Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kaupmannahöfn. AFP. | Þingkosningar fóru fram í Grænlandi í gær og bentu skoðanakannanir til, að Lýðræðis- flokkurinn, sem er hægra megin við miðju, yrði sigurvegari kosninganna. Að þessu sinni er áherslan ekki á kröfuna um fullt sjálfstæði eins og var í kosningunum 2002, heldur á þau miklu, félagslegu vandamál, sem hrjá grænlenskt samfélag. Þar ber hæst drykkjuskapinn og afleiðingar hans fyrir börnin. Grænlendingar eru um 57.000 talsins og þar af eru inúítar, frum- byggjar landsins, um 50.000. Á kjör- skrá voru 39.000 manns og frambjóð- endur, sem kepptu um 31 sæti á Landsþinginu, voru 223. Í kosningunum fyrir þremur árum voru sjálfstæðismálin efst á baugi en nú hefur þeim verið vikið til hliðar, að minnsta kosti að sinni. Segja fréttaskýrendur ástæðuna einfald- lega þá, að stjórnmálamennirnir komist ekki hjá því að ræða það, sem helst brenni á grænlensku þjóðinni, áfengis- og fíkniefnavandann. Hann er gífurlegur og birtist meðal annars í því, að fjöldi barna má heita mun- aðarlaus af hans sökum. Þá eru lang- ir biðlistar á sjúkrahúsum einnig mikið deilumál. Á milli draums og veruleika Preben Lang, einn frambjóðenda Lýðræðisflokksins, sem dönskumæl- andi Grænlendingar halla sér eink- um að, segir, að Grænlendingar séu staddir einhvers staðar mitt á milli draums og veruleika. Þá dreymi um sjálfstæði en vandamálin blasi við hvert sem litið er. Meðal annars áfengisvandinn og ekki síður hitt, að þá skorti þá menntun og kunnáttu, sem er grundvöllur hvers sjálfstæðs ríkis. „Við verðum að þjálfa vinnuaflið, sem nú er að mestu menntunarlaust, og bæta skólakerfið. Við verðum að hvetja ungt fólk til dáða svo það geti tekist á við verkefnin í síbreytilegum heimi,“ segir Lang í grein, sem hann skrifaði í dagblaðið GrønlandsPost- en. Að fráfarandi stjórn standa tveir flokkar, Siumut, jafnaðarmenn, og vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit. Slitnaði upp úr samstarfinu í sept- ember síðastliðnum þegar þeir gátu ekki komið sér saman um fjárlög næsta árs. Siumut utan stjórnar? Síðustu skoðanakannanir bentu til, að Siumut undir forystu Hans Enoksens héldi stöðu sinni sem stærsti flokkurinn en tapaði nokkru fylgi, fengi 28,3% í stað 29,2% í kosn- ingunum 2002. Lýðræðisflokknum, sem rokkstjarnan Per Berthelsen leiðir, er hins vegar spáð miklum sigri og fái nú 25,8% atkvæða á móti 16,3% í síðustu kosningum. Gangi það eftir er hugsanlegt að Siumut verði ekki innanbúðar í landsstjórn- inni á næsta kjörtímabíli í fyrsta sinn í 26 ár. Áfengisvandinn eitt helsta kosningamálið Á Grænlandi var ekki tekist á um sjálfstæðismálin, heldur afleiðingar drykkjuskapar, einkum fyrir börnin ÁSTRALSKIR launþegar taka þátt í mótmælum í borginni Melbourne gegn lagafrumvarpi stjórnar Johns Howards forsætisráðherra um at- vinnumál. Áströlsk verkalýðssamtök sögðu að um hálf milljón manna hefði tek- ið þátt í mótmælagöngum gegn frumvarpinu í gær, þar af um 150.000 í Melbourne og yfir 40.000 í Sydney. Samtökin sögðu þetta fjöl- mennustu mótmæli í sögu Ástralíu. Kim Beazley, leiðtogi Verka- mannaflokksins, stærsta stjórnar- andstöðuflokksins, spáði því að lagafrumvarpið yrði hægristjórn Howards að falli. Hann kvaðst ætla að afnema lögin kæmist flokkur hans til valda. Frumvarpið dregur úr áhrifum verkalýðshreyfingarinnar og verð- ur til þess að vinnustaðasamningar fá meira vægi. Stjórnin segir að markmiðið sé að fjölga störfum og blása nýju lífi í efnahaginn en stjórnarandstaðan segir aftur á móti að frumvarpið verði meðal annars til þess að laun lækki og frí- dögum fækki. Neðri deild ástralska þingsins samþykkti frumvarpið í vikunni sem leið og gert er ráð fyrir því að efri deildin afgreiða það síðar í mánuðinum. Reuters Fjölmennustu mótmæli í sögu Ástralíu Bagdad. AP. | Ibrahim al-Jaafari, for- sætisráðherra Íraks, sagði í gær að 173 vannærðir fangar hefðu fundist í leynilegu fangelsi innanríkisráðu- neytisins í Bagdad og að minnsta kosti nokkrir fanganna bæru þess merki að hafa verið pyntaðir. Leið- togi stærsta flokks íraskra súnní- araba sagði að fangarnir væru allir súnnítar og að íraska stjórnin, sem er undir forystu sjíta, hefðu áður virt að vettugi ásakanir um að fangar hefðu verið pyntaðir. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagði að banda- rískir hermenn hefðu ráðist inn í fangelsisbyggingu í Bagdad á sunnu- daginn var vegna gruns um að ekki væri allt með felldu þar. Forsætisráðherrann sagði að rannsókn væri hafin á því hvort starfsmenn innanríkisráðuneytisins hefðu pyntað fanga sem handteknir voru í aðgerðum gegn uppreisnar- mönnum. „Mér var skýrt frá því að 173 fang- ar hefðu fundist í fangelsi innanrík- isráðuneytisins og að þeir virtust vannærðir. Sagt er líka að þeir hafi verið pyntaðir með einhverjum hætti,“ sagði al-Jaafari. Hann bætti við að fangarnir hefðu verið fluttir á betri stað og fengju aðhlynningu lækna. Sættu hundruð fanga pyntingum? Mohsen Abdul-Hamid, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks súnní- araba, Íslamska flokksins, sagðist sjálfur hafa rætt við embættismenn írösku stjórnarinnar, meðal annars forsætisráðherrann, og kvartað yfir pyntingum í fangelsum innanríkis- ráðuneytisins. Embættismennirnir hefðu hins vegar alltaf virt kvartanir hans að vettugi. Innanríkisráðuneytið er undir stjórn sjíta. Leiðtogar súnní-araba hafa sakað öryggissveitir ráðuneyt- isins um að hafa tekið til fanga hundruð súnníta, pyntað þá og drep- ið. Mannréttindasamtökin Amnestry International fögnuðu þeirri ákvörð- un al-Jaafaris að fyrirskipa rann- sókn á málinu. Samtökin hvöttu for- sætisráðherrann til að láta rannsaka allar ásakanir um pyntingar í fang- elsum landsins. Íraskar öryggissveitir sakaðar um pyntingar Yfir 170 vannærðir fangar hafa fundist í leynilegu fangelsi í Bagdad Karlsruhe. AFP. | Matthias Platzeck var í gær kjörinn formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD). Platzeck, sem er 51 árs, tekur við embættinu af Franz Müntefering, sem sagði af sér í liðnum mánuði eftir mikla ólgu innan flokksins. Platzeck hlaut 99,4% greiddra at- kvæða á þingi SPD í Karlsruhe og gantaðist hann með að sú niður- staða væri í anda þess sem ein- kennt hefði stjórnmál í Austur- Þýskalandi er kommúnistar réðu þar ríkjum. Sjálfur er hann frá austurhlutanum. Platzeck er forsætisráðherra Brandenburg og háttar því þá þannig til í þýskum stjórnmálum að formenn beggja stóru flokkanna í þýskum stórnmálum koma úr aust- urhlutanum. Formaðurinn nýi hef- ur löngum verið dyggur stuðnings- maður Gerhards Schröders fráfarandi kanslara. Reuters Matthias Platzeck fagnar eftir að hann var kjörinn formaður SPD í gær. Nýr formaður SPD Tel Aviv. AFP. | Omri Sharon, sonur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, hefur játað sig sekan um að hafa falsað vitnisburði og skjöl í sam- bandi við kosningabaráttu föður síns 1999. Þá sóttist faðir hans eftir leiðtogaembætt- inu í Likud- flokknum og hreppti það. Omri hefur ekki enn verið dæmdur en játn- ingin þýðir, að hann verður að segja af sér þing- mennsku. Geta brotin varðað sjö ára fangelsi en búist er þó við, að dóm- urinn verði öllu vægari. Ariel Sharon var einnig yfirheyrð- ur en hann kvaðst ekkert um fjáröfl- unaraðferðirnar hafa vitað, þær hefðu alfarið verið á hendi sonar síns. Mörg spillingarmál hafa komið upp í stjórn Sharons á síðustu árum og í skýrslu ísraelska ríkisendur- skoðandans frá því í maí er varað við því, að spillingin sé farin að ógna inn- viðum ríkisins. Segir þar, að hún sé hættulegri en nokkur önnur ógn við Ísraelsríki. Sonur Sharons játar sekt Omri Sharon UM 80 íbúðir skemmdust eða eyðilögðust í bruna í blokka- samstæðu í Amager í Kaup- mannahöfn í fyrrakvöld. Um 200 íbúar í átta stiga- göngum voru fluttir úr fjöl- býlishúsunum og dvöldu á hót- elum. Aðeins einn maður slasaðist og talið er að eldurinn hafi kviknað í íbúð hans. Elds- upptök voru þó enn ókunn í gær, að sögn danskra fjölmiðla sem sögðu þetta einn mesta eldsvoða í Kaupmannahöfn á síðustu árum. Slökkvistarfið gekk erfiðlega í fyrstu vegna mikils vinds en slökkviliðinu tókst þó að hefta útbreiðslu eldsins. Óttast var að veggur eins fjölbýlishúsanna myndi hrynja, að sögn frétta- vefjar Jyllands-Posten. Stórbruni í Kaup- mannahöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.