Morgunblaðið - 28.11.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 28.11.2005, Síða 2
2 F MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir rúmlega hálfri öld út-nefndi FegrunarfélagReykjavíkur hús arki-tektsins Gísla Halldórs- sonar við Tómasarhaga 31 í Reykja- vík fallegasta hús borgarinnar byggt 1953. Gísli hefur búið þar síðan og húsið vekur athygli sem fyrr. Austurkot hét bær foreldra Gísla Halldórssonar. Þau keyptu þetta hús við Ægisíðu eftir að hafa brugðið búi á Kjalarnesi þar sem Gísli fæddist. „Þau voru með þrjár kýr, tvo hesta og nokkrar kindur auk þess sem pabbi veiddi grásleppu og þyrskling hérna fyrir utan,“ segir Gísli. „Ég fékk að fara í styttri veiðiferðir í góðu veðri og stundum tók ég KR-inga eins og Steina mosa (Þorstein Ein- arsson) með. Það þótti þeim gaman, en við fórum aldrei einir út að Löngu- skerjum, aðeins að skerjunum hérna rétt fyrir utan.“ Gísli bjó í foreldrahúsum þar til hann fór í nám til Danmerkur 1935. Hann kom aftur til Íslands með konu og tveggja ára syni þeirra 1940 og fyrstu þrjú búskaparárin bjuggu þau í einu herbergi í þriggja herbergja íbúð foreldra Gísla í húsi bróður hans við Framnesveg. Hann byggði hús við Efstasund og þaðan fluttu þau í Barmahlíð þar sem þau bjuggu í fimm ár en Vesturbærinn heillaði og þar vildu þau búa. Kona Gísla, Inger Margrét Erichsen, féll frá 1987 og hefur Gísli búið einn í íbúðinni síðan. Útsýnið aðalatriðið Gísli hefur tengst íþróttum frá barnsaldri. Hann var meðal annars formaður Ólympíunefndar Íslands og Íþróttasambands Íslands og segir að nálægðin við KR hafi haft sitt að segja þegar hann sótti um bygging- arlóð við Ægisíðuna fyrir meira en 50 árum. Samt hafi útsýnið út á Skerja- fjörð ráðið mestu. „Ég reyndi í fimm ár að fá lóð við Ægisíðuna en umsókn minni var alltaf hafnað,“ segir Gísli. „Eftir að ég hafði fengið þessa bygg- ingarlóð við Tómasarhagann, gegnt hænsnakofum sem hér voru, þurfti ég að taka í mann sem tók í mann til að fá leyfi hjá fjárhagsráði ríkisins til þess að byggja svona stórt hús og allt tók þetta tíma. Til stóð að byggja hér fjórbýlishús en svo var ákveðið að hafa tvíbýlishús á þessu horni og ég lagði fram teikningu. Fjárhagsráð ríkisins réð öllum byggingum og þar var nánast hlegið að teikningunni. Mér var sagt að það væri enginn svo brjálaður að byggja eftir svona teikn- ingu, húsi á súlum, og ég fékk að heyra að ég ætlaði mér að láta húsið í hendur Silla og Valda sem vildu allar hornlóðir bæjarins undir búðir sínar. Ég sagði þetta fjarstæðu og mín vegna mætti setja inn í samninginn að þarna yrði aðeins íbúðarhús. Vegna alls þessa varð töf á bygging- unni en við fluttum inn 1. apríl 1954 og ég hef búið hér síðan.“ Einnig sem forseti borgarstjórnar Reykjavíkur um tíma, má bæta við. Útlit hússins var öðruvísi en menn áttu að venjast og fékk Gísli stundum að heyra það. „Þegar ég var beðinn að gera tillögur að fyrirhuguðum breytingum á húsnæði Menntaskól- ans á Laugarvatni mótmælti Jónas frá Hriflu því harðlega. Hann hund- skammaði mig í grein og sagði að ég og mínir líkar byggðum bara eins og villimenn í Afríku, á staurum, til að villidýrin gætu hlaupið undir húsin.“ Vinnuaðstaða heima Gísli hefur verið afkastamikill arki- tekt. Hann teiknaði meðal annars mörg hús við Tómasarhagann vestan við eigið hús og fyrir um þremur ár- um var hann kjörinn heiðursfélagi í Arkitektafélagi Íslands. Hann byrj- aði sem einyrki og síðar rak hann ásamt félögum sínum eina stærstu arkitektastofu landsins, Teiknistof- una Ármúla 6, og hélt uppi fyrsta raunverulega fyrirtækinu í arki- tektaþjónustu um áratugaskeið. Þótt Gísli sé á tíræðisaldri er stutt síðan hann hætti með teiknistofu sína. Hann byrjaði með vinnuaðstöðu heima og þar lauk hann teiknistörf- um sínum – teiknaði síðast Austur- kot, bæinn sem hann ólst upp í. „Þegar ég fékk þessa lóð varð ég að byggja tveggja hæða hús með tveimur íbúðum,“ segir Gísli. „Ég hugsaði litlu íbúðina niðri fyrir móður mína en hún dó áður en við fluttum inn. Hins vegar hefur íbúðin lengst af nýst einhverjum í fjölskyldunni. Hús- ið stendur nokkuð hátt og því er gott útsýni út á Skerjafjörðinn frá íbúð- inni uppi og svo vildum við hafa stór- ar svalir til að njóta umhverfisins sem best. Baka til er svo garðhúsið sem ég teiknaði sem teiknistofu. Þar hafði ég stofuna fyrstu árin áður en við fluttum fyrirtækið í Ármúlann og að- staðan er enn notuð fyrir teiknistofu. En nú vinn ég mest við stofuborðið eins og þegar ég byrjaði. Er reyndar hættur að teikna en held áfram að skrifa og á von á annarri bók minni á tveimur árum úr prentsmiðju á næstu dögum. Það er bókin Gísli Halldórsson, menning, menn og mál- efni, sem ég gerði með Jóni M. Ívars- syni.“ Lítil breyting Þegar Gísli byggði hús sitt við Tómasarhagann var Vesturbærinn að taka við sér og sveitabæjum var fórnað fyrir nýbyggingar. Byggðin byggðist í vestur frá flugvellinum og t.d. voru aðeins örfá hús risin við Tómasarhagann á móts við Fálka- götu þegar Gísli byggði sitt hús. Frá hinum enda Fálkagötu lá svo stígur niður að vörinni við Ægisíðuna. „Annars hefur lítið breyst, ég hef enn mitt útsýni og hér er rúmgott,“ segir Gísli. „Hér er til þess að gera lítil um- ferð og hér er gott að búa. Ég hef allt- af verið mikill Vesturbæingur og hef vaxið með honum og KR. Ég hef ekki lengur Halldór á Fálkagötunni til að reykja lambalæri fyrir mig en breyt- ingin hefur að öðru leyti ekki verið svo mikil. Ég hef ekkert breytt hús- inu og ætla ekki að gera það, eins og ég sagði reyndar fjárhagsráðinu fyrir meira en 50 árum. Viðurinn í loftinu uppi er til dæmis sá upprunalegi og parketið á stofugólfinu hefur verið þar alla tíð. Svona vildi ég hafa það og svona er það.“ Gísli Halldórsson á svölum húss síns með útsýni út á Skerjafjörðinn. Bakhúsið er enn notað sem teiknistofa. Hefur búið í sama húsi í hálfa öld Gísli Halldórsson teiknaði húsið við Tómasarhaga 31 og flutti inn fyrir meira en hálfri öld. Ekkert hefur verið átt við viðarloftið og parketið í stofunni síðan húsið var byggt. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Gísli Halldórsson teiknaði Austurkot inn á mynd af sér á staðnum þar sem hús- ið var við Ægisíðuna. 101 Reykjavík ...................... 22–23 Akkurat ....................................... 43 Ás ................................................... 12 Ásbyrgi ........................................... 9 Berg ............................................... 51 Borgir ................................... 62–63 Eignaborg .................................... 54 Eignamiðlunin ...................... 14–15 Eignaval ........................................ 45 Eik fasteignafélag ..................... 49 Fasteign.is .......................... 28–29 Fasteignamarkaðurinn ........ 10–11 Fasteignamiðluninn .................... 8 Fasteignamiðstöðin .................. 52 Fasteignasala Íslands ................. 5 Fasteignasala Mosfellsbæjar .... 3 Fasteignastofan .......................... 37 Fjárfesting ...................................... 6 Fold .......................................... 12–13 Foss ............................................... 36 Garðatorg ..................................... 16 Garður .......................................... 56 Gimli ...................................... 26–27 HB fasteignir .............................. 35 Heimili ........................................... 42 Híbýli ............................................ 44 Hof ................................................ 54 Hóll ................................................ 53 Hraunhamar ............................... 57 Húsakaup .............................. 20–21 Húsavík ......................................... 17 Húsin í bænum ........................... 47 Höfðabakki 9 .............................. 59 >Höfði .................................... 24–25 ÍAV ......................................... 32–33 Kjöreign .......................................... 4 Klettur .................................... 18-19 Lundur .................................... 40–41 Lyngvík ........................................ 55 Miðborg ................................ 38–39 Nethús ......................................... 48 Saga ................................................ 41 Skeifan ............................................ 7 Stakfell ......................................... 21 Valhöll .................................... 30–31 Efnisyfirlit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.