Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 4
4 Jólablað Morgunblaðsins 2005 TORFI Ólafsson gerðist kaþólikki 1953 og las ritninguna fyrir páfa, Jó- hannes Pál II, þegar hann hélt guðsþjónustu utan dyra á Þingvöll- um á sínum tíma. En hvernig í ósköpunum verða menn kaþólikkar á Íslandi? Og hvernig halda þeir upp á jólin? „Já, það er nú nefnilega það,“ seg- ir Torfi. „Ætli það hafi ekki verið vegna þess að faðir minn var mjög trúaður og fylgdi hinni gömlu guð- fræði, eins og sagt var. Ég man eftir því að ég sá hann signa sig úti á hlaðvarpanum áður en hann hélt til verka, og það hafði mikil áhrif á mig.“ Leitandi sál Á bernskuárum Torfa voru hús- lestrar á vetrarkvöldum og trúin var alltaf nálæg þar sem móðir hans var organisti í kirkjunni á Rauðasandi og faðir hans var einlægur kirkju- gestur. „Ég fermdist hjá séra Þorsteini Kristjánssyni, en eftir ferminguna fór með mig eins og svo marga aðra unglinga, ég sneri baki við öllu sem heitir kirkja og trú.“ Árið 1941 var Torfi kominn til Reykjavíkur og fór að snuðra svolít- ið í kirkjum, eins og hann kallar það sjálfur. „Ég fór að kynna mér málin og heimsótti meðal annars aðventist- ana, hvítasunnufólkið og guðspeki- félagsmenn. Og þá var kaþólska kirkjan ein eftir, en þangað fór ég einn dag til morgunmessu. Ég var svo heppinn að hitta gamlan vin minn, Sæmund Vigfússon, sem seinna varð prestur í Landakots- kirkju. Hann spurði hvort ég vildi hitta einhvern af prestunum og ég svaraði því játandi.“ Þannig varð það að Torfi og öll fjölskylda hans gekk kaþólskum sið á hönd árið 1953 og þau hafa öll haldið fast við þann sið æ síðan. Jólajatan alls staðar Í löndum kaþólikka er hvergi jólatré að sjá inni í hýbýlum, enda kalla rétttrúaðir kaþólikkar lút- erstrú „tannenbaum-religion“ eða grenitréstrú. Andúð gegn trédýrkun er af gömlum meiði, en heiðnir ætt- flokkar germana trúðu oft á tré og kristnir trúboðar töldu það sér ein- att til ágætis að hafa brennt eða eyðilagt heilög tré og lundi heiðinna manna. „Það sem alls staðar er vanalegt hjá kaþólikkum er að hafa jötuna með nýfæddu jesúbarninu og for- eldrum þess, sauðum, hirðingjum og vitringum. Það er meira að segja farið að selja jólajötur í Hagkaupum og öðrum verslunum hér heima.“ Jólafastan, eða aðventan, er líka upprunalega kaþólskt fyrirbæri. Torfi man eftir því að bannað var að borða kjöt á föstudögum alla að- ventuna. „Það var verið að leggja að mönn- um að leggja eitthvað á sig, að hjálpa öðrum í aðventutíðinni. Sagt var að maður gæti sleppt einni kjöt- máltíð í hverri viku og notað heldur peningana til einhverrar líkn- arstarfsemi. En þetta er engin skylda núna, þetta er bara eins kon- ar uppörvun til að fólk geri eitthvað gott á jólaföstunni.“ Góður og vandaður matur Engin boð eða bönn eru til í kaþ- ólskum sið um hvaða mat borða eigi á jólum. En þó eru allir á einu máli um að það skuli vera góður matur og vandað til hans eins og best verð- ur á kosið. „Við borðuðum venjulega klukkan sex, en einhvern veginn hefur þetta dregist og nú er oft borðað seinna um kvöldið. En svo förum við til há- messu um miðnætti og þar er kannski munurinn mestur á okkur og lútersmönnum. Á jóladag eru ekki allir jafn vel upplagðir eftir að hafa verið í kirkjunni langt fram á nótt, og stundum í kaffi í safn- aðarheimilunum á eftir.“ Kaffiboðin eftir hámessu eru reyndar algengari á páskum og þá koma oft erlendir ferðamenn eða kaþólskir Íslendingar sem búa er- lendis í heimsókn. „Við töluðum um þetta í söfn- uðinum og það varð úr að við héld- um slík kaffiboð. Við héldum að eng- inn myndi koma, en annað kom í ljós. Þetta er félagslega mikilvægt og margir hafa gaman af því að koma og spjalla svolítið óformlega við aðra meðlimi safnaðarins.“ Jól að kaþólskum sið Það er ekki gengið kringum jólatréð á aðfangadag hjá kaþ- ólskum fjölskyldum, en um miðnætti mæta þær til hámessu. Torfi Ólafsson hefur verið kaþólikki frá 1953. Miðnæturmessa á að- fangadagskvöldi er jólahefð og fastur liður á jólunum hans. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólajata kemur í stað jólatrés hjá kaþólikkum. HRAFNHILDUR Guðmundsdóttir kennir frönsku í Verslunarskól- anum og brást vel við þegar Jóla- blaðið heimsótti hana í leit sinni að góðum jóladesert. Hún valdi að sjálfsögðu franskan efttirrétt og hvað er franskara en Créme brûl- ée? „Þetta er reyndar ekki hinn hefðbundni Crème brûlée sem er meira eins og vanillubúðingur með brenndri sykurskorpu, þessi útgáfa er léttari og frísklegri og hentar ákaflega vel á eftir þungum og miklum jólamáltíðum. Þetta er eig- inlega svindl-brûlée,“ segir Hrafn- hildur og bendir líka á að fyrir þessa útgáfu af eftirréttinum sé ekki nauðsynlegt að eiga gas- brennara (logsuðutæki fyrir kokka) en óneitanlega sé það skemmtilegra. Það á að brenna sykurinn þannig að hann verði eins og karamella. Það góða við þenn- an eftirrétt er að hann er fljótlegur og það er hægt að gera hann með fyrirvara og eiga síðan tilbúinn inni í ísskáp til að spara amstur þegar stórmáltíðir eru undirbúnar. „Sam- kvæmt uppskriftinni á að nota Grand Marnier-appelsínulíkjör sem má líka sleppa en ég hef bæði not- að koníak og Benedictine-líkjör.“ Crème brûlée með jarðarberjum fyrir sex: 250 g jarðarber 2 msk Grand Marnier eða Kirsch (má sleppa) 1 peli rjómi – þeyttur 125 g púðursykur Dreifið jarðarberjunum í 6 litlar skál- ar eða eina stóra og hellið líkjörnum yfir. Setjið þeytta rjómann yfir og sléttið yfirborðið. Breiðið yfir og lok- ið vandlega. Setjið í frysti í 30 mín- útur. Stráið púðursykrinum yfir og setjið í 1–2 mínútur undir grillið í ofninum eða notið gasbrennara. Sykurinn á að bráðna. Kælið og ber- ið fram. Bon appétit. Franskur jóladesert Mæðgurnar Hrafnhildur og Aðalheiður hjálpast að við að skreyta jóladesertinn sem er að sjálfsögðu ættaður frá Frakklandi. Jólagjöfin flín - vandaðar vörur á frábæru verði SÓSUKANNA einnig fyrir osta - og súkkulaðifondue. PRÝÐIR ELDHÚSIÐ Verð kr: 5.950.- RAUÐVÍNS KARAFLA Verð kr: 3.950.- HITAPLATTI Verð kr: 1.500.- HNÍFAPARATÖSKUR Verð frá kr: 8.990.- MATAR- & KAFFISTELL - mikið úrval - gott verð f/12manns 72stk 10 teg. SWAROVSKI skartgripir Verð frá kr: 3.990.- SÆNGURFÖT 20 teg. Verð frá kr: 1.995.- RÚMTEPPI margar gerðir Verð frá kr: 4.990.- H E I M S Þ E K K T U S K A RT G R I P I R N I R MAXIMA 18 kristalsglös Verð kr: 4.990.- FALLEGT JÓLASKRAUT í gjafapakka. 12 TEG. Verð kr: 1.250.- stk. pískari & ausa fylgja ERUM FLUTT ÚR FAXAFENI Í KRINGLUNA KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.