Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 13 FRÉTTIR F undarröð borgarstjóra með íbúum hinna fjöl- mörgu hverfa Reykja- víkurborgar, undir yf- irskriftinni „Borgarstjóri hlustar“ hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Á mánudag fundaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir með íbúum miðborgarinnar í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur, kynnti fyrir þeim ýmis mál og hlustaði því næst að það sem þeir höfðu fram að færa og svaraði spurningum. „Markmiðið með þessum fundum eru milliliðalaus samskipti borg- arstjóra og íbúa. Á undanförnum ár- um höfum við verið að breyta Reykja- víkurborg úr valdastofnun í þjónustufyrirtæki. Grundvallaratriði í því að veita góða þjónustu í þessu þjónustufyrirtæki sem Reykjavík- urborg er, er að vera í góðu sambandi við þá sem nota þjónustuna, sem eru borgarbúar allir,“ sagði Steinunn Val- dís. Lítill vandi á leikskólum Miðborgin er að mörgu leyti óvenjulegt hverfi þar sem þjónustan er með öðru sniði en í úthverfunum. Benti Steinunn Valdís á að borgin ræki aðeins einn grunnskóla á svæð- inu, Austurbæjarskóla, og hann nyti auk þess sérstöðu þar sem um fjórð- ungur nemenda sé af erlendu bergi brotinn og því sérstaklega hugsaður sem fjölmenningarlegur skóli. Leikskólamál eru í góðu horfi í miðborginni, þar sem tvö börn bíða eftir plássi á leikskóla, en foreldrar þeirra hafa hafnað plássi á leikskóla öðrum en þeim tveimur sem eru í hverfinu. „Að öðru leyti er ekki um biðlista að ræða, og ég held að það sé hægt að fullyrða að staðan hér sé mun betri en sums staðar annars staðar í borginni,“ sagði Steinunn Valdís. Mikil uppbygging er í gangi í mið- borginni, auk þess sem fyrirhugaðar eru ýmsar framkvæmdir, t.d. upp- bygging í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhöll við höfnina. „End- ursköpun miðborgarinnar stendur fyrir dyrum með byggingu hins lang- þráða tónlistar- og ráðstefnuhúss, sem menn vildu einu sinni byggja í Laugardalnum, og sumir vildu byggja í Öskjuhlíðinni,“ sagði Stein- unn Valdís. Hröð uppbygging í nágrenni tónlistarhúss Tónlistarhúsi tengjast verulegir uppbyggingarmöguleikar í miðborg- inni. „Það er ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga sem er á þessu verkefni, og þennan mikla hug sem er í fjárfestunum sem ætla að byggja þetta upp. Það hefur nýlega komið í ljós, þeir hafa nýlega átt fundi þar sem þeir hafa tjáð mér að ekki ein- ungis ætli þeir sér í tónlistar- og ráð- stefnuhúsið, heldur ætla þeir sér í hótelið, þeir ætla hugsanlega í listaháskóla – sem er mögulegt að byggja upp þarna á svæðinu, og þeir ætla í uppbyggingu á öllu versl- unarhúsinu,“ sagði Steinunn Valdís. „Þeir ætla sem sagt í uppbyggingu alveg frá Faxaskála eins og við þekkj- um hann í dag, og alveg að Lækj- artorgi. Menn eru með hugmyndir um að rífa Hafnarstræti 20, sem er húsið þar sem Strætó bs. er í dag, og tengja þannig Lækjartorg og Kvos- ina við þetta nýja svæði. Þessir aðilar segjast ætla að vera búnir að þessu árið 2009. Þeir vilja fara í þetta allt í einu, og þetta verður einhver um- fangsmesta framkvæmd sem hefur verið staðið fyrir í miðborginni frá upphafi.“ Tvískinnungur í umferðarmálum Steinunn Valdís sagði umferðarmál gjarnan brenna á íbúum, en þar gætti stundum ákveðins tvískinnungs. Ann- ars vegar vildi fólk hraðahindranir og lækkaðan hámarkshraða í sína götu, en hins vegar vildi það engar umferð- artafir og komast hratt leiðar sinnar annars staðar í borginni. „Þetta er kannski eins og með þéttingu byggð- ar, það vilja allir þétta byggð, bara ekki í bakgarðinum hjá sér. Það er eins með umferðarmálin, það vilja all- ir greiða fyrir því að fólk komist frá A til B, bara ekki í hverfinu sínu.“ Borgarstjóri benti á að bílaeign borgarbúa hefði aukist um 14% frá árslokum 2002 til ársloka 2004, en á sama tíma hefði slysum á fólki í um- ferðinni fækkað um 18%. Þessa fækk- un slysa þakkaði hún einkum þeirri stefnu borgaryfirvalda að setja 30 km hámarkshraða í íbúðarhverfum, og aðgerðum sem ráðist hafi verið í til að draga úr hraða. „Það sem er ánægju- legt við þetta, og það er árangur sem ég er stolt af, er að við erum hætt að sjá banaslys á börnum inni í íbúðar- hverfum. Það er árangur sem ég held að við getum öll verið ánægð með.“ Gjaldfrjáls leikskóli mannréttindamál Steinunn Valdís fór að lokum í helstu áherslur Reykjavíkurborgar á næsta ári, en fyrr um daginn hafði hún kynnt fjárhagsáætlun borg- arinnar fyrir árið 2006. Hún sagði að Reykjavíkurlistinn hafi sett málefni fjölskyldna og barna í forgrunn. Öll börn frá 18 mánaða aldri fái leik- skólapláss, og nú sé rökrétt framhald að stefna á að gera leikskólann gjald- frjálsan. Í dag fá fimm ára börn 3 klukkustundir á dag gjaldfrjálsar, og á árinu 2006 munu öll börn fá 2 klukkustundir. Þá verði því fimm ára börn komin með samtals 5 klukku- stundir gjaldfrjálsar. „Auðvitað hef ég verið spurð að því hvort ég telji að þetta sé rétt stefna, í ljósi þess að í dag er mannekla á þess- um stofnunum, og hvort ekki væri rétt að nota þessa fjármuni í að greiða þessu fólki hærri laun. Ég segi jú, vissulega má færa rök fyrir því, en það verður að skoða þetta í samhengi. Ég segi að gjaldfrjáls leikskóli sé mannréttindamál fyrir börnin, og það skýtur skökku við að það sé dýrara að vera með barn í leikskóla heldur en í grunnskóla, framhaldsskóla eða há- skóla,“ sagði Steinunn Valdís. Milliliðalaus samskipti við íbúana Morgunblaðið/Golli Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur fundað með borgarbúum undanfarnar vikur. Morgunblaðið/Golli Um 50 íbúar miðborgarinnar komu á fund borgarstjóra á mánudag. Fyrirhugað er að rífa húsnæði sem nú stendur við Hverfisgötu 103 og byggja nýtt. Þar eru í dag verslanir og fyrirtæki, en reisa á 5 hæða hús með 23 íbúðum á reitnum. Borgarstjóri fundaði með íbúum miðborgarinnar á ferð sinni um hverfi borgarinnar Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir hlustaði á íbúa miðborgarinnar á borgarafundi á mánu- dag. Brjánn Jónasson lagði við eyru þar sem rætt var um tónlistar- hús við höfnina, barbabrellur í skipu- lagsmálum og hættu- legasta stað á landinu. brjann@mbl.is ÍBÚUM miðborgarinnar lá ýmislegt á hjarta á fundinum með borgarstjóra og þegar orðið var gefið laust spurðu þeir um skipulagsmál, frágang lóða og hættulegasta stað á landinu, svo örfá dæmi séu nefnd. Fyrsta fyrirspurnin kom frá Kristófer Má Kristinssyni, íbúa við Barónsreitinn svokall- aða. „Okkur finnst við hafa orðið fyrir pínu- lítilli barbabrellu. Það er nefnilega þannig að við héldum að það væri í gildi deiliskipu- lag á svæðinu, sem hefði verið unnið upp úr aðalskipulagi,“ sagði Kristófer. „Í deiliskipu- laginu var gert ráð fyrir nýbyggingum á Barónsreit sem áttu að vera tvær hæðir og ris. Við erum svo núna lamin í hausinn með því réttlæti að það sé búið að koma til móts við óskir okkar og lækka þessi hús úr sjö hæðum í fimm. Hvað varð um þessar tvær hæðir og ris?“ Steinunn Valdís sagði að í gildi hefði verið skipulag sem gerði ráð fyrir tveimur hæðum og risi, en þegar svæðið í heild hefði verið skoðað hefði niðurstaðan orðið sú að við- unandi væri með tilliti til nágrennisins að setja niður fimm hæða hús. Áhrif þess væru ekki meiri en búast mætti við í svo þéttu borgarumhverfi. Í millitíðinni hefði komið upp hugmynd um sjö hæða hús, en eftir at- hugasemdir nágranna hefðu húsin verið lækkuð. Strangari skilmálar um frágang lóða? Egill Ólafsson ræddi frágang lóða í mið- bænum. „Mér skilst á þeim sem þekkja best til að það séu engar reglur að vinna eftir er varða frágang lóða í þessu hverfi. Það vill svo til við þá götu sem ég bý við, og er ef- laust ekkert einsdæmi, að þar munu vera um 36 hús, þar af eru 15 með ófrágengnar lóðir. Þess ber að geta að þessi hús eru öll reist um eða eftir næstsíðustu aldamót. Þessar lóðir hafa verið ófrágengnar í þrjá manns- aldra.“ Egill sagðist hafa rætt þetta mál á fundi með byggingarfulltrúa fyrir um ári og spurði borgarstjóra hvort eitthvað hefði ver- ið gert í þessu máli. Steinunn Valdís sagðist mundu kalla eftir svörum um þetta mál hjá byggingarfulltrúa. Hún gæti verið sammála Agli um að það væri vandamál að í sumum tilvikum væri ekki gengið nægilega vel frá lóðum. „Því miður skortir okkur heimildir, en kannski ættum við að íhuga að setja strangari og stífari skilmála um að gengið sé frá lóðum innan tiltekins tíma og ganga eftir að það sé gert.“ Guðrún Erla Geirsdóttir spurði hvort Reykjavíkurborg ætlaði ekki að gera eitt- hvað til þess að færa sendiráð Bandaríkj- anna frá núverandi stað við Laufásveg, það gerði götuna að hættulegasta stað landsins, hættulegri með hverju árinu sem liði. Borgarstjóri sagði þetta mál afar snúið. Borgaryfirvöld hefðu margoft óskað eftir því við sendiráðið að það leitaði sér að öðr- um stað, en það fengi ekki fé til þess frá bandarískum stjórnvöldum, og málið væri því í pattstöðu. Byggt ofan á Iðnskólann Kári Sölmundarson ræddi húsnæðisvanda Austurbæjarskóla, enda virðist nem- endafjöldi þar síður en svo vera í rénun þrátt fyrir spár um slíkt, og brýnt að leysa úr þessum vanda. Hann sagði mikla upp- byggingu og fjölgun íbúa í miðbænum fyr- irhugaða, og því þyrfti að leysa strax úr grunnskólamálum í hverfinu. Steinunn Valdís svaraði því til að sam- komulag lægi fyrir milli ríkis og Reykjavík- urborgar um að strax yrði byggt ofan á Iðn- skólann í Reykjavík, og borgin fengi húsnæði Vörðuskóla, þar sem nú fer fram kennsla í iðnskólanum, undir Austurbæj- arskóla. Ljóst væri að ef mikil þétting kæmi til í miðbænum þyrfti nýja skólabyggingu, og þegar væri byrjað að skoða hvar og hvernig mætti reisa nýjan skóla. Spurt um hættulegasta stað á landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.