Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikilli sam- þjöppun spáð hjá lággjalda- flugfélögum á morgun FYRIR tíu árum ákvað ríkisstjórnin að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert. Menntamálaráðuneytið hefur síðan árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það, í samstarfi við skóla, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Haldið er upp á daginn með margvíslegu móti. Hér verða nefnd ýmis dæmi um viðburði o.fl. nú í ár. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Á degi íslenskrar tungu verður hátíðardagskrá þar sem menntamálaráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar 2005 auk tveggja sérstakra viðurkenninga fyrir störf í þágu íslensks máls. Dagskráin verður í sal Listasafns Reykja- nesbæjar í Duus-húsum í Reykjanesbæ kl. 16–17. Tónlist- arflutningur í umsjón Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Upp- lestur: Elísa Sveinsdóttir og Óli Ragnar Aðalsteinsson, verðlaunahafar úr Stóru upplestrarkeppninni. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Námsgagnastofnun Námsgagnastofnun hefur útbúið vefsíður helgaðar degi ís- lenskrar tungu. Undir tenglinum Í dagsins önn er smellt á ten- gil um ýmsa merkisdaga og þar á meðal er dagur íslenskrar tungu. Önnur síðan um dag íslenskrar tungu fjallar sérstaklega um ljóðagerð. Sjá http://namsgagnastofnun.is. Kennaraháskóli Íslands Dagskrá verður í Kennaraháskóla Íslands allan daginn. Verkefni nemenda verða kynnt kl. 8.30–15. Að þessu sinni verður líka haldið málþing í Bratta og er það öllum opið. Yfirskrift þingsins er Góð orð finna góðan stað. Í há- deginu verður dagskráin Þá var ég ungur, flutt í Fjöru, matsal nemenda. Bókmenntaþing ungra lesenda Í ár er bryddað upp á þeirri nýjung að efna til sérstaks bók- menntaþings sem ætlað er börnum og unglingum á aldrinum 10–16 ára. Að þinginu standa Íslensk málnefnd, Fræðsluskrif- stofa Reykjanesbæjar og SÍUNG, samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda. Þingið verður haldið í Reykjanesbæ í dag kl. 10–12. Frummælendur á þinginu verða börn og ung- lingar úr Áslandsskóla og Víð- istaðaskóla í Hafnarfirði, Grunnskóla Grindavíkur, Holtaskóla og Myllubakka- skóla í Keflavík og Njarðvík- urskóla. Yfirskrift bókmennta- þings ungra lesenda er Er gaman að lesa? Ungir lesendur flytja samtals 10 framsöguer- indi. Grunnskólanemar á Ísafirði með dagskrá Grunnskólanemendur á Ísa- firði standa fyrir dagskrá í Ed- inborgarhúsinu. Nemendur í 10. bekk koma þar fram og lesa ástarljóð og flytja tónlist. Boðið verður upp á kaffi og veitingar. Tíu ár eru liðin frá því að fyrst var haldið upp á þennan dag. Málþing um Grunnavíkur-Jón Félagið Góðvinir Grunnavíkur-Jóns efnir til málþings í dag kl. 12.15 í Þjóðminjasafninu en þar hefur nú í haust staðið sýn- ingin Eldur í Kaupinhafn. Málþingið og sýningin er helguð minningu Jóns Ólafssonar frá Grunnavík en 16. ágúst sl. voru liðin 300 ár frá fæðingu hans. Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS Hið árlega málræktarþing undir merkjum dags íslenskrar tungu verður haldið á laugardaginn í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 11.00–13.30. Umræðuefnið er að þessu sinni íslensk málstefna og starf- semi Íslenskrar málnefndar. Erindi halda Guðrún Kvaran, for- maður Íslenskrar málnefndar, Jóhann G. Jóhannsson, Íslenskri málnefnd, Kolbrún Friðriksdóttir, Íslenskri málnefnd, Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor og Örnólfur Thorsson, skrif- stofustjóri forseta Íslands. Námsstyrkur Mjólkursamsölunnar verður afhentur en hann nemur 500 þús. kr. og er ætlaður námsmanni sem vinnur að lokaverkefni um íslenskt mál. Af- hent verður viðurkenning Íslenskrar málnefndar og Nafn- fræðifélagsins fyrir gott nafn á fyrirtæki. Þá verður sú ný- breytni að Íslensk málnefnd veitir viðurkenningu fyrir gott íslenskt mál í auglýsingu. Kvartettinn Iða syngur og sigurveg- arar úr Stóru upplestrarkeppninni lesa upp. MS býður upp á veitingar í hléi. Þóra Björk Hjartardóttir verður fundarstjóri. Allir eru velkomnir. Leikjavefurinn Á Leikjavefnum eru margir leikir sem henta vel til notkunar á degi íslenskrar tungu. Má þar t.d. nefna flokk um orðaleiki, leiki til að finna málshátt, búa til orð, safna orðum o.s.frv. http:// www.leikjavefurinn.is/ Leikskólar – dæmi Samverustund á sal í tilefni dagsins. Unnið sérstaklega með íslenskt mál alla vikuna á undan deginum. Rætt um skáldið Jónas Hallgrímsson. Börnin læra vísur og söngva og búa til leikrit út frá ljóðum eða sögum Jónasar. Sérstakur bókadagur haldinn. Stóra upplestrarkeppnin Dagur íslenskrar tungu er formlegur upphafsdagur Stóru upplestrarkeppninnar á hverju hausti í grunnskólum landsins. Sýningin Brynjólfur biskup og 17. öldin Með sýningunni í Landsbókasafni Íslands – háskóla- bókasafni, Þjóðarbókhlöðu er þess minnst að 14. september sl. voru liðin 400 ár frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar biskups. Brynjólfur gegndi mikilvægu hlutverki í sögu Íslands sem leið- togi kirkjunnar, veraldlegur höfðingi, heimspekingur, fræði- maður, latínuskáld og frumkvöðull á sviði mennta og kirkju- stjórnar. Hann hafði forgöngu um að safna handritum og lét skrifa þau upp. Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur um víðan völl Dagurinn helgaður rækt við málið Vefur dags íslenskrar tungu er: http://www.mrn.stjr.is/ malaflokkar/Menning/dit Jónas Hallgrímsson STJÓRN Ægisdyra, samtaka um að kanna hugsanlega jarðganga- gerð milli lands og Eyja hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Allt frá stofnun Ægisdyra í byrjun árs 2003 hefur það verið baráttumál félagsins að farið yrði í frekari jarðfræðirannsóknir á fyr- irhugaðri jarðgangaleið milli lands og Eyja. Í sumar urðu þessar rann- sóknir að veruleika og niðurstöður þeirra liggja nú fyrir með skýrslu þeirri er lögð var fram 8. nóvember sl. Stjórn Ægisdyra hefur kynnt sér vandlega þá skýrslu sem fyrirtækið Ísor vann fyrir Vegagerðina og lýs- ir stjórnin yfir ánægju sinni með þær niðurstöður er þar liggja fyrir. Þar er ekki annað að sjá en að nið- urstöðurnar séu mjög jákvæðar varðandi framhaldið t.d. varðandi aðstæður við Kross í A-Landeyjum. Almennt eru niðurstöður í skýrsl- unni áhugaverðar og virðist sem þær séu í samræmi við það sem kom m.a. fram úr rannsóknum inn- lendra og erlendra vísindamanna undir stjórn dr. Ármanns Hösk- uldssonar sumarið 2004. Því er það mat stjórnarinnar að niðurstöðurnar styrki enn áfram- hald málsins og að jarðgöng milli lands og Eyja séu enn vænlegasti framtíðarkostur í samgöngum milli lands og Eyja. Vegagerðin hefur í framhaldi þessarar skýrslu falið tveimur þrautreyndum aðilum á sviði jarð- gangagerðar hérlendis og erlendis að fara yfir niðurstöðurnar og meta þær fyrir jarðgangagerð og vænt- anlegan framkvæmdakostnað við þau. Er miðað við að vinna þeirra liggi fyrir um miðjan desember. Einnig eru forsvarsmenn skandin- avíska fyrirtækisins NCC að fara yfir þessar niðurstöður og meta þær miðað við þeirra reynslu af jarðgangagerð. Einnig mun stjórn- in keppast við að fá sem víðtækasta samvinnu aðila er hafa reynslu af verkefnum sem þessum, því áfram- haldandi fagleg vinnubrögð eru það sem skila mestum árangri. Varðandi fréttaflutning og um- fjöllun í fjölmiðlum um efni og nið- urstöður skýrslunnar er Ísor vann, lýsir stjórn Ægisdyra yfir von- brigðum með þá umfjöllun er skýrslan hefur fengið. Einnig telur stjórnin það vera frumhlaup hjá þeim aðilum sem hafa verið að túlka niðurstöður neikvætt fyrir framhald málsins í fjölmiðlum und- anfarna daga. Þeir aðilar virðast ekki hafa kynnt sér efni skýrsl- unnar nægjanlega vel og um leið túlkað niðurstöður einhliða og rang- lega að mati stjórnar Ægisdyra. T.d. hefur það alltaf legið ljóst fyrir að þær rannsóknir sem fram- kvæmdin myndi útheimta myndu kosta um 200–300 m.kr. enda er það ekki stór kostnaður í fram- kvæmd sem hljóðar upp á 20–25 ma.kr.. Einnig hefur jarðfræði Heimaeyjarsvæðisins verið vel þekkt og að jarðlög þar séu yngri en landmegin og því lekt í jarð- lögum mögulega meiri. Rannsóknir þær sem hafa farið fram til þessa gera það að verkum að hægt er með betri vissu að greina áhættu- þátt og kostnað framkvæmdarinn- ar. Stjórn Ægisdyra vill koma því skýrt til skila að líkur á jarðganga- gerð milli lands og Eyja eru óbreyttar og skýrsla Ísor er mik- ilvæg fyrir jákvætt framhald máls- ins. Stjórnin stefnir einnig á að koma á kynningarfundi hér í Eyj- um sem allra fyrst og þar verði skýrsluhöfundar, aðilar frá Vega- gerðinni sem og aðrir vísindamenn er hafa komið að málinu á sl. tveim- ur árum. Jarðgöng milli lands og Eyja eru áfram fyrsti möguleiki varðandi framtíðarlausn í samgöngum Eyjanna.“ Yfirlýsing frá Ægisdyrum vegna skýrslu Ísor Telja jarðgöng fyrstu mögu- legu framtíðarlausnina Morgunblaðið/Sigurgeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.