Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 21
MINNSTAÐUR
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera
skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og
með 15. nóvember 2005, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2005
og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóv-
ember 2005, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisauka-
skatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á
skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, föstu árgjaldi þunga-
skatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila,
skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi,
vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum,
skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðar-
afgjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar, ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekju-
skattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatrygginga-
gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald,
markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhús-
næði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftir-
stöðvum gjaldanna, ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar
kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því, að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er
1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjald-
endur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg-
inn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði
stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á
að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem
skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir
gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrr-
greindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. nóvember 2005.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
SUÐURNES
Reykjanesbær | Steypan er heiti á
aðstöðu sem Reykjanesbær hefur
komið upp fyrir bílskúrshljóm-
sveitir. Húsnæðið er rekið af 88 hús-
inu og er í aflögðu skrifstofuhúsnæði
gömlu steypustöðvarinnar í Njarð-
vík. Tvær hljómsveitir hafa þegar
fengið inni í húsnæðinu og fleiri eru
væntanlegar. Aðstaðan var formlega
tekin í notkun við athöfn sem fór
fram í fyrradag.
Menningarmiðstöð ungs fólks í
Reykjanesbæ, 88 húsið, hefur lengi
leitað að aðstöðu fyrir bílskúrs-
hljómsveitir, að sögn Hafþórs Barða
Birgissonar forstöðumanns. Hefur
það gengið illa því húsnæðið þarf að
uppfylla ákveðnar kröfur og vera
fjarri íbúðarbyggð.
Fjórar hljómsveitir fá aðstöðu
Hafþór segir að Árni Sigfússon
bæjarstjóri hafi vakið athygli á því
að Sparisjóðurinn í Keflavík hafi
eignast húsnæði gömlu steypustöðv-
arinnar, þegar málið var rætt í
fræðsluráði og Sparisjóðurinn strax
verið fús til að leyfa endurgjaldslaus
afnot af því þegar eftir var leitað.
Í húsinu eru tvö hljómsveitaher-
bergi, auk setustofu, eldhúskróks og
hreinlætisaðstöðu. Reiknað er með
að tvær hljómsveitir geti sameinast
um hvort herbergi, að sögn Hafþórs,
þannig að minnsta kosti fjórar
hljómsveitir fái notið aðstöðunnar,
jafnvel fleiri. Hann segir að ef vel
gangi með þennan rekstur og fleiri
hljómsveitir þurfi aðstöðu, komi vel
til greina að reyna að fá bæjaryfir-
völd til að bæta við húsnæði.
Skrifa undir samning og
undirgangast strangar reglur
Meðlimir hljómsveitanna sem fá
inni í Steypunni gera samning við 88
húsið þar sem þeir undirgangast
ákveðnar reglur um notkun húsnæð-
isins. Þær fela meðal annars í sér að
aðstaðan sé algerlega vímulaus og
að hún sé ekki notuð eftir miðnætti,
eða eftir að útivistartíma viðkom-
andi ungmenna lýkur, ef þau eru á
grunnskólaaldri. Hver meðlimur
greiðir 1.000 krónur á mánuði, til að
standa undir kostnaði við ljós og
hita.
Áhugi er á því hjá forstöðumanni
88 hússins að koma upp litlu hljóð-
veri. Hafþór segir að það yrði þá
væntanlega sett upp í 88 húsinu við
Hafnargötu 88. Yrði þá um leið hald-
ið námskeið í hljóðupptökum. Haf-
þór segir að það gæti orðið mikil
lyftistöng fyrir bílskúrshljómsveit-
irnar.
Bílskúrshljómsveitir fá inni í Steypunni
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sungið saman Hljómsveitirnar Ritch og Gun Shy Odyssey léku saman lag til að fagna nýja æfingahúsnæðinu.
„ÞETTA eru ágætar reglur. Það
væri ekki hægt að vera hér ef
það mætti drekka,“ segir Davíð
Þór Sveinsson, einn þeirra ungu
manna sem fengið hafa inni í
Steypunni og undir það tekur Al-
bert Karl Sigurðsson. Báðir eru
sautján ára, eins og flestir í
hljómsveitunum tveim sem byrj-
aður eru í Steypunni. Albert er í
hljómsveitinni Gun Shy Odyssey
og Davíð í hljómsveit sem borið
hefur nafnið Ritch en er í nafn-
breytingaferli.
Albert segir að sín hljómsveit
hafi verið í miklu hallæri með að-
stöðu og það hafi bitnað verulega
á henni. „Við vorum í bílskúr hjá
trommaranum en þar er þröngt
og ekki hljóðeinangrað svo ná-
grannar hafa kvartað. Við gátum
því ekki æft eftir átta á kvöldin,“
segir Albert. Hann segir að starf-
semi hljómsveitarinnar hafi lagst
í dvala um tíma vegna aðstöðu-
leysis og þeir hafi verið lengi að
leita að betra húsnæði. Hann seg-
ir að æfingahúsnæði þurfi að
uppfylla ákveðnar kröfur, svo
sem um að þar sé rafmagn og
hlýja og helst þurfi að vera ör-
yggiskerfi svo menn geti skilið
eftir tækin sín. Þeir hafi ekki
fundið slíkt húsnæði, ekki fyrr en
nú. „Þetta er geggjað,“ sagði Al-
bert um nýju aðstöðuna.
Davíð og félagar hans æfðu í
bílskúr heima hjá honum. Hann
segir að þeir hafi verið í ágætum
málum enda búnir að hljóðein-
angra bílskúrinn til að ekki
trufla nágrannana. „Við vorum
ekki að leita að húsnæði en hér
er auðvitað allt miklu betra,“
segir hann.
Safna fyrir upptökugræjum
Strákarnir hafa unnið talsvert
í húsnæðinu og komið með hús-
gögn að heiman, meðal annars
sófa í setustofuna. Þeir segjast fá
að stjórna starfseminni að mestu
sjálfir, og eru ánægðir með það.
Strákarnir segjast æfa á hverju
kvöldi, kannski í tvo tíma og setj-
ast svo niður við leikjatölvuna
eða sjónvarpið á eftir.
Báðar hljómsveitirnar hafa
starfað í um það bil tvö ár og
spilað víða á þeim tíma. Davíð og
Albert segja góða tíma fram-
undan. Sveitirnar verði miklu
þéttari þegar hægt sé að æfa
svona stíft.
Þeir stefna að því að koma sér
upp tækjum til að taka upp. Sjálf-
ir ætla þeir að borga aukalega
500 krónur hver á mánuði, í
tækjasjóð, og reyna líka að fá
styrki. „Svo getum við borgað
meira í sumar, þegar við förum
að vinna,“ sagði Albert.
Formleg opnun Árni Sigfússon, Brynjar Freyr Níelsson, Geirmundur
Kristinsson og Guðmundur Arnar Guðmundsson voru við opnunina.
Nemendur úr Fjölbrautaskólanum afhentu þeim táknrænan grip.
Strákarnir stjórna
æfingahúsnæðinu
að mestu sjálfir