Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhanna Ingi-björg Þor-
björnsdóttir fæddist
í Bakkakoti í
Skorradal 4. febr-
úar 1924. Hún and-
aðist á sjúkrahúsi
Akraness þriðju-
daginn 8. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ingibjörg
Magnúsdóttir frá
Iðunnarstöðum
Lundarreykjadal í
Borgarfirði, f. 29.
apríl 1896, d. 16. febrúar 1973, og
Þorbjörn Jóhannsson frá Kjart-
ansstöðum í Skagafirði, f. 3. sept-
ember 1891, d. 6. júní 1953. Jó-
hanna ólst upp hjá foreldrum
sínum, fyrst í Bakkakoti í Skorra-
dal og flutti ung með þeim að
Hávarðsstöðum í Leirársveit og
þaðan til Akraness og átti þar
heima að mestu síðan. Systur
hennar eru: 1) Guðbjörg, f. 27.
apríl 1917, gift Beinteini Helga-
syni, f. 1913, d. 1959. Börn þeirra
eru Sigríður Sjöfn, f. 1940, Ingi-
björg Fanney, f. 1941, d. 2004, og
Bragi, f. 1946. Seinni maður Guð-
bjargar var Steingrímur Matthías
Sigfússon, f. 1919, d. 1976. 2) El-
ísabet, f. 4. júní 1920, d. 1. sept-
ember 1995, gift Ágústi Sigurði
Guðjónssyni, f. 1912, d. 1995.
leikskólakennari, f. 1971. Hennar
maki er Hallgrímur Ævarsson, f.
1967. Þeirra sonur er Ævar
Björn, f. 2001. Hanna Dóra, kenn-
ari, f. 1974. Hennar maki er Einar
Andri Gíslason, f. 1969. Þeirra
börn eru Telma Ösp, f. 2000, og
Hildur Heba, f. 2002. Hrefna
Gerður, háskólanemi, f. 1981.
Björn Ingi, menntaskólanemi, f.
1987, unnusta hans er Júlíana
Alda Óskarsdóttir, f. 1988. 2) Inga
Þorbjörg, hjúkrunarfræðingur, f.
4. apríl 1955, gift Sigurði Mikaels-
syni sölustjóra. Þeirra börn eru:
Steindór Emil, rafmagnsverk-
fræðingur, f. 1976. Sigrún Birna,
BA í sálfræði, f. 1979. Hennar
sambýlismaður er Ingi Jarl Sig-
urvaldason, f. 1977, háskólanemi.
Jóhann Fannar fæddur 1981, há-
skólanemi, hans sambýliskona er
Tinna Gunnarsdóttir mennta-
skólanemi, f. 1984, þeirra barn er
Gunnar Mikael, f. 2003. Mikael
Hrannar, grunnskólanemi, f.
1990. 3) Sigurður Heiðar, endur-
skoðandi, f. 22. júní 1958. Hans
kona er Sigríður Haraldsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, f. 1960.
Þeirra börn eru: Haraldur Heið-
ar, menntaskólanemi, f. 1986.
Arnór Heiðar, grunnskólanemi, f.
1993. Birgir Heiðar, grunnskóla-
nemi, f. 1994.
Jóhanna stundaði nám við hér-
aðsskólann á Laugum í Reykjadal
í Suður-Þingeyjarsýslu og hús-
mæðraskólann á Blönduósi. Hún
vann ýmis störf, einkum verslun-
arstörf, saumaskap hjá Akra-
prjóni en lengst af í fiskvinnslu
hjá Haraldi Böðvarssyni.
Útför Jóhönnu verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Þeirra börn eru Inga
Sólveig, f. 1941, Ólöf,
f. 1942, Edda, f.
1944, Sigrún, f. 1947,
og Hulda, f. 1948. 3)
Auður, f. 29. apríl
1926, d. 26. desem-
ber 2000, gift Ólafi
Þórmundssyni, f.
1917, d. 2000. Þeirra
börn eru Ólöf, f.
1947, d. 1982, Þórir,
f. 1950, Guðrún, f.
1957.
Jóhanna giftist 4.
febrúar 1951 Stein-
dóri Emil Sigurðssyni húsa- og
húsgagnasmíðameistari frá Mel-
um í Árneshreppi í Strandasýslu,
f. 4. febrúar 1922, d. 9. júní 1979.
Foreldrar hans voru Sveinsína
Guðrún Steindórsdóttir frá Mel-
um, f. 13. maí 1898, d. 13. desem-
ber 1988, og Sigurður Bjarnason
smiður frá Naustavík í Árnes-
hreppi, f. 6. júní 1894, d. 13. des-
ember 1926. Systur Steindórs eru:
1) Clara Jenný, f. 1920, d. 2000,
gift Jónasi Halldórssyni, f. 1921,
d. 2001. 2) Sigríður, f. 1924, gift
Sigurði Árnasyni, f. 1920, d. 1986.
Jóhanna og Steindór eignuðust
þrjú börn, þau eru: 1) Sveinsína
Guðrún, ritari, f. 18. nóvember
1950, gift Birni Mikaelssyni yf-
irlögregluþjóni, f. 1950. Þeirra
börn eru: 1) Hrönn Arnheiður,
Amma mín Jóhanna hefur kvatt
þennan heim. Hún var sko engin
venjuleg kona heldur einstök mann-
eskja. Þekkt fyrir ofurdugnað sinn
og sjálfstæði. Á lífsgöngu sinni gekk
hún í gegnum ýmsar þrautir, en
aldrei kvartaði hún. Hún bar sig
alltaf vel og stóð bein í baki í lífsbar-
áttunni. Hún vann alla tíð hörðum
höndum fyrir sínu og lét ávallt gott
af sér leiða. Amma var athafnasöm
kona og allt lék í höndum hennar
hvort sem um ræðir heimilishald eða
hannyrðir. Hún var gestrisin með
meiru og töfraði fram hvert veislu-
borðið á fætur öðru með þvílíkri
snilld. Að ógleymdu kvöldkaffinu,
því mátti ekki sleppa. Hún fylgdist
vel með þjóðfélagsumræðunni og
fannst gaman að spjalla um öll lífs-
ins mál. Margar eldhúsumræðurnar
urðu ansi líflegar og eftirminnilegar,
amma hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum. Mér er ofarlega í huga öll
sjálfsharkan sem einkenndi ömmu,
hún vildi ekki vera öðrum háð og
það var hún ekki. Þrátt fyrir að
heilsu og sjón hrakaði síðustu árin
var ótrúlegt hvernig hún kom sér
upp leiðum og kerfum til að geta
bjargað sér sjálf. En að sama skapi
var líka erfitt fyrir vel gefna og
viljasterka konu að vera ekki lengur
fær um að gera hluti sem hún áður
hafði unun af. Þá fundum við að lífs-
löngun hennar dofnaði. Það var erf-
itt að sætta sig við að svona færi,
bæði fyrir ömmu og líka okkur að-
standendur. Að neyðast til að fylgja
framvindu sem ekkert okkar stjórn-
ar. Þurfa að sætta sig við að nú
væru æðri máttarvöld komin við
stjórnvölinn.
Elsku amma, mig tekur það svo
sárt að hafa ekki getað verið nærri
þér síðustu vikur og mánuði. Að
hafa ekki náð að kveðja þig almenni-
lega. Það hefði ég svo gjarnan viljað.
Fyrirgefðu mér amma mín. Mér
þykir svo vænt um þær stundir sem
við áttum saman, minningarnar lifa
enn í huga mér. Þær ætla ég að
varðveita. Ég man þegar við syst-
urnar vorum litlar og þú fórst með
okkur niður á Langasand. Við busl-
uðum berfættar í sjónum, tíndum
skeljar og byggðum sandkastala. Ég
man jólin þegar þú komst norður og
valdir að vera heima hjá mér og
Andra. Það þótti mér sérstaklega
vænt um. Ég man þegar þú komst í
skírn eldri dóttur minnar, það var
áður en þú veiktist. Þú varst svo fal-
leg. Við eigum yndislegar myndir
frá þeim atburði. Þú fagnaðir með
mér útskriftinni úr Kennaraháskól-
anum. Þú lékst þér við Telmu Ösp
er við mæðgur gistum hjá þér sum-
arið sem ég gekk með Hildi Hebu.
Ég man hvað Telma hló og hvað þú
hlóst. Það var svo gaman hjá okkur.
Og ég man að þú varst viðstödd
brúðkaup okkar, skömmu áður en
við fjölskyldan fluttum úr landi. Þú
lést þig aldrei vanta á stórviðburð-
um í lífi mínu. Svo þegar kemur að
þeirri stundu að þú kveður, þá er ég
hvergi nærri. Fyrirgefðu mér,
amma mín.
Ég veit líka að þú ert sátt við að
yfirgefa þennan heim, þú hafðir ósk-
að þér hvíldarinnar fyrr. Það erum
við hin sem eftir sitjum sem eigum
erfitt með að sleppa af þér hendinni.
Við syrgjum þig sárt amma mín og
eigum eftir að sakna þín lengi. Okk-
ar sár koma til með að gróa með
tímanum, en þín verður oft minnst.
Nú þegar vetur konungur blæs úti,
yljum við okkur í ullarvettlingum og
sokkum sem þú prjónaðir. Þeir veita
okkur hlýju á köldum og erfiðum
tímum sem þessum. Það verða líka
blendnar tilfinningarnar þegar ég
kveiki á keramikjólatrénu í upphafi
aðventu, jólatrénu sem þú bjóst til
og gafst mér. Þakka þér amma mín
fyrir allt sem þú hefur veitt okkur í
gegnum tíðina. Telma Ösp sagði í
kvöld að nú væri langamma orðin
stjarna á himninum hjá Guði. Sökn-
uðurinn er sár en minningin lifir.
Hann afi tekur vel á móti þér, það
er ég viss um. Mikið sem þið eruð
búin að bíða þessa endurfundar
lengi. Saman veit ég að þið fylgist
með okkur. Við biðjum góðan Guð
um að fylgja þér til móts við afa.
Megi þið njóta samverunnar um
ókomna tíð. Guð veri með ykkur.
Okkur langar til að senda inni-
legar samúðarkveðjur til foreldra
minna, systkina og systursonar. Til
systkina mömmu, Ingu og Heiðars
og þeirra fjölskyldna. Ásamt sam-
úðarkveðjum til annarra ættingja og
þeirra sem þóttu vænt um ömmu
mína. Blessuð sé minning hennar.
Guð veri með ykkur á þessum
sorgartímum og gefi ykkur styrk.
Við hugsum til ykkar héðan frá
Danmörku.
Hanna Dóra, Andri, Telma
Ösp og Hildur Heba.
Við viljum þakka tengdamóður og
ömmu alla hjálpsemina og gæskuna
í okkar garð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Jóhanna, hjartans þakkir.
Þín tengdadóttir og ömmustrák-
ar,
Sigríður, Haraldur, Arnór
og Birgir.
JÓHANNA
INGIBJÖRG
ÞORBJÖRNSDÓTTIR
Kæri bróðir okkar,
ERLENDUR GUÐNI ERLENDSSON
frá Helgastöðum,
til heimilis
í Krummahólum 4,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 30. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Gísli Erlendsson,
Helga Kristjánsdóttir,
Una Kristjánsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir,
Alda Kristjánsdóttir
og fjölskyldur.
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁGÚST GUÐBRANDSSON
frá Stígshúsi,
Stokkseyri,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
13. nóvember.
Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugar-
daginn 19. nóvember kl. 14.00.
Guðbrandur Stígur Ágústsson, Brynhildur Arthúrsdóttir,
Guðríður Bjarney Ágústsdóttir,
Sigríður Inga Ágústsdóttir,
Dagrún Mjöll Ágústsdóttir, Aron Hauksson,
Hólmfríður Hlíf Steinþórsdóttir, Einar Páll Bjarnason,
Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir, Logi Hjartarson,
Kristín Steinþórsdóttir,
Jason Steinþórsson, Hrönn Sturlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR KOLKA,
er látin.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðbjörg og Ragnhildur Kolka.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
tengdamóðir, systir, mágkona og tengdadóttir,
GUÐBJÖRG HILMARSDÓTTIR,
Seljahlíð 7e,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu-
daginn 11. nóvember.
Útförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn
21. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á félag aðstandenda langveikra
barna á Akureyri, Hetjurnar.
Smári L. Einarsson,
Hilmar Örn Smárason, Sigurveig Gunnarsdóttir,
Haukur Þór Smárason,
Signý Sigurlaug Smáradóttir,
Hilmar Ágústsson,
Þora Jones, Axel Alan Jones,
Kristbjörg Hilmarsdóttir, Ingólfur Sveinsson,
Valgeir Hilmarsson, Elín Högnadóttir,
Signý Sigurlaug Tryggvadóttir, Haukur Þórðarson.
Elskulegur maðurinn minn, bróðir, tengdasonur
og mágur,
RÓBERT ÞÓR RAGNARSSON,
Hveralind 6,
Kópavogi,
lést af slysförum mánudaginn 14. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Hulda Olsen,
Ásta Þórey Ragnarsdóttir,
Rósalind Ragnarsdóttir,
Ólafía Árnadóttir, Reynir Lárus Olsen,
Árni Hrafn Olsen,
Hrefna Björk Olsen.
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
PETRA MOGENSEN,
Miðleiti 5,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugar-
daginn 12. nóvember.
Ellen M. Thors, Jón Thors,
Hulda G. Mogensen,
Elsa Mogensen, Páll Guðmundsson,
Edda Thors, Sigurður Guðjónsson,
Hildur Thors, Helgi Sigurðsson,
Mogens Gunnar Mogensen, Margrét Steinþórsdóttir,
Guðrún Þóra Mogensen, Árni Sigurjónsson,
Petra Björk Mogensen, Sveinbjörn Sveinbjörnsson
og barnabarnabörn.