Morgunblaðið - 07.11.2005, Page 25
glæsta sögu. Mér finnst það til-
hlýðileg virðing við þetta fallega
skip að því verði lagt og breytt í
safn. Óðinn á ekki bara að vera
safn um þorskastríðin, heldur safn
um Landhelgisgæsluna og slysa-
og björgunarsögu landsins. Varð-
skipið Óðinn er menningarverð-
mæti og ég vona að menn sjái þau
tækifæri sem gefast með því að
gera Óðin að safni. Óðinn mun sem
safn, auðga menningarlíf landsins
og vekja áhuga Íslendinga sem og
erlendra ferðamanna.
Mín ósk er sú að varðskipinu
Óðni verði sýndur meiri sómi en
varðskipinu Þór. Þór liggur við
Reykjavíkurhöfn og grotnar þar
niður, gylltur á lit. Saga varðskips-
ins Þórs seinustu ár á að vera okk-
ur víti til varnaðar þegar kemur að
hugleiðingum um menning-
arverðmæti.Því skora ég á fjár-
mála- og dómsmálaráðherra að sjá
til þess að Varðskipið Óðinn fái
varanlegan sess sem safn við sjó-
minjasafn Reykjavíkur.
’Óðinn mun sem safnauðga menningarlíf
landsins og vekja áhuga
Íslendinga sem og er-
lendra ferðamanna.‘
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og áhugamaður um sögu
Landhelgisgæslunnar.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 25
UMRÆÐAN
ALMÁTTUGI Guð!
Þökk sé þér að þú ferð ekki í
manngreinarálit og elskar alla
menn jafnt. Fyrir þér er ekkert svo
smátt að þú sýnir því ekki um-
hyggju og skiln-
ing. Og ekkert
mál eða verkefni
svo stórt að þú
ráðir ekki við að
leiða menn á far-
sælan hátt í gegn
um það.
Í dag bið ég
þig sérstaklega
að vaka yfir öll-
um þeim sem
stunda viðskipti.
Hjálpa þeim að sinna störfum sín-
um af heiðarleika og virðingu. Virð-
ingu fyrir sjálfum sér og þeim sem
þeir eiga viðskipti við. Hjálpaðu
þeim að mynda og rækta traust
sambönd og gagnkvæmt traust við
viðskiptavini sína. Gef þeim að
reynast útsjónarsöm, raungóð og
sanngjörn.
Hjálpaðu þeim að minnast
ábyrgðar sinnar. Hjálpaðu þeim að
fara ekki offari og gef að græðgi,
yfirgangur, frekja og siðleysi ráði
aldrei för.
Hjálpaðu þeim að fara aldrei á
bak við viðskiptamenn sína eða yf-
irvöld. Hjálpaðu þeim að njóta
ávaxtanna af störfum sínum í gleði
og af þakklæti. Hjálpaðu þeim að
gefa sig þér á vald. Leið þau í bar-
áttunni. Blessaðu þau og forða þeim
frá freistingum og öllu illu.
Í Jesú nafni.
Amen.
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON,
rithöfundur og framkvæmdastjóri
Laugarneskirkju.
Bæn fyrir þeim sem
stunda viðskipti
Frá Sigurbirni Þorkelssyni:
Sigurbjörn
Þorkelsson
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
NOKKUR umræða hefur verið að
undanförnu í fjölmiðlum og meðal
almennings um vafasama fjár-
málastjórn, sem hefur aðallega verið
fólgin í hóflausri útlánastarfsemi
bankanna.
Á dögunum gat að líta ágæt viðtöl
í Morgunblaðinu við tvo frammá-
menn úr Landsbankanum, þar sem
annar talaði um ógnarjafnvægi í ís-
lensku efnahagslífi. Þetta er svo sem
ekki fráleit samlíking, en ég er ekki
viss um að þeir séu mér sammála um
að ógnin stafi frá útlánastreymi
bankanna.
Frelsið er gott á flestum sviðum
en frelsinu fylgir ábyrgð sem menn-
irnir eru misvel færir um að axla, því
alltof oft má sjá að siðfræðin víkur
fyrir græðginni. Að sýna sem mest-
an hagnað virðist vera þeirra æðsta
takmark, enda þótt gróðinn sé mest-
megnis fenginn með blóðpeningum
skuldsettra fjölskyldna. Að stunda
það að hrókera stórum fjármagns-
hlutum banka og verðbréfa til og
frá, og hækka þá við hverja hróker-
ingu um tuttugu til þrjátíu prósent,
er ekkert annað en seðlaprentun á
fölskum forsendum. Raungildið vex
ekkert við hrókeringuna, svo einfalt
er það, ef annað kemur ekki til.
Fréttamenn eru sekir um það,
hver sem ástæðan kann nú að vera,
að tala sitt og hvað við greining-
ardeildir bankanna um ástandið í
efnahagsmálunum. Hlutdrægir að-
ilar kenna oftar en ekki öðrum en
sjálfum sér um, ef ástandið þykir al-
varlegt, en þakka sér ef vel gengur.
Því er það viðkvæðið hjá greining-
ardeildunum, að ríkið verði að draga
úr framkvæmdum hjá sér til þess að
minnka þensluna í þjóðfélaginu.
Þetta fólk veit miklu betur, þótt það
kjósi að tjá sig með þessum hætti.
Fastir liðir ríkissjóðs verða ekki um-
flúnir, svo sem til heilbrigðismála,
stjórnsýslu og skólamála, svo eitt-
hvað sé nefnt.
En hvað með bankana? Jú, hundr-
uð milljarða hafa þeir tekið að láni,
mestmegnis erlendis, til að end-
urlána, sem gerir það að verkum
ásamt fleiri þáttum að krónan helst í
of háu verðgildi. Að veita tvö hundr-
uð og fimmtíu milljörðum inn í ís-
lenskt atvinnulíf og til eyðslulána á
skömmum tíma, eins og bankarnir
hafa gert sig seka um, er vítaverð
fjármálaafglöp. Seðlabankastjóri
endurtekur tuggu greiningardeild-
anna og segir að ríkissjóður verði að
draga úr framkvæmdum hins op-
inbera, annars ofhitni hagkerfið. Líti
nú hver í eigin barm. Eða hefur
seðlabankastjóri efni á að tala með
þessum hætti? Hvað með óeðlilegar
kauphækkanir hjá þeirri stofnun að
undanförnu? Að gefa þannig upp
boltann til annarra launastétta er
bein ávísun á vísitöluskrið. Stýri-
vaxtahækkun Seðlabankans er
gagnslaus, virkar ekki í litlum hag-
kerfum, er frekar verðbólguhvetj-
andi. Ástæðan er uppeldi og hug-
arfar okkar sem mótast hefur í
neyslusamfélagi undangenginna
áratuga. Lánastofnanir verða að
þróa með sér jákvæða hugarfars-
breytingu gagnvart samfélaginu
sem meðal annars er byggt upp af
skuldugum einstaklingum og verður
að teljast ein dýrmætasta auðlind
bankanna.
Stjórn Íbúðalánalasjóðs hefur leg-
ið undir ámæli að undanförnu og
ekki að ástæðulausu. Viðbrögð
þeirra við óvæntum uppgreiðslum
húsnæðislána var að mínu mati
fálmkennd og beinlínis röng. Þeim
var að vísu mikill vandi á höndum
hvernig best væri að ávaxta inn-
borgunarféð.
Á sínum tíma var settur kvóti á
fiskistofnana. Spurning er, hvort
setja þurfi einhverjar svipaðar
hömlur á útlán lánastofnana? Afleið-
ingar rangrar útlánastefnu eru mjög
áberandi í þjóðfélaginu, sem felst
meðal annars í því að alstaðar vant-
ar fólk í vinnu, leikskólar, verslanir
og þá ekki síst byggingariðnaðurinn
líða fyrir manneklu, síðan er reynt
að fá erlent vinnuafl bæði með lög-
legum hætti og þá ólöglega, ef það
fæst ekki öðruvísi. Sambandslaust
virðist vera milli þeirra aðila sem
ættu að ræða og ráða peningamálum
á Íslandi.
GESTUR GUÐMUNDSSON,
Melabraut 7, 540 Blönduós.
Óstjórn í efnahagsmálum
Frá Gesti Guðmundssyni,
Blönduósi:
LOÐNA er lítill fiskur, hún er und-
irstöðufæða þorsks sem svo er for-
senda þeirra framfara sem urðu hér
á tuttugustu öld. Mest komst þorsk-
veiði í tæp 6oo þúsund tonn árið
1955 og hefir farið minnkandi síðan.
Síldveiðar með kraftblökk hófust
sumarið 1959. Gaf þessi veiðiaðferð
það góða raun að fjöldi skipa var
smíðaður og öðrum breytt til að
veiða með kraftblökk.
Í lok sjöunda áratugarins hvarf
síldarstofninn sem verið hafði uppi-
staða sumarsíldveiðanna. Okkar
nýja tæknivædda flota vantaði verk-
efni, ýmislegt var reynt og eitt af
því var að veiða loðnu á vetr-
arvertíð. Fyrstu tíu árin var með-
alveiðin 207 þús. tonn á ári en er
orðin 872 þ. t. seinustu tíu ár. Á
sama tímabili hefir meðalafli þorsks
hrapað úr liðlega 400 þ. t. á ári í 200
þ. tonn. Í lok áttunda áratugar sein-
ustu aldar kom út s.k. svört skýrsla
fiskifræðinga þar sem bent var á að
takmarka þyrfti veiðar til þess að
„byggja upp þorskstofninn“, í kjöl-
far þessa var farið að takmarka
veiðar á þorski.
Þessar friðunaraðgerðir hafa eng-
um árangri skilað, eini sýnilegi bati
þorskstofnsins verður í lok níunda
áratugarins en nokkrum árum áður
höfðu loðnuveiðar verið bannaðar
vegna þess að stofninn var týndur.
Á meðfylgjandi línuriti sést hvernig
loðnuveiðar stýra þorskveiðunum.
GESTUR GUNNARSSON,
tæknifræðingur og togaramaður.
Loðna
Frá Gesti Gunnarssyni:
,-. ,-/ ,-/ ,-0 ,-0 ,-- ,--
1 '
'
2
,-. 34
$01''
$0,''
$0'''
&''
"''
1''
,''
'
80%
5 1 LANDSVIRKJUN hefur fengið
heldur óblíða umfjöllun í fjölmiðlum
að undanförnu vegna verkefnis, sem
beint hefur verið til grunnskólanna.
Verkefnið er kynnt með eftirfarandi
hætti í bréfi til skól-
anna: „Nú stendur
Landsvirkjun eins og
alkunna er fyrir bygg-
ingu stærstu virkjunar
Íslandssögunnar við
Kárahnjúka. Þar verð-
ur lagður hornsteinn
að virkjuninni næsta
vor og hyggst Lands-
virkjun bjóða fulltrú-
um ungu kynslóð-
arinnar að taka þátt í
að leggja hann. Til að
velja þessa fulltrúa
mun Landsvirkjun
efna til samkeppni þar
sem nemendum verður
boðið að vinna verkefni
tengd orkumálum og
verða þau sniðin að
mismunandi aldurs-
stigum grunnskólans.“
Hér sér Lands-
virkjun tækifæri til að
koma fræðslu um
stefnu sína í orku-
málum til grunnskóla-
barna á hlutlausan og
áhrifaríkan hátt. Eða
hvað? Getur verið að
með þessu framtaki sé Lands-
virkjun, þ.e. stjórnvöld, að veita
áróðri um umdeilda stefnu í orku-
málum inn í grunnskólana, með það í
hyggju að fegra hlut sinn og kæfa
eðlileg skoðanaskipti? Er þetta ekki
fullkomlega siðlaust? Svarið við
þeirri spurningu hlýtur að vera; nei,
aldeilis ekki. Það er varla neitt við
þessa háttsemi að athuga og ætti
raunar að hrósa Landvirkjunarfólki
fyrir liðlegheitin að taka þetta upp
hjá sjálfum sér, grunnskólabörnum
til fræðslu og upplýsingar. Því ein-
mitt á þennan hátt hefur Þjóð-
kirkjan fengið óheft að stunda áróð-
ur sinn í grunnskólunum.
Þjóðkirkjan ber gamlar drauga-
sögur á borð fyrir skólabörn með
það fyrir augum að „fræða“ þau um
ágæti kristindómsins. Starfsmenn
kirkjunnar skrifa náms-
efnið, reka fyrir því
áróður og bjóðast til að
kenna það. Krakkarnir
eru svo virkjaðir í þágu
kirkjunnar á ýmsan
hátt, allt guðinum til
dýrðar. Kirkjan spyrðir
svo að jafnaði siðferði-
legt viðhengi á boð-
skapinn, svo að þetta
fyrirkomulag hlýtur að
vera fyllilega eðlilegt og
siðlegt. Stjórnvöld eru
a.m.k. sátt við þetta fyr-
irkomulag, enda er
Þjóðkirkjuástandið
hornsteinn í stefnu-
skrám beggja flokka,
sem nú sitja að völdum.
Kirkjan seilist í vasa
skattgreiðenda til að
reka sinn áróður, en
Landsvirkjun er a.m.k.
bjargálna þegar kemur
að áróðrinum. Það
væri fullkomin hræsni
að fordæma vinnu-
brögð Landsvirkjunar,
en láta Þjóðkirkjuna
óáreitta. Það má þó
Landsvirkjun eiga að þar véla áróð-
ursmeistarar um hluti sem skipta
landsmenn máli í tíma og rúmi. Pre-
látar Þjóðkirkjunnar boða á hinn
bóginn samsull ranghugmynda og
aldagamallar mannvonsku, sem ekki
þjónar öðrum tilgangi en þeim að:
„Ávinna menn fyrir Krist“, svo not-
uð séu einkunnarorð Gídeon, en það
er kristinn ofsatrúarsöfnuður, sem
leikur lausum hala innan veggja
grunnskólanna og sér til þess að öll
tíu ára börn eignist kristna bók-
stafstrúar útgáfu af raunveruleik-
anum. Landsvirkjun á heiður skilinn
fyrir framtak sitt. Því ef hægt er að
hafna fræðsluframtaki Landsvirkj-
unar, hvernig getur kirkjan annað
en hætt sínum áróðri í skólunum?
Það væri jú gott siðferði, er ekki
svo?
Ráðherra menntamála, Þorgerður
Katrín, lýsti því yfir nýverið á Al-
þingi, aðspurð um verkefni Lands-
virkjunar, að hún treysti grunn-
skólakennurum fullkomlega til að
velja námsefni við hæfi nemenda
sinna, en jafnframt að fyrirtæki og
stofnanir yrðu að gæta hófs í því að
senda skólum efni sem tengdist al-
farið ákveðnu fyrirtæki eða vöru-
merki. Kirkjunnar menn treysta
kennurum ekki jafn vel og ráðherra
og hafa lagt umtalsverða vinnu í að
auka áróðurinn með illa dulbúnum
hætti. Slíkar „fræðsluáætlanir“ eru
lítt frábrugðnar markaðsáætlunum
stórfyrirtækja, þar sem fyrirtækið
Þjóðkirkjan ætlar sér augljóslega að
gæta þess að vörumerkinu Jesú séu
gerð góð skil.
Landsvirkjun hefur augljóslega
sótt hugmyndir að sinni misskildu
nálgun beint í smiðju Þjóðkirkj-
unnar. Tökum verkefni Landsvirkj-
unar með opnum huga og gleði í
hjarta. Hver veit nema Kristur sjálf-
ur mæti og líði yfir vatnsborðið þeg-
ar heilbrigðri skynsemi verður
drekkt á öræfum Íslands áður en
langt um líður.
Friðrik
og séra Friðrik
Guðmundur Guðmundsson
ber saman fræðsluefni
Landsvirkjunar og kennslu
kristinna fræða í skólum
Guðmundur
Guðmundsson
’Landsvirkjunhefur aug-
ljóslega sótt
hugmyndir að
sinni misskildu
nálgun beint í
smiðju Þjóð-
kirkjunnar.‘
Höfundur er líffræðingur. Fréttir í tölvupósti
mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar