Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa stórt. Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt. Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Elizabeth Town kl. 5.30 - 8 - 10.30 Litli Kjúllinn (Chicken Little) kl. 6 Ísl. tal Tim Burton´s Corpse Bride kl. 6 - 8 - 10 Wallaze & gromit kl. 6 enskt tal Four Brothers kl. 10 b.i. 16 ára OKTÓBERBÍÓFEST DV   topp5.is  S.V. / MBL NÝ KVIKMYND FRÁ LEIKSTJÓRA “JERRY MAGUIRE” OG “ALMOST FAMOUS” MEÐ ÞEIM HEITU STJÖRNUM ORLANDO BLOOM (“LORD OF THE RINGS”) OG KIRSTEN DUNST (“SPIDER-MAN”). Nýjasta stafræna teiknimy- ndaundrið frá Disney . Toppmyndin í USA. Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney . Toppmyndin í USA. Assasination of R. Nixon • Sýnd kl. 8 Drabet (Morðið) • Sýnd kl. 8 og 10 Guy X • Sýnd kl. 10 Hip Hip Hora ! • Sýnd kl. 8 The Child (L´enfant) • Sýnd kl. 6 Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. DV TÓNMILDA ÍSLAND er sú þýð- ing sem Orðabók Háskóla Íslands og útgáfufélagið Steinsnar ehf. sameinuðust um þegar leitað var eftir íslenskun á nafni plötunnar Acoustic Iceland sem kom út fyrr á þessu ári. Á plötunni er að finna þekkt dægurlög flutt af lands- þekktum söngvurum á borð við Björgvin Halldórsson, Bubba Morthens, Ragnheiði Gröndal, Stefán Hilmarsson, Pál Rósin- krans auk fimmtán annarra söngv- ara en auk titilsins voru allar upp- lýsingar um plötuna á ensku enda platan ekki síst hugsuð fyrir er- lenda ferðamenn sem hingað sækja. Steinar Berg útgáfustjóri Stein- snar segir að fljótlega hafi það orðið ljóst að Íslendingar hefðu ekki minni áhuga á plötunni og lá það þá beint við að þýða texta um- slags og nafn og gefa plötuna aft- ur út en útgáfudagur er í dag, 16. nóvember. Tónmilda Ís- landi er mark- aður ákaflega skýr tónlistar- legur og texta- legur útgáfu- rammi, að sögn Steinars og en þar til viðbótar er viðamikill bækl- ingur sem meðal annars inniheld- ur skemmtilegan pistil eftir Guð- mund Andra Thorsson, ítarlegar upplýsingar um lögin ásamt ein- stökum ljósmyndum Mats Wibe Lund af íslensku landslagi. Steinar segir að platan hafi ver- ið vinsæl hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum og þykja ensku og íslensku útgáfurnar henta vel sem gjafir til viðskiptavina. „Þannig eru fyrirliggjandi fyrirframpant- anir sem ásamt sölu á fyrrihluta ársins ættu að tryggja sölu á yfir 12 þúsund eintökum og gerir Tón- milda Ísland að mest seldu plötu ársins hingað til.“ Tónlist | Acoustic Iceland endurútgefin fyrir íslenskan markað Tónmilda Ísland TÓNLEIKAFERÐALAGI hljómsveitarinnar Íra- fárs og Íslandsbanka til styrktar einstökum börnum var ýtt úr vör í síðustu viku. Alls heldur sveitin 11 tónleika á jafn mörgum stöðum á Íslandi og rennur allur ágóði af tónleikunum óskertur til félagsins Ein- stök börn. Að sögn Birgittu Haukdal, söngkonu sveit- arinnar, hefur tónleikaferðin gengið afar vel. Fullt hús hefur verið á öllum stöðum hingað til og hefur safnast tæplega milljón króna. „Þetta hefur gengið alveg rosalega vel og okkur þykir mjög vænt um hvað fólk er duglegt að mæta og styrkja þetta góða málefni,“ sagði Birgitta. „Ferða- lagið hefur verið mjög skrautlegt. Við vorum föst á Möðrudalsöræfum í nokkra klukkutíma því að bremsurnar frusu fastar og tók því ferðin til Húsa- víkur 14 tíma. Annars hefur allt gengið mjög vel og við hæstánægð með móttökurnar.“ Þess má geta að nýjasti geisladiskur Írafárs er kominn í verslanir. Tónlist | Íslandsferð Írafárs og Íslandsbanka Morgunblaðið/Brynjar Gauti Birgitta Haukdal segist afar ánægð með viðtökurnar. Frábærar viðtökur                                                                                 !   "  !    #    $! % &&  % '  "   !     '   (    (      '  '   )(   $ * + , %  ' YTRI frágangur á öllum þeim grúa „001“ hljómdiska sem ein- staklingar gefa út hér á hverju ári, er sem kunnugt upp úr og of- an. Á þessum tvöfalda diski (annar á ensku, hinn á íslenzku) er hann ótvírætt upp úr. Allt – frá súrreal- ísku málverki Hafliða Haralds- sonar á umslaginu, vel læsu prent- letri jafnt þar sem í bæklingi og almennt fagmannlegu útliti yfir í engu ófagmannlegri upptöku, hljóðblöndun og atvinnuspila- mennsku meðspilenda – er í topp- flokki og hvetur óneitanlega til nánari kynna við inntakið. En þar tekur því miður lakara við. Hvorki hin tíu lög Sæmundar Haraldssonar né textar hans þykir mér í neinu samræmi við glæsi- legu umgjörðina. Og þó að gítar- og munnhörpuleikurinn sleppi að mestu fyrir horn, er lögunum fjarska lítill greiði gerður með framlagi söngvarans. Fyrstu og mestu mistök höfundar voru því að syngja efnið sjálfur, í stað þess að fá til söngvara af sambæri- legum karat og meðspilendur. Þá hefði einnig mátt bjarga ýmsu, hefðu góðir menn haft hönd í bagga með textagerð í tæka tíð. Og ekki sízt með hljómasetningu laglína, sem er víðast hvar gizka viðvaningsleg (t.d. sker klifun minnkaðra sjöundarhljóma iðulega í eyrun). Hins vegar gerir bráð- fallega spiluð strengjaútsetning Hrólfs Sæmundssonar talsvert fyrir Veginn (11), þar sem þokka- leg laglínan hefði jafnvel staðið undir 8 mín. lengd, hefði söngur laghöfundar ekki dregið hana nið- ur. Gamalt latneskt spakmæli út- leggst „Þótt kraftana þrjóti, er viðleitnin samt lofsverð“. Og það á einnig við hér – en varla gagnvart öðrum en nánustu aðstandendum. Við því er ekkert að segja þó að áhugamenn langi til að skilja eftir persónulegan vitnisburð. En það er ekki þar með sagt að hann eigi alltaf erindi á opinberan markað. Af lofsverðri viðleitni TÓNLIST Hljómdiskur Shar: Hugarþel/Minding. 10 lög og textar eftir Sæmund Haraldsson, auk ísl. rímnalags og Round Midnight eftir Th. Monk. Sæmundur Haraldsson söngur/ gítar/munnharpa, Jon Carlsson gítar, Fredrik Samuelsson bassi, Leif Carlquist slagverk, Johnny Lindström sax, Roger Karlsson hljómborð, Jonathan Bryntes- son trommur, Magnus Bylund básúna, Maud Andersson & Elisabeth Pousi bak- raddir. Flauta & strengjakvartett á „Veg- urinn": Björn j:son Lindh flauta, Zbigniew Dubik & Szymon Kuran fiðlur, Helga Kol- beinsdóttir víóla, Lovísa Fjeldsted selló og Hrólfur Sæmundsson úts./bassi. Hljóðritað í Åmål/Svíþjóð, Víðistaða- kirkju og á Spáni 1-2/2005. Lengd: 2 x 47:55 mín. Útgefandi: Sæmundur Har- aldsson & Memoria Music AB, 2005. Sæmundur Haraldsson, Shar – Hugarþel/ Minding  Ríkarður Ö. Pálsson LangaðsóknarmestA mynd helgarinnar var Litli kjúllinn (Chicken Little) en tæplega 5.300 manns lögðu leið sína á hana. Christof Weh- meier hjá Sambíó- unum segir að mikið af fjölskyldufólki hafi komið að sjá þetta „nýja stafræna teiknimyndaundur frá Disney“ eins og við mátti búast. Hann segir ung- linga heldur vilja sjá ensku útgáfu myndarinnar. Tvær aðrar myndir eru nýjar á lista. Léttklædd Paul Walker og Jessica Alba í Into the Blue náðu öðru sætinu en um 2.500 manns sáu hana. Mynd Camerons Crowe, Elizabethtown, byrjaði hins vegar ekki vel og hafnaði í níunda sæti. Októberbíófest setur líka mark sitt á listann en „Mörgæsamyndin“ svokallaða situr í fjórða sæti. Tæplega 1.400 manns sáu hana um helgina og alls hafa um 3.600 manns fylgst með þessu Suðurskautsævintýri. Litli kjúllinn stór                                      ! " # $ %% &' ' (' )' *' +' ,' -' .' &/'        32 83 & $ D $4$ &# +@  &4-)<$     Stafræni Litli kjúllinn er krúttlegur. Leikkonan Sienna Miller hefurstaðfest að hún og Jude Law séu tilbúin til að sættast. Parið fór saman á frumsýningu Casanova, nýjustu myndar Siennu í Los Ang- eles. „Það er frábært að hafa hann hérna til að styðja myndina. Við erum að reyna að leysa úr okkar málum. Hann verður alltaf besti vinur minn í heimi,“ sagði Sienna í samtali við fréttastofu AP. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.