Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 31 MINNINGAR Með sorg í hjarta kveð ég elsku Hannes Björgvinsson. Ég kynntist honum fyrir mörgum árum þegar ég var í nokkur ár í sambandi með barnabarni hans. Strax náðum við vel saman, þvílík ást og hlýja sem umvafði mann í Sunnubergi frá fyrstu tíð. Þar fékk maður alltaf hjartanlegar viðtökur hjá honum og elsku Stínu minni. Ég var svo heppin að fá að eiga þau að og þessa setn- ingu meina ég svo frá hjartanu og tárin streyma niður kinnar mínar þegar ég hugsa þetta. Mig langar að skrifa Hannesi kveðju- og þakkarbréf fyrir allt sem hann var mér. Kæri vinur. Mikið hrikalega er erfitt að setjast niður og skrifa hinstu kveðju til þín en ég veit að þú virðir við mig þessa tilraun til að þakka þér fyrir þá traustu samfylgd sem ég naut með þér og þá ríku vin- áttu sem þú veittir mér allt frá því við hittumst fyrst. Þótt ég hafi vitað hversu mikið þú varst veikur þá bjóst ég ekki við því að fá hringingu strax um að þú værir búinn að kveðja þennan heim. Viku áður en þú kvaddir talaði ég við þig í síma þegar þú varst í Neskaupstað og þá varstu nú alveg viss um að fara að komast heim því eins og þú orðaðir það þá væri þar best að vera og besta lækn- ingin. Þið elsku pabbi minn voruð búnir að liggja tvisvar saman í Nes- kaupstað og þótti mér voða vænt um HANNES BJÖRGVINSSON ✝ Hannes Björg-vinsson fæddist á Skriðu í Breiðdal 12. nóvember 1925. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 5. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Heydala- kirkju 11. nóvem- ber. að hafa ykkur saman, þótt auðvitað hefði ég viljað hafa ykkur bara heima hressa. En það var styrkur fyrir mig að hafa þig hjá pabba mínum sem ég elska af öllu hjarta. Og, elsku Hannes, ef þú bara vissir hvað þú átt stóran stað í mínu hjarta, þú og elsku Stína mín sem stóð þér við hlið eins og klettur allan tím- ann. Já, elsku vinur, það eru forréttindi að eignast svona góða konu eins og þú áttir sem er með hjarta úr gulli. Og ég lofa þér því að hugsað verður vel um hana, þið eigið stóran hóp af yndislegum börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum, svo rík eruð þið, og munu þau öll sjá vel um hana. Og ég var búin að lofa því að hún missi mig aldrei og það skal ég sko standa við með ánægju og gera allt fyrir hana. Alveg frá því við Brynjar slitum sambandi létuð þið mig alltaf vita að ykkur þætti vænt um mig og létuð mér líða vel í návist ykkar. Það er mér minnisstætt þegar ég heimsótti þig og pabba í Neskaup- stað í sumar með Jón Aðalstein litla, þá varstu svo kátur að sjá mig eða Röggu þína eins og þú kallaðir mig þá. Og man ég hvað það snerti mitt litla hjarta þegar ég var að kveðja þig, þá tókstu utan um okkur Nonna og fórst að gráta. Þótt það sé ekkert fallegt að segja að það hafi verið gott að sjá þig gráta snerti það mig mikið að vita það að þessi tár komu svo innilega frá hjartanu þínu, því orð- margur varstu aldrei. Svo heimsótti ég þig á sjúkrahúsið á Egilsstöðum í vetur og þá áttum við yndislega stund saman. Allan þann tíma sem ég var hjá þér hélstu utan um mig. Svo löbbuðum við saman niður í mat- sal og þú slepptir mér ekki einu sinni þegar þú varst að borða, passaðir vel upp á Röggu þína. Svo þegar hjúkk- urnar voru alltaf að koma og spyrja þig hvort ég væri barnabarn þitt þá sagðirðu alltaf: „Ég á þessa bara,“ og hlóst svo. Sárt að vita að það hafi verið síðasta knúsið sem ég fékk frá þér en ég á alltaf minningarnar um þau. Þegar þú kvaddir þennan heim var vika í 80 ára afmælið þitt og veit ég að þú heldur upp á það í nýja heiminum og vonandi býður þú Nonna bróður í afmælið. Ég vil enda þetta bréf á þessu ljóði sem mér finnst svo fallegt og segir ljóðið allt sem segja þarf: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem ég átti með þér og ég veit að þér líður vel núna, það verðum við að hugsa um, við sem kveðjum þig hér með stórt sár í hjartanu. Elsku Stína mín, þú ert með fal- legasta hjarta í heimi og var Hannes svo heppinn að hafa þig sér við hlið, þú hefur misst mikið og mun tíminn græða þau sár með tímanum. Elsku Skúli, Malla, Hrefna, Fanney, Krist- ín, Stefanía, Hrafnkell, barnabörn, barnabarnabörn og vinir, ég bið guð að blessa ykkur og hjálpa ykkur yfir missinn. Minning um góðan mann, pabba, afa, langafa og vin, mun ávallt vera í hjarta okkar. Takk, elsku Hannes, fyrir mig og guð blessi þig, elsku vinur. Þín Ragnhildur Sveina. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is GUÐNÝ JÓHANNA ÓSKARSDÓTTIR, Birkimel 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Vandamenn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Dalalandi 1, Reykjavík, sem lést laugardaginn 12. nóvember, verður jarð- sungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 18. nóv- ember kl. 15.00. Gróa Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Ásdís Magnúsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Svava Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓSEFSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Tómasarhaga 44, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 9. nóvember, verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju, Austur-Eyjafjöllum, laugar- daginn 19. nóvember kl. 13.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SÓLVEIG BJÖRNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Kirkjuvegi 5, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 14.00. Sveindís Hansdóttir, Gunnar Bjarnason, Brynjar Hansson, Sumarrós Fjóla Hansdóttir, Jón Júlíusson, Vigdís Kristjánsdóttir, Bára Hansdóttir, Guðmundur Pétursson, Danelíus Hansson, Gunný J. Henrýsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS EIRÍKSSONAR, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki bráða- móttöku Landspítalans við Hringbraut. Hjördís Halldórsdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Eiríkur Björnsson, Matthildur Bára Stefánsdóttir, Birgir Björnsson, Björk Alfreðsdóttir, Anna Björnsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, GUNNARS SIGURGEIRSSONAR, Austurvegi 5, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar. Sigurrós Benediktsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Sigurrós Ragnarsdóttir, Gunnar Ólafur Ragnarsson. Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, bróður, mágs og frænda, SKÚLA JÓNSSONAR bónda á Selalæk. Sérstakar þakkir fær heimahlynning krabbameins- sjúkra og starfsfólk Landspítala á deild 13D. Aðalheiður Finnbogadóttir og fjölskylda, Eygló Jónsdóttir, Bragi Haraldsson, Egill Jónsson, Helena Weihe, Sjöfn Guðmundsdóttir, Svanborg Jónsdóttir, Sæmundur Ágústsson, Bjarni Jónsson, Kristín Bragadóttir, Bjarnveig Jónsdóttir, Ármann Ólafsson, Bára Jónsdóttir, Árni Þór Guðmundsson, Þórir Jónsson, Guðný Sigurðardóttir, Viðar Jónsson, Jóna Árnadóttir, Guðjón Egilsson og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, besti vinur og móðir okkar, CARLA PIZARRO FERNADEZ, lést sunnudaginn 13. nóvember. Símon Jóhann Bragason, Sóldís Rós Símonardóttir, Veronica Alexandra Símonardóttir, Rafael Róbert Símonarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.