Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 40
*
+,
' #&
()*+,-
$
? ! B
? .-/0-*123/
$
? ! B
?
%#
81
!
-,,) !
-,,/ 2
'
! '
'
! '
3((B1B-,,)
65*.0
.5*/(
(-
-(-
(-
(-
3((B1B-,,/
6(*05
5-*/,
"C
$"C
&"#C
!#"&C
3 2
%"#C
#"C
JÓLAPAKKAR Icelandair eru
umtalsvert dýrari nú en fyrir einu
ári síðan og er hækkunin á bilinu
16,7%–37,6%. Gengi Bandaríkja-
dals er á hinn bóginn tæplega 9%
lægra en á sama tíma í fyrra og
gengi evru er um 17% lægra. Á
móti kemur að verð á flugvéla-
eldsneyti hefur hækkað mikið á
heimsmarkaði á síðustu misser-
um.
Jólapakkar Icelandair eru sér-
tilboð sem flugfélagið hefur lengi
boðið upp á fyrir jól. Sala á jóla-
pökkunum hófst í gær og gilda
þeir til allra áfangastaða Ice-
landair í beinu áætlunarflugi frá
10. janúar til 14. maí 2006. Hægt
er að kaupa jólapakkana til og
með 27. janúar 2006. Handhafar
Vildarkorts Visa og Icelandair
geta greitt með Vildarpunktum og
peningum fyrir jólapakka á al-
mennu farrými.
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, gat ekki
tjáð sig um málið þegar eftir því
var leitað í gærkvöldi.
Veruleg verðhækkun auglýst
á jólapökkum Icelandair
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
DÆLUR
FYRIR SJÁVARÚTVEGINN
Sími 568 6625
BYRJAÐ er að reisa íbúðarhús í
Norðlingaholti á jaðri öryggis-
svæðis sprengiefnageymslu á veg-
um Reykjavíkurborgar á Hólms-
heiði. Samráðsnefnd um stór-
slysavarnir benti á að færa þyrfti
geymsluna árið 2003, en nýtt hús-
næði fyrir geymsluna hefur enn
ekki verið reist.
Hægt að minnka
magn sprengiefna
Reiknað er með að geymslunni
verði fundinn staður ofar á Hólms-
heiðinni, en beðið er eftir svari við
erindi til Brunamálastofnunar um
heimilaðar stærðir á geymslum á
tilteknum stað, segir Ólafur
Bjarnason, aðstoðarsviðsstjóri á
framkvæmdasviði Reykjavíkur-
borgar. Reiknað er með því að
bæði sprengiefna- og flugelda-
geymslur verði í nýju geymslunni.
Eftir að Brunamálastofnun hef-
ur svarað erindinu þarf að deili-
skipuleggja landið, sem er í eigu
Reykjavíkurborgar, áður en hafist
verður handa við að byggja
sprengiefnageymsluna.
Sú fjarlægð sem hafa verður á
milli sprengiefnageymslunnar og
íbúðarbyggðar, skóla, leikvalla og
fjölfarinna gatna er mismikil eftir
því hversu mikið magn sprengiefna
er geymt þar, en miðað er við um
1.000 metra miðað við það magn
sem geymt er í geymslunni. Ólafur
segir að ef dragist að færa geymsl-
una sé sá möguleiki fyrir hendi að
minnka það magn sem þar er
geymt til að uppfylla allar reglur,
þó stefnt sé að því að flytja fyrr en
síðar.
Hugmyndir hafa verið uppi um
að færa sprengiefnageymsluna úr
bæjarfélaginu, jafnvel suður á
Reykjanes, en Ólafur segir að ekki
sé reiknað með því eins og sakir
standa. Ef ekki verði sátt um
geymsluna ofar á Hólmsheiði geti
hins vegar þurft að líta til þess.
Byggð í Norðlingaholti farin að nálgast sprengiefnageymslu á Hólmsheiði
Byrjað að reisa hús
innan öryggissvæðis
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Byggðin í Norðlingaholti færist nær sprengiefnageymslunni.
HÆNA frá bænum Borgarhóli í Blönduhlíð
gerði víðreist og húkkaði sér far með bíl
um fimmtán kílómetra leið í Varmahlíð á
miðvikudagskvöldið. Hænan er ung en
hvort það var æv-
intýraþrá eða mót-
þróaskeið sem réð
ferðinni er ekki vitað.
Hún lét eigendur sína
að minnsta kosti ekki
vita af fyrirætlunum
sínum heldur hélt af
stað út í heiminn á eig-
in forsendum.
Hænan birtist óvænt
í bílskúrnum hjá Bryn-
leifi S. Tobíassyni í Út-
hlíð í Varmahlíð.
„Kunningi minn
kemur oft í skúrinn hjá mér og fær að bóna
bílinn og svoleiðis,“ segir Brynleifur. „Eitt
kvöldið kom hann til mín og hafði stoppað í
kaupfélaginu á leiðinni. Hann fór með bíl-
inn inn í skúr og fór að sprauta tjöruhreinsi
á hann og sér þá allt í einu að hæna kemur
undan bílnum. Hér eru engar hænur og ég
varð álíka hissa og hann.“
Brynleifur hélt fyrst að um hrekk væri
að ræða.
„Vinnufélagi minn er þekktur fyrir að
gera að gamni sínu og frá honum koma oft
góðir og skemmtilegir hrekkir. Ég grunaði
hann auðvitað strax. Ég vissi að hann var
að vinna hérna í Varmahlíð um daginn og
ég hélt að hann hefði laumað hænunni inn í
skúrinn hjá mér,“ segir Brynleifur. Hann
kannaðist hins vegar ekkert við að hafa
flutt hænuna milli húsa.
Tilbúin í næsta ferðalag
Brynleifur segist hafa frétt af hænunni
eftir ævintýrið.
„Ég held að henni hafi ekki orðið meint
af og skilst að hún sé bara hress,“ segir
hann. „Tilbúin í næsta ferðalag sjálfsagt.“
Jakob Stefánsson, frá Borgarhóli í
Blönduhlíð, á hænuna víðförlu.
„Ég ætlaði að fara að þrífa bílinn en þeg-
ar ég lokaði dyrunum sá ég hænuna koma
undan bílnum hjá mér. Hún hefur senni-
lega verið búin að fara þónokkuð víða með
mér. Ég held hún hafi farið eitthvað lengra
en þetta eina ferðalag,“ segir hann. „Svo
uppgötvaðist bara morguninn eftir að það
vantaði eina hænu hjá okkur og þetta var
hún.“
Jakob segir erfitt að svara því hvað hafi
vakað fyrir hænunni en telur að á ferðalag-
inu hafi hún setið á afturhásingu bílsins.
Furðulegt
ferðalag
hænu í
Skagafirði
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
BOÐIÐ var upp á grillað selkjöt og
selshreifa í árlegri „Selaveislu“ í
nýja Haukahúsinu að Ásvöllum í
Hafnarfirði á laugardagskvöldið og
gerðu gestir góðan róm að matnum
sem á borð var borinn. Guðmundur
Ragnarsson, sem er matreiðslu-
meistari og fyrrverandi landsliðs-
maður í kokkalandsliðinu, bauð til
veislunnar en þetta var í þrettánda
sinn sem hún er haldin.
Meðal rétta á matseðlinum var
grillað selkjöt, soðinn og saltaður
selur, súrsaðir hreifar og súrsuð
selshreifasulta.
„Þetta var besta selaveisla sem ég
hef haldið, en hún hefur sprengt ut-
an af sér öll hús sem ég hef haldið
þetta í. Það komu um 230 manns
núna,“ segir Guðmundur. „Þetta var
fólk á öllum aldri og til dæmis mikið
af ungum konum sem þorðu ekki að
smakka en létu sig hafa það og urðu
fyrir hugljómun.“ Guðmundur segir
fólk hafa verið mishrifið af selkjöt-
inu enda hafi oft ekki verið farið vel
með það. Sjálfur veiðir hann sel og
verkar og fer eftir kúnstarinnar
reglum í meðferð kjötsins.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Guðmundur Ragnarsson gaf Pétri Guðmundssyni, formanni selabænda, að smakka bita af grillaðri selalund.
Selshreifar
í „Sela-
veislu“
Hefur notað
um 200 þúsund
tonn af sandi
STEINULLARVERKSMIÐJAN hf. á
Sauðárkróki notar árlega um 10 þúsund
tonn af innlendum fjörusandi í framleiðslu
sína og hefur því notað um 200 þúsund tonn
af sandi frá því starfsemin hófst fyrir um 20
árum.
Með Steinullarverksmiðjunni hófst
ákveðið brautryðjendastarf. Raforka var
notuð til vinnslunnar en ekki olía eða kol
eins og annars staðar. Bræðsluofninn, sem
notaður hefur verið frá byrjun, er sá fyrsti í
heiminum, sem smíðaður var til nýtingar á
raforku við steinullarframleiðslu.
Verksmiðjan hefur framleitt meira en
125 þúsund tonn af steinull sem samsvarar
40 sentimetra þykku steinullarteppi á öllum
hringvegi landsins. | Fasteignablaðið
♦♦♦