Morgunblaðið - 28.11.2005, Síða 50

Morgunblaðið - 28.11.2005, Síða 50
Oddur Sigurðsson málaði alla íbúðina sjálfur og gerði hana að öðru leyti klára. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðbjörg Brá Gísladóttir og Oddur Sigurðsson máluðu einn vegg í heitum gráum lit en annars völdu þau hvítan lit á veggi og loft. „VIÐ vildum hafa tvo liti og völdum heitan gráan lit með hvíta litnum,“ segir Oddur Sigurðsson um litaval fjölskyldunnar í nýj- um húsakynnum. Guðbjörg Brá Gísladóttir og Oddur Sig- urðsson festu nýlega kaup á íbúð í fjöl- býlishúsi við Næfurás efst í Árbænum. „Þar sem við höfum fengið úthlutað lóð undir einbýlishús í Kópavogi er aðeins um bráðabirgðahúsnæði að ræða,“ segir Odd- ur. „Við könnuðum leigumarkaðinn og komumst fljótlega að því að ódýrara var að kaupa en leigja,“ bætir hann við. Að undanförnu hefur Oddur nýtt frítíma sinn til þess að mála, flísaleggja, leggja parket og færa til eldhúsinnréttingu. „Það er ágætt að dunda í þessu einn,“ segir hann og bætir við að þar sem íbúðin sé ekki stór sé ekki um svo mikla vinnu að ræða. „Vegna þess hvað íbúðin er lítil völdum við að mála hana að mestu hvíta. Hvíti liturinn stækkar eignina og svo kem- ur aukin hlýja með þessu heita grá lit,“ segir Oddur. Aukin hlýja með gráa litnum 50 F MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ S umir eru alltaf að taka til. Aðrir taka til hendi eftir árstíðum. Kristján Sig- urðsson, sölustjóri hjá Málningu ehf., segir að sala á máln- ingu taki alltaf ákveðinn kipp í að- draganda jóla og sem fyrr sé hvítur litur ríkjandi. Valið er einfalt „Í stað þess að skrúbba og skúra er bara málað því það er miklu þægilegra,“ segir Kristján og bætir við að nóvember og desember fram að jólum sé vinsæll tími til þess að mála innanhúss. „Liturinn 0500, sem er nánast alveg hvítur en ekki snjóhvítur, er á toppnum í augna- blikinu en marmarahvítt og mál- arahvítt njóta líka mikilla vin- sælda,“ segir hann. Kristján segir að hvítur litur hafi alltaf fallið í kramið. Helsta skýr- ingin sé sennilega sú að fólk vilji hafa birtu hjá sér. Hins vegar vilji fólk líka hafa aðra liti og valið sé mismunandi á hverjum tíma. „Stundum vill fólk hafa einn vegg í stofu eða herbergi dökkan og á öðrum tímum er allt málað í sama lit,“ segir hann og bætir við að í ný- byggingum sé algengast að allt sé í sama lit. Þegar eigendur máli sjálf- ir sé áberandi að loft séu máluð snjóhvít í mattri málningu en vegg- ir í öðrum hvítum lit og einn og einn veggur í öðrum lit. „Núna eru jarðlitir, til dæmis grábrúnir, mjög vinsælir, en pastellitir, sem voru vinsælir fyrir nokkrum árum, eru ekki í gangi um þessar mundir,“ segir hann. Litaflóran að dekkjast Kolbeinn Sigurjónsson, sölustjóri hjá Slippfélaginu í Reykjavík hf., segir að nú séu ljósir og dökkir litir „inni“ en áfram sé fyrst og fremst málað í ljósum litum í nýbygging- um. „Litaflóran er aðeins að dekkj- ast og fólk vill fleiri liti,“ segir hann. „Þetta virðist alltaf fara í hringi og það er greinilegt að við erum að fara inn í tímabil fleiri lita. Hvíti liturinn er áfram sterkur en hann er ekki alls ráðandi. Drapp- aðir litir, brúnir litir og gráir litir eru algengir en ekki skærir litir.“ Að sögn Kolbeins er alltaf eft- irspurn eftir ákveðnum litum. Hann nefnir sérstaklega marmara- hvítan lit, apótekaragráan lit og Kiddahvítan lit. Helsti tíminn til að mála sé frá mars og fram í sept- ember og hann merki minni áherslu á að mála fyrir jól en áður. Hins vegar sé töluvert mikið að gera nú á þessum árstíma og ekki síst vegna mikilla hræringa á fast- eignamarkaðnum. „Fólk er mikið að skipta um íbúðir og það er alltaf málað áður en flutt er inn. Miklir flutningar eru helsti drifkrafturinn eins og er.“ Málning frekar en sápa Vigfús Gíslason, sölustjóri hjá Flûgger, sem áður hét Harpa Sjöfn, segir að ljósir litir eins og beinhvítt og hrímhvítt, hafi áfram vinninginn innanhúss en mikið selj- ist einnig af ýmsum öðrum litum, einkum gráleitum og dröppuðum litum. „Þó ljóst sé aðalsmerkið skreytir fólk aðeins hjá sér með öðrum litum, segir hann. Að sögn Vigfúsar er algengt að íbúðareigendur velji einn lit á veggi og loft en eins sé áberandi að loft séu höfð hvít og veggir beinhvítir eða hrímhvítir, ekki síst í nýbygg- ingum. Aðrir litir séu meira áber- andi í endurmálningu. „Þá er fólk meira í bílstjórasætinu en nýbygg- ingar eru oftast afhentar fullbúnar og þá er málningarþátturinn oft einfaldur hvað liti varðar.“ Vigfús segir að góð sala á máln- ingu fari alltaf saman með mikilli hreyfingu á fasteignamarkaðnum. Árstíðin hafi líka sitt að segja. „Stórhreingerningar á heimilum fyrir jól eins og viðgengust á árum áður eru liðin tíð,“ segir hann. „Áð- ur var gert ráð fyrir að málningin entist í 10 til 20 ár en nú þarf yf- irleitt að endurmála á fimm til átta ára fresti. Áður kom stórfjölskyld- an saman til að skrúbba hátt og lágt fyrir jólin en nú er málað.“ Hvítur litur ríkjandi sem fyrr Það að mála er gjarnan liður í jólahreingerningu landsmanna. Steinþór Guðbjarts- son kynnti sér stöðu mála í litadýrðinni og fékk að heyra að víða verða hvít jól. Morgunblaðið/Golli Málningarframleiðsla hjá Málningu í Kópavogi. Algengustu litir eru til á lager og kaupendur fá yfirleitt þá liti sem þeir vilja. Litir eru blandaðir að óskum kaupenda. Ný málning sett í þar til gerðar málningarfötur. steinthor@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.