Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Heppnir fá þá eitthvað fallegt... bílaumferð var sömuleiðis bönnuð í borgum Íraks til að fyrirbyggja árásir á kjósendur. Almenningur þurfti af þeim sökum að ganga á kjörstað. Leitað var á fólki áður en það kom inn á kjörstaði, það voru einkum liðsmenn írösku lögregl- unnar og Íraksher sem sáu um ör- yggisgæsluna. Næstum enga bandaríska hermenn var til dæmis að finna í Fallujah – þar hafa þeir enda aldrei verið neinir aufúsu- gestir – en um 4.000 Bandaríkja- menn voru þó við öllu búnir í út- jaðri borgarinnar. Kosningarnar verði til þess að hernáminu ljúki Er því spáð að í kjölfar þessara kosninga muni umræður um brott- hvarf Bandaríkjahers í áföngum fá byr undir báða vængi. Einn írask- ur viðmælendi BBC á kjörstað í Bagdad lýsti einmitt þeirri von sinni að þessar kosningar myndu hafa þær afleiðingar að hernámi Bandaríkjamanna lyki. Írakar yrðu þó að varast sundrungu. „Stöðugleiki næst ekki nema með ÍRAKAR flykktust á kjörstaði í landinu í gær, konur með nýfædd smábörn í fanginu jafnt sem fatlað fólk í hjólastólum. Kjörsókn var sögð hafa verið afar góð, svo virð- ist sem íraska þjóðin hafi verið staðráðin í að koma vilja sínum á framfæri í þessum þingkosningum; en með þeim gafst Írökum í fyrsta sinn frá falli stjórnar Saddams Husseins tækifæri á að velja sér fulltrúaþing og ríkisstjórn til fjög- urra ára. „Íbúar Fallujah munu fara skríðandi á hnjánum á kjörstað ef það reynist nauðsynlegt,“ hafði AFP-fréttastofan franska eftir Amr Hamed, 30 ára verkfræðingi í borginni Fallujah um hádegisbilið í gær, en í Fallujah búa einkum súnní-arabar og hefur borgin verið ein sú allra róstusamasta í Írak síðastliðin tvö og hálft ár. Uppreisnarmenn í Írak eru einkum taldir koma úr röðum súnníta en flest benti hins vegar til þess að súnnítar hefðu neytt kosningaréttar síns að þessu sinni en þeir hunsuðu kosningarnar sem haldnar voru í janúar sl. Súnní- arabar, sem áður réðu öllu í Írak, eru á bilinu 15–20% landsmanna og munu hafa viljað með þátttöku sinni tryggja að þeir beri ekki skarðan hlut frá borði að þessum kosningum afloknum. Gífurleg öryggisgæsla Gífurleg öryggisgæsla var í borgum Íraks vegna kosninganna en reyna átti að fyrirbyggja að uppreisnarmönnum tækist að setja strik í reikninginn með sprengju- tilræðum eða öðrum ódæðis- verkum. Þetta virðist hafa tekist að miklu leyti, þó að í Bagdad og víðar heyrðust engu að síður sprengingar af og til. Vitað var um þrjá látna um miðjan dag í gær, í borginni Mosul í norðurhluta Íraks og í Bohruz. Landamærum Íraks hafði verið lokað í öryggisskyni, umferð flug- véla yfir landið var bönnuð. Öll samstöðu,“ sagði hann. „Þegar við höfum stöðugleika geta Banda- ríkjamenn farið.“ Dagur sigurs, dagur frelsis Ríflega fimmtán milljónir Íraka voru á kjörskrá og var vonast til þess að yfir tíu milljónir þeirra myndu neyta atkvæðisréttar síns. „Þetta er dagur sigurs, dagur sjálfstæðis og frelsis,“ hrópaði 60 ára gamall sjía-múslími, Moham- med Ahmed al-Bayati, fyrir fram- an kjörstað í Bagdad. „Hér eru engir hryðjuverkamenn nema Bandaríkjamennirnir og hernáms- liðið í landi okkar,“ bætti hann við en al-Bayati kvaðst hafa greitt Íraska bandalaginu, kosninga- bandalagi ýmissa helstu sjíta- leiðtoga landsins, atkvæði sitt. Hlutskipti sjíta í Írak var slæmt í stjórnartíð Saddams Husseins. Á kjörstað í Bagdad, skammt frá einni af höllum Saddams, gladdist sjíta-kona ein því innilega þeim sögulegu tíðindum að geta nú kos- ið um framtíð sína. „Þetta er lýð- ræði! Þessar kosningar munu breyta miklu,“ sagði konan, Su- heila Mohammed, en hún var klædd svörtum fatnaði frá hvirfli til ilja og hafði með sér unga dótt- ur sína. Í Basra í suðurhluta Íraks og í hinni helgu borg Najaf, miðja vegu milli Basra og Bagdad, hafði fólk flykkst út á götu til að dansa og syngja stuðningssöngva til handa Íraska sjíta-bandalaginu. Var kjör- sókn góð í þessum borgum. Næsta víst þykir að sjítabanda- lagið fái meira en 40% atkvæða í kosningunum og ljóst þykir því að þessar kosningar munu staðfesta að valdajafnvægið í Írak hefur breyst til frambúðar. Spurningin er hins vegar sú hvort ríkisstjórn undir forystu sjíta muni launa súnnítum lambið gráa, eða stefna að sáttum þjóðarbrotanna í land- inu. Kjörseðlarnir kláruðust Á fjórða hundrað stjórn- málaflokka, kosningabandalaga eða óháðra frambjóðenda voru í boði í gær, alls hátt í sjö þúsund frambjóðendur. Kjósendur merktu við á kjörseðli sínum, brutu hann síðan í tvennt og skiluðu í kjör- kassann. Um leið dýfðu þeir fingr- inum ofan í blek, þannig var mein- ingin að koma í veg fyrir að menn greiddu atkvæði oftar en einu sinni. Íraski bloggarinn Salam Pax lýsti stemningunni í Bagdad á kjördag í grein á vefsíðu The Gu- ardian. Hann sagði göturnar tóm- ar, hvergi bíl að sjá. Þegar menn nálguðust kjörstaði breyttist hins vegar andrúmsloftið, þá fengi maður á tilfinninguna að hátíð stæði yfir. Hvarvetna væri glað- legt fólk, börn með þjóðfána, menn sýndu ekki einu sinni hefðbundna óþolinmæði í biðröðinni eftir því að kjósa. „Ef við gætum svo bara [í framhaldinu] stöðvað þessar sprengingar,“ segir hann svo. Á nokkrum kjörstöðum, einkum í Fallujah, kláruðust kjörseðlarnir áður en yfir lauk. Stefnt hafði ver- ið að því að ljúka kjörfundi kl. fimm síðdegis í gær, eða kl. 14 að íslenskum tíma. Sökum góðrar kjörsóknar var þó ákveðið að hafa kjörstaði opna um klukkustund lengur, eða til kl. 18 að staðartíma. Hátíðarstemning á kjörstöðum í Bagdad Reuters Írösk kona stendur á milli kjörklefa í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær þeg- ar landsmenn flykktust á kjörstaði til að kjósa nýtt þing til fjögurra ára. Reuters Írakar mynda sigurmerki með fingrunum á göngu um miðborg Bagdad-borgar eftir að hafa kosið í gær. Mikil þátttaka í þingkosning- unum í Írak Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Reuters Stúlka sýnir fingur, merktan með bleki, á kjörstað í bænum Baquba eftir að móðir hennar hafði kosið. ’Íbúar Fallujah munufara skríðandi á hnján- um á kjörstað ef það reynist nauðsynlegt.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.