Morgunblaðið - 07.11.2005, Side 27

Morgunblaðið - 07.11.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 27 MINNINGAR Við þekkjum byggð sem engu öðru er lík, við augum blasti og blasir fegurð slík sem eykur okkar stolt og sterku þrá, staðurinn ber nafnið Súðavík. Tryggð sem bernskan batt við þessa vík í blíðu og stríðu og verður alltaf slík að veita okkur gleði, gæfu og þrek, þú gamla fagra, kæra Súðavík. Nú er hann Húddi dáinn. Hann er var svo sterkt tengdur mínum bernskuminningum. Faðir hans Óskar Magnússon og afi minn Halldór M. Guðmundsson sem báðir voru skipstjórar í Súða- vík byggðu saman íbúðarhúsið Grund og fluttu með fjölskyldur sín- ar í húsið 1929. ÞÓRÐUR ÓSKARSSON ✝ Þórður Óskars-son fæddist á Grund í Súðavík 6. nóvember 1929. Hann lést á Land- spítala í Fossvogi 28. október síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 4. nóv- ember. Óskar drukknaði fljótlega eftir að flutt var í húsið en móðir Húdda, Halldóra, bjó þar áfram ásamt syni sínum en leigði Herv- ari bróður sínum og fjölskyldu hans hluta af íbúðinni en sjálf hafði hún eitt her- bergi og aðgang að eldhúsinu. Þegar Hervar og fjölskylda fluttu frá Grund kom Engilbert bróðir þeirra með sína stóru fjölskyldu í þeirra stað. Hall- dóra, sem áfram bjó á Grund tók auk þess til sín tvö fósturbörn eftir að hún varð ekkja, þau Sigrúnu Gísladóttur og Gunnar Þ . Þor- bergsson, sem bæði eru látin.Má því ætla að oft hafi verið þröngt á Grund á þessum árum. Húddi ólst upp í Súðavík og fór ungur í Sjómannaskólann. Þegar hann hafði lokið skipstjórnarprófi sneri hann aftur í sína heimabyggð og gerðist skipstjóri á mb. Sæfara. Flutti hann þá aftur í sitt gamla herbergi á Grund og var í fæði og þjónustu hjá móður minni Guðríði Halldórsdóttur þann tíma er hann bjó í Súðavík. Milli þeirra ríkti ætíð mikill kærleikur og vinarhugur og fannst mér hann alltaf vera henni sem bróðir. Hann var okkur systk- inum, börnum Guðríðar og Gísla, al- veg einstakur eins og reyndar öðr- um á okkar heimili. Fyrir það vil ég þakka. Á meðan ég var að alast upp var alltaf mynd af Húdda í litlu stofunni okkar á Grund sem sýndi hug fjöl- skyldu minnar til hans. Kæri Húddi, minningarnar eru margar og góðar og mun ég ætíð hugsa til þín með hlýhug, þökk og virðingu. Genginn er góður dreng- ur. Megi góður Guð geyma þig og gefa fjölskyldu þinni styrk. Svanfríður Guðrún Gísladóttir (Svanna frá Grund). ✝ Margrét Guð-laug Margeirs- dóttir fæddist á Sauðárkróki 24. september 1938. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eir 2. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ele- nora Þórðardóttir, f. 9. september 1907, d. 3. júní 1987, og Jón Margeir Sig- urðsson, f. 2. nóv- ember 1906, d. 7. ágúst 1986. Systkini Margrétar eru: 1) Sigurður Kristján Snæ- feld, f. 31. maí 1929, d. 15. ágúst 1983. 2) Helga Ósk, f. 30. apríl 1931. 3) Edda Ingibjörg, f. 15. febrúar 1933. 4) Friðjón, f. 23. febrúar 1941. 5) Kjartan Heiðar, f. 1. maí 1945. 6) Hreiðar, f. 1. maí 1945. 7) Birna Kolbrún, f. 20. maí 1948. 8) Anna Sveindís, f. 10 nóv- ember 1950. Margrét giftist Haraldi Sig- urðssyni, f. 12. desember 1936, d. 6. september 2003, eftir 20 ára sambúð. Haraldur var barnlaus. Tvítug að aldri kynntist Mar- grét Sigurði B. Jóhannessyni og eignuðust þau saman eina dóttur en hófu aldrei sambúð. Dóttir þeirra er Helga Ingibjörg, f. 18. maí 1960, gift Magnúsi E. Bald- urssyni og eiga þau þrjá syni sem eru: Sigurður Margeir, f. 18. jan- úar 1980, Pálmi Snær, f. 9. júní 1984, og Bjarki Freyr, f. 10. sept- ember 1994. Árið 1966 trúlof- aðist Margrét Þor- leifi Þórarinssyni og bjó með honum í 18 ár. Börn þeirra eru: 1) Helena Drífa, f. 27. septem- ber 1966. Hennar sambýlismaður er Atli H. Sæbjörnsson og eiga þau þrjár dætur sem eru Sandra Eir, f. 14. júlí 1994, Elma Dögg, f. 15. júlí 1994, og Karen Sunna, f. 9. júní 1998. Fyrir átti Helena soninn Atla Má, f. 7. apríl 1985. 2) Þór- arinn Friðjón, f. 11. janúar 1976, og á hann synina Grétar Geir, f. 16. janúar 1995, og Sindra Snæ, f. 5. mars 2002, með fyrri sambýlis- konu sinni Eygló Margréti Hauksdóttur. Núverandi sam- býliskona Þórarins er Hugrún Hrönn Þórisdóttir og á hún börn- in: Aron, Söndru, Viktor, Sindra og Dagmar. Margrét var sex ára gömul þegar hún fluttist með foreldrum og systkinum frá Sauðárkróki til Sandgerðis. Hún bjó í Sandgerði til ársins 1964 og flutti þá til Reykjavíkur þar sem hún bjó alla sína tíð. Útför Margrétar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma, fyrstu orðin sem koma í huga minn þegar ég sest niður og ætla að fara að skrifa um þig eru úr ljóði sem í er þessi setn- ing: „... þú laus ert úr veikinda viðj- um ...“ Það er kannski ekki skrítið því þú ert búin að berjast við erfiða og illvíga sjúkdóma í mörg ár. Bar- átta þín var einstök, þeirrar skoð- unar eru fleiri en ég. Þeir erf- iðleikar sem þú gekkst í gegnum á þinni ævi hefðu bugað marga en æðruleysi þitt var algjört. Mörg minningabrot hafa komið upp í hugann sl. daga og getur ver- ið erfitt að velja úr hverju mig langar helst til að segja frá, því það getur verið erfitt að stoppa. Einnig finn ég að ég er pínulítið eigingjörn á minningarnar og vil bara hafa þær fyrir mig og þig. En ég man líka að þú sagðir mér þegar ég var lítil að það væri ekki fallegt að vera eigingjarn. Ég man þegar við bjuggum hjá ömmu og afa Elenoru og Margeiri, umvafðar ást og umhyggju. Þegar við fluttum á Njálsgötuna og ég eignaðist litla systur sagðir þú mér að ég ætti hana líka. Ég tók það mjög alvarlega og geri jafnvel enn þann dag í dag. Allar sögurnar sem þú sagðir mér. Öll orðatiltækin sem þú kenndir mér. Vísurnar sem þú samdir fyrir mig í minningabækur bekkjarfélaganna. Þegar ég fór og skoðaði í búðirnar á Laugaveginum og sá falleg föt og kom heim og bað þig að sauma svona fyrir mig þá gerðir þú það. Þegar ég var orðin 16 ára og litli bróðir fæddist og þú sagðir mér að ég ætti hann líka, tók ég það bókstaflega. Sagt er að mamma sé konan sem haldi í hönd manns þegar við erum lítil en hjarta manns alla ævi. Það hefur þú svo sannarlega gert við mig. Mér finnst kannski þessi saga sem ég heyrði lýsa því best hvernig hefur verið að eiga þig fyrir mömmu. Sagan heitir: Gömul þjóð- saga sem segir frá barni sem var við það að fæðast. Barnið snýr sér að Guði og segir: – Mér er sagt að ég verði sendur á jörðina á morg- un; en hvernig get ég lifað eins lítill og ósjálfbjarga sem ég er? – Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla og hann bíður eftir þér. Þessi engill mun sjá um þig. – En segðu mér; hérna á himn- inum geri ég ekkert annað en að syngja og brosa og það er nóg til þess að vera hamingjusamur. – Engillinn þinn segir falleg orð við þig, fallegustu orð sem þú hefur nokkurn tíma heyrt og með mikilli þolinmæði og kærleik kennir hann þér að tala. – En hvað geri ég ef ég vil tala við þig? – Þá setur engillinn þinn hend- urnar þínar saman og kennir þér að biðja. – Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir menn. Hver getur varið mig? – Engillinn þinn mun verja þig, þó svo að það kosti hann lífið. – En ég verð sorgmæddur því ég sé þig ekki oftar. – Engillinn þinn á eftir að segja þér frá mér og vísa þér veginn í áttina til mín en þó mun ég alltaf vera við hlið þér. Á þessu andartaki færðist ró yfir himininn og guðdómlegar raddir heyrðust og barnið sagði: – Kæri Herra, þar sem ég er að fara segðu mér; hvað heitir engillinn minn? – Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar hann bara mömmu. Ég og fjölskylda mín vottum systkinum mínum Helenu og Dodda, fjölskyldum þeirra og systkinum mömmu okkar innileg- ustu og dýpstu samúð. Megi algóð- ur Guð umvefja ykkur kærleik og styrk. Elsku mamma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín dóttir, Helga Ingibjörg. Mig langar í örfáum orðum að kveðja Möggu systur mína og þakka henni samverustundirnar á liðnum árum. Eftir áratugalanga baráttu við illvígan sjúkdóm og af- leiðingar hans, er nú loks komið að langþráðri hvíld. Hvíldu í friði, elsku Magga mín. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sigurður Kr. Pétursson.) Edda systir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Þessi upphafsorð orti Ingibjörg Sigurðardóttir, eða Imba skáldkona eins og hún er kölluð. Hún var góð vinkona Möggu systur og þegar ég hringdi og tilkynnti Imbu andlát Möggu, lýsti hún henni einmitt sem perlu. Magga systir var perla, hún var vel gefin, húmorísk með ein- dæmum og hafði stór hlýtt hjarta. Magga var ein af stóru systrum mínum og hefur því alltaf fylgt mér frá því að ég fór að muna eftir mér á Túngötunni í Sandgerði. Magga bjó lengi í foreldrahúsum og að- stoðaði mömmu með krakkaskar- ann. Það var ósjaldan sem Magga settist niður með mér og Önnu systur og las eða söng fyrir okkur og nú þegar minningar streyma fram í hugann rifjast líka upp lögin góðu. Þótt við yxum úr grasi og stofnuðum fjölskyldur misstum við aldrei tengslin. Magga var alltaf til staðar fyrir mig, sama hvort það var í erfiðleikum eða til að sam- gleðjast mér. Magga átti erfiða ævi, mikil veik- indi hrjáðu hana í mörg ár en aldr- ei gafst hún upp. Aldrei tapaði hún lífsgleðinni. Hún var ávallt sterk og yfirveguð og nennti ekkert að ræða heilsufarið þegar hægt var að gleðjast yfir einhverju öðru. Hún átti þrjú börn sem voru henni allt í lífinu og einnig átti Magga ynd- islegan eiginmann sem gekk í gegnum allt með henni. Það var Möggu erfitt að horfa á eftir Halla fyrir tveimur árum þegar hann skyndilega féll frá. Síðustu vikurnar voru okkur öll- um erfiðar, en mér fannst ljúft að sjá hvað Helga Ingibjörg, Helena og Doddi sýndu þér mikinn styrk, alúð og hlýju. Harmur þeirra er mikill og ég lofa því, Magga mín, að við munum gera allt til að styðja þau í sorg sinni. Ég þakka þér væntumþykju og hlýjuna sem þú sýndir mér og fjölskyldu minni í gegnum tíðina, og munu fallegar minningar ylja okkur um tíð og tíma. Ég votta Helgu, Helenu, Dodda og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Megi góður Guð færa ykkur styrk í sorginni. Sof þú rótt í sælum frið, hjartað trygga, bjarta, blíða. Búin varstu lengi að stríða þjáning sára og sorgir við. Sof þú rótt í sælum frið. (M. Joch.) Kveðja Þín systir, Birna og fjölskylda. Í dag, mánudaginn 7. nóvember, verður Magga okkar jarðsungin frá Bústaðakirkju. Það er skrítið að Magga skuli ekki vera hér hjá okkur lengur. En það er staðreynd að hún er farin. Okkur langar til að þakka henni fyrir allt og allt en orð segja svo lítið. Góði Guð bið ég þig að opna faðm þinn fyrir elskulegri Möggu okkar og taka vel á móti henni eins og hún á skilið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Helga, Maggi, Helena, Atli, Doddi, Hugrún og börn, ég vona að Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Veri elsku Magga mín kært kvödd og megi hún hvíla í friði. Þín systir Anna og Þórir. MARGRÉT GUÐLAUG MARGEIRSDÓTTIR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.