Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 48
HVORKI veður né tónlistarval verslana gefur til kynna að hátíð ljóss og friðar sé að nálgast í Skot- landi fyrr en í lok nóvember. Þá er líka lítill ef nokkur snjór sjáanlegur, en þeim mun naprara frostið. Marg- víslegar jólaskreytingar prýða bæ- inn allan og verslunareigendur aug- lýsa grimmt eftir jólastarfsfólki með því að setja miða í glugga verslana sinna. Jólin í Skotlandi eru haldin hátíðleg 25. og 26. desember, Christmas Day og Boxing Day, og þó Skotar hafi einum degi lengur en Íslendingar til undirbúnings setja sömu jólapakkakapphlaup og mat- arinnkaup svip sinn á aðdraganda jóla hér sem heima. Jólahald hér í Skotlandi er með frjálsara sniði en margur á að venj- ast á Íslandi, þá aðallega hvað varð- ar val landsmanna á jólamat sem og öðru sem hægt er að flokka undir hefðir. Þó venjur hverrar fjölskyldu fyrir sig ráði því hvaða matur er á borðum þykir mér forvitnilegt hve algengt er að fólk prufi nýja rétti með reglulegu millibili frekar en að festast í hefðum, og er engum sér- stökum réttum otað að neytendum í formi auglýsinga. Eftir því sem ég kemst næst er matarstefna Skota um jólin einfaldlega þessi: borða og drekka fínna en vanalega, hvað sem það nú kann að vera. Samt er núorð- ið meira um að fólk borði kalkún, gæs eða önd um jólin, þ.e.a.s. mat sem áður var talinn sérlega enskur jólamatur, og er kalkúninn töluvert auglýstur. Af jólaréttum sem að- allega eru framreiddir í Skotlandi má samt nefna Scotch Broth, kjöt- súpu þeirra Skota, sem oft er höfð í forrétt, og hreindýrakjötsrétti, en þeir þykja sérlega skoskir og voru eitt sinn það kjötmeti sem fína fólkið kaus að hafa á borðum um jólin, enda passaði sá matur inn í þeirra stéttbundnu skoðanir um hvað væri viðeigandi og hátíðlegt. Lax þykir líka fínasti jólamatur, þó með því skilyrði að hann sé veiddur í há- landaá. Rækjukokkteill í forrétt Rækjukokkteill er vinsæll for- réttur og hefur lengi verið, og drykkir eins og heit og hlýjandi skosk glögg og þungir ávaxtaeft- irréttir eins og mince meat pies (lítil kaka aðallega úr þurrkuðum ávöxt- um, borðist með ís eða rjóma) og jólakökur sem líka eru úr þurrk- uðum ávöxtum. (ég hef aldrei getað vanist þessum þungu, matarmiklu og nokkuð röku kökum en flestir hér borða þær með bestu lyst) eru enn á flestra borðum. Trifle er nammigóð- ur og léttur eftirréttur og telst líka sérdeilis skoskur, mikið borðaður allt árið um kring en í sparilegri út- gáfum um jólin. Þá býr fólk gjarna til búðing og kökur sem eru uppi- staðan í Trifle, frekar en að kaupa efni tilbúið til samsetningar. „Jólasprengjur“ ómissandi Meðlæti spilar stóra rullu í skosku jólaborðhaldi; enginn minn- ist á jólakalkún án þess að telja sér- staklega til hvað borið skal fram með honum: innbakaðar litlar beik- onvafðar pylsur, rósakál, fylling og trönuberjasulta eða -sósa. Malt og appelsín eiga Skotar ekkert, en þeir komast af án þess og velur hvert heimili sér drykki við hæfi. „Jóla- sprengjur“, Christmas crackers, eru hins vegar ómissandi með jólamatn- um, þó óætar séu, en áður en mál- tíðin hefst er algjört „möst“ að slíta sprengjurnar í sundur við annan mann, setja á sig kórónuna og kíkja á annað dót sem dettur úr sprengj- unni, og síðast en ekki síst lesa skrítnu málshættina eða brand- arana sem fylgja með. Hreindýrakássa Hráefni: 450 g magurt hreindýrakjöt 450 g feitt beikon 30 g smjör 450 g gulrætur 1 sellerístöngull 1 stór laukur appelsínubörkur af einni appelsínu 4 dl mjólk ögn af hveiti 2 msk viskí 1,5 dl rjómi salt pipar örlítið timían Skerið 450 g af fitulitlu hreindýrakjöti í strimla. Skerið fituna af 450 g af beik- oni og hendið fitunni. Setjið 30 g af smjöri á djúpa pönnu eða jafnvel pott, og brúnið allt kjötið yfir háum hita. Bætið salti og pipar við eft- ir smekk. Sneiðið 450 g af gulrótum, 1 sell- erístöngul og 1 stóran lauk í með- alstóra bita. Gulræturnar má skera í litla bita. Rífið börk af einni appelsínu. Bætið grænmetinu og berkinum við kjötið. Setjið rétt rúma 4 dl af mjólk út í, rétt svo það hylji kjötið. Bætið örlitlu timí- an út í og setjið lok á pönnuna. Látið krauma í tvo klukkutíma þangað til hreindýrakjötið er orðið meyrt. Fjarlægið kjötið og grænmetið og setj- ið það í ofnfast mót. Blandið pínu hveiti við vökvann til að gera hann þykkari, og bætið síðan 2 skeiðum af viskí og 1,5 dl af rjóma út í. Hitið varlega þar til vökvinn er þykkur og kekkjalaus. Hellið yfir kjötið og grænmetið. Rífið smávegis ost og strá- ið yfir. Brúnið í ofni þar til fer að sjóða. Berið fram með kartöflumús og róf- ustöppu, hvorutveggja með ríflegu af smjöri, söltu ef smekkur leyfir. Skotar festast ekki í hefðum Jólin láta aðeins seinna á sér kræla í Edinborg heldur en Reykjavík, að sögn Steinunnar Bjarkar Pieper, sem þar er bú- sett. Hún segir skoskt jólahald frjálslegra í sniðum en íslenskt. Skotar skreyta götur og stræti ekki síður en aðrir. Edinborg skartar sínu fegursta yfir jólahátíðina. Ljósmynd/Steinunn Björk Skotar bragða gjarnan á glögg, pylsuvafningum og bragðgóðu smjörkexi um og yfir hátíðirnar. Steinunn Björk yljar sér á krydduðu víni á aðventunni. 48 Jólablað Morgunblaðsins 2005 BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Til betri heilsu • Lestu heillaráðin tuttugu • Taktu matargreindarprófið, hvað er mataræðið að gera þér. • Útrýmdu vandamálum tengdum mataræði, svo sem sykursýki. • Bókin sem breytir lífi þínu og kennir þér að þekkja líkama þinn og leggja af. Metsölubók, og ekki að ástæðulausu! 6. sæti Morgunblaðið 17. nóv. Almennt efni 1. PRENTUN UPPSELD 7. sæti Mál og menning, Eymundsson, Penninn Handbækur 9.-15. nóv. Hverfisgötu 6, sími 562 2862 S O K K A B U X U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.