Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 79
Jólablað Morgunblaðsins 2005 79
en ekki það lengi að það taki lit.
Vatn, smjör, laukur og hnetusmjör
er látið saman í pott og látið krauma í
10 mínútur.
Brauðteningar settir í skál ásamt
pipar, sage (kryddið nuddað milli
fingranna svo það verði fíngerðara),
selleríi, steinselju, sinnepsdufti og
salti.
Séu hneturnar saltar þarf að gæta
hófs í saltnotkun, annars er um 1 tsk.
hæfileg.
Hnetum og vökva úr pottinum er
blandað saman við hráefni í skálinni og
öllu hrært vel saman. Ef fyllingin virð-
ist þurr má bæta vatni saman við hana.
Sósa
Gera þarf ráð fyrir að minnsta kosti
tveimur klukkutímum til að gera soð
fyrir sósuna.
innmatur og háls
smjör til steikingar
andakraftur
vatn
2½ dl rjómi (meira ef vill)
1 sm ferskur engifer, saxaður
smátt
ferskar jurtir, t.d blóðberg
rifsberjasulta eftir smekk
20 g dökkt súkkulaði
Hjarta, lifur og fóarn er fjarlægt úr
fuglinum ásamt hálsi. Gott er að
hreinsa himnur af hjarta, gallblöðru af
lifur og opna fóarn til að hreinsa út
sand og gróður. Innmatur og háls er
því næst brúnaður á pönnu og nægi-
lega miklu vatni bætt út í þannig að
fljóti yfir.
Látið sjóða við vægan hita í a.m.k. 2
klst. og soðið síað. Þá er rjóma bætt út
í ásamt andakrafti, ferskum jurtum,
sultu, engifer og súkkulaði.
Gæsin steikt
Gæta þarf þess að hreinsa fjaðrir ef
einhverjar eru og snyrta gæsina kring-
um leggi og vængi. Gæsin er krydduð
með salti, pipar og sage. Örlítið salt er
sett inn í fuglinn. Fyllingunni er síðan
komið fyrir og lokað fyrir með tann-
stönglum. Hægt er að setja fyllingu inn
í húð á hálsi, hafi hún ekki verið fjar-
lægð.
Gæsin er sett í 220°C heitan ofn með
bringuna niður og steikt í um það bil
klukkustund. Þá er gaffli stungið í læri
og ef vökvinn sem rennur úr er rauður
á lit er gæsin steikt aðeins lengur og
síðan snúið við. Þá er ofninn stilltur á
grill og gæsin tekin út þegar hamurinn
er orðinn stökkur.
Í jólapakkann
Skólavörðustíg 16
s: 562 4082
Upplýsingar og borðapantanir
í síma 552 5700 og á holt@holt.is
www.holt.is
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025
holt@holt.is • www.holt.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
H
O
3
00
52
11
/2
00
5
Jólamatseðill 2005
Blandaðir jólasmáréttir -
saffran skelfiskssfroða,
kryddað og reykt nautabrjóst,
kalkúnarillette og marineruð síld
Krydduð skötuselsrúlla
á gulrótar- og engifermauki
með kremuðum blaðlauk
og sítrónugrassósu
Hreindýrasteik
og gæsaballontine
með sinnepskartöflum,
krydduðu rauðkáli
og piparperusósu
Úrval jólaábætisrétta
23. 11. 2005 – 6. 1. 2006
Njótum Aðventunnar
á Hótel Holt i