Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 71
Jólablað Morgunblaðsins 2005 71 Magni tekur undir þetta, „þá var ekki þetta stress og lífsgæðakapp- hlaup,“ segir hann. „Hjá mömmu á Sjónarhóli, það hét húsið okkar, varð allt að vera hreint úr út dyrum, maður var að skúra og bóna stigann á Þorláksmessu. Á jóla- dag fórum við til Pálínu frænku í Hraungerði, þar fengum við ham- borgarhrygg. Í desember fengum við systurnar yngstu eina appelsínu og eitt epli á kvöldin. Þetta var árið 1950. Pabbi lét okkur líka taka lýsi, ef við gleymdum því elti hann okkur í skólann með lýs- isflöskuna. Við fengum gjarnan súkkulaði á eftir. Hitti Magna á dansleik í Lídó Ég ætlaði alltaf að vera dansmær og dansaði niður úr nokkrum gólf- teppum í stofunni heima. Ég dansaði við hurðarhúna og myndir hvað þá annað. Ég fór frá Eyrarbakka 17 ára göm- ul, óðfús að komast til Reykjavíkur. Ég leigði mér herbergi og fékk vinnu í Parísarbúðinni. Það var einmitt á dansleik sem við Magni hittumst, það var í Lídó þegar ég var 19 ára, hann bauð mér upp.“ „Fyrsta setningin sem ég sagði var „má ég horfa niður dalinn“, hún var í svo flegnum kjól,“ segir Magni. „Við giftum okkur fjórum árum seinna,“ segir Steinunn. „Árið 1964 hætti hún að segja nei,“ bætir Magni við. „Mamma sagði; „passaðu þig á strákunum, Steinunn mín.“ „Ég varð að kyssa hana í gegnum bréfalúgu, þess vegna er ég svona til munnsins,“ segir Magni og grettir sig dálítið svo við hlæjum öll. „Mamma sagði ekki mikið en því sem hún sagði tók maður mark á,“ segir Steinunn og lætur orðræðu Magna ekki trufla sig. Líkast til hefur móðir hennar átt þátt í þeirri ákvörðun Steinunnar að fara í húsmæðraskóla í einn vetur. „Ég lærði þar heilmikið í matargerð,“ segir hún. Gaf nágrannanum allar kökurnar En hvernig voru fyrstu jólin þeirra Steinunnar og Magna? „Þau voru skrítin, ég var ófrísk en hafði bakað mjög mikið. Svo var ég svo lasin að ég vildi komast til Huldu upp á Fæðingarheimili og gaf bara konunni uppi á lofti allar kökurnar,“ svarar Steinunn. En hvað með jólin núna? „Við erum boðin til dóttur okkar. Eftir að við vorum orðin tvö hefur það verið svo. Hún sá hvað við vorum orðin þreytt. Við ætlum að þiggja boð hennar á aðfangadagskvöld en nú langar mig til að gera eitthvað fyrir börnin mín á jóladag. Bjóða þeim hingað.“ Magni skýtur inn í að 1. desember eigi þau hjónin 44 ára trúlofunar- afmæli, en þá verður Steinunn úti á Kanaríeyjum í leikfimiferð með Ást- björgu Gunnarsdóttur. „En ef ég verð hress þegar ég kem frá Kanarí tek ég kannski upp gömlu siðina,“ segir Steinunn, örlítið dreymandi „Fer að baka og sækja kannski ein- hverja tónleika. Nú verða þetta allt öðruvísi jól.“ Eplakakan hennar mömmu ½ kg ný epli eða 125 g þurrkuð epli 75 g sykur vanilla 4–5 dl vatn, ef notuð eru þurrkuð epli 100 g brauðmylsna 50 g sykur 50 g smjörlíki ¼ l rjómi berjamauk Eplin eru þvegin og flysjuð, skorin í bita og soðin með sykri og litlu vatni, þangað til þau eru komin í mauk. Séu notuð þurrkuð epli, eru þau látin liggja í bleyti yfir nóttina í 4 dl af vatninu og soðin með sykri í því vatni. Brauðmylsnunni er blandað saman við sykurinn. Smjör- líkið er brúnað á pönnu, brauðmylsnan látin á og bökuð, þangað til hún er orðin hörð og brún. Kæld á pappír. Eplin sett á fat eða í skál, brauðmylsna neðst, því næst eplamauk, þá brauðmylsna o.s.frv. Skreytt með þeyttum rjóma og berja- mauki. Brauðmylsnu er stráð yfir þeytta rjómann. Í staðinn fyrir nokkuð af brauðmylsnunni er gott að hafa kók- osmjöl. Eplabakan hennar mömmu, lítið breytt ½ kg epli (helst bragðmikil) t.d. græn 75 g sykur vanilla 150 g brauðmylsna 50 g sykur 50 g smjör ¼ l rjómi rifs og rifið súkkulaði (sem skraut) Sama aðferð og hér að ofan. Morgunblaðið/Sverrir Fréttir í tölvupósti Ynja • Hamraborg 7, Kópavogi • sími: 544 4088 • www. ynja.is Útsölustaðir: Esar á Húsavík og Dalakjör í Búðardal. undirfataverslun fyrir allar konur Frábært verð og gæði. Persónuleg þjónusta. Frábært úrval fyrir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.