Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 67
Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann Hún er að fara að hitta foreldra hans …hitta bróður hans …og hitta jafnoka sinn Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna 400 KR Í BÍÓ* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sími 551 9000 Miðasala opnar kl. 17.15 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM eee S.K. DV eee Topp5.is eee S.V. Mbl. KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! FRÁ LEIKSTJÓRA GROUNDHOG DAY OG ANALYZE THIS BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 Alls ekki fyrir viðkvæma hversu langt myndir þú ganga til að halda lífi fór beint á toppinn í bandaríkjunum eeee Ó.Ö.H / DV Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 hversu langt myndir þú ganga til að halda lífi? Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr Alls ekki fyrir viðkvæma 553 2075Bara lúxus ☎ Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 - POWER B.i. 12 ára FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON fór beint á toppinn í bandaríkjunum Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna „King Kong er án efa ein magnaðasta kvikmyn- daupplifun ársins.“ Topp5.is / V.J.V. E.P.Ó. / kvikmyndir.com **** **** S.U.S. / XFM 91,9 **** V.J.V. / topp5.is **** S.V. / Mbl. *** DV **** A.B. / Blaðið POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA thx TJALDI LANDSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 67 SÖNGKONAN Eivör Pálsdóttir kemur fram á þrennum jóla- tónleikum Langholtskirkju um helgina. Jólatónleikarnir bera yf- irskriftina Jólasöngvar en tónleik- arnir hafa verið haldnir árlega frá árinu 1978. Auk Eivarar koma fram einsöngvararnir Garðar Thor Cortes og Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Hljóðfæraleikarar verða Hallfríður Ólafsdóttir og Anna Kristín Einarsdóttir, flautuleik- arar, Monika Abendroth, hörpu- leikari, Jón Sigurðsson á kontra- bassa, Guðmundur Sigurðsson á orgel, Kjartan Valdemarsson á pí- anó og Pétur Grétarsson á tromm- ur. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Eivör kemur fram á þessum árlegu jóla- tónleikum en hún flytur lagið „Jólanótt“. „Lagið fjallar um boð- skap jólanna,“ sagði Eivör í sam- tali við Morgunblaðið en hún kveðst sjálf vera mikið jólabarn og hlakka mikið til hátíðarinnar. Það er talsverðra breytinga að vænta hjá Eivöru en hún flyst til Danmerkur strax í næstu viku. „Ég ætla að prófa að búa þar í eitt ár til að byrja með,“ segir Ei- vör en hluti af ástæðu flutning- anna er sú að hún hefur mikið ver- ið að spila í Skandinavíu og á meginlandi Evrópu að undanförnu og á því verður ekkert lát á næst- unni. „Tónleikarnir um helgina eru kannski að vissu leyti kveðju- tónleikar,“ segir Eivör. Hún segist samt vonast til að geta komist sem mest til Íslands á þessum tíma og segist ekki tilbúin að flytjast alfarin héðan. Tónlist | Söngkonan Eivör Pálsdóttir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eivör Pálsdóttir á æfingu í Langholtskirkju. Flyst til Danmerkur Jólasöngvar Langholtskirkju fara fram í kvöld klukkan 23, laugardag klukkan 20 og 23 og á sunnudag klukkan 20. Miðasala fer fram á midi.is. TÓNLISTARMAÐURINN Mugison var staddur á Litla-Hrauni í gær þegar Morgunblaðið náði í skottið á honum. Þar var hann að gera sig tilbúinn til að stíga á svið með reggí-hljómsveitinni Hjálmum en Mugison mun endurtaka þann leik í kvöld á NASA þar sem glimmer- og glamúrsveitin Trabant mun einnig skerast í leikinn. Mugison segist hafa fengið hugmyndina að þessum bræðingi eftir að hann uppgötvaði að hann þyrfti að standa við yfirlýsingu sem hann gaf út þess efnis að hann væri hættur að koma fram einn. „Þetta hentar ágætlega enda eru þessar sveitir báðar í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær munu leika mín lög með mér en eftir þeirra eigin nefi, og svo leik ég eitthvað með þeim í þeirra eigin lögum.“ Mugison viðurkennir þó að það hafi ekki farið mikið fyrir stífum æfingum með hvorri sveitinni fyrir sig en þó hafi eitt eða tvö rennsli náðst á undanförnum vikum. Þar á meðal eitt þegar hann var leynigestur á tónleikum Trabant í MH. „Það var stórkostlega gaman en ég er ennþá að ná af mér glimmerinu og augnskugganum. Satt að segja líkist ég mjög mikið þreytulegri dragdrottningu. Á meðan það er eins og að fara upp í sumarbústað og setjast fyrir framan arineld, að spila með Hjálmum, er það líkara að hellt sé yfir þig úr fötu fullri af vatni, að spila með Trab- ant.“ Nú á dögunum kom út hljómdiskurinn Little Trip sem inniheldur tónlist Mugison sem hann samdi við nýjustu mynd Baltasars Kormáks A Little Trip to Heaven. Eins og allir Tom Waits áhugamenn vita er titill myndarinnar fenginn úr samnefndu lagi Tom Waits af plötunni Clos- ing Time. Mugison segir að lagið sé og hafi verið uppá- haldslag Baltasars í fjölmörg ár og í fyrstu hafi upp- runalega lagið átt að hljóma í myndinni. „Það var búið að kaupa réttinn að laginu en eftir að ég var búinn að semja tónlistina fyrir myndina passaði upp- runalega lagið ekki inní. Það varð því úr að ég gerði mína eigin útgáfu af laginu og hún passaði betur inn í heild- armyndina. Þetta var mjög skemmtileg vinna og kannski skemmtilegast að þurfa ekki að semja texta við lögin.“ Mugison segist á hinn bóginn vera byrjaður að vinna að nýju efni. „Ég hef sagt að næsta plata verði hljóm- sveitarlegri en ég á líklega eftir að vinna hana eins og hinar. Það á samt allt eftir að koma í ljós. Ég stefni á að koma henni út í byrjun næsta sumars.“ Mugison, Hjálmar og Trabant Tónleikarnir í NASA hefjast upp úr miðnætti og að- gangseyrir er 2.000 krónur. Forsala aðgöngumiða fer fram í 12 Tónum. www.mugison.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.