Morgunblaðið - 07.11.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.11.2005, Qupperneq 28
28 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kári Páll Frið-riksson fæddist í Þýskalandi 30. október 1931. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut hinn 31. október síðastliðinn. Hann átti sjö systkini og eru fjögur þeirra á lífi. Hinn 30. október 1956 kvæntist Kári Sigrúnu Guðdísi Halldórsdóttur, f. 20. febrúar 1931. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Drengur, f. 12. feb. 1957, d. 14. feb. 1957. 2) Friðrik, f. 5. feb. 1959, símsmiða- meistari, d. 10. maí 1987. 3) Áslaug Lilja, f. 28. ág. 1972, flugfreyja, maki Al- bert I. Ingimundar- son. Kári starfaði sem pípulagningameist- ari í yfir 30 ár og síðan sem húsvörð- ur hjá Pósti og síma á Múlastöð. Útför Kára verð- ur gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn. Takk fyrir allt. Þú vildir allt fyrir mig gera, og við náðum svo vel saman. Ég fékk rólegheitin og þolinmæðina frá þér en í smækkaðri mynd því þetta voru þær tvær dyggðir sem prýddu þig hvað mest, og það eru fáir sem hafa fengið stærri skammt af þolinmæði en þú. Þú varst kletturinn minn sem ég gat alltaf treyst á, ég sagði þér það kannski ekki oft, en ég held þú hafir vitað það hversu vænt mér þótti um þig. Þetta var eitt af því sem ekki þurfti að ræða, þú varst ekki maður margra orða, en það er ég svo sem ekki heldur. Það var gott að vera í kringum þig, þú hafðir góða nálgun og börn fundu það og þau hændust að þér. Ég á frænda sem segist alltaf muna eftir þér fyrir það, að þú heilsaðir honum og hinum krökk- unum og gafst þér tíma til að spjalla við þau þegar þú komst í heimsókn með mömmu í sveitina til afa og ömmu. Það voru rúm 13 ár á milli okkar systkinanna, við vorum má segja tvö einbirni, og uppeldið eftir því, allt látið eftir okkur, eins og efni og aðstæður leyfðu. Nú þegar ég hugsa til baka man ég t.d. ekki eft- ir að þú hafir nokkurn tíma sagt nei við mig, það voru frekar not- aðar aðrar aðferðir, málið (hvað svo sem það var) var látið fjara út eða beint í annan farveg. Mesta furða hvað ræst hefur úr manni, en það er náttúrlega ekki alveg hlut- laust mat. Þitt hlutskipti var að verða veik- ur síðustu árin þín, en alla tíð hafð- ir þú verið heilsuhraustur. Þú varst samt svo sterkur og varst ekkert að barma þér, en nú hefur þú fengið hvíldina sem var orðin kærkomin fyrir þig. Mamma stóð við hlið þér alla tíð og vék ekki frá þér síðustu mánuðina. Ég held þú hafir ekki þakkað henni fyrir en ég geri það fyrir þig. Elsku pabbi, ég á svo margar góðar minningar um þig og þær ætla ég að varðveita vel. Það er komið að leiðarlokum nú, en við munum hittast á ný og ég veit að brói tók á móti þér. Megi guð og englarnir geyma þig og hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir, Áslaug. Kári hennar Siggu frænku. Ég man fyrst eftir honum þegar hann var að kenna okkur að segja nef- tóbak á þýsku og Sigga sagði að nafnið hans væri líka nafnið á vind- inum og mér fannst það verulega flott. Hann kom frá Þýskalandi til Íslands eftir seinni heimsstyrjöld- ina til að vinna eins og svo margir á þeim tíma. Kári var bara unglingur meðan á stríðinu stóð og ég spurði ömmu Áslaugu einu sinni hvort hann hefði einhvern tíma talað við hana um þessa tíma í Þýskalandi og hún sagði mér að aðeins einu sinni hefði hann sagt henni frá atviki sem henti hann eftir eina loftárás- ina, en hann var í liði sem tók til eftir loftárásirnar þar sem hann bjó. Þá kom hann að stúlku sem var klemmd upp að vegg af stóru steypuveggbroti, hann talaði við hana en svo leið hún út af og var dáin. Hann sá síðan að veggbrotið hafði klippt hana í sundur í miðju. Maður getur ekki sett sig í spor fólks sem upplifir hörmungar eins og þessar, þær hljóta að marka unga sál til lífstíðar. Mér fannst hann mjög svo ljúfur maður og hæglátur, feiminn, eins og utan við sig stundum, tranaði sér aldrei fram. Alltaf stutt í bros- ið, það lýsti upp andlitið og hann var okkur krökkunum góður. Mér hefur alltaf fundist hann falla full- komlega inn í okkar háværu fjöl- skyldu og hann alltaf vel til í að sprella með þegar verið er að gant- ast og gera grín. Kári og Sigga misstu son ný- fæddan og annan son sinn, Friðrik, þegar hann var innan við þrítugt svo að þau hafa sannarlega kynnst sorginni sem fylgir missi á ástvini. En þau eignuðust líka Áslaugu og hún hefur verið sólargeislinn þeirra og stolt. Þetta eru fátækleg orð til að minnast Kára en þau eru sögð af væntumþykju og virðingu fyrir góðum manni sem ég ólst upp með að væri Kári hennar Siggu frænku. Þau hafa lifað saman súrt og sætt og varla get ég hugsað um annað án þess að hugsa um hitt um leið. Ég vil senda þeim Siggu, Ás- laugu og Albert mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að varðveita ykkur. Ásrún Helga Guðmundsdóttir. Jæja, Kári, þá ert þú farinn að sofa þínum fína svefni og þig dreymir kannski þegar ég kom í heimsókn og við fórum í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn þegar ég missti veskið mitt þar sem selirnir voru. Já, okkur brá smá. Svo líka, þegar þú varst við Múlastöð þegar ég var níu ára þegar ég sagði að þú snerir sígarettuni öfugt í munn- inum, það var svo vandræðalegt. Og það er alls ekki hægt að gleyma þegar ég kom til ykkar á milli mela og í garðinn þegar þú vart að vökva kartöflugarðinn, á meðan var ég í hengirúminu sem þú varst með. En það er svo skrítið að það er svo langt síðan við hittumst en ég man ennþá eftir röddinni þinni, hvað hún var skemmtileg, ójá, ég man hana svo vel. En því miður varst svo veikur á þessu ári og ég gat ekki séð þig þó að mig langaði, en núna þarftu ekki lengur að vera veikur heldur að hvíla þig í mjúku áhyggjulausu rúmi. Góða nótt Kári og skilaðu kveðju til Halldórs. Sigurður Óskar Óskarsson, Krossi. KÁRI PÁLL FRIÐRIKSSON Við Inga frænka kynntumst náið þegar við bjuggum saman heima hjá pabba og mömmu og þar skapaðist djúp vinátta, þvert á rúm- lega sjötíu ára aldursbil. Ég fann aldrei fyrir þessum aldursmun í samskiptum okkar. Hún kom alltaf fram við mig sem jafningja og við ræddum allt milli himins og jarðar. Hún fylgdist vel með þjóðmálunum og hafði mikla ánægju af hvers kyns nýjungum. Eitt sinn eldaði ég mexíkanskan mat fyrir fjölskylduna og bauð Ingu að elda eitthvað annað fyrir hana, en hún hélt nú ekki. Eft- ir það var mexíkanskur matur í sér- stöku uppáhaldi hjá henni og var, þvert ofan í áhyggjur mínar, aldrei of sterkur. Ég held að grunnurinn að vináttu okkar Ingu hafi verið lagður þegar ég fór í Hússtjórnarskólann á Hall- ormsstað. Inga talaði oft um það hve stolt hún hafði verið og líklega var það af tveimur ástæðum. Annars vegar deildum við Inga áhuga á mat. Hins vegar tel ég að hún hafi séð þetta nám sem tilraun til að við- halda kvenlegri verkþekkingu, en hún taldi mikla hættu á að sú þekk- ing hyrfi úr samfélaginu. Inga hafði sterka sjálfsvirðingu og lagði ávallt áherslu á að líta vel út. Ég man eitt sinn þegar við, mamma, Dóra og Inga frænka, vor- um á Skerðingsstöðum, að mig minnir 1988. Inga sat í stofunni og bar á sig krem. Þegar hún varð þess vör að ég var að horfa á hana, kenndi hún mér hvernig á að strjúka andlitið til að forðast hrukk- ur. Seinna átti hún mörg slík heil- ræði sem hún veitti mér þar sem ég plokkaði hana og snyrti þegar hún var hætt að geta gert það sjálf. Inga lifði óvenjulegu lífi fyrir konu af hennar kynslóð. Hún giftist aldrei og vann úti mestan hluta starfsævinnar. Eins og allir gekk hún gegnum ýmsa erfiðleika en yf- irvann þá af viljastyrk og lífslöngun. Hún sagði mér oft frá því þegar hún, rétt um tvítugt, lá á Landsspít- alanum í þrjú ár með berkla í baki. Sögurnar fjölluðu iðulega um það hvernig hún fann leiðir til að lesa á bakinu eða plokka augnbrýnnar á starfsstúlkunum en hún minntist aldrei á að þetta hefði verið erfiður og einmanalegur tími. Inga mín var ekki fyrir það að INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Krist-jánsdóttir bók- ari fæddist á Skerð- ingsstöðum í Reykhólasveit 8. maí 1908. Hún lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 14. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 24. október. flagga skoðunum sín- um en þær læddust samt fram í um- ræðum. Hún hafði ríka réttlætiskennd og samkennd með öðru fólki. Eitt sinn spurði ég hana um viðhorf hennar til samkyn- hneigðra. Þá stóð ekki á svarinu: Hún hafði alltaf vorkennt þeim vegna þeirra fordóma sem þeir yrðu fyrir og yllu því að þeir fengju ekki að njóta þess sama og aðrir. Þá var hún hrifin af því hvernig kynjaskipting á vinnu- markaði er að breytast og sagði mér oft heilluð að strákarnir á deildinni væru ekkert síðri gangastúlkur en stelpurnar, enda ætti jafnréttið að ganga báða vegu. Mig langar til að þakka starfsfólk- inu á Grund fyrir umsjána með Ingu frænku og hlýlegheit í minn garð á erfiðum stundum. Dóru, Agnesi, Kristjáni og fjölskyldu votta ég samúð mína. Þóra Kristín Þórsdóttir. Eftir fyrstu kynnum mínum af Ingu eða Ingu frænku eins og ég var vanur að kalla hana man ég ekki en þau hafa sennilega verið þegar ég heimsótti þær systur Ingu og Dóru í Akurgerðið með mömmu eins og við gerðum reglulega meðan þær bjuggu þar. Í Akurgerðinu fékk maður alltaf hlýjar móttökur og iðu- lega var maður sendur út í bakarí eftir jólaköku eða öðru góðgæti. Síð- an var sopið á kóki eða appelsíni úr glerflösku með lakkrísröri en það góðgæti virtist alltaf vera til á þeim bænum. Ingu kynntist ég svo betur eftir að ég fór að fara í sveit norður í land á Hróarsstaði til Agnesar Þórunnar en þangað komu þær systur og dvöldu á hverju sumri eins og ég. Þar kynntist ég Ingu sem vini en ekki gamalli frænku þrátt fyrir 77 ára aldursmun. Inga var ung í anda og varð aldrei gamalmenni þótt hún hafi lifað nær heila öld. Hún fylgdist alltaf með öllu og öllum í kringum sig fram á síðasta dag og ekki síður unga fólk- inu í ættinni og lét sig margt varða sem gekk á í þjóðfélaginu. Hún hafði gaman af að heyra frá ferðalögum mínum til útlanda sem hafa verið nokkuð mörg upp á síðkastið. Eftir hverja ferð vissi Inga upp á hár hvar ég hafði verið og vissi oft meir um landfræðilega legu staðanna en ég og tjáði mér um leið að hún hefði alltaf haft gaman af landafræði. Um nírætt og hálfblind keypti Inga sér nýtt myndbandstæki til þess að geta tekið upp úr sjónvarp- inu og var ég fenginn til þess að kenna henni á það. Það gekk furðu- vel og með undraverðum hætti tókst henni að komast upp á lag með tæk- ið og virtist sem aldur og sjónleysi færi lönd og leið. Sumar mæður vina minna á besta aldri og með fulla sjón hafa verið lengur að læra á tækjakost heimilisins ef það hefur tekist á annað borð. Inga var mjög andlega sinnuð og skyggn og hafði ég sérstakt lag á því að láta hana opna sig um þau mál og gátum við setið löngum stundum og rætt um dulræn mál- efni. Aldrei hef ég kynnst jafn sann- kristinni manneskju og Ingu og aldrei var efi í hennar huga um til- vist skaparans. Inga varð 97 ára og lifði því rúmlega eina mannsævi. Síðustu mánuðina langaði hana að fá að fara og undraðist hún langlífi sitt. Við lifum og við deyjum og nú hefur hún Inga afasystir mín lokið þessari jarðvist. Ég kynntist aldrei Sigurði afa mínum sem dó áður en ég fædd- ist. Ég hrósa því happi yfir að hafa fengið að kynnast eftirlifandi systk- inum hans og þar á meðal Ingu. Þeim kynnum hefði ég ekki viljað missa af. Grímur Jón Sigurðsson. ERLINGUR YNGVI SVEINSSON Duevej 40, Kaupmannahöfn, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Hulda Runólfsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ólafur Sveinsson, Silke Engel, Magnús Ólafsson, Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Jóhann Ólafsson Engel. Innilegar þakkir færum við þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, KARVELS ÖGMUNDSSONAR Bjargi, Ytri-Njarðvík Einnig þökkum við öllum þeim sem sýndu minningu hans virðingu með nærveru sinni við kveðjuathöfn og útför. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Garðvangi fyrir einstaka umhyggju, hlýju og vináttu. Fyrir hönd aðstandenda. María Karvelsdóttir, Guðlaug Svanfríður Karvelsdóttir, Þórunn Karvelsdóttir, Ögmundur Karvelsson, Sigurlína Björgvinsdóttir, Sólveig Karvelsdóttir, Sigurður Pálsson, Eggert Karvelsson, Sædís Hlöðversdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.