Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 29 UMRÆÐAN miðlum, að það sé venjubundið vinnulag að aka fyrir bifhjól með þessum hætti. Og þá um leið því sjónarmiði hvort ásættanlegt sé að stórslasa eða verða ökumönnum bifhjóla að bana fyrir meint um- ferðarlagabrot. Fyrir hönd stjórnar Snigla EVA DÖGG ÞÓRSDÓTTIR, fjölmiðlafulltrúi. VEGNA dóms sem féll í Hæsta- rétti 10. nóvember sl. vilja Bifhjóla- samtök lýðveldisins, Sniglar, að eft- irfarandi komi fram: Við styðjum ekki hraðaakstur á nokkurn hátt. Það er þó ekki vilji samtakanna að einstakir fé- lagsmenn eða aðrir bifhjólaeigend- ur séu eltir uppi í því skyni að það þjóni einskonar innra eftirliti með bifhjólafólki. Samtökin reyna að hafa jákvæð áhrif á umferðarmenn- ingu á Íslandi og þá einkum og sér í lagi sem það snýr að bifhjólafólki. Starfsaðferðir þær sem umrædd- ur lögregluþjónn beitti í þessu ákveðna tilviki eru stórhættulegar og ekki til neins annars fallnar en að valda manntjóni, enda mildi að ekki fór verr í þetta sinn. Því miður er þetta alls ekki ein- angrað tilfelli, þar sem slíkum vinnubrögðum er beitt gagnvart bifhjólafólki, en þetta umrædda til- vik ber hæst um þessar mundir. Í áranna rás hafa einstaka lög- regluþjónar beitt þessu athæfi ítrekað gegn bifhjólafólki. Eftir þann atburð sem átti sér stað á Ægisíðu aðfaranótt 31. maí 2004 hefur þessum vinnubrögðum verið beitt í nokkrum tilfellum sem vitað er um. Það er von okkar að með dómi Hæstaréttar hafi verið tekin af öll tvímæli um þessi vinnubrögð og að þeim verði ekki beitt aftur í framtíðinni. Ef þessum vinnubrögð- um verður haldið áfram er einungis tímaspursmál hvenær manntjón verður. Einnig kalla Bifhjólasamtök lýð- veldisins, Sniglar, eftir ítarlegum skýringum á orðum Páls E. Wink- el, framkvæmdastjóra Landsam- bands lögreglumanna, sem hann hefur látið hafa eftir sér í fjöl- Athugasemd frá Sniglum vegna hæstaréttardóms Frá stjórn Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ var dapurlegt að verða vitni að því er úthlutun svokallaðra Eddu- verðlauna fór fram hvernig svokall- aðri menningarforystu listmanna tókst að draga þjóðina í svaðið. A.m.k. tveir verðlaunahafar þökk- uðu þannig fyrir verðlaun er þeir hlutu að þeir sögðust þakka fyrir „sig og crewið“. Nú nægir ekki leng- ur íslenskt móðurmál. Hvaða bölvuð ónáttúra er þetta? Þetta fólk á engin íslensk verðlaun skilið. Eiríkur á einum fæti og Bessi brumskeggur eiga að veita þeim ráðningu milli hæls og hnakka. Íslensk tunga er daglega fótumtroðin og það af þeim sem ættu lögum og eðli samkvæmt að verja og vernda. Ríkisútvarpið, ráðuneyti og Háskóli Íslands fara í fararbroddi bölverksmanna. Sem dæmi má nefna hvernig tókst að draga þjóðtunguna niður í svaðið er hvernig „crewið“ er notað í sífellu. Orðið „some“ hefir síast í daglegt tungutak. Sífellt er stagast á „ein- hver“, „einhver hundruð“ sem stundum heita „hundruðir“ glymja í eyrum. „Augnakonfekt“ og „Eyrna- konfekt“ um hámark fegurðar. „Þak og gólf“ um takmörk á fiskveiðum. Háskóli Íslands svarar á ensku í símsvara íslenskra prófessora, Þor- gerður Katrín lætur sem ekkert sé. Það sýnir hroka og yfirlæti Ís- lendinga að krefjast tungumála- kunnáttu og þekkingar af erlendu fólki sem hingað leitar til atvinnu. Ef Íslendingar vilja ekki hlynna að sín- um eigin gamalmennum þá ber þeim skylda að kenna þjóðtunguna án kostnaðar fyrir nemendur. Leitum til Jónasar Hallgrímssonar um mildi og mannúð: „Hægur er dúr á daggarnótt, dreymi þig ljósið, sofðu rótt. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Dapurleg úthlutun Frá Pétri Péturssyni: Samt sem áður má lengi gott bæta. Þótt meginreglur í ís- lenskri stafsetningu og beyg- ingum séu ótvíræðar eru ýmis at- riði enn á reiki að ástæðulausu í alls kyns textum sem sjást op- inberlega. Hér er um að ræða vissar reglur um stóran og lítinn upphafsstaf, eitt orð eða tvö, notkun bandstriks o.fl. Vissulega eru þetta ekki atriði sem úrslitum ráða um vöxt og viðgang íslenskr- ar tungu en samt sem áður hefur það um árabil reynst fólki óþægi- legt við frágang texta að hafa ekki átt völ á enn nákvæmari leiðbeiningum um slík atriði. Úr þessu verður bætt á næsta ári þegar út kemur allviðamikil staf- setningarorðabók með ýtarlegum ritreglum. Minnt er á að dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgríms- sonar. Höfundur er forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar. Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Fallega Jólaskeiðin frá Ernu kr. 6.900 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Að vera eða fara - þarna er efinn! Íslenskur hátækniiðnaður: Sveinn Hannesson Hörður Arnarson Jón Ágúst Þorsteinsson Ingvar Kristinsson Sigmar Guðbjörnsson Vilmundur Jósefsson Samtök iðnaðarins efna til morgunverðarfundar til þess að ræða stöðu hátækniiðnaðar á Íslandi föstudaginn 18. nóvember frá kl. 8:30 til 10:00 á Hótel Nordica, sal i. Morgunverður í boði frá kl. 8:00. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 591 0100 eða með tölvu- pósti á netfangið skraning@si.is eigi síðar en kl. 16:00 fimmtu- daginn 17. nóvember næstkomandi. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá: 8:30 9:45 Tilefni fundarins er að út er komin skýrslan Hátækniiðnaður, þróun og staða á Íslandi, staða og stefna á Norðurlöndum og Írlandi og ritið Hátækniiðnaður, framtíðarsýn og spá. Framtíð hátækniiðnaðar á Íslandi getur orðið mjög björt ef rétt er á spilum haldið. Það er mat Samtaka iðnaðarins. Hins vegar er engin trygging fyrir því að sú bjarta framtíð verði að veruleika. Hér skipta öllu máli þau starfsskilyrði sem hátæknifyrirtækjum eru búin í samanburði við erlenda keppinauta. Nú berast þær fréttir að íslenskum hátæknifyrirtækjum bjóðist gull og grænir skógar erlendis. Er það rétt og hvernig getum við brugðist við? Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Hörður Arnarson, forstjóri Marels hf. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku hf. og formaður Samtaka sprotafyrirtækja Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Landsteina Strengs hf. Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda ehf. Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins Framtíðarsýn og spá Samtaka iðnaðarins tálsýn eða veruleiki? Hvar vaxa íslensk fyrirtæki í framtíðinni? Tilboð frá útlöndum - áhugaverður kostur? Brotnar Þriðja stoðin? Ellefu ára barátta - hvað nú? Fyrirspurnir og umræður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.