Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 84

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 84
84 Jólablað Morgunblaðsins 2005 fram að ekki öll lögin hafa heppn- ast jafn vel og sum þeirra eru hrein hörmung, en við erum alveg jafn stoltir af ljótu börnunum okkar.“ Hreint og beint jólalag Það eru ekki öll lög á jólaplöt- unum gerð í einhverju gríni, það má líka finna einlæg jólalög sem koma hlustendum í fínasta jóla- skap. „Einu sinni vorum við með góða indy útgáfu af Heims um ból. Og svo tókum við lagið Christmas Time is Here eftir Vince Guaraldi, sem má heyra í jólamyndinni um Smáfólkið og Kalla Bjarna (Pea- nuts) og í fyrra dúkkaði lagið Pow- er of Love með Frankie Goes to Hollywood upp á plötunni okkar, sem er ótrúlega hreint og beint jólalag,“ segir Svavar Knútur. Það fylgir þessu framtaki mikil vinna en allt er þetta gert í anda jólanna. „Það er ekki hin minnsta gróðavon sem fylgir jólaplötunum, sem betur fer og því fylgir ákveðið frelsi,“ segir Stefán. Þeir félagarnir höfðu í mörg ár haft þann sið að keyra út jólakortin sín sjálfir á Þorláksmessu og úr því skapaðist skemmtileg jólahefð og síðan datt þeim í hug að láta kannski eitthvað meira fylgja með kortunum og þannig er jólaplötuút- gáfa Hrauns komin til. Á jólaplöt- urnar er sett blandað efni bæði frumsamið og þeirra eigin útgáfur af þekktum lögum. Nú er bara að vona að hljómplötuútgefendur taki við sér svo að við sem erum ekki í innsta hring hljómsveitarinnar Hrauns fáum að njóta jólastemn- ingarinnar. En þangað til má benda lesendum á að Café Rosenberg í Lækjargötu er staðurinn þar sem Hraun treður helst upp þessa dag- ana. Fyrri jólaplötur sveitarinnar má einnig nálgast á vef sveitarinnar www.hraun.tk, fyrir þá sem vilja- öðruvísi og glaðlega jólatónlist. Hraunkökur Maulist með frumlegri jólatónlist. Þetta er mjög einföld og góð uppskrift og þegar þær heppnast vel eru þær hreinasta gull með létt- mjólkinni á aðventunni. 2 bollar haframjöl 2½ bolli hveiti 1 bolli mjúkt smjörlíki (200 g) 2 bollar sykur 1 bolli hakkaðar rúsínur 2 egg lyftiduft á hnífsoddi Þurrefnum er blandað saman, svo smjörlíki og síðast eggjum og rús- ínum. Deigið er hnoðað og búnar til lengjur og látið kólna stíft. Svo eru lengjurnar skornar í hæfileg- ar kökur. Bakað við 200 gráður í 7–9 mínútur. FRÁ upphafi hafa þeir piltar í hljómsveitinni Hraun gefið út jóla- plötu til að dreifa til vina og vanda- manna. Þeir standa sjálfir að útgáf- unni, allt frá því að velja lögin, semja sum þeirra og eða setja nýja texta við eldri lög. Tæknivinnan er sömuleiðis alfarið í þeirra höndum og eru geisladiskarnir „heima- brenndir“ og umslögin hanna þeir sjálfir. „Já, þetta er okkar jólafönd- ur og oft erum við að langt fram- eftir á Þorláksmessu í gríðarlegri jólastemningu. Við myndum ekki ná neinum jólaanda inn á plötuna ef við værum að vinna þetta í júní,“ segir Stefán Halldórsson sem fær titilinn „Heiðursmeðlimur og sér- legur veislustjóri“ hljómsveit- arinnar á aðventunni, hann heldur utan um gerð jólaplötunnar og syngur gjarnan eitt lag eða tvö á henni. Smákökur og vín „Já, við sitjum með smákökur og mjólk, mandarínur og stundum jafnvel rauðvínslögg við gerð plöt- unnar, fólk kíkir í heimsókn og við náum upp mikilli jólastemningu, einu sinni bjuggum við til bak- grunnshljóð af okkur að maula smákökur og sötra mjólk sem við settum undir eitt lagið,“ segir Svav- ar Knútur Kristinsson, söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar. Oft taka þeir lög sem hafa hingað til ekki þótt mjög jólaleg og setja við þau nýja texta og breyta í heiðrík jólalög eins og til dæmis lagið Exit Music For A Film með Radiohead. Það lag gerðu þeir með það í huga að gera svolítið grín að þeirri ár- áttu Íslendinga að taka ósköp venjuleg erlend lög og breyta í há- stemmd jólalög. „Eins og lagið Litla jólabarn sem var danskt sum- arlag, Lille sommerfugl,“ segir Stefán. Hljómsveitina skipa fyrir utan þá félaga Svavar Knút og Stefán; Jón Geir Jóhannsson á trommur, Guð- mundur Stefán Þorvaldsson á gítar, Loftur Sigurður Loftsson á bassa, Hjalti Stefán Kristjánsson á þver- flautu, kassagítar og hin ýmsu hljóðfæri. „Það eru allir og amma hans sem eru með í gerð jólaplöt- unnar, makar, vinir og ættingjar hljómsveitarinnar og fólk sem dett- ur inn af götunni. Allir sem vett- lingi geta valdið fá að vera með í gerð plötunnar,“ segir Svavar Knútur og heldur áfram: „Við höf- um átt samstarf við Karlakórinn Breiðholt sem samanstendur af þremur laglausustu mönnum Ís- lands. Þeir syngja bakraddir þegar það þarf að vera svoleiðis stemn- ing.“ Hvernig stemning? „Ef ég ætti að gefa henni nafn myndi ég kalla hana þjáningu,“ segir hann og hlær. „Það verður líka að taka það Jólaplata á hverju ári Hljómsveitin Hraun var stofnuð fyrir tæpum þrem- ur árum og meðlimirnir taka jólaundirbúninginn kannski ekki mjög alvarlega en það má segja að þeir taki hann föstum tökum. Dagur Gunnarsson leit inn á æfingu og komst í jólasveiflu. Morgunblaðið/Þorkell 1 Hljómsveitin Hraun ásamt vini sveitarinnar Stef- áni Halldórssyni, sem er veislustjóri jólaplatn- anna. Í hópinn vantar Guðmund „frænda“ gít- arleikara. 2 Hjalti þverflautuleikari er fjölhæfur með eindæm- um og tekur gjarnan í gítarinn. 3 Loftur S. Loftsson bassaleikari er mikið jólabarn, enda söng hann lagið „Litla jólabarn“ á síðustu jólaplötu Hrauns. 4 Ein af ástríðum Svavars er að leika á gömul og úr sér gengin orgel. Viscount „Fair Lady“ skemmt- arinn frá 1978 stendur duglega fyrir sínu og er hin mesta heimilisprýði. 5 Jón Geir Jóhannsson trommuleikari hefur eng- ilfríða ásjónu og syngur líka sem engill væri. 6 Guðmundur „frændi“ Þorvaldsson, rafgítarleikari Hrauns, kveður hetjusóló ekki fara alls kostar illa við Heims um ból. 4 1 2 3 5 6 Hjalti Stefán Kristjánsson, flautuleikari og þúsundþjalasmiður sveitarinnar, grípur líka stundum í gítarinn og sýnir hér Lofti jólatilþrifin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.