Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 18
FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Mývatnssveit | Senn fer í hönd jólakauptíð með ofgnótt alls, en þó reynist mörgum erfitt að finna viðeigandi glaðning fyrir sína nánustu. Fyrr á tíð þótti sjálfsagt að allir fengju nýja skó fyrir jólin. Þótt tímar séu breytt- ir geta fallega bryddaðir sauð- skinnskór enn hentað ein- hverjum sem jólagjöf. Handverksfélagið Dyngjan í Mývatnssveit verður með mark- að sinn opinn um helgar fram til jóla, þar er margt þjóðlegt í boði. Gerður Benediktsdóttir á Skútu- stöðum er ein þeirra sem þar stendur vaktina. Hún er lands- kunn fyrir að gera framúrskar- andi fallega sauðskinnsskó og yl- leppa, líka þeim sem hún heldur á á þessari mynd. Þó flestir mundu kjósa að hengja þessar gersemar upp á vegg hjá sér, þá henta þeir ágætlega sem inni- skór á jólum. Í Mývatnssveit verða annars fjölbreyttar uppá- komur nú fyrir jólin bæði fyrir heimamenn og gesti hótelanna og jólasveinarnir eru að koma sér fyrir í Dimmuborgum. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Sauðskinnsskór fyrir jólin Handverk Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ljósmyndir í Slunkaríki | Nýstofnaður ljósmyndaklúbbur á Ísafirði opnaði sýn- ingu á verkum sínum í Slunkaríki sl. laug- ardag. „Það var ofsalega gaman að setja upp þessa sýningu og við hlökkum til að gera meira af því í framtíðinni. Við höfum ákveðið að halda aðra sýningu að ári og jafnvel að gefa út bók með verkum okkar í framtíðinni,“ sagði Edda Katrín Ein- arsdóttir, ein þeirra sem sýna verk sín í Slunkaríki, í samtali sem birtist á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Sýningin er liður í námskeiði í svart- hvítri ljósmyndun sem haldið var í Gamla apótekinu í síðustu viku. „Við stofnuðum klúbbinn í framhaldi af námskeiðinu en þetta er mjög góður hópur og við náðum öll rosalega vel saman. Við höfðum öll haft áhuga á ljósmyndun en ekki gert mikið úr honum,“ segir Edda Katrín meðal annars við bb.is. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Gegn reykingum | Um 450 unglingar úr fjórtán skólum á Vesturlandi hittust á ár- legu æskulýðsballi í Borgarnesi á dögunum. Það eru Félagsmiðstöðin Óðal og Nem- endafélag Grunnskóla Borgarness sem hafa veg og vanda af undirbúningi þessarar hátíðar. Unglingarnir sjálfir ákveða þema sem að þessu sinni var áróður gegn reykingum. Áhersla var lögð á að benda á hættu sem reykingar geta valdið eins og auknar líkur á krabbameini, að því er fram kemur á vef Borgarbyggðar. Til að minna rækilega á þetta var kirkjan í Borgarnesi, kirkjan á Borg á Mýrum og íþróttamiðstöðin lýst upp með bleikum ljósum þetta kvöld. Um þrjátíu unglingar úr Óðali tóku þátt í að undirbúa og skreyta íþróttamiðstöðina um daginn og þegar svo um 450 unglingar mættu á hátíðina var íþróttamiðstöðin næsta óþekkjanleg. Dagskrá hófst með dans-, söng- og tón- listaratriðum frá nemendafélögum skól- anna. Þar á eftir lék hljómsveitin Í svörtum fötum fyrir dansi. Tekið er fram að skemmtunin hafi farið vel fram. Lagning hjáleiðar | Nú standa yfir fram- kvæmdir við lokaáfanga hjáleiðar við þétt- býlið á Reyðarfirði og er vonast til að hún létti af þungaumferð gegnum bæinn. Verið er að vinna í kaflanum frá Bark- inum með fyllingu framan við Valhöll. Hjá- leiðin tengist síðan inn á Austuveg framan við húsgagnaverslunina Hólma. Næsta vor verður gengið frá nýrri tengingu Melgerðis inn á hjáleiðina. Opið hús varí Héraðs-skjala- safni Skagfirð- inga á Norræna skjaladeginum sem minnst var um síðustu helgi. Gerðu margir sér erindi að hitta skjalavörðinn, Unnar Ingvars- son, og skoða í leiðinni ýmsar gersemar sem leynast á þessu safni eins og öðr- um, en eru ekki að öllu jöfnu fyr- ir augum gesta. Gömul kosn- ingablöð frá síðustu öld sýna að ekki síður þá en nú hefur verið hart tekist á um hin ýmsu málefni og oft ekki spöruð stóru orðin. Gjafabréf, gjörða- bækur og ótölulegur fjöldi ljósmynda frá því í gamla daga, ásamt ýmsu öðru forvitnilegu gladdi augu gest- anna. Morgunblaðið/Björn Björnsson Gluggað í gömul blöð Erlendur Hansen, Unnar Ingvarsson skjalavörður á Sauðárkróki, Jón Eiríksson og Jón Ormar Orms- son litu inn á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga um helgina. Gersemar í Skjalasafni Skagfirðinga Rúnar Kristjánssonsá mynd í Morg-unblaðinu af Dav- íð Hjálmari Haraldssyni hagyrðingi að moka snjó. Rúnar yrkir: Sumir vinna á vísum spjöll, vart þar kostum bruðla. En Davíð Hjálmar mokar mjöll milli ríms og stuðla. Stillt mér virðist stökumanns stjarna að heilladísum. Skeytluvæn er skóflan hans, skilar snjó og vísum! Rúnar lætur ekki þar við sitja: Má nú sjá í margri sveit að margt í verkum bilar. Eftirleitar eftirleit ótal kindum skilar! Loks yrkir Rúnar: Stjórnaröflin áttavillt útrásinni hæla. Þó hún teljist tilraun spillt til að nota þræla! Af skáldinu með skófluna pebl@mbl.is Skagaströnd | Það er ekki á hverjum degi sem laumufarþegi finnst um borð í frystitogara. Það gerðist þó um borð í Arnari HU 1 frá Skagaströnd á dög- unum þar sem skipið var á veiðum á Glettinganesflaki fyrir austan land. Skipverjar um borð voru hinir ánægð- ustu með gestinn og þó að eitthvað færu borðsiðir hans fyrir brjóstið á þeim dafn- aði gesturinn vel og var hinn sprækasti þegar í land var komið. Laumufarþeginn sem er reyndar eyrugla var blaut og hrakin undan norðan áhlaupi þegar hún settist um borð. Var uglunni bjargað inn í hlýjuna og hún þvegin og þurrkuð. Kunni hún björgunarmönnum sínum engar þakkir fyrir og gerði sitt ýtrasta til að höggva í þá með hárbeittum goggnum. Ekki virtist uglan hafa lært mikið í mannasiðum þegar fréttaritari var að ljósmynda hana því hún bæði hvæsti á ljósmyndarann og skellti ótt og títt í góm. Að sögn Finns Kristinssonar, yfirvél- stjóra á Arnari, var uglan alin á hráu kjöti og fiski, sem hún át allt með bestu lyst. Einu sinni var henni gefinn lifandi skógarþröstur en eftir að skipverjar höfðu séð hvernig hún tætti þröstinn í sig hættu þeir að reyna að færa henni lifandi bráð. Til stóð að uglan fengi lög- heimili í Húsdýragarðinum í Reykjavík en þegar málið var skoðað nánar þá er víst ekki leyfilegt að vista hana þar því ekkert virðist ama að henni og eyruglur eru alfriðaðar hér á landi. Eftir heimsókn í skólann, þar sem börnunum verður leyft að skoða ugluna verður farið með hana í náttúrufræði- stofuna á Sauðárkróki þar sem ákvörðun verður tekin um örlög hennar. Laumufar- þegi um borð í skuttogara ♦♦♦       Kaffihús í Varmahlíð | Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar hefur tekið jákvætt í umsókn Óttars Bjarkan Bjarna- sonar, bakarameistara á Sauðárkróki, um lóð í Varmahlíð. Þar hyggst hann byggja kaffihús og bakarí. Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið frekar með umsækjanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.