Morgunblaðið - 07.11.2005, Síða 30
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÞETTA VAR
FRÚ GUÐRÚN
ÞAÐ VAR FREKAR ERFITT
AÐ SKILJA HANA
EN ÞAÐ HAFÐI EITTHVAÐ AÐ
GERA MEÐ TENNURNAR HENNAR
EF HÚN VILL FÁ
ÞÆR FÖLSKU AFTUR,
ÞÁ VERÐUR HÚN AÐ
SLÁST VIÐ
BRÚÐUNA MÍNA
HANN
SITUR BARA
ÞARNA...
ÉG HEF ALDREI SÉÐ NEINN
SVONA NIÐURDREGINN
ÉG HÉLT AÐ ORMA-
SAMLOKAN MYNDI HRESSA
HANN VIÐ
... SÉRSTAKLEGA ÞAR SEM
ÉG GAF HONUM LÍKA HEITT
ORMA SÚKKULAÐI
SIGGA, HVAR ER
KALVIN?
ÞAÐ VEIT ÉG
EKKI, HANN VAR
HÉRNA RÉTT
ÁÐAN
KANNSKI
FÓR HANN Á
KLÓSETTIÐ
Á
KLÓSETTIÐ!
HANN FER Á
SVIÐ EFTIR 2
MÍNUTÚR
RENNILÁSINN Á
BÚNINGNUM MÍNUM ER
FASTUR
HVAR ER HINN HUGRAKKI
STRÍÐSMAÐUR SEM MUN KLÍFA ÞENNAN
VEGG OG LEIÐA OKKUR TIL SIGURS?!
HANN ER
GREINILEGA EKKI
MÆTTUR Í DAG
GRÍMUR, HVAÐ
KOM FYRIR ÞIG
MIG
LANGAR
EKKI AÐ
TALA UM
ÞAÐ!
HUNDURINN Í
NÆSTA HÚSI GAF
HONUM EINN Á HANN
OG GRÍMUR STEINLÁ
MIG LANGAR
EKKI HELDUR AÐ
ÞÚ TALIR UM
ÞAÐ!
ÉG LEYFI ÞÉR EKKI AÐ
SKJÓTA HANN!
ÞAR MUNAÐI MJÓU!
MAMMA, ÉG HEF
ÁHYGGJUR AF
PABBA
ÞAÐ ER ENGIN
ÁSTÆÐA TIL.
ALLIR GETA LENT Í
ÁREKSTRI
EN PABBI
ER TEKINN
AÐ ELDAST
HANN ER
EKKERT
FARINN AÐ
ELDAST
ELSKAN
MÍN
HVERNIG
GETURÐU
VERIÐ VISS
VEGNA ÞESS
AÐ HANN
HEFUR ALLTAF
VERIÐ SVONA
HEI!
Dagbók
Í dag er mánudagur 7. nóvember, 311. dagur ársins 2005
Víkverji dagsins hef-ur lengi dáðst að
þrautseigju og
þrjósku íslensku þjóð-
arinnar. Hann verður
þó að játa að síðustu
árin hefur aðdáunin
smám saman breyst í
undrun yfir einni af
birtingarmyndum
þrjóskunnar: þeirri
áráttu Íslendinga að
leggja þjóðvegi yfir
fjöll og firnindi.
Það er skiljanlegt
að Íslendingar skyldu
hafa lagt vegi yfir
fjöllin um miðja öldina
sem leið. Núna er þetta hins vegar
tímaskekkja vegna þess að við búum
yfir tækni sem gerir okkur kleift að
leysa vandamálið í eitt skipti fyrir öll
– með því að leggja vegina í gegnum
fjöllin, ekki yfir þau.
Þessi tækni er orðin tiltölulega
ódýr. Til að mynda hefur komið í ljós
að það kostar aðeins 16 milljarða
króna að bora veggöng milli Eski-
fjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar,
Seyðisfjarðar og Héraðs. Slík göng
hljóta að borga sig á nokkrum ára-
tugum.
Líklegt er þó að Íslendingar haldi
áfram að rembast eins og rjúpa við
staur og ríghaldi í fjallvegina.
Sú árátta er stór-
furðuleg. Fyrst eyðum
við miklum fjár-
munum á hverju ári í
rannsóknir á því hvar
best sé að leggja fjall-
vegina með tilliti til
fannfergis. Síðan er
fúlgum fjár eytt í
flutninga á jarðvegi til
að gera vegina eins
háa og nokkur kostur
er. Samt dugir það
ekki og á hverjum
vetri er tugum millj-
óna króna eytt í snjó-
mokstur til að halda
vegunum opnum. Að
lokum er keppst við að malbika fjall-
vegina, jafnvel á stöðum þar sem
malbikið getur verið stórhættulegt
vegna hálku. Síðan þarf að malbika
fjallvegina aftur og aftur vegna
vatnsskemmda, skriðufalla og af
öðrum náttúrulegum ástæðum.
x x x
Skammsýnir þingmenn samþykkjaþennan glórulausa fjáraustur ár
eftir ár. Þeir virðast jafnvel standa í
þeirri trú að það sé til marks um að-
hald í ríkisfjármálum að sólunda
fjármunum í bráðabirgðafram-
kvæmdir í stað þess að leggja vegi til
frambúðar.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Listdans | Ítalski dansarinn Mara Galeazzi er hér í titilhlutverkinu í ballett-
inum Manon á aðalæfingu Konunglega dansflokksins í Covent Garden um
helgina. Verkið var samið 1974 og er skilgreint sem nútímaklassík.
Reuters
Manon í Covent Garden
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá
trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. (Mark. 11, 24.)