Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 18
18 Jólablað Morgunblaðsins 2005 mamma og amma í Færeyjum höfðu saumað á okkur. Það þótti bæði fínt og fallegt. Þá var Margrét með manninn minn, hann Gunnlaug, sem lítinn pjakk á sama jólaballinu!“ Færeyski jólasveinninn er sá rauði og hvíti með belti um sig miðj- an og þar eru engir jólanissar eins og í Danmörku, né heldur gamlir fjallasveinar með Grýlu og jólaketti eins og á Íslandi. Krakkar fá gjafir í jólasokk sem hengdur er á rúmið og foreldrar gefa þeim smágjafir í jóla- dagatal. Í Færeyjum er talsverð hjátrú og t.d. segir Elisabeth í Klakksvík að aldrei megi borða skerpukjöt milli jóla og þrettándans, því þá komi tröll að sækja viðkom- andi. Og aldrei má byrja að prjóna eða sauma á föstudögum, því þá mun verkinu aldrei ljúka. Hulda segir ekki til siðs í Fær- eyjum að hafa vín á borðum um há- tíðar. „Eftir matinn á aðfangadags- kvöld var allt þvegið upp og gengið frá og svo sest yfir jólagjafirnar. Með því var kaffi og Ris a la Mande. Seinna komu heimabakaðar smá- kökur. Afi spilaði alltaf á orgelið og við sungum. Svo komu jólasveinar inn á mitt stofugólf og voru móð- urbræður mínir dubbaðir upp í þau hlutverk. Og jólamessan í útvarpinu og sunnudagsmessur ársins voru og eru heilagar. Þá má ekki gera neitt, hún amma prjónar ekki einu sinni á sunnudögum undir útvarpsmess- unni.“ Hulda man líka eftir fyrsta sjónvarpstækinu í Klakksvík, sem kom í ömmu og afa hús milli jóla og nýárs árið 1979. Það gamlárskvöld fór enginn út. „Færeyingar eru almennt mjög duglegir að halda í sitt og ekki nýj- ungagjarnir, heldur jafnvel gam- aldags. Þeir nota það sem hendi er næst. Það sem einkennir Færeyjar fyrir mér er lyktin, sem ég finn um leið og ég kem út úr flugvélinni í Vagar. Þetta er höfugur ilmur sem ég finn ekki á Íslandi og er af heyi, grasi, mold, hann kemur af jörðinni, vindinum og söltu Atlantshafinu og skapar kynngimagnaðan alltumlykj- andi ilm.“ Ora grænar og Egils malt Á Danmerkurárum sínum segir Hulda aðalmálið hafa verið að fá hangikjöt og rjúpur frá Íslandi, Ora grænar baunir og Egils malt og app- elsín. „Jólin voru hreinlega ekki nema við fengjum pakka frá Íslandi með þessu. Það var eins með lamba- kjötið frá Færeyjum, en amma sendi okkur alltaf læri eða hrygg í jóla- matinn.“ Hún segir sjálft jólahaldið svipað hér heima og í Danmörku en undirbúningur sé nokkuð með öðru sniði. Danir eru með jólanissa, e.k. litla álfa með rauðar húfur og þeir búa á háaloftinu. Maður gefur þeim jólagraut yfir hátíðarnar og sumir þeirra eru hrekkjóttir og stríða fólki. Nissarnir birtast í desember þegar jólastússið byrjar og eru mikið not- aðir til skreytingar í híbýlum fólks. Danir eru þjóðræknir og nota mikið danska fánann, t.d. á jólatré. Papp- írsklipp er og mikið notað og jóla- hjörtun þar vinsælust, þá rauð og hvít. Julefrukost er gegnumgang- andi fyrir jól í Danmörku, í fyr- irtækjum, skólum og hjá fjölskyld- um. Þá hittist fólk og hefur það huggulegt og allir taka sitt með til að leggja á matarborðið. Á borðum er síld, kæfa oft með beikoni og svepp- um, fiskflök, „mörbradsböffer,“ kartöflur, flesk og allt borðað með góðu brauði og tólg. Með þessu er drukkinn snafs og jólabjór. Danskir verja ekki miklum fjármunum í jóla- gjafir og gefa einkum sínum nán- ustu. „Ég þótti alltaf voðalega hepp- in meðan ég bjó í Danmörku þegar rigndi yfir mig jólagjöfum frá stór- fjölskyldunni á Íslandi og í Fær- eyjum,“ segir Hulda. Mikið er lagt upp úr barnaefni fyrir jólin í Dan- mörku, börn fá smágjafir frá for- eldrum sínum frá 1. til 24. desember, en ekki þekkist að setja skó út í glugga. „Jólabjórinn vekur alltaf stemningu hjá þeim sem eldri eru, þegar Tuborg og Carlsberg koma með jólabjórinn í bæinn, og ekki má gleyma eplaskífum með berjasultu og flórsykri, sem borðaðar eru allan desember.“ Kirkjuklukkurnar hringja inn jól- in klukkan sex á aðfangadag og eftir matinn er dansað í kringum jólatré áður en gjafir eru opnaðar. Stemn- ingin er hátíðleg og mikið sungið saman. Jólamaturinn er oft önd eða gæs, svínasteik og Ris a la Mande. Meðlætið er ekki stórmál og má vera rauðkál og brúnaðar kartöflur. Brenndar möndlur og epli „Ég man eftir því sem krakki hér á Íslandi að mikið stress var æv- inlega í gangi með jólaþrif og svo- leiðis vesen. Taka þurfti allt úr skáp- um, allt þvegið, pússað og viðrað. Svo þurfti að baka smákökur og sauma jólaföt á börnin. Þetta gat verið ægilegt stress, oft gaman en líka hálfleiðinlegt. Í Danmörku róað- ist þetta hjá okkur. Það var auðvitað hreint en meiri áhersla lögð á að njóta samveru við annað fólk og hafa það gott. Danir eru t.d. ekkert í að baka smákökur, þeir kaupa þær úti í búð og vilja frekar verja tímanum í huggulegheit. Minningar mínar frá dönskum jólum tengjast lyktinni af eplaskífum, svínasteik, jólaglögg, brenndum möndlum og sykurhúð- uðum eplum. Svo maður gleymi nú ekki negulilminum, en appelsínur og mandarínur eru gjarnan skreyttar með negulnöglum og hengdar upp í rauðum borða og svo er neg- ulnöglum stungið í svínasteikina. Danir elska hefðirnar sínar en Ís- lendingar eru nýjungagjarnari í sín- um siðum. Ég kann vel við hvort tveggja. En maður man það sem hef- ur verið aftur og aftur gegnum árin og þykir vænt um hefðirnar. Þær eru þó hreint ekki óumbreytanlegar. Nú get ég tekið það besta úr þeim jóla- siðum sem ég þekki. Ég vil ekki stress en gjarnan hefðir, eins og að skreyta með grænu ilmandi greni. Ég er mikið fyrir að punta og þykir líka gaman að föndra, elska að setja jólatónlist á, kveikja á kertum og skapa eitthvað með fjölskyldunni minni. Gera jólakort, laufabrauð, jólagjafir og baka smákökur. Þess hlakka ég mest til og þykir vera kjarninn í jólahaldinu. Allt er gott ef maður nýtur þess og það er ekki kvöð. Hvað gistihúsið varðar höfum við stundum haft laufabrauðsgerð og sérstakan jólamatseðil, en þetta árið stöndum við í endurbótum á íbúðinni okkar og höfum ekki svigrúm til mikilla útúrdúra. Við bjóðum núna upp á góðan fjórrétta matseðil með hreindýra-carpaccio, tígrisrækju, önd og skógarberjaostaköku. Svo er von á fólki í gistingu á jóladag, en yf- irleitt er eitthvað um gesti yfir hátíð- arnar.“ Strútur á aðfangadagskvöld Hulda segist hafa lent í nokkrum vandræðum með jólamat eftir að fjölskyldan flutti til Íslands. „Í Dan- mörku var jú sparilegt að fá lamba- kjötið, en við borðum þetta dásam- lega kjöt bara svo oft yfir árið hér að það er ekki sérstaklega hátíðlegur matur. Síðan er auðvitað danska svínasteikin venjulegur sunnudags- matur þar og mér finnst hún því ekki heldur henta þetta kvöld. Þó er nú eitt sem er alltaf haft í matinn og það eru rjúpur. Fyrstu árin mín á Íslandi vandist ég þessu og lyktin af rjúp- unni þýðir í mínum huga jól. En ég hef alltaf tvo kjötrétti, því ekki borða allir rjúpur, og þær eru svona meira til að smakka, kannski bara fjórar bringur. Í hádeginu á aðfangadag hef ég alltaf hrísgrjónagraut og núna ætla ég að hafa á aðfangadagskvöld rjúpur og nýsjálenskt strútskjöt, en af því er mikið villibráðarbragð og kjötið dökkt og mjúkt. Ég ætla bara að loka fuglinum, krydda með salti og pipar og elda heilan í ofni. Svo nota ég sömu góðu villibráðarsósuna fyrir strútinn og rjúpuna. Síðar um kvöldið ber ég fram Ris a la Mande, kaffi og smákökur. Danir borða hrís- grjónabúðinginn ekki með kanilsykri og mjólk eins og við, heldur setja þeir smjörklípu ofan á, svo kan- ilsykur og malt út á í stað mjólkur.“ Fjölskyldan ver desemberdegi í að fara út í skóg og finna jólatré sem er svo höggvið og flutt heim. Hulda vef- ur sjálf aðventukransa úr greinum og segist nota rauða liti til skreyt- inga, rautt og grænt séu hennar jóla- litir. Hún brennir furunálum til að fá góða lykt í húsið og spilar sína gömlu uppáhaldsjólatónlist með Ellý og Vilhjálmi þegar nær dregur jólum. Dansað er í kringum jólatréð og sungin jólalög eftir mat áður en tekið er til við gjafirnar. Svo segist hún hafa tekið þann sið upp hjá sjálfri sér að þegar börnin og maðurinn eru sofnuð seint á aðfangadagskvöld sitji hún ein í rólegheitum í stofu með jólatónlist, gott kaffi og heimatilbúið konfekt, lesi jólapóstinn og hugsi til ættingja og vina. „Mér finnst óskaplega gaman að gefa jólagjafir og spái mikið í hvað gleður fólk,“ segir Hulda að endingu. „Mig langar að gefa öllum jólagjafir, endalaust! Þær þurfa ekki að vera stórar, heldur bara eitthvað til að gleðja viðkomandi. Það skiptir mig líka máli að það snjói á jólunum. Þegar byrjar að snjóa verð ég bara sjö ára aftur, sting nefinu út og fæ tár í augun. Það er svo gott í hjart- að.“ Eru þetta þeir Stúfur og Kertasníkir? Gistihúsið Egilsstöðum býður upp á óvenjulegan jólamatseðil. Kjartan Franklín Magnús, sex ára Hlakkarðu til jólanna? Já, af því að þá fær maður marga pakka og svoleiðis. Mig langar samt ekki í neitt sér- stakt. Hvað gerir þú á jólunum? Ég man það ekki alveg, því það er svo langt síðan síðustu jól voru. Seturðu skóinn þinn út í glugga? Já. Og hvað er það skrítnasta sem þú hefur fengið í skóinn? Það var svona skopparabolti sem lítur út eins og geimvera. Það var líka skemmtilegasta sem ég hef fengið. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Stúfur. Af því að hann er svo lít- ill og ég er í sex ára bekk og það er minnsti bekkurinn. Veistu af hverju jólin eru haldin? Af því að þá var eitthvað Jesú. Og ég veit líka hvað gerðist með Jesú á föstudaginn langa. Hvernig á maður að hegða sér á jólunum? Vel. Af því að annars fær maður til dæmis kartöflu í skóinn og líka af því að maður á að gera það alltaf. Hvað er mikilvægast á jólunum? Að hafa gaman. Hvað er skemmtilegast á jól- unum? Að fá pakka. En að gefa pakka? Það er líka gaman. Hverjum ætlarðu að gefa jóla- gjafir? Ég ætla að gefa öllum sem koma heim til mín í jólaveisl- una. Morgunblaðið/Þorkell Veit hvað gerðist með Jesú á jólunum Í þetta sinn er það kassi frá Fljótsdals- héraði og Fljótsdalshreppi sem nefn- ist Fljótsdalshérað, áður útkominn kassi er frá Vopnafirði. Það er sama spilaborð fyrir allt landið en sérhannaður kassi með tilheyr- andi spjöld. Spurningar og atburðir varða dag- legt líf og nánasta umhverfi heima- fólks, öll helstu fyrirtæki og vinnu- staði á svæðinu. Auk þess er að finna í spilinu um 200 ljósmyndir er tengj- ast viðfangsefni þess. Fáið ykkur eintak því það er margra tíma skemmtun. Átthagaspilið hentar fyrir stráka, stelpur, gellur, gæja, mömmur, pabba, ömmur, afa, frænkur, frændur, nágranna, vini ... sem sagt fyrir alla. Sölustaðir: Beint frá framleiðanda: Astrid á Vopnafirði, sími 473 1317 Egilsstaðir: Samkaup/Úrval og Perlusól Akureyri: Bókabúð Jónasar Reykjavík: Spilaverslun Magna Átthagaspilið er komið með nýjan spilakassa!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.