Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Biskup Íslands auglýsir
laust til umsóknar
embætti sóknarprests í
Hallgrímsprestakalli
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Embættið veitist frá 1. febrúar 2006.
Embættið er afar krefjandi í stórri sókn. Sóknar-
presturinn gegnir mikilvægu hlutverki sem
hirðir safnaðarins og leiðtogi í stórum hópi
samstarfsfólks. Helgihald og predikun er einn
veigamesti þáttur í starfi sóknarprestsins. Sam-
starf á sviði lista og menningar er og snar þátt-
ur í starfinu. Því er lögð rík áhersla á víðtæka
reynslu af kirkjulegu starfi, færni í prédikun
og helgiþjónustu, leiðtogahæfileika og sam-
starfsvilja.
Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknar-
presta til fimm ára. Óskað er eftir því að um-
sækjendur geri skriflega grein fyrir menntun
sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir
að taka fram.
Umsóknarfrestur rennur út 15. desember 2005.
Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups-
stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar um embættið, starfs-
kjör, helstu lög og reglur sem um starfið gilda,
eru veittar á Biskupsstofu, s. 535 1500.
Sjá ennfremur vef Þjóðkirkjunnar,
www.kirkjan.is/biskupsstofa.
F.h.b.
Þorvaldur Karl Helgason
Raðauglýsingar 569 1100
Kennsla
Menntaskólinn
við Hamrahlíð
www.mh.is
Stöðupróf í desember
2005
Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins
verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð
sem hér segir:
Föstudaginn 2. desember kl. 18:00
Spænska (SPÆ103 - 403)
Laugardaginn 3. desember kl. 10:00
Norska (NOR103 - 203)
og sænska (SÆN103 - 203)
Mánudaginn 5. desember kl. 18:00
Danska (DAN103 - 203)
Þriðjudaginn 6. desember kl. 18:00
Ítalska (ÍTA103 - 403)
Fimmtudaginn 8. desember kl. 18:00
Franska (FRA103 - 403)
Föstudaginn 9. desember kl. 16:00
Enska (ENS103 - 303)
Þriðjudaginn 13. desember kl. 18:00
Þýska (ÞÝS103 - 403)
Miðvikudaginn 14. desember kl. 18.00
Stærðfræði (STÆ103, STÆ203 og STÆ263)
Skráð er í stöðupróf á skrifstofu skólans í síma
595 5200.
Prófgjald, kr. 3.500 á hvert próf, greiðist hálf-
tíma fyrir prófið.
Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu.
Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er tekið fram,
að þessi próf séu ætluð þeim, sem búa yfir
þekkingu og reynslu sem ekki hefur verið aflað
með hefðbundnum hætti í skóla. Að gefnu til-
efni skal tekið fram, að fyrir liggur álit mennta-
málaráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki
nota sem upptektarpróf fyrir nemendur sem
fallið hafa á annar- eða bekkjarprófi.
Rektor.
Listmunir
Listmunir
Erum að taka á móti verkum
á næsta listmunauppboð
sem verður 4. desember.
Fyrir viðskiptavini okkar
leitum við að góðum verkum
eftir Þorvald Skúlason,
Gunnlaug Scheving, Gunn-
laug Blöndal, Kristínu Jónsdóttur, Þórarin
B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Mugg,
Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur
og Svavar Guðnason.
Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14, sími 551 0400.
Til sölu
Hvalur hf. — hlutabréf
Tilboð óskast í hlutabréf í Hval hf. með fyrir-
vara um forkaupsrétt félagsins og hluthafa.
Síðasta kaupgengi sem vitað er um var
55,22 falt nafnverð miðað við staðgreiðslu.
Tilboð sendist til augldeildar Morgunblaðsins
eða í box@mbl.is, merkt: „H — 17883.“
Tilkynningar
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum,
er hér með auglýst tillaga að breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík.
Reitur 1.152.3, Skuggahverfi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit
1.152.3, Skuggahverfi, sem afmarkast af Skúla-
götu, Frakkastíg, Lindargötu og Vatnsstíg.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a að turnbygging á
miðju skipulagssvæðinu og lágbyggingar
norðan við turnbyggingar við Lindargötu eru
felldar niður, jafnframt er lágbygging milli
hábygginga við Lindargötu felld niður og
vestari hábygging færð til austur. Það bygg-
ingarmagn sem bundið var í ofangreindum
lágbyggingum verður flutt yfir í hábyggingar
við Skúlagötu og Lindargötu. Einnig verður
felld niður tenging lágbyggingar við turn við
Vatnsstíg og verður byggingin því stakstæð.
Byggingarmagn verður aukið um 1250 m2,
byggingarmagn bílgeymslu aukið um 4000 m2
og aðkomu að bílgeymslum og akstursleiðum
innan lóðar verður breytt.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
8:20 – 16:15, frá 16. nóvember til og með 28.
desember 2005. Einnig má sjá tillöguna á
heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru
þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum
og athugasemdum við tillöguna skal skila
skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til
skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu-
lagsfulltrúa) eigi síðar en 28. desember 2005.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 16. nóvember 2005
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Rangárþing eystra
auglýsir ný og breytt deiluskipulög
í Rangárþingi eystra
Í samræmi við Skipulags- og byggingarlög
númer 73/1997 grein 25. auglýsir sveitar-
stjórn Rangárþings eystra hér með tvö ný
deiliskipulög, og breytingu á tveimur eldri
deiliskipulögum.
1. Deiliskipulag miðbæjarins á Hvolsvelli.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag miðbæjarins
á Hvolsvelli. Mörk deiliskipulagsins afmarkast
af Hvolsvegi, Vallarbraut, Hlíðarvegi og vestan
við Austurveg. Einnig eru inni á skipulaginu
svokölluð veghlið inn á Hvolsvöll beggja
vegna, þ.e. norðvestan við Björkina og í rétt
suður fyrir gamla Vegagerðarhúsið. Markmið
veghliða er að hægja á umferð gegnum Hvols-
völl, auk þess að greiða fyrir allri umferð gegn-
um miðbæinn. Þá er og einnig gert ráð fyrir
íbúðarhúsnæði, þ.e. parhúsum, raðhúsum og
fjölbýlishúsum upp á allt að 4 hæðir. Gert ráð
fyrir verslunar- og þjónustuhúsum á jarðhæð
auk íbúða þar fyrir ofan. Einnig er gert ráð fyrir
lóð fyrir stofnanir. Deiliskipulagið var samþykkt
á fundi skipulags- og byggingarnefndar
13. september sl. og staðfest á fundi sveitar-
stjórnar þann 13. október sl.
2. Lambalækur - breyting á eldra deili-
skipulagi. Um er að ræða stækkun svæðis
um 9,7 ha og leyfi til að byggja á 3 nýjum
lóðum. Skipulags- og byggingarnefnd
samþykkti breytinguna 13. september sl. og
staðfest í sveitarstjórn Rangárþings eystra
13. október sl. Eldra gildandi deiliskipulag var
staðfest í maí árið 2000.
3. Deiliskipulag frístundabyggðar í Langa-
nesi 3. áfangi. Um er að ræða stækkun á nú-
verandi svæði frístundabyggðar, þ.e. 12 nýjar
lóðir, hver um sig tæpur 1,0 ha að stærð.
Lóðirnar eru norðan við núverandi frístunda-
byggð og í boga með Eystri Rangá. Deiliskipu-
lagið var samþykkt í skipulags- og byggingar-
nefnd 13. september sl. og í sveitarstjórn 13.
október.
4. Deiliskipulag frístunda- og ferðaþjón-
ustusvæðis að Hellishólum í Fljótshlíð.
Um er að ræða eftirfarandi breytingar: Gisti-
skálum fækkar en á móti er fjölgun á frístunda-
lóðum. Nýr byggingarreitur fyrir nýja veit-
ingaþjónustu á Lambhúshól og færslu á bygg-
ingarreit þjónustuhúss ferðamanna innan
Lambhúslautar. Deiliskipulagið var samþykkt
í skipulags- og byggingarnefnd 1. nóvember
sl. og í byggðarráði 3. nóvember sl.
Deiliskipulagsuppdrættir liggja frammi á skrif-
stofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16,
Hvolsvelli, frá 16. nóvember til og með
14. desember nk.
Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 föstudaginn
28. desember 2005.
Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila
skriflega á skrifstofu Rangárþings eystra fyrir
lok ofangreinds frests.
Þeir, sem ekki gera athugasemd við tillöguna
innan ofangreinds frests, teljast samþykkir
henni.
Ath.: Athugasemdir skulu berast skriflega.
F.h. Rangárþings eystra,
Hvolsvelli, 11. nóvember 2005,
Rúnar Guðmundsson,
skipulags og byggingarfulltrúi
Rangárþings eystra.
Atvinnuauglýsingar • augl@mbl.is