Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 80
80 Jólablað Morgunblaðsins 2005 KÖKUR Margrétar var vinsæl bók hjá íslenskum húsmæðrum á árum áður. Varla var til það heimili sem ekki lumaði á einhverri uppskrift frá Margréti Jónsdóttur sem ritaði bókina en ekki er öll sagan sögð með því, hún bakaði líka kökur og seldi – ekki síst var baksturinn hennar vinsæll fyrir jólin. Margrét E. Jóns- dóttir, fyrrum frétta- maður hjá Rík- isútvarpinu, er dótturdóttir Mar- grétar Jónsdóttur sem gaf út fyrrnefnda bók og var ömmu sinni mjög handgengin, þær bjuggu saman um langt árabil. En hvern- ig var jólahaldið á heimili þar sem stund- aður var heimabakst- ur? „Jólin okkar voru yndisleg en það var vissulega erfiður tími í desember hjá ömmu. Þegar ég man eftir hélt hún alltaf jólin heima hjá foreldrum mínum og ég man eftir henni sof- andi á aðfangadagskvöld með bóka- hrúguna við hliðina á sér, hún las gjarnan dulrænar bækur,“ segir Margrét. „Amma mín Margét Ragnheiður Jónsdóttir fæddist á Dratt- halastöðum í Hjaltastaðaþinghá 1892 – og fæddist í fjárhúsi,“ segir Margrét E. Jónsdóttir er hún rifjar upp feril ömmu sinnar. „Langafi minn Jón Stefánsson var að gera upp bæinn og það tókst ekki fyrir 11. október þegar Mar- grét, yngsta barn hans og konu hans Steinunnar Jónsdóttur fædd- ist. Þau hjónin ætluðu ásamt börn- um og systkinum Steinunnar að flytja til Vesturheims örfáum árum síðar og voru komin niður á Fá- skrúðsfjörð en þá fékk Jón lungna- bólgu og dó. Átti einungis einn kjól Steinunn varð ekkja 37 ára gömul með fjögur börn og treysti sér ekki með systkinum sínum til Ameríku með barnahópinn. Systkini hennar fóru til Kanada um aldamótin 1900 og amma mundi vel eftir brottför þeirra, þá 7 ára gömul, meðal ætt- ingjanna var amma hennar og langa- langamma mín,“ segir Margrét. „Erfiðleikar lang- ömmu voru miklir og hún var í kaupa- mennsku víða á Aust- fjörðum og gat oftast haft Margréti ömmu hjá sér en sjaldan hin börnin, sem komið var fyrir hér og þar og fóru svo fljótt að vinna fyrir sér. Oft var kalt á uppvaxt- arárum ömmu og hún var ein af þeim sem ekki áttu nema einn kjól og varð að vera í rúminu meðan hann var þveginn og þurrkaður. Stundum var amma áUnaósi hjá vinafólki móður sinnar. Það voru góð tímabil í uppvexti hennar. Hjón- in Guðlaug og Jón Scheving á Unaósi voru fósturforeldar Gunn- laugs Scheving listmálara, amma og hann áttu sem sagt sömu fósturfor- eldra og voru náskyld. Nokkur ár var amma með móður sinni á Nesi í Loðmundarfirði. Langamma var ráðskona hjá tveim- ur frændum manns síns, Jónasi og Stefáni, sem bjuggu þar. Þetta voru bestu bernskuár ömmu í Loðmun- arfirði. Henni fannst að vísu frænd- urnir búskussar en þeir áttu þó allt- af fyrningar af heyi. Sjálf var hún bráðger og mynd- arleg, – fluglæs 7 ára gömul og fór þá að læra kverið. Henni gekk mjög vel þá tvo vetur sem hún var í barnaskóla. Var snemma liðtæk til verka Hún varð snemma liðtæk til verka, hún var t.d. mjög eldsækin, einhvern tíma gekk langömmu illa að láta loga hjá sér og hætti við og fór út í fjós, þegar hún kom aftur skíðlogaði hjá krakkanum. Tólf ára tók amma t.d. slátur ein í fyrsta skipti, langamma hafði brugðið sér til Seyðisfjarðar, þá kom þetta nú volgt úr skepnunni en ekki í umbúð- um eins og í Hagkaupum núna. Hún ræktaði rófur og langaði til að hafa hænur og setja niður kartöflur. Jón- as frændi var afturhaldssamur og sagði að hænur eyðilegðu túnið og kartöfluútsæðið fékk hún aldrei. Hún lærði á Nesi öll sveitastörf og átti tvo góða vini, loðna og fer- fætta, annar hundurinn hét Dóni og var íslenskur, mjög góður fjár- hundur. Hinn var gríðarlega stór franskættaður, sá hét Plútus. Hún sagði mér ótrúlegar sögur af þess- um hundum, Dóni var heimaríkur og hleypti nágrannahundum ekki að bænum, hann var slagsmálahundur en þegar hann var að láta í minni pokann þá kom Plútus og dró vin sinn út úr hundaþvögunni. Amma var oft hrædd við þokuna og hafði ævinlega hundana með sér að sækja kýrnar, lækur var á leið- inni sem hún varð að stikla, hún sagði að Plútus hefði alltaf farið á undan og síðan snúið sér við til þess að sjá hvort hún kæmist nú ekki ábyggilega yfir. Ég held hún ætli að eiga barn! Þær þræluðu þarna á Nesi mæðgurnar fyrir lítið kaup því búið var fátækt en á sumrin þurfti að fá fólk að í heyskapinn. Eitt sinn kom kaupakona og fór hún að mjólka með ömmu úti í fjósi. Þótt amma væri ekki gömul fannst henni endi- lega að stúlkan væri komin ansi langt á leið og hvíslar þessu að lang- ömmu: „Ég held að hún ætli að fara að eiga barn!“ Langamma bað hana blessaða að vera ekki með bull og þvaður. Nokkrir dagar liðu og þá var allt í einu kaupakonan horfin. Leitað var að henni og fannst hún að lokum í rúmi Jónasar bónda. Það þótti mjög hlægilegt því hann var aldrei við kvenmann kenndur hvorki fyrr né síðar. Langamma sagði við stúlkuna „Þú ætlar þó ekki að fara að eiga barn?“ Stúlkan þver- neitaði. „Ég ætla nú bara að gá,“ sagði langamma. Þá leyndi sér nú ekki hvað var að gerast. Jón ömmu- bróðir minn var staddur á bænum og var sendur í snarhasti eftir ljós- móður. Þegar þau komu eftir nokkra klukkutíma hafði amma far- ið á næsta bæ að sækja einhverjar tuskur utan á barnið. Eftir fæð- inguna var stúlkan stutt á Nesi. Það var svo fengin önnur kaupakona. Eitt sinn var hún með ömmu niðri á engjum. Sem þær voru að kraka blautt heyið sér amma að stúlkan er óskaplega lasin og svo fer að leka blóð niður í skóna hennar. Hún bað stúlkuna að fara heim. Hún komst heim og í ljós kom að hún var ófrísk, hún hélt fóstrinu en var lasin allt sumarið og hlíft við öllum verk- um. Ótal sögur af þessu tagi sagði amma mér þegar ég var hjá henni, þá var ekkert sjónvarp og margt spjallað á kvöldin,“ segir Margrét. Nafna hennar og amma fermdist í Loðmundarfirði, þar var þá talsverð byggð en nú er þar allt í eyði. Önglaði saman fyrir skólagöngu „Þegar amma var komin til Seyð- isfjarðar með mömmu sinni vildi hún komast í unglingaskóla, en það kostaði að stunda nám í honum. Amma hafði verið efst í barnaskóla og í bænum var gamall piparsveinn sem átti peninga og vissi að stúlkan Kökur Margrétar Margrét Jónsdóttir og unnusti hennar og barnsfaðir, Jóhannes Mikkelsen. Margrét Jónsdóttir ung og glæsileg með verslunarpróf. Margrét Jónsdóttir á efri árum á æskuslóðum, hún fæddist á Dratthalastöðum í Hjaltastaðaþinghá. Margrét Jónsdóttir var strax í æsku dugleg námsmanneskja. Kökur Margrétar var lengi vinsæl bók hjá íslenskum húsmæðrum og mikið notuð fyrir jólin. Margrét E. Jónsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, er barnabarn Margrétar Jónsdóttur sem rak heimabakstur í 46 ár. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Margréti um heimabakstur ömmu hennar og margt annað úr lífsferli hennar. Margrét Jónsdóttir um tvítugt. Margrét E. Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.