Morgunblaðið - 28.11.2005, Side 5

Morgunblaðið - 28.11.2005, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 F 5 einstakir eigendur gætu við þess- ar aðstæður leitað til sýslumanns og krafist þess að framkvæmdir yrðu stöðvaðar með lögbanni. Sé um byggingarleyfisskylda framkvæmd að ræða liggur bein- ast við að leita til byggingaryf- irvalda með kröfu sína en skipu- lags- og byggingarlög veita þeim heimild til þess að stöðva fram- kvæmdir sem hafnar eru án til- skilins byggingarleyfis. Í þessu sambandi skal þess getið að eitt af skilyrðum byggingarleyfis, þegar framkvæmdir snerta sameign fjöl- eignarhúss, er að samþykki hús- fundar liggi fyrir. Í fjöleignarhúsum skuluákvarðanir um sameig-inlegar framkvæmdir tekn-ar á húsfundi. Er eigendum því óheimilt að ráðast í fram- kvæmdir sem snerta sameign hússins án sam- þykkis hús- fundar, nema í sérstökum und- antekning- artilvikum. Um hinar sérstöku undantekning- arreglur verður fjallað um síðar á þessum vett- vangi. Hér verð- ur hins vegar vikið að því hverjar séu afleið- ingar þess ef ráðist er í fram- kvæmdir án samþykkis húsfundar og að úrræðum annarra eigenda þegar svo háttar. Ráðist einstakir eigendur í ein- hliða framkvæmdir á sameign hússins geta þeir ekki treyst því að sameigendur taki þátt í kostn- aði vegna þeirra. Gildir þá einu hvort framkvæmdirnar komi sér vel fyrir húsið og eigendur þess eða ekki. Framkvæmdaglaður eig- andi kann t.d. að hafa ráðist í að mála húsið að utan, framkvæmt þarflegar viðgerðir á ytra byrði þess eða ráðist í nýframkvæmdir á lóð sem aðrir eigendur hafa í sjálfu sér ekkert á móti. Þeim er því að sjálfsögðu heim- ilt að taka þátt í að greiða kostnað við framkvæmdirnar en þeir eru hins vegar ekki skyldugir til þess. Til þess að kostnaður við fram- kvæmdir teljist sameiginlegur eig- endum og þeir skyldugir til að greiða sinn hlut í honum verður hann að leiða af löglegri ákvörðun húsfundar. Stöðvun framkvæmda Ef öðrum eigendum eða hús- félagi hugnast ekki þær ráðstaf- anir sem aðrir eigendur hafa ráð- ist einhliða í og snerta sameign hússins geta þeir krafist þess að framkvæmdin verði stöðvuð. Skelli þeir sem framkvæma skollaeyrum við kröfum húsfélags eða annarra eigenda verða þeir að snúa sér til réttra yfirvalda til að fá kröfum sínum framgengt. Húsfélag eða Ef framkvæmdir eru um garð gengnar og sá eigandi sem fram- kvæmdi, hefur ekki aflað tilskilins samþykkis húsfundar, geta ein- stakir eigendur eða húsfélagið krafist þess af honum að hann fjarlægi hinar ólögmætu ráðstaf- anir og komi sameigninni í upp- haflegt horf. Verði eigandi ekki við slíkum tilmælum geta aðrir eigendur krafist þess fyrir dómi að hinar ólögmætu framkvæmdir verði fjarlægðar. Áfellisdómi í slíku máli væri unnt að framfylgja með aðstoð sýslumanns. Hafi verið um byggingarleyf- isskylda framkvæmd að ræða geta aðrir eigendur leitað til bygging- aryfirvalda en þau hafa, eins og áður sagði, heimild til þess að stöðva óleyfisframkvæmdir en jafnframt hafa byggingaryfirvöld heimild til þess að knýja á um að óleyfisframkvæmdir verði fjar- lægðar. Feli einhliða fram- kvæmdir eigenda í sér breytingar frá samþykktum teikningum húss- ins getur húsfélagið átt þann kost að taka um það ákvörðun á hús- fundi að koma sameigninni í upp- haflegt horf og í samræmi við samþykktar teikningar. Að síðustu skal þess getið að eigendur geta með brölti sínu bak- að sér skaðabótaábyrgð gagnvart öðrum eigendum og húsfélaginu. Dæmi um það er þegar eigandi hefur með framkvæmdum sínum fjarlægt hluta sameignar eins og veggi, grindverk, leiðslur eða aðr- ar tilfæringar. Mótmæli og tómlæti Hvenær skal brugðist við ein- hliða ráðstöfunum? Meginreglan er sú að eigendur missa engan rétt þó þeir mótmæli ekki einhliða ráðstöfunum annarra eigenda um leið og þeir verða þess áskynja að framkvæmt er án samþykkis hús- fundar. Tryggilegast er hins vegar að hafa uppi athugasemdir við framkvæmdunum við fyrsta tæki- færi. Tómlæti húsfélags eða einstakra eigenda við því að bregðast við einhliða framkvæmdum með at- hugasemdum þar að lútandi kann að hafa áhrif á lyktir slíkra mála, komi síðar fram krafa um að framkvæmdir verði fjarlægðar. Í máli einu fyrir kærunefnd fjöl- eignarhúsamála hafnaði nefndin til að mynda kröfu eigenda fjöleign- arhús um að nágranna þeirra yrði gert skylt að fjarlægja flóttapall sem reistur hafði verið fyrir utan glugga þess síðarnefnda um 20 ár- um áður. Taldi nefndin kröfu um að fjar- lægja pallinn niður fallna sökum tómlætis. Framkvæmdir án samþykkis húsfundar Hús og lög eftir Gest Óskar Magnússon, lög- fræðing hjá Húseigendafélaginu/ gestur@huseigendafelagid.is Gestur Óskar Magnússon HÆGT er að flota gólf í sturtuklefa með góðum árangri. Gólfið er flot- að og lakkað, í fyrstu lakkumferð- ina er stráð sandi og síðan lakkað yfir aftur. Gólfið verður því ekki sleipt þegar það blotnar. Morgunblaðið/Árni Torfason Sturtubotninn má flota. Flotað gólf í sturtuklefa? mbl.is/fasteignir/fastis HLÍÐAR Vorum að fá í sölu töluvert uppgerða 3ja- 4ra herbergja íbúð á 4. hæð í vel staðsettu fjölbýli. Eldhús, tvö svefnherbergi, stofa/borðstofa með vestursvölum og bað- herbergi með baðkari og glugga. Tvær sér- geymslur. Verð 17,1 millj. Áhv. 11,3 millj. til 40 ára með 4,15% föstum vöxtum. LEIFSGATA Vorum að fá í einkasölu fallega 5 herb. íb. í fjórb. á jarðh. m/sérinng. á þessum góða stað. Stofa, fjögur svefnh., eða 2 stofur og 3 svefnh., eldhús og baðh. Góð lóð. Ein- stefnugata. Nýlegt parket og nýlegur linol- eumdúkur. Verð 23,5 millj. Áhv. 14,8 millj. til 40 ára með 4,15% föstum vöxtum. MIÐBORGIN Vorum að fá í sölu fal- lega 4ra herb. 106 fm íbúð á 2 hæðum í fallegu steyptu fjölb. Sérinngangur. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, þrjú svefnh. og fatah. Nánari uppl. á skrifstofu FÍ. Verð 22,8 millj. Opið mán-fimmtud. 9-17:30 föstudaga 9-17 2ja HERBERGJA FOSSVOGUR - LAUS Vorum að fá í einkasölu góða einstaklingsíbúð á þessum góða stað í Fossvogsdalnum. Sameigin- legt þvottahús á hæðinni. Laus strax. Verð 6,5 millj. SPÓAHÓLAR - LAUS Vorum að fá í einkasölu góða 2ja herbergja íbúð í litlu og vel staðsettu fjölbýli. Baðherbergi nýlega endurnýjað. 3ja HERBERGJA VANTAR 3JA HERBERGJA TRAUSTUR AÐILI HEFUR BEÐIÐ OKKUR UM AÐ FINNA FYRIR SIG GÓÐA 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ TIL KAUPS SEM FYRST. GÓÐAR GREIÐSLUR, RÚMUR AFHENDINGARTÍMI. ÍBÚÐIN MÁ VERA Í RVK. (EKKI BREIÐHOLTI), KÓPAV. EÐA GARÐABÆ. NÁNARI UPPL. VEITIR HAUKUR GEIR, LÖGG. FASTEIGNASALI. ÆSUFELL Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herbergja 92 fm íbúð í nývið- gerðu lyftuhúsi. Sjónvarpshol. Eldhús með nýlegri innréttingu og tækjum, borðkrókur. Búr inn af eldhúsi. Parket og flísar. Verð 16,7 millj. Áhv. 12 millj. til 40 ára með 4,15% föstum vöxtum. ORRAHÓLAR - LAUS - ÚTSÝNI Vorum að fá í einkasölu fallega 3ja her- bergja 93 fm íbúð í lyftuhúsi með glæsi- legu útsýni í suður, norður og austur. Stofa með yfirbyggðum svölum í suður. Tvö svefnherbergi og baðherbergi í sér svefn- álmu. Lagt er fyrir þvottavél á baði, sam. þurrkherbergi er á hæðinni. Góð bílastæði. TOPPEIGN. Laus fljótlega. Verð 16,9 millj. KÓPAVOGSBRAUT - LAUS Vorum að fá í einkasölu góða 3ja her- bergja 86 fm íbúð á jarðhæð í þríbýli. Suð- urgarður. Eldhús með nýlegri innréttingu, björt stofa, tvö svefnherbergi. Hús nýlega klætt að utan. Ákv. sala. Áhv. 14,1 millj. til 40 ára með 4,15% föstum vöxtum. 4-6 HERBERGJA MIÐBORGIN - NÝTT Vorum að fá í sölu þrjár nýjar íbúðir ofarlega í lyftuhúsi miðsvæðis í Rvk. Íbúðirnar eru 93-123 fm og verða afhentar fullbúnar með vönduð- um innréttingum og parketi/flísum á gólf- um. Teikningar allar uppl. á skrifstofu FÍ. HÆÐIR INGÓLFSSTRÆTI Voru að fá í sölu fallega og mikið endurnýj- aða um 143 fm hæð í þessu fallega og virðulega steypta húsi í hjarta Reykjavíkur. Sérinngangur. Eignin skiptist m.a. í stofu, sjónvarpsherbergi og fjögur svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. ÞETTA ER EIGN FYRIR ÞÁ SEM VILJA VERA MIÐSVÆÐIS. Nánari uppl. á skrifst. F.Í. Verð 32,4 millj. EINBÝLI-RAÐHÚS AUSTURGERÐI - EINBÝLI/TVÍBÝLI Vorum að fá í sölu á þessum vinsæla stað sérstaklega fallegt og vel við haldið einbýl- ishús á tveimur hæðum með möguleika á séríbúð á neðri hæðinni. Á efri hæðinni er forstofuherbergi, eldhús, borðstofa og stofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús auk bílskúrs. Stigi er á milli hæða en einnig er neðri hæðin með sér- inngang. Þar eru fjögur herbergi (eitt er nýtt sem eldhús í dag), baðherbergi og stór geymsla. Húsið stendur í enda lokaðr- ar götu með fallegu útsýni. Góður garður í mikilli rækt. Næg bílastæði. Teikningar og nánari uppl. á skrifstofu FÍ. Verð 54,8 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI BÍLSKÚRAR Til sölu nokkrir nýir bíl- skúrar í Hafnarfirði. Upplagt sem lager fyrir lítil fyrirtæki eða geymslupláss fyrir ein- staklinga. Lausir strax. Sanngjarnt verð. Nánari uppl. á skrifstofu FÍ. ÓSEYRARBRAUT - HAFN- ARFJ. Vorum að fá í einkasölu rúmlega 2000 fm atvinnuhúsnæði. Húsnæðið er nýtt í dag undir fiskvinnslu. Nánari uppl. gefur Haukur Geir á Skrifstofu FÍ. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSK- AST VIÐ HÖFUM FJÁRSTERKAN AÐLA SEM LEITAR AÐ 800-1000 fm TIL KAUPS EÐA LEIGU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. NÁNARI UPPL. Á SKRIFSTOFU. MIÐSVÆÐIS Til leigu um 200 fm skrif- stofuhæð í góðu steinhúsi miðsvæðis í Reykjavík. Laust strax. Nánari uppl. á skrifstofu. SUMARBÚSTAÐIR SUMARHÚS TIL FLUTNINGS Vorum að fá í sölu nýtt um 50 fm sumar- hús með ca 20 fm svefnlofti. Timburstigi er upp á svefnloft sem er með svölum. Sum- arbústaðurinn er tilbúinn til flutnings. Verð 7,0 millj. MÁNABRAUT - VESTURHL. KÓP. Vorum að fá í einkasölu einbýli á einni hæð með rúmgóðum bíl- skúr á þessum góða stað. Suðurgarður. Björt stofa/borðstofa með útgangi á suðurverönd, fjögur svefnherbergi, þvottahús, geymsla, eldhús með borðkrók og baðherbergi með sturtu og glugga. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Eign sem býður upp á mikla möguleika. Stutt í alla þjónustu. Verð 35,7 millj. Haukur Geir Garðarsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Albert Bjarni Úlfarsson sölustjóri Ólafur Hreinsson lögfræðingur FÍFULIND Vorum að fá í sölu góða 111 fm 4ra herb. endaíbúð með sérinngangi af svölum á góðum stað í Kópavogi. Eldhús með borðkrók og glugga. Þvottahús. Þrjú svefnherbergi. Fallegt baðherbergi með glugga og baðkari. Vandaðar innréttingar. Mikið skápapláss. Parket og flísar. Björt stofa og suðursvalir. Verð 24,7 millj. BOGAHLÍÐ - LAUS STRAX Vorum að fá í einkasölu góða 4ra her- bergja íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Stofa með vestursvölum, þrjú svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Hús nýl. yfirfarið að utan og málað, gler og gluggar endur- nýjaðir. Íbúðin er með nýjum gólfefnum og er nýmáluð. LAUS STRAX. Verð 18,3 millj. NÝBYGGINGAR TRÖLLATEIGUR RAÐHÚS Vorum að fá í sölu gott 5 herb. 192 fm rað- hús með innibyggðum bílskúr í byggingu í Mosfellsbæ. Húsið afhendist fullbúið að utan, fokhelt að innan með gólfhita (án stýrikerfis) og grófjafnaðri lóð. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.