Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 84
84 Jólablað Morgunblaðsins 2005
fram að ekki öll lögin hafa heppn-
ast jafn vel og sum þeirra eru hrein
hörmung, en við erum alveg jafn
stoltir af ljótu börnunum okkar.“
Hreint og beint jólalag
Það eru ekki öll lög á jólaplöt-
unum gerð í einhverju gríni, það
má líka finna einlæg jólalög sem
koma hlustendum í fínasta jóla-
skap. „Einu sinni vorum við með
góða indy útgáfu af Heims um ból.
Og svo tókum við lagið Christmas
Time is Here eftir Vince Guaraldi,
sem má heyra í jólamyndinni um
Smáfólkið og Kalla Bjarna (Pea-
nuts) og í fyrra dúkkaði lagið Pow-
er of Love með Frankie Goes to
Hollywood upp á plötunni okkar,
sem er ótrúlega hreint og beint
jólalag,“ segir Svavar Knútur. Það
fylgir þessu framtaki mikil vinna en
allt er þetta gert í anda jólanna.
„Það er ekki hin minnsta gróðavon
sem fylgir jólaplötunum, sem betur
fer og því fylgir ákveðið frelsi,“
segir Stefán.
Þeir félagarnir höfðu í mörg ár
haft þann sið að keyra út jólakortin
sín sjálfir á Þorláksmessu og úr því
skapaðist skemmtileg jólahefð og
síðan datt þeim í hug að láta
kannski eitthvað meira fylgja með
kortunum og þannig er jólaplötuút-
gáfa Hrauns komin til. Á jólaplöt-
urnar er sett blandað efni bæði
frumsamið og þeirra eigin útgáfur
af þekktum lögum. Nú er bara að
vona að hljómplötuútgefendur taki
við sér svo að við sem erum ekki í
innsta hring hljómsveitarinnar
Hrauns fáum að njóta jólastemn-
ingarinnar. En þangað til má benda
lesendum á að Café Rosenberg í
Lækjargötu er staðurinn þar sem
Hraun treður helst upp þessa dag-
ana.
Fyrri jólaplötur sveitarinnar má
einnig nálgast á vef sveitarinnar
www.hraun.tk, fyrir þá sem vilja-
öðruvísi og glaðlega jólatónlist.
Hraunkökur
Maulist með frumlegri jólatónlist.
Þetta er mjög einföld og góð
uppskrift og þegar þær heppnast
vel eru þær hreinasta gull með létt-
mjólkinni á aðventunni.
2 bollar haframjöl
2½ bolli hveiti
1 bolli mjúkt smjörlíki (200 g)
2 bollar sykur
1 bolli hakkaðar rúsínur
2 egg
lyftiduft á hnífsoddi
Þurrefnum er blandað saman, svo
smjörlíki og síðast eggjum og rús-
ínum. Deigið er hnoðað og búnar til
lengjur og látið kólna stíft.
Svo eru lengjurnar skornar í hæfileg-
ar kökur.
Bakað við 200 gráður í 7–9 mínútur.
FRÁ upphafi hafa þeir piltar í
hljómsveitinni Hraun gefið út jóla-
plötu til að dreifa til vina og vanda-
manna. Þeir standa sjálfir að útgáf-
unni, allt frá því að velja lögin,
semja sum þeirra og eða setja nýja
texta við eldri lög. Tæknivinnan er
sömuleiðis alfarið í þeirra höndum
og eru geisladiskarnir „heima-
brenndir“ og umslögin hanna þeir
sjálfir. „Já, þetta er okkar jólafönd-
ur og oft erum við að langt fram-
eftir á Þorláksmessu í gríðarlegri
jólastemningu. Við myndum ekki
ná neinum jólaanda inn á plötuna ef
við værum að vinna þetta í júní,“
segir Stefán Halldórsson sem fær
titilinn „Heiðursmeðlimur og sér-
legur veislustjóri“ hljómsveit-
arinnar á aðventunni, hann heldur
utan um gerð jólaplötunnar og
syngur gjarnan eitt lag eða tvö á
henni.
Smákökur og vín
„Já, við sitjum með smákökur og
mjólk, mandarínur og stundum
jafnvel rauðvínslögg við gerð plöt-
unnar, fólk kíkir í heimsókn og við
náum upp mikilli jólastemningu,
einu sinni bjuggum við til bak-
grunnshljóð af okkur að maula
smákökur og sötra mjólk sem við
settum undir eitt lagið,“ segir Svav-
ar Knútur Kristinsson, söngvari og
forsprakki hljómsveitarinnar. Oft
taka þeir lög sem hafa hingað til
ekki þótt mjög jólaleg og setja við
þau nýja texta og breyta í heiðrík
jólalög eins og til dæmis lagið Exit
Music For A Film með Radiohead.
Það lag gerðu þeir með það í huga
að gera svolítið grín að þeirri ár-
áttu Íslendinga að taka ósköp
venjuleg erlend lög og breyta í há-
stemmd jólalög. „Eins og lagið
Litla jólabarn sem var danskt sum-
arlag, Lille sommerfugl,“ segir
Stefán.
Hljómsveitina skipa fyrir utan þá
félaga Svavar Knút og Stefán; Jón
Geir Jóhannsson á trommur, Guð-
mundur Stefán Þorvaldsson á gítar,
Loftur Sigurður Loftsson á bassa,
Hjalti Stefán Kristjánsson á þver-
flautu, kassagítar og hin ýmsu
hljóðfæri. „Það eru allir og amma
hans sem eru með í gerð jólaplöt-
unnar, makar, vinir og ættingjar
hljómsveitarinnar og fólk sem dett-
ur inn af götunni. Allir sem vett-
lingi geta valdið fá að vera með í
gerð plötunnar,“ segir Svavar
Knútur og heldur áfram: „Við höf-
um átt samstarf við Karlakórinn
Breiðholt sem samanstendur af
þremur laglausustu mönnum Ís-
lands. Þeir syngja bakraddir þegar
það þarf að vera svoleiðis stemn-
ing.“ Hvernig stemning? „Ef ég
ætti að gefa henni nafn myndi ég
kalla hana þjáningu,“ segir hann og
hlær. „Það verður líka að taka það
Jólaplata á hverju ári
Hljómsveitin Hraun var stofnuð fyrir tæpum þrem-
ur árum og meðlimirnir taka jólaundirbúninginn
kannski ekki mjög alvarlega en það má segja að
þeir taki hann föstum tökum. Dagur Gunnarsson
leit inn á æfingu og komst í jólasveiflu.
Morgunblaðið/Þorkell
1 Hljómsveitin Hraun ásamt vini sveitarinnar Stef-
áni Halldórssyni, sem er veislustjóri jólaplatn-
anna. Í hópinn vantar Guðmund „frænda“ gít-
arleikara.
2 Hjalti þverflautuleikari er fjölhæfur með eindæm-
um og tekur gjarnan í gítarinn.
3 Loftur S. Loftsson bassaleikari er mikið jólabarn,
enda söng hann lagið „Litla jólabarn“ á síðustu
jólaplötu Hrauns.
4 Ein af ástríðum Svavars er að leika á gömul og úr
sér gengin orgel. Viscount „Fair Lady“ skemmt-
arinn frá 1978 stendur duglega fyrir sínu og er hin
mesta heimilisprýði.
5 Jón Geir Jóhannsson trommuleikari hefur eng-
ilfríða ásjónu og syngur líka sem engill væri.
6 Guðmundur „frændi“ Þorvaldsson, rafgítarleikari
Hrauns, kveður hetjusóló ekki fara alls kostar illa
við Heims um ból.
4
1
2 3
5
6
Hjalti Stefán Kristjánsson, flautuleikari og þúsundþjalasmiður sveitarinnar,
grípur líka stundum í gítarinn og sýnir hér Lofti jólatilþrifin.