Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 85
Jólablað Morgunblaðsins 2005 85
Gull- og
Silfursmiðjan Erna
Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is
Fallega Jólaskeiðin
frá Ernu
kr. 6.900
Tómas Arnar Arnarsson,
fjögurra ára
Hvað veistu um jólin?
Ég man það ekki alveg.
Hvað langar þig að gera um jólin?
Mig langar að fara til afa og
ömmu. Það er svo gott að vera
hjá þeim. Stundum kemur líka
mjög vont veður um jólin.
Og hvað ætlarðu að gera hjá afa
og ömmu?
Bara, fæ mér pakka. Ég fæ
margar jólagjafir en ég veit ekki
hvað er inni í pakkanum. Ég ætla
líka að baka hjá þeim og mig
langar að baka hestaköku. Það er
uppáhaldskakan mín. Mamma
ætlar samt að gera súkku-
laðiköku.
Hvað langar þig mest að fá í
jólagjöf?
Æ, ég man ekki alveg hvað það
heitir.
En er eitthvert jólaskraut heima
hjá þér?
Já, það er flott skraut. Og
jólatré þar sem tölvan er í her-
berginu.
Langar að fara
til afa og ömmu
um jólin
Morgunblaðið/Ásdís
Í allar lúgur á höfuðborgarsvæðinu
Unnur Birna Jónsdóttir,
átta ára
Veistu af hverju jólin eru haldin?
Nei, ég hef aldrei hugsað út í
það. Ég held það sé af því að Jesú
fæddist.
Hvað er mikilvægast á jól-
unum?
Mér finnst til dæmis mikilvægt
að fólk sé ekki reitt eða í fýlu
heldur hamingjusamt.
En hvað er skemmtilegast?
Mér finnst að opna gjafirnar.
Hvað gerir þú á jólunum?
Við förum í alls konar leiki.
Stundum er bundið fyrir augun á
einhverjum og hann á að ná í
pakka undir jólatréð og ef nafnið
mitt stendur á honum á ég að
opna hann. Svo förum við í alls
konar gátuleiki.
Manstu eftir einhverri skemmti-
legri jólagjöf sem þú hefur fengið?
Nei, allar jafnskemmtilegar.
Hvað langar þig mest að fá
núna?
Mig langar að fá ný föt og vekj-
araklukku. Systir mín slær stund-
um á klukkuna í svefni.
Seturðu skóinn út í glugga?
Já, það geri ég og ég trúi á jóla-
sveininn.
Hefurðu fengið eitthvað skrítið í
skóinn?
Einu sinni fékk ég perlufesti.
Ég var alveg undrandi á því, ég
hélt að ég fengi nammi.
Áttu uppáhalds jólasvein?
Já, ég held það sé Ketkrókur
en ég veit ekki af hverju. Hann er
bara uppáhalds persónan mín.
Morgunblaðið/Þorkell
Setur skóinn í
gluggann og trúir
á jólasveininn