Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
É
g finn fyrir leiða
gagnvart stjórn-
málum. Ég finn fyr-
ir vantrú á ráða-
mönnum. Mér
finnst stjórnmál á Íslandi hrein-
lega vera orðin hundleiðinleg.
Fjasið í stjórnmálamönnum er
svo óttalega innantómt – og það
sem verra er, mér finnst þetta
ágerast. Þeir bítast alla vega ekki
um mitt atkvæði, því það er eng-
inn að segja neitt eða gera neitt
sem til mín höfðar. Samt tel ég
mig með góðri samvisku geta sagt
að það sé auðvelt að gera mér til
hæfis og að ég geri engar óhófleg-
ar kröfur til lífsins. En ég geri þó
kröfur og í aðalatriðum eru það
grundvallarkröfur um að mann-
réttindi séu virt og borin sé virð-
ing fyrir reisn einstaklingsins
hvernig svo sem högum hans er
háttað. Mér finnst að allir eigi að
hafa vel til hnífs og skeiðar, án
þess að þurfa að betla og biðja um
mat. Mér finnst að allir eigi að
njóta heilbrigðisþjónustu og hafa
sömu tækifæri til að mennta sig,
án tillits til efnahags, og mér
finnst að kynin eigi að njóta sömu
tækifæra til atvinnu, launa og fjöl-
skyldulífs. Mér finnst líka að við
eigum að vera jöfn fyrir lögum. Í
einfeldni minni og barnaskap hef
ég talið að sátt væri um þessi
grundvallaratriði, en flest þau
leiðindamál sem staglast er á í
fréttum dag eftir dag, snúast um
það að mál af þessu tagi séu ein-
mitt EKKI í lagi. Jú, öryrkjar
hafa það skítt; fólk í mikilvægum
uppeldis- og aðhlynningarstörfum
hefur léleg laun – að líkindum
vegna þess eins að það eru
kvennastörf. Fólk hefur ekki efni
á að fara í nauðsynlegar lækn-
isaðgerðir. Gamalmenni komast
ekki í sómasamlega vist þótt þau
geti ekki lengur séð um sig sjálf.
Er fólk svo ekki búið að fá NÓG af
margra ára endalausum fréttum
um niðurskurð á sjúkrahúsum?
Á meðan virðast stjórn-
málamenn uppteknir af því einu
að standa sig ekki í stykkinu. Þeir
fylgja sinni hjörð í blindni og voga
sér ekki að gægjast handan sjón-
deildarhringsins, skoðanir flokks-
ins eru þeirra skoðanir, enginn
kjarkur til neins, ekkert þor. Eða
er það kannski bara enginn vilji?
Úff hvað ég hlakka til þegar
fram á sjónarsviðið kemur ráða-
maður sem þorir að segja: „Halló,
ég ætla að eyða miklum peningum
í skólakerfið, því mér finnst að við
eigum að búa til frábærar fram-
tíðarkynslóðir.“ – Ég bíð líka eftir
þeim sem segir: „Nú þurfa jarð-
göng að bíða, launajafnrétti hefur
forgang.“ – Og þessum: „Kæru
landar, í dag leggjum við með
stolti hornstein að fullkomnustu
þjónustu fyrir geðsjúka sem völ
er á – jú, það er dýrt, en við viljum
jú að öllum líði vel, og auk þess
eigum við enn peningana sem ein-
hverjir aðrir ætluðu að eyða í
stóriðju í Skagafirði – það vill
hvort eð er enginn breyta þeirri
fallegu paradís í mengaðan eit-
urpytt.“ – Og í kjölfarið kemur
þessi: „Mér finnst að lengja eigi
menntaskólann, svo ungdómurinn
geti notið æsku sinnar aðeins
lengur. Ég man það vel hvað það
var gaman í menntó.“ Hvar eru
þessir ráðamenn eiginlega? Hvar
eru þeir sem ætla að höfða til
þessara einföldu óska minna? Ég
þekki allar afsakanirnar og klisj-
urnar sem stjórnmálamenn hafa á
takteinum: „Í samstarfi flokka er
ekki við því að búast að hægt sé
að gera allt sem mann langar til.“
„Taka þarf tillit til allra sjón-
armiða.“ „Fjármunir reyndust
ekki nægir.“ Eins og við trúum
því endalaust að þetta séu raun-
verulegar ástæður? Hvers vegna
þorir enginn að standa frammi
fyrir hjörðinni sinni og segja: „Jú,
ég þori.“
Mér finnst að fólk sem ekki hef-
ur ástríðu fyrir umbótum, ekki
þorir að hafa sjálfstæðar og per-
sónulegar skoðanir og standa með
þeim, eigi ekkert erindi í pólitík.
Á sama tíma og samfélagið
drabbast niður í neikvæðni og
getuleysi, vex svo auðvitað vald-
níðslan. Meira að segja ráðherra
leyfir sér að segja með þótta að
hann sé ekki sammála dóm-
aranum, þegar hann ætti að hafa
kjark til að biðjast bljúgur og full-
ur iðrunar afsökunar á mis-
gjörðum sínum.
Annar ráðherra getur ekki
horfst í augu við skýrslu vísinda-
manns sem segir að öryrkjar hafi
það ekki bara skítt, heldur fari
kjör þeirra versnandi. Besta ráðið
sem hann á við vandanum er að
láta búa til nýja skýrslu fyrir sig
sem fyrirsjáanlegt er að segja
mun „allt í plati-rassagati“ og get-
ur þá væntanlega haldið áfram að
ulla framan í öryrkjana með því
að skammta naumt.
Þegar ráðamenn bera ekki
meiri virðingu fólki, þá er ekki að
undra að venjulegir plebbar hiki
ekki við að lúskra á fötluðu fólki
sem vill bara geta lagt bílnum sín-
um í sérmerkt stæði. Það var líka
allt í lagi, helvítið var ekki einu
sinni í hjólastól. Stjórnvöld níðast
á aumingjunum, hvers vegna
skyldum við ekki gera það líka.
Á sama tíma og valdhroki
stjórnmálamanna eykst undr-
umst við að glæpir og siðleysi í
tengslum við neyð ungra eitur-
lyfjanotenda aukast. Hvers vegna
ættu krakkar í vanda ekki að gefa
sama skít í allt og alla og fyr-
irmyndirnar, sem eiga þó ekki við
neinn sérstakan vanda að glíma
annan en eigið getuleysi?
Ég á mér þá ósk að stjórn-
málaflokkarnir hrökkvi upp af all-
ir sem einn, og að fólk átti sig á
því að þeir eru steingelt fyrirbæri.
Þar virðast hvorki spretta frjóar
hugmyndir né vilji og kjarkur.
Þetta endalausa þras um íhald,
komma, err, grænt og appels-
ínugult, svart og hvítt er stein-
dautt. Ég vil fá almennilegt fólk
sem þorir, vill og getur, til að ráða
ráðum mínum. Það að fylgja
stjórnmálaflokki er í mínum huga
eins og að synda með kút og kork
og þora aldrei að reiða sig á eigin
styrk.
Kjarkur
óskast
Það að fylgja stjórnmálaflokki er í
mínum huga eins og að synda með
kút og kork og þora aldrei að reiða
sig á eigin styrk.
VIÐHORF
Bergþóra Jónsdóttir
begga@mbl.is
Þórarinn Eldjárn hefur sent frá sér ljóðabókinaHættir og mörk en allnokkur ár eru síðan hannsendi síðast frá sér ljóðabók fyrir „fullorðna“
þótt hann segist að vísu farinn að leitast við að láta
barna-og fullorðinsbækur skarast. Hann hefur hins
vegar verið iðinn við skriftirnar og samið og gefið út
tvær stórar skáldsögur undanfarinn áratug Brota-
höfuð og Baróninn, tvö smásagnasöfn og loks ljóða-
bækur fyrir börn, síðast Grannmeti og átvexti 2002.
Þá eru ónefnd leikrit fyrir Möguleikhúsið upp úr
Völuspá og útgáfa á Völuspá handa börnum í haust.
Titill hinnar nýju bókar Hættir og mörk segirkannski talsvert um skáldskaparlist Þórarins,
hefðbundnir hættir leika honum á tungu en hann yrði
þó seint vændur um forneskju, hann er sannarlega
nútímaskáld sem skipar öruggan sess í huga þjóð-
arinnar, jafnt barna sem fullorðinna.
„Ljóðin í þessari bók eru af ýmsu tagi, enda aldurs-
dreifingin nokkur. Þau eru þó flest ort á nýliðnum ár-
um, og mörg þeirra í vor og sumar. Bókin er ekki
frekar en flestar fyrri bækur mínar ort og mótuð sem
heild eða bálkur heldur á hvert ljóð að standa fyrir
sínu, vera fremst meðal jafningja meðan það er lesið.
Ég set bækur á lokastigi þannig saman að ég byrja á
að skaffa mér gott gólf og raða svo ljóðunum á það,
spígspora svo innan um þau meðan ég góni og greini,
vel og hafna, víxla og hrókera.
Ég reyni að forðast nástöðu ljóða, og reyndar fjar-
stöðu líka, að ekki séu tvö samliggj-
andi sem eru alltof lík að efni eða
formi og einnig að þau séu ekki of
sundurlaus. Huga samt vel að sam-
stöðu og sérstöðu. Ég hef stundum
líkt þessu við það þegar listmálari
undirbýr sýningu á verkum sínum.
Hann á eitthvað af verkum sem
hann vill sýna en málar svo meira
gagngert fyrir sýninguna svo úr
verði einhvers konar laustengd
heild. En þetta er ekki safn ást-
arljóða, tregaljóða eða ættjarð-
arljóða heldur ljóð af ýmsum toga.
Ég held bókinni verði best lýst með
sænskum frasa: „En salig röra“
þ.e.a.s. hræringur sæll.“
Um hvað ertu að yrkja?
„Efnið er margvíslegt og spannar allt ljóðrófið, all-
ar tilfinningar, mikla sorg, einlæga gleði, ást og sam-
kennd, pot og pirring. Mannlegt atferli, dæmi og eft-
irdæmi. Svo eru þarna ábendingar og athuganir,
yfirlýsingar og undirlýsingar.“
Áttu þér uppáhaldsljóð í bókinni? „Það gengur ekki
að haga sér þannig. Stundum er manni eitthvert til-
tekið ljóð sérstaklega hugfólgið og væntir þess að það
veki mesta lukku. En svo kemur á daginn að eitthvert
allt annað ljóð, sem maður lét ef til vill hálfpartinn
fljóta með án þess að gefa því sérstakan gaum, höfðar
mun betur til lesenda, fer á flakk og gerir garðinn
frægan eins og kolbítur sem rís úr öskustó. Önnur
geta svo verið eins og dúxar sem koðna niður og
verða heimaskítsmát.“
Þórarinn gaf fyrr í haust út Völuspá fyrir börn, þarsem hann enduryrkir hið forna kvæði við mynd-
skreytingar Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur.
„Þessi bók á sér þá forsögu að 1992 kom út sýn-
isbók norrænna goðsagna á öllum Norðurlandamál-
unum, handa efstu bekkjum grunnskóla. Svört verða
sólskin var heiti bókarinnar. Nýjar þýðingar voru
gerðar á Völuspá en í íslensku útgáfunni stóð til að
birta frumtextann ásamt ítarlegum neðanmálsskýr-
ingum. Þá kviknaði sú hugmynd hvort ekki mætti al-
veg eins yrkja nútímavöluspá, gera kvæði úr neð-
anmálskýringunum og birta samhliða frumtextanum.
Þetta lenti á mér. Tveimur árum síðar var svo þessi
Völuspá tvennra tíma gefin út sérstök í litlu kveri og
þar gerði Kristín Ragna mjög skemmtilegar klippi-
myndir. Hún átti sér síðan þann draum að vinna
áfram myndabók með texta handa enn yngri börnum
og gefa út án frumtextans. Leiðarljósið var ekki að
einfalda eða stytta sjálft kvæðið eða atburðarásina,
heldur að hvert erindi út af fyrir sig yrði sem að-
gengilegast og skiljanlegast ungum börnum. Nýja
bókin er þannig til komin.“
Það verður ekki hjá því komist að spyrja Þórarin,
sem eftirsóttur er til svo fjölbreyttra ritstarfa, þýð-
ingar skáldsagna og leikrita, samningar söngtexta og
alls kyns ljóðagerðar sem kalla má pantaða fremur en
sprottna algerlega úr hugarfylgsnum hans sjálfs,
hvort hann setji sig í mismunandi stellingar eftir því
hvert viðfangsefnið er.
„Nei, það hvarflar ekki að mér. Ég hugsa þetta ekki
á þennan hátt. Ég geng að öllum verkum með sama
hugarfari og grunnurinn verður að byggjast á sköp-
unargleði. Ef hún er ekki til staðar er allt til einskis.
Stundum hefur verkið einhvern afmarkaðan tilgang
og því verður að hlíta en annars er þetta allt hluti af
því sama, starfi mínu sem rithöfundur. Það fram-
fleytir enginn sér eingöngu á ljóðagerð og því er
nauðsynlegt að hafa fleiri strengi á gígjunni.“
Það hefur vakið athygli að engar ljóðabækur skulihafa verið tilnefndar til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna í ár, þrátt fyrir mikla grósku í ljóða-
gerð og útgáfu ljóðabóka. Þórarinn segir að sér sé
vissulega erfitt um vik að tjá sig um þetta þar sem
hann er höfundur einnar ljóðabókarinnar á mark-
aðnum.
„Ég get heldur ekki sagt margt um tilnefningar
ársins. Hef enn ekki lesið nema eina af bókunum. Hún
er mjög góð og þá ættu hinar vonandi að vera það
líka. Auðvitað blóðlangar mig í þessi verðlaun en svo
á hinn bóginn langar mig ekki neitt til að vera til-
nefndur án þess að fá þau. Þar hef ég reyndar verið
stálheppinn og aldrei tilnefndur.
Tilnefningarnar einar hafa því miður ekki öðlast
nokkurt einasta gildi og það stafar af því að í heildina
gegnum árin hafa þær átt það til að vera alveg stór-
einkennilegar og þar með vafasamur heiður oft og
einatt. Það þarf ekki annað en renna í gegnum þann
langa lista til að sjá það.
Ég held þetta leiti í þennan farveg meðan valið er
ekki í höndum einvalds. Tvisvar, minnir mig, voru
einvaldar ráðnir og aldrei var almennari sátt um út-
komuna. Þá er að minnsta kosti tryggt að ein persóna
á öllu landinu er ánægð með valið og ber ábyrgð á
því. Svarar ekki gagnrýni með því að segja: Hinir
vildu þetta! En ef það er nefnd er jafnöruggt að eng-
inn einn aðili stendur með listanum í heild.
Nefndarfyrirkomulagið kallar á hrossakaup, einn
kemur að sinni sérlund í skiptum fyrir sérlund hins.
Stundum verða sérlundirnar þrjár og þá eru ekki eft-
ir nema tvö sæti fyrir almennilegar bækur. En gleym-
um því svo aftur ekki að alltaf hefur þetta endað vel
og verðlaunin hafnað hjá góðum höfundum fyrir
snjallar bækur.“
Kolbítar og dúxar
’Hvert ljóð á að standa fyrir sínu,vera fremst meðal jafningja meðan
það er lesið.‘
AF LISTUM
Hávar Sigurjónsson
Morgunblaðið/Einar Falur
„Efnið spannar allt ljóðrófið,“ segir Þórarinn Eldjárn
um ljóðabókina Hættir og mörk.
havar@mbl.is