. Margir þeirra sem taka þátt í
óeirðunum léku fótbolta á vellinum
hans Rezzougs. Þeir eru börn verka-
manna sem starfa við að flytja far-
angur á Charles de Gaulle-flugvelli,
hreingerningamanna í skólum borg-
arinnar eða fólks sem hefur lengi ver-
ið atvinnulaust.
„Þetta er ekki pólitísk bylting eða
múslímsk bylting,“ sagði Rezzoug.
„Krakkarnir eru að springa af reiði.
Með íkveikjunum eru þeir að segja:
ég er til, ég er hérna!“
Þessi krafa um athygli og við-
urkenningu endurspeglar gjána milli
þess hluta franska samfélagsins, sem
stækkar mest, og pólitíska valdakerf-
isins sem hefur ekki brugðist við sam-
félagsbreytingunum. Ungmennin
sem ganga berserksgang um fátæk-
ustu hverfi Frakklands fæddust þar í
landi en eru börn innflytjenda frá
Afríku- og arabalöndum og tilheyra
þeim samfélagshópi sem hefur verið
vanræktur mest. Mörg ungmenn-
anna koma úr röðum múslíma sem
eru um 10% af 60 milljónum íbúa
Frakklands.
„Viljum breyta
frönsku stjórninni“
Einn af „krökkunum“ hans Rezz-
ougs er kraftalegur 18 ára sonur
hjóna sem fluttu til Frakklands frá
Fílabeinsströndinni áður en hann
fæddist. Þegar blaðamaður The
Washington Post talaði við hann
klukkan þrjú e.h. á laugardag var
ungi maðurinn nývaknaður eftir að
hafa gengið með félögum sínum um
göturnar nóttina áður og kveikt í bíl-
um.
„Við viljum breyta frönsku stjórn-
inni,“ sagði ungi maðurinn og vildi
ekki láta nafns síns getið af ótta við
handtöku. „Það ekki hægt að ná at-
hygli hennar. Íkveikjurnar eru eina
leiðin til að fá fólk til að hlusta.“
Ungi maðurinn og félagar hans
virtust ekki hræðast lögregluna þeg-
ar þeir lýstu íkveikjunum nóttina áð-
ur fyrir yngri piltum sem hlustuðu
með mikilli athygli. Skammt frá ung-
mennunum gengu nokkrir af eldri
íbúum hverfisins og dreifðu miðum
þar sem hvatt var til þess að óeirð-
unum yrði hætt.
„Skipuleggjum ekki neitt“
Einn unglinganna þáði miða af öld-
ungi, leit snöggvast á áskorunina og
brosti til gamla mannsins. Ungling-
urinn braut síðan miðann saman og
hélt áfram að lýsa því hvernig skot-
mörkin í næturárásunum eru valin.
„Við skipuleggjum ekki neitt,“
sagði hann. „Við bara ráðumst á það
sem fyrir er og hentar okkur þá
stundina.“
Í Le Blanc-Mesnil hafa ungmennin
kveikt í íþróttahúsi, félagsmiðstöð
unglinga og tugum bíla. Íbúar hverf-
isins segja þetta mestu óeirðir sem
blossað hafa upp í fátækustu hverfum
Parísar og útbreiddustu óeirðir í
Frakklandi frá mótmælum náms-
manna fyrir nær fjórum áratugum.
Rezzoug sagði að um 18 ungmenni
á aldrinum 15–25 ára ættu sök á flest-
um íkveikjum og árásum á lögreglu í
Le Blanc-Mesnil en ungir menn frá
nágrannabæjum tækju nú einnig þátt
í óeirðunum. Ungmennin segjast
reyna að komast hjá handtöku með
því að skipta sér í litla hópa og nota
farsíma og SMS-skilaboð til að láta
hvert annað vita af lögreglu- og
slökkviliðsmönnum.
Í augum ungmennanna í út-
hverfum Parísar er einn maður skýrt
dæmi um allt það versta við frönsku
ríkisstjórnina: Nicolas Sarkozy inn-
anríkisráðherra, sem er talinn líkleg-
ur til að verða kjörinn forseti Frakk-
lands í kosningum árið 2007. Hann
lýsti í síðasta mánuði yfir „stríði án
miskunnar“ á hendur glæpahópum
og öðrum sem taldir eru til vandræða
í fátækustu hverfunum.
Viku síðar dóu tveir unglingar úr
röðum múslíma af völdum raflosts í
spennistöð þar sem þeir földu sig fyr-
ir lögreglumönnum sem þeir töldu
hafa veitt þeim eftirför. Franskir
embættismenn segja að lögreglan
hafi ekki elt unglingana. Dauði þeirra
varð þó til þess að óeirðirnar blossuðu
upp og breiddust fljótt út, einkum
þegar Sarkozy lýsti ungmennunum
sem „úrþvætti“ og „þorpurum“.
„Snýst ekki um trúarbrögð“
„Þeir kalla okkur maðka,“ sagði
einn unglinganna í Le Blanc-Mesnil.
„Ég er franskur ríkisborgari, en
ekki talinn skipta máli,“ sagði 28 ára
maður sem fylgdist með ungmenn-
unum. „Þetta snýst á engan hátt um
trúarbrögð. En fólk sem ekki er ísl-
amskrar trúar er hrætt við skeggjaða
menn eins og mig. Ég er grun-
samlegur í augum fólksins. Mismun-
unin er úti um allt í kringum okkur.
Við búum við hana á hverjum degi.
Hún er orðin að venju. Hún er í loft-
inu.“
Segja óeirðirnar baráttu
fyrir viðurkenningu
AP
Ungur Frakki gengur framhjá bílum sem voru brenndir í bílageymslu í Suresnes, vestan við París, í óeirðunum í Frakklandi í fyrrinótt.
’Krakkarnir eru aðspringa af reiði.
Með íkveikjunum eru
þeir að segja: ég er
til, ég er hérna!‘
Mar del Plata. AP. | Tveggja
daga fundi leiðtoga Ameríku-
ríkja lauk á laugardag án þess
að samkomulag næðist um að
hefja á ný samningaviðræður
um stofnun Fríverslunarsvæð-
is Ameríku (FTAA).
Leiðtogar 29 ríkja voru
hlynntir því að viðræðurnar
hæfust á næsta ári en leiðtog-
ar fimm ríkja sögðust ekki
vilja stofna fríverslunarsvæðið.
Þetta var niðurstaða samn-
ingaviðræðna á bak við tjöldin
sem drógust á langinn og urðu
til þess að fundinum var slitið
átta klukkustundum síðar en
gert hafði verið ráð fyrir.
Flestir þjóðarleiðtoganna,
þeirra á meðal George W.
Bush Bandaríkjaforseti, létu
embættismenn sína um við-
ræðurnar og héldu heimleiðis
áður en fundinum var slitið
formlega.
Hugo Chavez, forseti
Venesúela, sem hefur lagst
gegn fríverslunarsvæðinu,
sagði niðurstöðuna sigur fyrir
andstæðinga þess. Stephen
Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi
Bandaríkjaforseta, gerði hins
vegar lítið úr deilunni og sagði
að ekki væri nauðsynlegt að
undirrita samninga á öllum
leiðtogafundum.
Náðu ekki
samkomulagi
um fríverslun
Washington. AP. | Að minnsta
kosti sextán manns létu lífið
þegar skýstrókur gekk yfir
suðvesturhluta Indiana og
norðurhluta Kentucky í
Bandaríkjunum í fyrrinótt.
Óttast var í gær að tala lát-
inna myndi hækka. Um 200
manns slösuðust.
Mörg heimili eyðilögðust í
óveðrinu og þúsundir manna
voru án rafmagns.
Að minnsta kosti tólf
manns biðu bana þegar ský-
strókurinn gekk yfir hjól-
hýsabyggð í Evansville í
Indiana. Björgunarsveitir
leituðu að fólki sem talið var
fast í rústum hjólhýsa. „Fólk-
ið bjó í hjólhýsum sem ský-
strókurinn einfaldlega tætti í
sundur,“ sagði talsmaður lög-
reglunnar. Um eitt hundrað
hjólhýsi eyðilögðust í Evans-
ville og 125 önnur skemmd-
ust.
Slóð eyðileggingarinnar
eftir skýstrókinn er um 30
km löng og 120 m breið.
Bandaríska veðurstofan
varaði við skýstróknum um
hálfri klukkustund áður en
hann skall á, en margir íbú-
anna voru þá sofandi.
Skýstrók-
ur olli
miklu
manntjóni
Jerúsalem. AFP. | Fornleifafræð-
ingar hafa fundið leifar ævafornrar
kristinnar kirkju, ef til vill einnar
þeirrar elstu í heiminum, undir
fangelsi í bænum Meggido í norður-
hluta Ísraels. Hefur m.a. fundist
mósaík- eða steinfellumynd með
grískri áletrun þar sem segir að
staðurinn sé helgaður Jesú Kristi,
að sögn fornleifafræðingsins Yo-
tams Teppers.
Myndin er um 54 fermetrar og
heilleg. Á henni eru rúmfræði-
myndir og teikningar af fiski, sem
var eitt fyrsta kristna táknið, segir
Tepper, sem stjórnaði uppgreftr-
inum. Telur hann að mósaíkmyndin
hafi verið gerð í lok þriðju aldar og
sé því á meðal elstu kristnu forn-
minja sem til séu.
Myndin fannst í byggingu sem
var um níu metrar á annan veginn
og sex á hinn. Ofan á hana hafði
verið reist hús í býsönskum stíl.
Fangar í fangelsinu tóku þátt í upp-
greftrinum.AP
Ísraelskir fangar hreinsa
mósaíkmynd sem talið er að hafi
verið gerð í lok þriðju aldar.
Ævaforn kirkja fannst
undir fangelsi í Ísrael