Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
LÍFI‹ Í SAMHENGI
Mán. 17. okt og þri. 18. okt. kl. 8:30–17:00Kynntu flér máli› og skrá›u flig á endurmenntun.is
NÁMSKEI‹ UM FORTÍ‹, NÚTÍ‹ OG FRAMTÍ‹ FYRIR KONUR Á MI‹JUM ALDRI
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup-
hallar Íslands náði nýjum hæðum í
gær þegar hún fór í fyrsta skipti
upp fyrir 4.800 stig. Lokagildi henn-
ar var 4.801,99 stig en hæsta gildi
dagsins var 4.806,55 stig.
Mikil viðskipti voru með hlutabréf
í Kauphöllinni í gær en velta hluta-
bréfaviðskipta var nær 18,6 millj-
arðar króna. Heildarviðskipti voru
um 31,4 milljarðar. Mest viðskipti
voru með hlutabréf bankanna fjög-
urra, þar af fyrir ríflega 8,2 milljarða
með bréf KB banka. 4,2 milljarða
króna viðskipti voru með bréf Ís-
landsbanka, 2,6 milljarða viðskipti
með Landsbanka og 2 milljarða við-
skipti með Straum-Burðarás.
Mest hækkun varð á bréfum
Hampiðjunnar, 3,6%, en mest
lækkun varð á bréfum Mosaic,
0,6%.
Úrvalsvísitalan
yfir 4.800 stig
● LAGT hefur verið til að Jóhannes
Kristinsson taki sæti í stjórn
sænska lággjaldaflugfélagsins Fly
Me en hann er annar eigenda Fons
eignarhaldsfélags sem er stærsti
hluthafinn í Fly Me. Haldinn verður
hluthafafundur í Fly Me hinn 13. des-
ember næstkomandi og þá mun Jó-
hannes væntanlega taka sæti í
stjórninni. Einar Þór Sverrisson er
fyrir í stjórn Fly Me.
Í tilkynningu frá Fly Me er haft eftir
Jóhannesi að hann sé mjög bjart-
sýnn á framtíð félagsins.
Jóhannes í
stjórn Fly Me
LANDSBANKINN undirritaði í
Dublin í gær samning um kaup á
írska verðbréfafyrirtækinu Merrion
Capital Group. Um er að ræða 50%
hlut í fyrstu en samið var um að
bankinn myndi eignast afganginn á
næstu þremur árum. Verðmæti fyr-
irtækisins, sem er meðal helstu verð-
bréfafyrirtækja á Írlandi, er um 55
milljónir evra, eða um fjórir millj-
arðar íslenskra króna. Verðviðmiðun
í síðari hluta fjárfestingarinnar
ræðst af árangri Merrion í rekstr-
inum. Reiknað er með að kaupin
verði endanlega frá gengin í næsta
mánuði, að lokinni umfjöllun eftir-
litsaðila, niðurstöðum áreiðanleika-
könnunar og frágangi samninga-
gerðar.
Engar breytingar verða á yfir-
stjórn fyrirtækisins en fulltrúar
Landsbankans munu væntanlega
taka sæti í stjórn þess. Starfsmenn
eru í dag 75 og með auknum verk-
efnum gæti þeim átt eftir að fjölga á
næstunni. Með kaupunum í gær
bættist við ellefta landið sem Lands-
bankinn fer inn á með verðbréfa-
miðlun og fyrirtækjaráðgjöf, í gegn-
um dóttur- og hlutdeildarfélög.
Landsbankinn
einnig í Kanada
Með kaupum á 80% hlut í Kepler
Equities opnaðist leið inn í sjö lönd í
Evrópu og Írland var nú það átt-
unda. Starfsmenn Landsbankans og
dótturfélaga eru nú um 1.700 og þar
af eru um 540 utan Íslands á starfs-
stöðvum víða um heim. Á blaða-
mannafundi í Dyflinni í gær, sem
setinn var af mörgum helstu fjöl-
miðlum Bretlands, var svo tilkynnt
að bankinn myndi opna í dag starfs-
stöð í Kanada.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, sagði við
Morgunblaðið að með Kepler og
eignarhaldi á Teather & Greenwood
í London væri kominn góður grunn-
ur að frekari sókn á verðbréfamark-
aði í Evrópu. Þar væru mörg tæki-
færi fyrir bankann og undir þetta
tók kollegi hans, Sigurjón Þ. Árna-
son, er Morgunblaðið ræddi við þá í
Dublin í gær. Bankinn mætti með
fjölmennan hóp starfsmanna til
Dyflinnar til að ganga frá kaupun-
um, en hluti þeirra kom beint frá
París þar sem gengið var endanlega
frá kaupunum á Kepler. Þessi þrjú
dótturfélög, Teather & Greenwood,
Kepler og Merrion, fylgjast með og
greina yfir 665 hlutafélög og hafa
viðskiptasambönd við yfir 900 fag-
fjárfesta.
Sigurjón sagði Landsbankann
hafa farið að skoða írska markaðinn
af alvöru fyrir rúmu ári. Álitleg fyr-
irtæki hefðu verið könnuð og að
sjálfsögðu þau sem væru möguleikar
á að eignast stóra hluti í. Fljótlega
hefðu sjónir manna beinst að Merr-
ion, sem hefði verið í mjög góðum
rekstri allt frá upphafi fyrir sex ár-
um. Fyrirtækið væri að sinna spræk-
um og fjársterkum einstaklingum og
frumkvöðlahugsun væri fyrirferðar-
mikil. Starfsemi og umhverfi Lands-
bankans og Merrion væri einnig um
margt svipað. Mörg spennandi verk-
efni hefðu verið í gangi hjá fyrirtæk-
inu, m.a. einkavæðing írska flug-
félagsins Aer Lingus og ráðgjöf fyrir
írska Símann, Eircom.
Halldór sagði markmiðið að
byggja upp fjárfestingabanka í Evr-
ópu sem sérhæfðu sig í þjónustu fyr-
ir meðalstór fyrirtæki. Til að ná ár-
angri á þeim vettvangi þyrftu
fyrirtækin að vinna sem mest og
best saman. Fyrirtækin hefðu verið
keypt á mismunandi hátt og því yrðu
þau rekin sjálfstætt. Hvort Lands-
bankinn myndi sameina starfsemina
á meginlandi Evrópu við Bretlands-
eyjar taldi Halldór það ólíklegt í ná-
inni framtíð. Þó yrði stefnt að auk-
inni samþættingu. Þennan styrk
hefðu samstarfsaðilarnir strax séð.
,,Þó að fyrirtækin séu sjálfstæð að
hluta munu þau starfa saman sem
mjög sterk heild,“ sagði Halldór.
Báðum líkaði það sem þeir sáu
John Conray, forstjóri Merrion
Capital, sagði við Morgunblaðið að
viðbrögð starfsfólksins við tíðindun-
um í gær hefðu verið mjög góð. Hann
sagði alla samvinnu við Landsbank-
ann og stjórnendur hans hafa gengið
afar vel. Margt væri líkt með fyr-
irtækjaumhverfinu á Íslandi og Ír-
landi, auk hinnar menningarsögu
tengsla og nálægðar sem löndin
nytu.
,,Við skoðuðum Landsbankann vel
og þeir tóku út okkar starfsemi. Ég
tel að báðum aðilum hafi líkað mjög
vel það sem þeir sáu. Við hrifumst af
stefnu og framtíðarsýn Landsbank-
ans á alþjóðamarkaði og hvernig
bankinn hefur þróað verðbréfastarf-
semina í Evrópu. Þar eru mörg tæki-
færi fyrir okkur og við bindum mikl-
ar vonir við samstarfið við
Landsbankann,“ sagði John Conray
en eftir kaupin munu stjórnendur og
starfsmenn í fyrstu eiga 37% hlut og
bandaríska fyrirtækið Allen & Co.
13%.
Landsbankinn með verð-
bréfafyrirtæki í 11 löndum
Eftir Björn Jóhann Björnsson í Dyflinni
bjb@mbl.is
Góð samvinna Sigurjón Árnason, John Conray og Halldór J. Kristjánsson.
Morgunblaðið/Björn Jóhann Björnsson
INDUSTRIA ehf. hefur sam-
ið við Magnet Networks á Ír-
landi um uppbyggingu staf-
ræns dreifikerfis fyrir sjón-
varp, síma og netsamskipti,
byggðu á ADSL2+-tækni.
Samningurinn felur í sér
tengingu við allt að 65% af
heimilum á Írlandi og netið
verður hið fyrsta sinnar teg-
undar þar á landi. Miðað við
núverandi áætlanir hljóðar
samningurinn upp á um 4
milljarða íslenskra króna.
Magnet Networks er dóttur-
félag CVC á Íslandi ehf., fé-
lags í eigu Kenneth Peterson.
Breiðbandsnet Magnet Networks
mun gera fyrirtækinu kleift að bjóða
stafræna símaþjónustu, gagnvirkt
sjónvarp og hröðustu breiðbands-
tenginu sem völ er á á Írlandi. Netið
mun ná til allt að 2,6 milljóna not-
enda, og með ljósleiðaraneti Magnet
sem hafist var handa um uppbygginu
á í lok síðasta árs, gæti fyrirtækið
orðið næst-stærsti bjóðandi breið-
bandslausna á Írlandi þegar netið er
fullbyggt. Samningurinn felur í sér
að Industria annist hönnun og upp-
byggingu á bakneti og afhendingu á
ADSL2+-búnaði og tilheyrandi hug-
búnaði.
Magnet hefur í dag útsendingar-
rétt á um 100 sjónvarpsstöðvum á
dreifikerfi sínu, þar á meðal tilrauna-
útsendingum á háskerpusjón-
varpi, HDTV. Magnet hefur
nýlega gert samning við
bresku sjónvarpsstöðina Sky
um dreifingu á sjónvarpsefni
Sky um IP-dreifinet, og er
þetta er fyrsti samningur
sinnar tegundar sem Sky ger-
ir utan Bretlands. Þá hefur
Magnet einnig gert samning
við Microsoft um að veita
gagnvirka leikjaþjónustu
sína, Xbox live, yfir hina nýju
háhraðatengingu frá Magnet.
Guðjón Már Guðjónsson,
forstjóri Industria, segir að í
samningnum felist fyrst og fremst
viðurkenning á getu Industria til að
leysa flókin verkefni, löguð að þörf-
um viðskiptavinarins. „Eftir því sem
Magnet Networks vex fiskur um
hrygg vonast Industria eftir áfram-
haldandi samvinnu við fyrirtækið um
gangsetningu nýrra þjónustuþátta
til írskra neytenda, á þessum hratt
vaxandi markaði,“ segir Guðjón Már.
Industria gerir 4
milljarða samning
Morgunblaðið/Golli
2,6 milljónir notenda Guðjón Már Guðjónsson,
forstjóri Industria, ræðir við Kenneth Peterson.
OG Vodafone hefur innan skamms
sölu á Simply farsímum frá Voda-
fone Global Plc. Símarnir eru sér-
staklega hannaðir með þarfir þeirra
í huga sem vilja einföld símtæki sem
einskorðast að mestu við tal og SMS.
„Fjölmargir viðskiptavinir okkar
hafa áhuga á nýjustu símtækjunum
sem búa yfir ýmiss konar aukabún-
aði. Hins vegar er stór hópur við-
skiptavina sem kýs einfaldari sím-
tæki og hefur aðeins áhuga á að
hringja, taka á móti símtölum og
sýsla með SMS. Nú hefur Og Voda-
fone komið með svarið fyrir slíkan
hóp sem gerir honum kleift að vera í
góðu sambandi við fjölskyldu og vini
með einföldum
hætti,“ segir
Gísli Þor-
steinsson, upp-
lýsingafulltrúi
Og Vodafone.
Hann segir að
jafnframt verði
í boði sérstök
gjaldskrá fyrir Simply notendur sem
feli í sér eitt verð hvort sem hringt
er í GSM eða fastlínu innan og utan
kerfis.
Vodafone Simply er með íslenskri
valmynd en Og Vodafone lét þýða
símtækið sérstaklega fyrir íslenska
notendur.
Einfalt með Simply
!"#$
.+
, .+
) 1 2
%&$ '"( )
*& '"( )
+ '"( )
+, '"( )
* '- )
.$ -$! )
/#!" )
0(1 * )
0 )
,-$! .$ -$ )
2 )
3.+ )
34*#5$ +65! )
7$$ )
!
"#
" '"( )
+$4# .$ -$ )
4(#6 )
8% -% '"( )
2"$% +$)"$ )
9:) 6 )
;$!< )
=>+ % = " 4
4#$# )
$ $# )
$ %#&'#
()
+$ - ?66# )
3 5@ 3# -$ $&
AA )
(*+ ,#
8B?C
3D#$
&#$& #
* 5
&#$& #
E
FG
E FG
E
FG
E FG
E FG
E FG
E FG
E FG
E FG
E FG
E FG
E FG
E
FG
-&#$(
-$$
!"# D " -$
0( 3
#$( D 1<$
H ) $ +6 -
&#$(
9$-I
3J=
F
F
+
3?
;K
F
F
BB
L2K
F
F
L2K 0)
9
F
F
8B?K ;"M /" $
F
F