Morgunblaðið - 28.11.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 28.11.2005, Qupperneq 52
52 F MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Opið mán.-fim. frá kl. 9-12 og 13-17.30, fös. frá kl. 9-12 og 13-17 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Sölumenn FM aðstoða Sjá mikinn fjölda eigna og mynda á fmeignir.is og mbl.is Einbýli Brekkuhvarf - Kópavogi Erum með í sölu eldra einbýlishús sem stendur á 2.344 fm lóð á þessum frábæra stað í grennd við Elliðavatn. Eign sem býð- ur upp á mikla möguleika. Tilboða er ósk- að í eignina. Nánari upplýsingar á skrif- stofu Fm, sími 550-3000 eða fmeignir.is 7820 Kópavogsbraut - Kópavogi Erum með í sölu töluvert endurnýjað ein- býlishús, ásamt stórum bílskúr, á þessum vinsæla stað í vesturbæ Kópavogs. Húsið stendur á 1.435 fm lóð. Afar rólegt um- hverfi og má nánast segja að um sé að ræða sveit í borg. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl á skrifstofu Fm, sími 550-3000. 70761 Hæðir Öldugata - Hafnarfirði Erum með í einkasölu hæð og ris í eldra húsi, byggðu 1932, við Öldugötu. Hluti íbúðarinnar hefur verið endurnýjaður. Gólf- efni upprunalegar gólffjalir. Áhugaverð eign á góðum stað. Tilboða er óskað í eignina. Nánari upplýsingar á skriftstofu FM, sími 550-3000. 4ra herbergja Engihjalli - Kópavogi Erum með í einkasölu 4ra herb íbúð á 5. hæð með stórkostlegu útsýni til austurs og suðurs. Stutt í alla þjónustu. Gólfefni nýtt parket. Íbúðin er öll ný máluð. Snyrtileg sameign. Sameiginlegt þvotthús á hæð. 30861 3ja herb. Hlynsalir - Kópavogi Erum með í sölu fallega 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð, ásamt stæði í lokaðri bíla- geymslu. Gólfefni parket. Þvottahús í íbúð. Stór ca 30 fm afgirt hellulögð suðurver- önd. Snyrtileg sameign. Örstutt í Salaskóla og sundlaug og aðra þjónustu. Nánari upplýs. á skrifstofu Fm, sími 550-3000. Verð 25,9 millj. 21168 Torfufell - Breiðholti Erum með í einkasölu þriggja herb. íbúð á efstu hæð í snyrtilegu húsi við Torfufell. Hluti innbús getur fylgt með í kaupum. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fm, sími 550-3000. Verð: 13,7millj Hverfisgata Erum með í einkasölu 71fm fallega íbúð á fyrstu hæð í litlu fjölbýli við Hverfisgötu. Gólfefni parket. Nýir gluggar og gler í íbúð- inni. Skipt hefur verið um þak á húsinu. Ný rafmagnstafla. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl á skrifstofu FM sími 550-3000 Verð: 14,9millj. 21162 2ja herb. Garðhús - Grafarvogur Erum með í sölu snyrtilega 2ja herb íbúð á annari hæð(miðhæð), auk bískúrs. Þvotta- hús í íbúð. Gólfefni parket. Rúmgóðar suð- ur svalir.Snyrtilleg sameign. Stutt í skóla og þjónustu. Nánari uppl á skrifstofu FM sími 550-3000. Verð 18,3millj. 1847 Sími 550 3000 fmeignir@fmeignir.is www.fmeignir FJÁRFESTAR BYGGINGAVERKTAKAR Til sölu nokkrar einbýlis- og raðhúsalóðir í Kópavogi og Mosfellsbæ. Hjá Fasteignamiðstöðinni er einnig til sölumeðferðar umtalsvert af væntan- legu byggingalandi í Reykjavík og nágrenni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar, sími 550-3000. LANGÞRÁÐUR draumur Kópa- vogsbúa er senn að rætast á næstu vikum þegar síðustu steypueiningun- um verður komið fyrir ofan á gjánni og bæjarhlutarnir sameinast á ný eft- ir áralanga skiptingu frá því að Hafn- arfjarðarvegurinn var grafinn í gegn- um hálsinn. Mörgum þóttu þessar hugmyndir ævintýralegar á sínum tíma en þegar gerður var samningur við verktakafyrirtækið Ris ehf. um fyrsta áfanga verksins og Gunnar Birgisson bæjarstjóri sem þá var for- maður bæjarráðs, tók fyrstu skóflu- stunguna á eystri bakka gjárinnar var öllum ljóst að ráðamönnum í Kópavogi var alvara með þessa fram- kvæmd. Árið 1998 hrinti meirihluti bæjar- stjórnar af stað verðlaunasamkeppni um tillögur að yfirbyggingu á gjánni. Tillaga Benjamíns Magnússonar arkitekts, sem hann og Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt sendu inn ásamt ráðgjöf verkfræðistofunn- ar Hamraborg, vann fyrstu verðlaun. Í framhaldinu var húsið Hamraborg 8 hannað með tilheyrandi undirstöð- um sem byggðar voru á sömu tækni- legu útfærslunum og brúarsmíði að viðbættum veltiáhrifum sem tveggja hæða hús ofan á gæti skapað. „Upphaflega varð að leysa marg- vísleg flókin vandamál sem við blöstu. Húsið var hannað samhverft, symmetrískt, en vegna veltiáhrif- anna var það rökrétt form í slíku brú- armannvirki svo kraftarnir virki alls staðar eins í mannvirkinu,“ sagði Benjamín Magnússon arkitekt, í samtali við Morgunblaðið og bætti við að nú ári seinna eftir að húsið var tekið í notkun hefði ekkert komið á óvart. Byggingar- og kostnaðaráætl- anir hefðu gengið eftir eins og lagt var af stað með og tæknilega séð væri ekkert til að hrella þá sem að verk- efninu stæðu. Landsbankinn opnaði útibú í hús- inu í byrjun ársins og er nú að stækka við sig. Heilsugæslan í Fannborg flytur í efri hæð hússins í næsta mán- uði og senn verður opnað þar apótek á vegum Lyfja og heilsu. Í framhald- inu var ákveðið að láta ekki staðar numið heldur klára að loka gjánni yf- ir að Digranesvegi. Húsið sem þar kemur verður álíka stórt og það fyrra, tæpir 2000 ferm. og er hönnun lokið í meginatriðum. Það verður tilbúið að utan í vor en í því eru fyrirhugaðar verslanir og skrifstofur. Húsið verður gjörólíkt að formi til en úr stáli og gleri eins og það fyrra. Vestari endinn verður spísslaga en hinn endinn byggist ut- an í steyptan gafl á eystri bakkanum þar sem biðskýli Strætó stóð áður. Efri hæðin fer síðan alla leið yfir sneiðinginn sem liggur niður á Hafn- arfjarðarveginn auk þess sem stræt- isvagnaakreinin fer þar einnig undir. Myndarleg göngubrú liggur síðan frá Fannborginni yfir á torgið með teng- ingu við efri hæð hússins. Benjamín segir að torgið, sem verður útivistarsvæði og útitónleika- svæði með hljómsveitarpalli, verði hellulagt með snjóbræðslukerfi og ýmsum leiðslum sem þarf vegna húsanna og tenginga við umhverfið. Áætlað er að ljúka verkinu í lok næsta árs. „Ljóst er af því sem nú er komið að mannvirkið verður hið glæsilegasta bæði undir og yfir, og fer vel á því á þessari Akrópólishæð Íslands,“ segir Benjamín og bætir við að mikil breyt- ing hafi orðið á hans vinnustað sem snýr út að gjánni. „Umferðarniður- inn er þagnaður,“ segir hann. Benjamín Magnússon arkitekt segir engin tæknivandamál hafa komið upp Kópavogsgjáin endanlega að lokast Eftir Kristin Benediktsson Unnið er dag og nótt við að brúa Kópavogsgjá. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Unnið hefur verið við Kópavogsgjá undanfarin ár og lokast hún brátt. Húsið kemur ofan í opna kaflann. Nýja húsið við Digranesveg brúar Hafnarfjarðarveg og nær yfir á austurbakk- ann við Fannborg. Húsið verður tæplega 2.000 fermetrar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.