Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 52
52 Jólablað Morgunblaðsins 2005 HJÓNIN Jóhanna Vigdís Þórðardóttir og Jón Reykdal eru ákaflega samhent, þau starfa bæði sem myndlistarmenn. Þau sóttu sömu myndlist- arskóla og bæði starfa þau sem lektorar í myndmennt við Kennaraháskólann og svo eru þau bæði miklir matgæðingar. Þau elda sér- staka jólaskinku sem er orðin víðfræg enda er skemmtileg saga á bakvið hina sænskættuðu skinku. Skinkuhefðin Jólaskinkan þeirra er fjölskylduhefð sem á sín upptök í Svíþjóð þar sem þau voru bæði við nám í myndlist snemma á áttunda áratugnum. „Þetta kom þannig til að við tókum út okkar þroska í matargerðinni á námsárunum í Stokk- hólmi,“ segir Jón og heldur áfram: „Þá vorum við komin úr foreldrahúsum og farin að bauka við að laga mat sjálf. Við leigðum íbúð á Upp- landsgötunni niðri í bæ en allir vinir okkar bjuggu á stúdentagörðum utar í borginni. Og ein jólin þegar Nanna dóttir okkar var nýfædd fengum við það verkefni að útvega jólasteikina fyrir vinafagnaðinn.“ Jóhanna tekur við frá- sögninni því hún man vel hvernig stóð á því að þau elduðu skinkuna í fyrsta sinn. „Ég hafði keypt jólablað sænska tímaritsins Allt om mat og þar var einmitt uppskrift að jólaskinkunni. Og blaðið góða eigum við ennþá. Þar er talað við hjón sem eru svo umhverfissinnuð að þau vilja ekki borða skinku sem hefur verið verkuð með nítrati og þau krydduðu sína skinku á sér- stakan hátt og það höfum við einnig gert á einn máta eða annan allar götur síðan. En, þessi jól 1971 var ég svo upprifin af þessari uppskrift að það varð úr að við sáum um skinkuna.“ Skinkuilmur ærir óstöðugan Jón tekur við skinkusögunni og mig er farið að renna grun í að þessi skinka sé fræg fyrir meira en að vera vellukkuð jólamáltíð. „Við for- elduðum skinkuna heima á aðfangadag og bjuggum svo vel um hana til fóta hjá Nönnu í barnavagninum því við áttum svolítið ferðalag fyrir höndum. Við tókum lestina á Odenplan. Við vorum ein í síðustu lestinni þennan helgi- dag, fyrir utan nokkra utangarðsmenn sem húktu þar, trúlegast til að halda á sér hita. Það heyrðist ekki púst í Nönnu sem var hlýtt á tán- um. En við sjáum þessa menn einn af öðrum rakna úr rotinu.“ Jón grípur til leikrænna til- þrifa og leikur það hvernig utangarðsmennirnir ranka við sér og fara einn af öðrum að hnusa út í loftið. „Det luktar skinka [Ég finn ilm af skinku], jovisst, det luktar skinka [ég er viss um að ég finn ilminn af skinku]. Við reyndum að líta sakleysislega út þegar þeir fóru að rífast um skinkuilminn því einn þeirra fann enga lykt og benti þeim á að það væri engin skinka sjáanleg og að það væri þeirra eigin delerium tremens sem væri að valda þessum ofskynjunum. Þeir voru komnir í hávaðarifrildi þegar við komum á endastöðina og rúlluðum okkar jólaskinku út og heim til vinanna.“ Jóhanna segir að matreiðsla skinkunnar hafi þróast hjá þeim í gegnum árin. „Jón getur alls ekki hugsað sér að fylgja þessari forskrift endalaust.“ Jón segir að uppskriftir séu ekkert heilagar og að það sé nauðsynlegt að fabúlera svolítið. Jóhanna hlær að honum og er greinilega aðeins fastheldnari á gömlu upp- skriftina. Skinkuhefðin er þeim báðum kær- komin og för fyrstu skinkunnar í barnavagn- inum var kannski táknrænni en þau gera sér sjálf grein fyrir, því mér er það ljóst að skinkan hefur breyst í ómissandi fjölskyldumeðlim. „Já,“ segir Jóhanna, „það þykir öllum vænt um hana“. Jón er nánast dreyminn á svipinn þegar hann segir: „Hún er ekkert falleg þegar hún kemur út úr ofninum, hún er nánast grásvört af öllum piparnum og öðru kryddi. Í ár erum við spennt að nota franska Provance-kryddblöndu sem okkur áskotnaðist og við erum með æði fyrir þessa dagana. Það er óþarfi að hanga allt- af nákvæmlega í því sama þó að grunn- hugmyndin sé ávallt eins,“ segir Jón þegar hann lýsir skinkunni. Þau hafa stundum farið í kirkju á aðfangadag og Jón segir að því geti fylgt kvíðaköst og skinkuáhyggjur. „Þá hefjast gríðarlegir stærðfræðiútreikningar, það þarf að mæla út hlutföllin milli hitastigs og þess tíma sem messan tekur. Þá mallar skinkan hér heima og í kirkjunni stressast ég upp og fer að ímynda mér allan þann hrylling sem komið gæti fyrir skinkuna, ofbökuð og þurr inn að beini.“ Jóhanna hlær að þessum áhyggjum og segist aldrei hugsa út þessa möguleika. Þau fóru að- allega til að hlusta á dóttur sína og tengdason syngja í kirkjunni en Jón segir að nú hafi þau ekki lengur þá ástæðu og eftir því sem hann eldist þá magnast skinkuáhyggjurnar margfalt og hann er hættur að leggja það á sig og fjöl- skylduna. Þau leggja bæði áherslu á að þau geti vel haldið skinkulaus jól, það er engin skylda að hafa skinku, en hún er trúlegast eini fasti punkturinn í matreiðslu þeirra hjóna. „Hún er góð, hún er auðfáanleg og matreiðir sig að miklu leyti sjálf í ofninum og því höfum við leit- að á náðir hennar oftar en ekki,“ segir Jóhanna til skýringar. Ábendingar og þjóðráð Skinkuna kaupa þau án undantekningar hjá Birni í Kjöthöllinni í Skipholti, þar nægir að Sænska jólaskinkan Á námsárunum fóru Jón Reykdal og Jóhanna Vigdís Þórðardóttir í jólaboð með veislu í farangrinum. Dagur Gunnarsson bað þau að segja sér frá sögufrægri jólaskinku. Morgunblaðið/Kristinn Jón og Jóhanna eru samhent og samtaka í matargerðinni eins og flestu sem þau taka sér fyrir hendur. Jón málaði hátíðarmatseðilinn. Listræn og metnaðarfull borðskreyting Jóhönnu heillaði veislugesti með einfaldleik sínum og glæsileika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.