Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 43 ÞEGAR Bjöggi var að slá í gegn rétt fyrir 1970 reyndu unglingsstúlkur að hlaupa á vegg til þess að brjóta í sér framtönn svo þær gætu orðið eins og goðið. Bjöggi varð goðsögn áður en fyrsta platan hans og Æv- intýris kom út; Þó líði ár og öld. Undirrituð sá atburði þessa í ljóma, ekki orðin unglingur sjálf en fylgdist með af furðu og nokkurri spennu. Tónlistin var grípandi og skemmti- leg, röddin nýstárleg, útlit goðsins framandi. Síðan hefur sólin skinið á Bjögga, í þrjátíu og fimm ár hefur hann verið einn fremsti og dáðasti poppsöngvari þjóðarinnar, sungið með ótal hljómsveitum og átt ótal smelli sem bókstaflega allir kunna. Í tilefni þess að þrjátíu og fimm ár eru liðin frá útgáfu fyrstu plötunnar er söngleikur settur á svið og út er komin þreföld plata með úrvali af tónlist goðsins. Það er vel til fundið að kalla sýn- inguna úrval úr söngbók Björgvins því að í henni eru vinsælustu lögin sem gestir geta sungið með en þeir eru svo sannarlega hvattir til þess. Sýningin skiptist í tvennt; fyrir hlé er reynt að sýna umhverfið og tíð- arandann sem Bjöggi er sprottinn úr og sköpuð er spenna þriggja stúlkna fyrir söngvaranum á sjö- unda áratugnum. Þær eru sungnar og leiknar af söngkonunum tveimur, Regínu Ósk og Heiðu, sem geta leik- ið prýðilega og leikkonunni Bryndísi sem kemur á óvart með fína söng- rödd. Léttur og nokkuð brota- kenndur söguþráðurinn snýst laus- lega um Nínu sem ætlar að giftast Jóni í byrjun en er trufluð af æsku- ástinni Geira sem nemur hana brott. Geiri, leikinn og sunginn af Steini Ármanni, er gerður að rótara hjá Bjögga Halldórs, goðinu sem Nína þráir að hitta í þrjátíu og sex ár. Og fær það loks í nútímanum, á sviðinu á Broadway. Það er engin djúp merking í sögunni en hún er skemmtileg og fjörleg með brönd- urum á réttum stöðum, trúðslátum Steins Ármanns sem hins einfalda Geira og firnamiklum krafti í söng og dansi. Þetta kvöld var hópurinn að sýna í fyrsta sinn frá frumsýn- ingu og nú fyrir fullu húsi af kátum matargestum á uppskeruhátíð hestamanna. Örlítils stirðleika gætti í byrjun, sérstaklega þar sem flytj- endur þurftu að tala textann sinn mjög hátt og einhver vandamál voru með stillingu á míkrófóni Steins Ár- manns. Þessi stirðleiki ætti að slíp- ast af þar sem sýningin er einmitt ætluð kátum matargestum. Eftir því sem á fyrri þáttinn líður eykst spennan sem byggist á því að stúlkurnar komist í návígi við Bjögga sem svo birtist í eigin per- sónu rétt fyrir hlé. Einstaka atriði draga úr spennunni, svo sem vídeó af Geira í sjónvarpsviðtali og end- urtekin samtöl stúlknanna sem und- irbúa sig fyrir ball. Aðalatriðin eru þó söngurinn og tónlistin sem voru einstaklega vel flutt í eyrum leik- mannsins; áður er stúlknanna getið en Friðrik Ómar er ekki síðri. Hann þroskast með hverju árinu, bæði hvað varðar söng og framkomu og það var fyndið og skemmtilegt að sjá hann stæla Bjögga. Dansinn setti einstaklega sterkan svip á sýn- inguna, dansararnir voru liprir og orkumiklir en þar ber sérstaklega að nefna Sigrúnu Birnu Blomsterberg. Eftir hlé var Bjöggi sjálfur á svið- inu. Hann söng dásamlega vel, var með örugga og skemmtilega sviðs- framkomu, lék með Bryndísi og Steini, gaf dönsurunum sitt rými sem og söngvurunum þremur sem nú voru bakraddasöngvarar eins og þeir gerast bestir. Síðast en ekki síst hafði kóngurinn áhorfendur á öllum aldri með sér hverja stund þegar hver smellurinn af öðrum var fluttur af vaxandi styrk. Gunnar Helgason hefur léð sýningunni kraft og gleði með leikstjórn sinni þótt deila megi um uppbygginguna fyrir hlé en það er vel gert hvernig leikritið leysist upp í tónleika Björgvins Halldórs- sonar. Eins og áður segir er hljóð- færaleikurinn til fyrirmyndar, lýs- ingin er vel gerð og umgjörðin. Sýningin er fyrst og fremst hin besta skemmtun sem nær hæð sinni með söng stjörnunnar. Er ekki Bjöggi bara bestur? LEIKLIST Söngleikur Höfundur handrits: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Leikarar: Bryndís Ásmundsdóttir og Steinn Ár- mann Magnússon. Söngvarar: Björgvin Halldórsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Heiða Ólafsdóttir og Regína Ósk. Hljóm- sveitarstjóri: Þórir Baldursson. Hljóð- færaleikarar: Þórir Baldursson, Þórir Úlf- arsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Benedikt Brynleifsson, Matthías Stefánsson og Róbert Þórhallsson. Dansarar: Ásta Bær- ings, Jónatan Örlygsson, Leifur Eiríksson og Sigrún Birna Blomsterberg. Danshöf- undur: Guðfinna Björnsdóttir. Útlit: Björn G. Björnsson. Lýsing: Alfreð Sturla. Hljóð: Gunnar Smári og Ásgeir Jónsson. Broadway 12. nóvember 2005 Sagan af Nínu og Geira Úr söngbók Björgvins Halldórssonar Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Eftir því sem á fyrri þáttinn líður eykst spennan sem byggist á því að stúlkurnar komist í návígi við Bjögga sem svo birtist í eigin persónu rétt fyrir hlé,“ segir m.a. í dómi Hrundar Ólafsdóttur um Söguna af Nínu og Geira. Hrund Ólafsdóttir Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. ENGINN SLEPPUR LIFANDI FARÐU TIL HELVÍTIS! OKTÓBERBÍÓFEST Sýnd kl. 5.30 B.i. 16 ára "FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS" KÓNGURINN OG FÍFLIÐ / X-FM   EMPIRE MAGAZINE. UK Sýnd kl. 10.20 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30 og 8 B.i. 12 ára Nánari upplýsingar um myndir og dagskrá á www.icelandfilmfestival.is hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 16 ára 553 2075Bara lúxus ☎  MBL TOPP5.IS  Sýnd kl. 10.30 B.i. 16 ára  Kóngurinn og Fíflið, XFM  VJV Topp5.is  MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30 og 8 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sími 551 9000 Miðasala opnar kl. 17.00 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI Í 2 VIKUR 400 KR Í BÍÓ* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Separate Lies • Sýnd kl. 6 Enskt tal / ísl. texti The King • Sýnd kl. 6 Enskt tal Angela Shelton • Sýnd kl. 8 Enskt tal Lie With Me • Sýnd kl. 8 Enskt tal / ísl. texti My Summer of Love • Sýnd kl 10 Enskt tal Yes • Sýnd kl 10 Enskt tal AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.