Morgunblaðið - 07.11.2005, Qupperneq 14
Jurtir til lækn-
inga henta
börnum vel
Jurtir eru svo miklu mildarien lyf og því eru þær frá-bær leið til að hjálpa börn-um þegar einhver veikindi
koma upp,“ segir Kolbrún Björns-
dóttir grasalæknir sem ætlar að
halda erindi næstkomandi mið-
vikudag 9. nóvember í Yggdrasil
undir yfirskriftinni Jurtir fyrir
börn.
„Börn eru miklu viðkvæmari en
fullorðnir og þurfa því minni
skammta af jurtum en við sem
eldri erum. Sama gildir um gamalt
fólk, það er líka viðkvæmt og því
henta jurtir þeim mjög vel til að
lækna hverskonar kvilla. Flestar
jurtir fyrir börn eru það mildar að
nákvæm skammtagjöf er ekki
nauðsynleg og það skaðar ekkert
þó tekið sé aðeins of mikið.“
Kolbrún segir muninn á jurtum
og lyfjum vera þann að jurtirnar
hjálpa líkamanum fyrst og fremst
til að laga sig sjálfur. „Á meðan
lyf vinna fyrir þig og þau taka oft
ekki á grunnvandanum. Til dæmis
þegar börn fá eyrnabólgu og eru
sett á sýklalyf, þá fá þau oft
eyrnabólgu fljótlega aftur, meðal
annars vegna þess að flóran í
ristlinum verður léleg vegna
sýklalyfjanna, sem er slæmt vegna
þess að einn þriðji ónæmiskerf-
isins er í ristlinum. Þetta verður
því oft vítahringur þegar sýklalyf
eru gefin aftur og aftur og ónæm-
iskerfið verður veikara og veik-
ara.“
Barnafólk ætti
að eiga jurtir heima
Kolbrún er með sérstaka eyrna-
olíu til að setja í eyru barna með
eyrnabólgu, en hún inniheldur
meðal annars hvítlauk sem er
bakteríudrepandi, kamillu sem er
bólgueyðandi og fleiri jurtir.
„Þessir dropar lækna eyrnabólg-
una á tveimur til þremur dögum.
Þá er líka gott að nota Acidophi-
lus til að laga flóruna í ristlinum
hjá þeim börnum sem hafa verið
mikið á sýklalyfjum og þar með er
vítahringurinn rofinn og ónæm-
iskerfið fær að byggja sig upp í
friði.“
Kolbrún segir gott fyrir barna-
fólk að eiga alltaf nokkrar jurtir
heima. „Til dæmis þegar börnin fá
spennuverki í maga, þá slær pip-
armynta strax á slíka verki. Ég er
með jurt sem lækkar hita og jurt
sem róar börn sem eru of ör og til
eru jurtir sem eru taugastyrkjandi
fyrir óvenju viðkvæm börn. Maga-
kveisu er líka mjög auðvelt að
lækna með jurtum.“
Kolbrún segir mjög vaxandi að
fólk leiti til hennar vegna vanda-
mála hjá börnum. „Góður árangur
spyrst út og hingað koma margir
foreldrar á hverjum degi til að fá
eyrnaolíu, magakveisujurtir eða
eitthað annað fyrir börnin sín.“
En getur ekki verið erfitt að
koma jurtum í börn, ef þær eru
rammar eða bragðvondar?
„Jú, það þarf vissulega að hugsa
fyrir því. Jurtir sem ég er með í
hylkjum fyrir fullorðna, er til
dæmis ekki hægt að gefa börnum
og þá verður að leita annarra
leiða. Það er hægt að búa til frost-
pinna úr jurtatei og sumu dufti er
hægt að hræra út í mat eða
blanda í drykki. Ég er líka með
blómavötn sem eru rosalega snið-
ug fyrir börn því þá þarf ekki að
drekka heilan bolla af einhverju
seyði sem er kannski ekkert sér-
staklega gott, heldur taka aðeins
eina teskeið og auk þess eru
blómavötnin yfirleitt frekar góð og
mild á bragðið. Magakveisublanda,
kvefmixtúra fyrir börn og róandi
blanda eru til dæmis bragðgóð
blómavötn,“ segir Kolbrún og
bætir við að blómavötn séu vatn
sem inniheldur ilmolíur og er
miklu sterkara en te en þó miklu
daufara en hreinar ilmolíur.
Lyf eru líka unnin úr jurtum
Ár er síðan Kolbrún opnaði
Jurtaapótekið og hún segir það
vissulega auðvelda aðgengi allra
að jurtunum. „Hér eru jurtirnar
tilbúnar og fólk getur gengið inn
og keypt þær án þess að panta sér
tíma hjá mér eins og fyr-
irkomulagið var áður. Hingað
kemur sama fólkið aftur og aftur
og ég fæ mjög góð viðbrögð frá
viðskiptavinum mínum.“
Kolbrún kaupir aðeins jurtir í
sína framleiðslu sem eru lífrænt
ræktaðar og með eins mikil gæði
og mögulegt er. „Vegna þess að
slíkar jurtir hafa meiri virkni. Og
það skiptir öllu máli. Jurtir eru
svo miklu vænni fyrir líkamann
heldur en lyf og þess vegna er
miklu eðlilegra að fólk prófi jurt-
irnar fyrst þegar eitthvað er að en
fari á lyf ef þær duga ekki, en
ekki öfugt. Stundum eru jurtirnar
vissulega ekki nógu sterkar, til
dæmis ef vandamálið er mjög
krónískt eða eitthvað alvarlegt á
ferðinni sem þarf að meðhöndla
með sterkum lyfjum og þá er auð-
vitað eðlilegt að fólk fari yfir í
lyf.“
Kolbrún segir fólk hafa áttað
sig á að lyf eru meira og minna
unnin úr jurtum, sem hlýtur að
þýða að það eru virk efni í jurtum.
„Það er búið að rannsaka mjög
mikið af efnum í jurtum og ég veit
að virtir læknar eru að gera rann-
sókn á Ítalíu með inntöku á ilm-
olíum til lækninga.“
GRASALÆKNINGAR | Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir heldur erindi um jurtir og börn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kolbrún segir að daglega komi til hennar fólk vegna krankleika sem hrjái
börnin eins og eyrnabólgu, magakveisu eða óróleika.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Auk erindis Kolbrúnar eru eftirfar-
andi fyrirlestrar um börn og heil-
brigði í boði hjá Yggdrasil Skóla-
vörðustíg 16:
Hollt fæði fyrir börn (16. nóv),
Homópatía fyrir börn (23. nóv),
Börn og ofnæmi (1.des).
Skráning í síma: 562-4082
14 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | HEILSA
Umbo›s- og sölua›ili
sími: 551 9239
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
VEFSÍÐAN www.missir.is er aðgengilegur vefur á ís-
lensku þar sem fólk getur sótt sér fræðslu og upplýs-
ingar um sorg og sorgarviðburði. Vefurinn er eink-
um hugsaður fyrir einstaklinga, sem vilja leita sér
aðstoðar á erfiðum stundum og sækja sér fræðslu og
styrk. Honum er jafnframt ætlað að koma til móts við
þarfir fagfólks í starfi, svo sem hjúkrunarfólks,
lækna, djákna, presta, lögreglumanna, félagsráð-
gjafa, sálfræðinga og ýmissa annarra stétta.
Á missir.is er að finna rafræna skrá yfir íslenskar
og þýddar bækur, bókakafla og sérvalið efni úr tíma-
ritum. Í skránni má finna tilvísun í sannar frásagnir
einstaklinga, einnig skáldrit og greinar sérfræðinga,
allt tengt sorgarúrvinnslu og viðbrögðum við lífs-
reynslu er breytti lífi einstaklinga. Má þar nefna áföll
samfara greiningu alvarlegra sjúkdóma, bæði lík-
amlegra og andlegra, brottnám líffæra og lima, sorg
samfara ástvinamissi og lífshættulegar aðstæður, t.d.
þegar fólk verður fyrir slysi eða upplifir nátt-
úruhamfarir.
Gagnaskráin geymir þannig upplýsingar um miss-
inn í íslenskum veruleika. Á ævinni getum við öll átt
von á því að verða fyrir áföllum. Hver og ein lífs-
reynsla er sérstök og viðbrögð okkar persónubundin.
Margt er þó sameiginlegt og þegar við kynnum okk-
ur sýn annarra getur það veitt okkur aukinn skilning
á eigin líðan. Þegar fólk verður fyrir missi upplifir
það oft myrkur og einmanaleika. Hjálp er víða að
finna og hún getur falist í því að lesa frásögn annars
einstaklings.
Hægt er að leita eftir höfundum efnis, orðum úr
heiti titils og eftir efnisorðum, t.d. nöfnum sjúkdóma.
Á vefnum er einnig hægt að leita eftir nöfnum fé-
lagasamtaka og ýmissa aðila, sem vinna að heilli
sjúkra og syrgjenda. Ennfremur er þar skrá yfir ís-
lensk bókasöfn.
Í starfshópnum, sem staðið hefur að vefnum, eru
bókasafnsfræðingarnir Jón Sævar Baldvinsson, Krist-
ín H. Pétursdóttir, Ragnhildur Bragadóttir, Sig-
urbjörg Björnsdóttir og Stefanía Júlíusdóttir, Val-
gerður Sigurðardóttir læknir og sjúkrahúsprestarnir
Bragi Skúlason og Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir.
NETIÐ | Vefur um missinn í íslenskum veruleika
Hver lífsreynsla er sérstök
Morgunblaðið/Ásdís
Vefurinn er einkum hugsaður fyrir einstaklinga, sem
vilja leita sér aðstoðar á erfiðum stundum og sækja sér
fræðslu og styrk.
TENGLAR
..................................................................................
www.missir.is
join@mbl.is