Morgunblaðið - 28.11.2005, Page 36

Morgunblaðið - 28.11.2005, Page 36
36 F MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, Fax 512 12 13, Netfang foss@foss.is Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali Úlfar Þ. Davíðsson sölustjóri Börkur Hrafnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali HÁTÚN 6A SÍMI 5 12 12 12 FAX 5 12 12 13 Netfang: foss@foss.is FASTEIGNASALA MARÍUBAUGUR - FALLEG Glæsileg 3ja herbergja eign á einum eftirsótt- asta stað í Grafarholtinu. Íbúðin er 78,6 fm með um 25 fm einkalóð. Íbúðin er sérlega vel skipu- lögð, björt, opin og með vönduðum innrétting- um. Allar innréttingar sérsmíðaðar. Samliggj- andi stofa og eldhús. Gengið er út um eldhús í stóran garð með nýjum leiktækjum. Þvottaher- bergi með sérsmíðuðum skáp og hillum. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf með baðkari. Rúmgóð flísalögð geymsla. Glæsilegt útsýni. Verð 18,9 milljónir ÁLFKONUHVARF - 4RA HERBERGJA Stórglæsileg 120 fm 4ra herbergja íbúð í fal- legu fjölbýli með sérinngangi af svölum og stæði í bílskýli. Stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Rúmgóðar svalir. Eldhúsið með flísum á gólfi, vönduðum innréttingum og eldhústækjum, háfur yfir eldavél. Stórt og fallegt baðherbergi. Þrjú stór og björt parketlögð svefnherbergi með skápum. Þvottahús í íbúð. Verð 30,5 millj. FAGRIHJALLI - KÓPAVOGUR Vel skipulagt og bjart 228,3 fm parhús á þremur hæðum á góðum stað í Kópavogi. Fjögur svefn- herbergi eru í húsinu auk góðs fataherbergis. Tvær stofur, borðstofa/sólstofa og fallegt opið eldhús. Parket og flísar eru á gólfum. Tvö bað- herbergi eru í íbúðinni. 46,3 fm viðarsólpallur sem gengið er út á frá borðstofu. Góður 46,3 fm bílskúr fylgir eigninni. Góð eign á eftirsóttum stað. Verð 44,9 milljónir. SIGTÚN - RIS Erum með góða 88,7 fm 5 herbergja risíbúð á eftirsóttum stað við Sigtún í Reykjavík. Íbúðin er nýstandsett að stórum hluta. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, tvö með fata- skápum. Eldhús með snyrtilegri eldhúsinn- réttingu. Borðstofa með flísum á gólfi, falleg tvöföld hurð með gleri skilur að borðstofu og stofu. Baðherbergi er nýstandsett á afar smekklegan hátt, flísar á gólfi og veggjum, fallegur flísalagður sturtuklefi, hand- klæðaofn, smekkleg tæki. Sameiginlegt þvottahús er kjallara og sérgeymsla. Gott útsýni er úr íbúðinni. Verð 19,9 milljónir. FROSTAFOLD - GRAFARVOGI Góð 3ja herbergja 95,6 fm íbúð ásamt stæði í bílageymslu við Frostafold í Reykjavík. Forstofa með skáp. Eldhús er opið, hvít snyrtileg innrétt- ing. Stofa er stór og björt með parketi á gólfi. Útgengt er á góðar svalir frá stofu. Baðherbergi er stórt, tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Tvö svefnherbergi. Hús í góðu ásigkomulagi. Verð 18,9 milljónir. FUNALIND - ÚTSÝNI Rúmgóð 3ja herbergja íbúð með góðu útsýni á efstu hæð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi á eftir- sóttum stað við Funalind í Kópavogi. Parket er á flestum gólfum nema baðherbergi og þvotta- húsi. Hol með fataskáp. Tvö svefnherbergi með góðu útsýni og fataskápum. Baðherbergi er flí- salagt á veggjum og gólfi. Stofa og borðstofa í alrými. Útgengt á góðar svalir frá stofu. Eldhús er rúmgott með góðum eldhús- krók, falleg viðarinnrétting. Innaf eldhúsi er sér þvottahús. Lóð með leiktækjum. Verð 21,5 millj. SELJAVEGUR - RISÍBÚÐ Opin og falleg 58,7 fm risíbúð á eftirsóttum stað í gamla vesturbænum. Baðherbergi, flísalagt hólf í gólf, baðkar. Stofa, borð- stofa og eldhús í alrými. Eldhús með snyrtilegri hvítri innréttingu. Rúmgott svefnherbergi. Í kjallara er geymsla og sameiginlegt þvottahús. Verð 15,2 milljónir HEIÐARGERÐI - NÝUPPGERT Nýuppgert einbýlishús á þremur hæðum á eft- irsóttum stað í Reykjavík sem búið er að standsetja á smekklegan hátt. Búið er að endurnýja nánast allt í húsinu. Bílskúr byggð- ur 1996 fylgir eigninni. Stofa og borðstofa með fallegu gegnheilu parketi á gólfi, hægt er að stækka stofu um ca 16 fm. Rúmgott eldhús. Rúmgott og fallegt baðherbergi. Á 2. hæð er gott hol, 3 svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er rúmgott herbergi með sérinngangi og þvottahúsi. Góð eign sem er mikið endurnýjuð á eftirsóttum stað í Reykjavík. Verð 43 milljónir. VESTURVALLAGATA - FALLEG Falleg og rúmgóð 65,4 fm 2ja herbergja íbúð á 4. hæð við Vesturvallagötu í Reykjavík. Íbúðin er afar snyrtileg með nýlegum gólfefnum á eft- irsóttum stað í Vesturbænum. Frábært útsýni. Stórt eldhús. Björt stofa með útgengi á rúm- góðar svalir sem snúa til suðurs. Svefnher- bergi með fataskápum. Baðherbergið er rúm- gott. Björt og rúmgóð eign með einstöku útsýni á afar eftirsóttum stað í vesturbæ Reykjavíkur. Verð 15,6 milljónir. SAFAMÝRI - EFRI SÉRHÆÐ Björt og falleg mikið endurýjuð efri sérhæð alls 163 fm, þar af bílskúr 26,2 fm á eftir- sóttum stað í Reykjavík. Fjögur svefnher- bergi. Stórar stofur. Rúmgott eldhús. Fal- legt beyki-parket á gólfum. Tvö baðher- bergi, bæði flísalögð hólf í gólf. Stórar svalir. Hús í góðu ásigkomulagi. Verð 41 milljónir. LÆKJASMÁRI - SÉRINNGANGUR Falleg 127,1 fm, 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi á afar eftirsóttum stað við Lækjasmára í Reykjavík. Íbúðinni fylgir stæði í bílskýli. Flísalögð forstofa. Eldhús er rúmgott með hvítri innréttingu. Stofa og borðstofa í al- rými. Afgirtur hellulagður garður. Baðherbergi flísalagt hólf í gólf. Þrjú svefnherbergi, öll með fataskápum. Stæði í bílskýli fylgir eigninni. Stutt í alla þjónustu. Verð 33,9 milljónir. FALLEG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ SÉRINNGANGI Á EFTIRSÓTTUM STAÐ Í KÓPAVOGI. SÍÐUMÚLI - SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Mjög gott 605,8 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð á góðum stað við Síðumúla í Reykjavík. Hús- næðið er mjög vel viðhaldið, tilbúið fyrir hvers- konar skrifstofustarfsemi. Tveir inngangar þannig að mjög auðvelt er að skipta húsnæð- inu í tvennt. Húsnæðið skiptist í skrifstofur, stóran fundarsal, gott eldhús/mötu- neyti og góða móttöku. Næg bílastæði. Verð 65 milljónir. VANTAR VEGNA MIKILLAR SÖLU UPP Á SÍÐKASTIÐ VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. ENDILEGA HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN OKKAR Í S: 512-1212. Það er engin furða þó mikið sé lagt íbaðherbergið, hvort sem er viðbyggingu húss eða við endurbygg-ingu baðherbergis. Við endurbygg- ingu er eigendum oft ljósara hvernig þeir vilja hafa þetta hjarta íbúðarinnar, smátt og smátt hefur það síast inn hvernig skipulagið á að vera, hvaða tæki hafa reynst vel, hver miður. Á undanförnum áratug- um hefur baðker verið sjálfsagt tæki á hverju heimili, en jafnframt hafa flestir viljað hafa sturtu, það er ekki alltaf tími til að leggjast í afslappandi bað. Margir sameina sturtuna baðkerinu en nú virðist þróunin frekar í þá áttina að fórna baðkerinu og setja upp vænan sturtuklefa. Hins vegar er ekki hægt að sleppa tækifærinu og gagn- rýna hvernig málið er stundum afbakað þó hér sé aðeins um eitt orð að ræða. Fyrir nokkrum áratugum var ekki annað orð not- að en baðker um þetta ágæta ílát sem við böðum kroppinn upp úr. Á síðustu árum er þetta orð að breytast, illu heilli. Nú auglýsa menn stíft að þeir hafi til sölu baðkör og nú getur hver og einn dæmt fyrir sig hvort orðið ker eða kar hljómar betur. Eitt er víst; engum dettur í hug að svo mikið sem impra á að náttúruperla ein heiti Karið í Grímsnesi. Á síðustu öld var orðið kar vissulega til í mæltu máli, bæði til sveita og sjávar. Í sveitum var búfénaði brynnt í kör- um þegar skepnur náðu ekki til vatns í frostum og til sjávar var fiskur vaskaður í körum. En engum datt í hug að fara í bað í kari heldur í keri. Hversvegna að kasta út orðinu ker fyrir kar? Svari þeir sem fyrir þessari málþróun standa, en ekki er víst að þeir finni nein rök. Þetta gerist yfirleitt þannig að einhver álpast til að birta þetta á prenti og þá byrj- ar eftiröpunin, allir jarma eins án nokk- urrar hugsunar. Nú fer bylgja sturtuklefanna eins og logi yfir akur. Oft er það vegna þess að í garð- inn eða á pallinn er kominn heitur pottur, þá er að sjálfsögðu engin þörf fyrir baðker en sturtan þarfaþing. Áður fyrr voru sturtuklefar einföld smíði, þeirra hlutverk var fyrst og fremst að halda vatninu, sem um kroppinn flæddi, í skefjum. En síðan þróast þeir, fara að verða „mubla“ og síðan eykst tæknin og fjölbreytnin. Nú er ein bylgjan að ríða yfir. Það eru að spretta upp hvert fyrirtækið af öðru sem falbjóða kínverska sturtuklefa með svo fjöl- breyttum búnaði að annað eins hefur vart sést hér á landi. Ekki er nóg að tengja sturtuklefann við heitt og kalt vatn auk frá- rennslis, nú verður að raftengja þá líka. Þetta er nefnilega ekki aðeins sturta heldur einnig gufubað. Hins vegar bregður svo við að eitt mikilvægasta öryggistækið, hita- stýrða blöndunartækið, er stundum horfið og gamaldags handstýrt blöndunartæki komið í staðinn. Hér þarf margt að athuga. Eru þessir sturtuklefar með þeim vott- unum sem skylda er að séu með slíkum tækjum, uppfylla þeir þær kvaðir sem eru á allri vöru sem er til sölu á Evrópska efna- hagssvæðinu? Nú nýlega kom í ljós þegar pakkning um einn kínverskan sturtuklefa var opnuð að honum fylgdi enginn leið- arvísir né teikningar sem lýstu búnaði eða sýndu hvernig ætti að setja klefann saman og tengja búnaðinn, ekki einu sinni leið- arvísir á kínversku. Þetta er skýlaust brot á lögum og reglum um viðskipti. Talsvert er um það að eigendur setja klefana upp sjálfir án þess að nokkur fag- maður komi þar að. Hvað um jarðtengingu? Meira að segja venjulegan sturtubotn eða baðker er skylda að jarðtengja til að koma í veg fyrir slys af völdum raflosts. Ef engin fyrirmæli eða leiðarvísir fylgja er eins víst að húseigandinn geri sér enga grein fyrir þessu atriði. Og svo er það gufan, hvað verður um hana, ef hún er ekki ræst út og kemst um baðherbergið og jafnvel víðar getur hún valdið miklum skemmdum. Það er vissulega búbót að geta keypt fjöl- hæfa vöru á lágu verði ef gæði eru við- unandi og engin ástæða til að amast við vöru þó hún sé kínversk. En annað er ekki minna virði; að geta gengið að þjónustu seljandans um ókomin ár. Svo flókið tæki sem raftengdur sturtuklefi, sem jafnframt er gufubað, er viðkvæmt tæki sem að öllum líkindum þarf ýmiskonar þjónustu með varahluti síðar meir. Ef skipt er við rótgró- in fyrirtæki, sem flest hafa starfað í ára- tugi, er nokkuð öruggt að þjónustu muni ekki bresta síðar meir. En það er einnig hollt að hafa það í huga að í gegnum tíðina hafa sprottið upp fyrirtæki sem hafa selt ákveðna vöru í nokkurn tíma en eru svo horfin af yfirborði jarðar þegar þjónust- unnar er þörf. Það er að mörgu að hyggja þegar kaupa skal tæki sem nota skal í ár eða áratugi. Sturtuklefar, ker og kör Sturtuklefi frá framleiðanda og innflytjanda sem báðir hafa starfað í ártugi við góðan orðstír. Sigurður Grétar Guðmundsson Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.