Morgunblaðið - 07.11.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 07.11.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 19 UMRÆÐAN SJÁLFSTÆÐISMENN héldu prófkjör nú um helgina um skipan framboðslista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Engin ástæða er til annars en að óska Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, núver- andi oddvita flokksins, til ham- ingju með góðan varnarsigur þegar að honum var sótt. Sömuleiðis er árang- ur hinna borg- arfulltrúanna sem gáfu kost á sér áfram, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Kjartans Magn- ússonar, prýðilegur. En átökin sem fylgdu prófkjörinu munu fylgja flokknum áfram. Nýkjörinn for- maður flokksins, Geir Haarde, er áreið- anlega ánægður með úrslitin en hið sama verður varla sagt um þá sem dyggast fylgdu forvera Geirs í blindni. Engum dylst að það tókust á hin mýkri gildi gömlu sjálfstæðisstefnunnar sem einu sinni var kennd við Gunnar Thoroddsen og svo hins vegar nakin frjálshyggja sem pró- fessor Hannes Hólm- steinn er stundum talinn persónugerv- ingur fyrir. En þótt Gísli Marteinn sé þó snöggtum geðþekkari frambjóðandi hefur hann þótt standa fyr- ir hörð hægri gildi. En um leið og þetta er sagt, er mikilvægt að hafa í huga að Sjálf- stæðisflokkurinn mun leggja allt undir til að vinna meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í vor. Benda skoðanakannanir til þess að það gæti jafnvel tekist. Raunar hafa skoðanakannanir á þessum árstíma oftar boðað sigur D- listans en það síðan ekki orðið raunin þegar á hólminn var komið. Engu að síður þurfum við hin, sem síst viljum að Sjálfstæðisflokk- urinn nái meirihluta, að hafa okk- ur öll við og beina spjótum okkar sameiginlega að íhaldinu. Það er margt til í því sem sagt var í blaðagrein hér í Morgunblaðinu nýlega að núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur náð marghátt- uðum og mikilsverðum árangri á flestum sviðum borgarmálanna. Aftur til fortíðar? Hin nýkjörna forystusveit Sjálf- stæðisflokksins stendur fyrir gam- aldags viðhorf í skipulagsmálum, þau viðhorf að þenja eigi byggðina upp um allar þorpa grundir og byggja dreift, leggja helming af öllu borgarlandinu undir einkabíl- inn og þjónkun við hann, flytja miðborgina í Kringlu og svo síðar jafnvel enn lengra frá gamla bæn- um, og láta kylfu ráða kasti um það hvernig starfsemi dafnar og vex í miðborginni. Muna menn e.t.v. enn hvernig skuldasöfnun borgarinnar var háttað á vormán- uðum 1994 þegar flokkurinn hugð- ist kaupa sér atkvæði með gegnd- arlausri sóun og jók skuldir borgarinnar um milljóna tugi dag hvern sem síðasti borgarstjóri flokksins sat undir árum og reri lífróður? Og muna borgarbúar bið- listana á leikskólana, það er að segja þeir sem náðarsamlegast fengu að sækja um leikskóladvöl fyrir börnin sín!? Það var nefni- lega líka stundað að banna fólki að sækja um þjónustu, til þess að bið- listarnir yrðu ekki eins hrópandi! Á síðasta kjörtímabili sem D- listinn fór með stjórn borgarinnar var farið í einkavæðingarævintýri með Strætó, sem núverandi meiri- hluti sneri síðan við, og unnin var sérstök einkavæðingarskýrsla þar sem m.a. var lagt upp með einka- væðingu orkugeirans. Nýafstaðinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur líka boðað einkavæðingu á raforkumarkaði, en það leiðir til hækkaðs orkuverðs til almenn- ings og minna öryggi í orkuafhendingu eins og dæmin víða að sanna. Hvert beina vinstrimenn kröftum sínum? Nei, það er ekki svona stefna sem við þurfum í Reykjavík. Við þurfum að halda áfram á braut auk- innar þjónustu við fjölskyldufólk í borg- inni, með gjald- frjálsum leikskóla, sem VG hefur barist sérstaklega fyrir, ódýrari tómstunda- þjónustu, samfélags- legri eign og rekstri í orkugeiranum og al- menningssamgöngum, áframhaldandi lýð- ræðisvæðingu og vald- dreifingu, en á því sviði hefur verið unnið þrekvirki og fátt eftir nema ef vera skyldi Ráðhúsið sjálft. Og áfram verða skuldir borgarsjóðs greiddar niður og þjónusta auk- in og bætt. Þetta er lítið eitt af því sem núverandi meirihlutaflokkar geta unnið að áfram, eins og þeir hafa gert undanfarin ár í góðri sátt við borgarbúa. Það er á þessum tímamótum sem það er því mikilvægara, þar sem virðing er borin fyrir borg- arbúum og þörfum þeirra, og þar sem hver aðili að meirihluta- samstarfinu starfar á grundvelli eigin forsendna og hefða. Það er einmitt það sem gefur samstarfinu dýpt og breidd. Falli menn á hinn bóginn í gryfju sjálfsafneitunar og „umkenningarleiks“, eins og örlað hefur á í vissum herbúðum, er eins víst að illa fari. Við í VG munum ekki haga starfi okkar þannig og hvetjum aðra til að fylgja forystu okkar í baráttunni fyrir fé- lagshyggju- og umhverfisstjórn, bæði í borg og á landsvísu. Í því liggja skyldur okkar við almenning í landinu. Verkefnin í borginni Árni Þór Sigurðsson skrifar um borgarpólitík Árni Þór Sigurðsson ’… tökumhöndum saman, beinum spjótum að sameigin- legum andstæð- ingi og vinnum að því að núver- andi meiri- hlutaflokkar geti haldið áfram að þróa sjálfbært borg- arsamfélag …‘ Höfundur er oddviti VG í borgarstjórn. Fréttir á SMS Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.