Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 90
90 Jólablað Morgunblaðsins 2005 Í HÚSI einu í Ásahverfi í Garðabæ er orðið æði jóla- legt um að litast. Búið að setja upp í stofunni jóla- gardínu með 24 jóla- sveinum svo ekkert er aðventunni að vanbúnaði að ganga í bæinn. Það er frú Sigríður Harðardóttir, eða Sigga Harðar eins og hún er venjulega kölluð, sem ræður ríkjum í því jó- laumhverfi sem gardínan skapar og heilmikið af heimagerðu jólaskrauti og jólahandavinnu sem hún hefur í áranna rás búið til af annáluðum myndarskap. „Ég var þrjár vikur að sauma jóla- gardínuna, munstrið er talið út og saumað í hör með bómullargarni. Hún var saumuð fyrir glugga í húsi sem ég átti í Grafarvoginum, en þangað flutti ég ásamt fyrri eig- inmanni mínum sem nú er látinn. En svo vel vildi til að þegar ég flutti hingað eftir að hafa gift mig á ný fyr- ir þremur árum þá passaði gardínan svona líka vel hér, hún eiginlega nýt- ur sín betur hér en á gamla staðn- um,“ segir Sigga þegar hún er spurð hve langan tíma hafi tekið að búa til svona stórfenglegan jólagrip. Þykir vænst um jólagardínuna „Mér þykir vænst um jólagard- ínuna af öllu því jólaskrauti sem ég hef unnið,“ bætir hún við. „Aðstæður mínar voru erfiðar þegar ég saumaði gardínuna og kannski þess vegna er hún mér svo nákomin. Ég saumaði jólasveinana alla meðan fyrri maðurinn minn lá banaleguna, hann dó úr krabbameini í febrúar árið 2000 og það var mér hugsvölun að sauma milli þess sem ég annaðist hann, það kyrrir hugann að hafa eitthvað á milli handanna þegar erfitt er,“ segir Sigga. Hún var ekki illa undirbúin að annast sjúkan eiginmann sinn, hún er sjúkra- liði og starfar nú sem flokksstjóri á þjón- ustu- og velferðarsviði hjá Heimaþjónustu Reykja- víkurborgar. „Ég útskrifaðist sem sjúkraliði á Akureyri árið 1974 en fór svo til starfa á Ísa- firði og þar hitti ég manninn minn fyrri. Ég var raunar ekki alveg ókunnug þar í bæ, ég hafði verið þar í hús- mæðranámi 17 ára. Ég hefði þó haft meira gagn af því námi ef ég hefði verið eldri og reyndari, bætir hún við. Það er ekki að sjá að Sigríði skorti neitt upp á kunnáttu í handavinnugerð. Hún sýnir blaðamanni for- kunnarfögur marglit bómullarteppi sem hún prjónar fyrir nýja ætt- ingja. Prjónar teppi fyrir nýja ættingja „Ég prjóna jafnan teppi fyrir elsta barnið í hverri fjölskyldu og svo eiga þau yngri að erfa teppið en það hef- ur nú komið fyrir að ég hef verið beðin að prjóna nýtt teppi fyrir næsta barn, þá langar foreldrana til að teppið fylgi börn- unum að heiman þegar þar að kemur.“ En erindið til Sigríð- ar er að fá að skoða jóla- stykkin hennar öll. Fyrst sýnir hún mér margar kross- saumsmyndir af aðskilj- anlegum jólasveinum og englum og fleiru í þeim dúr. „Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna úr filti, ég hef gert marga jólasveina til þess að festa á gardínur, ég var dugleg við þetta á Ísafirði,“ segir hún og tekur lok af marglitu boxi sem inniheldur mikinn grúa af filtjólasveinum í bland við jólaklukkur og ísaumaðar jólamyndir. Hún kveðst lítið hafa saumað fyrst eftir að hún missti manninn sinn. „En nú er ég farin að vinna handa- vinnu á ný, enda eru erfiðleikarnir að baki og mér líður mjög vel. Er núna að hekla jólapottaleppa Núna er ég að hekla pottaleppa með jólamyndum,“ segir hún og sýn- ir mér marglita pottaleppa. „Ég hef gefið mikið af handavinnu í áranna rás. Ég vann svo mikið í höndunum meðan ég bjó á Ísafirði. Það er unnin miklu meiri handa- vinna úti á landi. Þar ganga snið og munstur á milli heimila og konur keppast við að sauma og prjóna.“ Sigríður er alin upp á Dalvík og á tvo bræður og eina systur þar. „Mamma og pabbi búa enn á æskuheimili mínu á Dalvík og mamma er enn að vinna í höndunum og pabbi er líka mjög laghentur og er laginn við járnsmíðar enda bif- vélavirki. Mamma saumaði öll föt á okkur systkinin lengi vel, ég fékk fyrst keypt föt þegar ég fermdist,“ segir Sigga. Hún segist þó ekki vera mikið í fatasaumi sjálf. En margt gerir hún í höndunum fyrir barnabörnin sín sex og barnabörn eiginmannsins sem eru þrjú. Sigríður á einn dreng sem er nýlega fluttur að heiman og tvö stjúpbörn af fyrra hjónabandi en Jón Sigurgeirsson maður hennar á tvo syni. Er tíður gestur í handavinnubúðum Hún kveðst vera tíður gestur í hannyrðabúðum, einkum í búð nokk- urri í Hafnarfirði, en lítið kaupa af handavinnublöðum, fær þó margt lánað til að gera eftir. Sigríður og Jón eru á leið til Kan- aríeyja. „Ég ætla að taka með mér garn og hekla pottaleppa þar í sólinni,“ segir hún og brosir. Strax og hún kemur heim í lok nóvember ætlar hún að setja allt það skraut upp sem enn er í kössum í geymslunni. „Ég tek niður næstum allar myndir af veggjum sem eru þar vanalega og set upp jólamyndir í staðinn, allt er skreytt, meira að segja baðherbergið og þvotta- herbergið,“ segir Sigga. „Ég er enn svo mikið jólabarn,“ bætir hún við og hlær.“ Jólaostakaka Sigríðar Hafrasúkkulaðikex einn pakki nokkrar makkarónukökur 3 dl rjómi eða jurtarjómi (sá danski) 2 dósir af vanilluskyri.is tæplega ein krukka af hindberja- eða sólberjasultu frá Den Gamle Fabrik Ég myl kexið með töfrasprota og læt það í fallegt mót. Þá myl ég makkarón- ukökurnar og strái þeim yfir kexið. Síðan þeyti ég rjómann og læt skyrið út í hann vel þeyttan og hræri vel sam- an. Læt þetta yfir mulninginn. Síðan smyr ég sultunni ofan á og ostakakan er tilbúin. Húm er mjög góð að mínu mati. Jólasveinagardínan glæsilega Jólagardínan skartar 24 jólasveinum, Sigríður var 3 vikur að sauma þessa gardínu sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Ekki vantar heldur jóladagatal á heimili Sigríðar og Jóns í Garðabæ. Ljósmynd/Jón Sigurgeirsson Sigríður Harðardóttir situr gjarnan við handavinnu á morgnana, nú eru það pottaleppar sem hún heklar. Postulínið málaði kona á Ísafirði en jólaborðið skreytti Sigríður fyrir saumaklúbbinn sinn í fyrra. Sumir eru myndarlegri en aðrir. Þannig hugsaði Guðrún Guðlaugsdóttir er hún heimsótti Sigríði Harðardóttur sem er annáluð hannyrðakona og mikið jólabarn. Glæsilegur jóla- sveinn af útlendum ættum, saumaður úr filti af Siggu Harðar. Jólapottalepparnir eru í ýmsum litum og með ýmiskonar myndum á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.