Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 47
MINNINGAR
mennskan holdi klædd. Snyrti-
mennskan honum eðlislæg og sjálf-
sögð. Það var sama hvort maður
hitti hann í kjörbúð eða veislu, hann
var alltaf jafn fínn og strokinn.
Ég spurði Erlu konu hans eitt
sinn að því hvort þetta væri ekki
mikil útgerð, að vera alltaf svona
snyrtilegur og fínn, en hún sagðist
ekkert þurfa fyrir honum að hafa,
hann gengi svo vel um fötin sín.
Sama gilti um hljómplötusafnið,
sem var eins og heil deild í Rík-
isútvarpinu, þar var allt í röð og
reglu, og útvarpsþætti tók hann
upp á segulband og einnig þeir voru
flokkaðir eins og bækur á bóka-
safni.
Jón Sigurðsson, faðir Rikka, var
skipstjóri á Gullfossi og átti Rikki
margar minningar úr siglingum
með því merka skipi. Þar hitti hann
marga stórbrotna persónuleika og
gat í frásögnum sínum endurskapað
andrúmsloftið um borð. Hann lifði
sig inn í atvikin og rödd hans var
hljómmikil og kröftug.
Við Rikki kynntumst í gegnum
konur okkar. Anna, konan mín, sem
nú er látin og hún Erla hans Rikka,
eins og jafnan var sagt, voru æsku-
vinkonur.
Rikki vann lengst af hjá málning-
arverksmiðjunni Hörpu eða í 48 ár
og bjuggu þau Erla við Skúlagöt-
una, í íbúð við hlið verksmiðjunnar.
Síðar var hann næturvörður hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins í níu
ár og lét vel af dvöl sinni þar.
Rikki og Erla voru góð heim að
sækja. Rikki var glaðvær, miðlaði
fróðleik og sagði skemmtilegar sög-
ur. Hann hafði ákveðnar skoðanir.
Hann tók ævinlega málstað lítil-
magnans og var á bandi náunga-
kærleikans. Rikki var mjög trúað-
ur.
Ég þakka honum samfylgdina.
Erlu og dætrum þeirra votta ég
mína dýpstu samúð. Blessuð sé
minning hans.
Guðmundur Guðmundsson.
Mig langar að minnast vinar
míns Richards í nokkrum orðum.
Fyrstu minningar mínar eru þeg-
ar ég flutti í Möðrufellið árið 1994.
Aldrei hefði mig órað fyrir því þá
hversu góð og náin samskipti ég
átti eftir að eiga við Richard og
Erlu konu hans. Í fyrstu hélt ég að
Rikki eins og hann var nú oft kall-
aður væri húsvörðurinn í Möðrufell-
inu, vegna þess að áður en hann
gekk til hvíldar tók hann alltaf rúnt
um ganginn og sá til þess að allt
væri í stakasta lagi, það var eitt af
hans einkennum að hafa allt í röð
og reglu . Rikki var ræðin persóna
og hafði mikla frásagnargleði,
stundum fékk maður að heyra sömu
söguna nokkrum sinnum ef honum
fannst hún skemmtileg eins og þeg-
ar hann kynntist fallegustu konu
landsins, henni Erlu sinni. Rikki
gaf sér alltaf góðan tíma til að
spjalla við granna sína og öll vorum
við alltaf svo velkominn inná þeirra
heimili í gott spjall og kaffibolla þá
sat hann gjarnan við eldhúsborðið
og dásamaði útsýnið sem hann
hafði út um gluggann. Rikki var
reffilegur maður sem leiddist ekki
að fara í sitt fínasta púss fyrir góð-
ar veislur. Rikki og Erla þurftu að
breyta búsetu sinni vegna veikinda
sem Rikki átti orðið við að stríða,
það var mikið áfall að missa þau úr
þessu vinalega sambýli sem hefur
myndast hér í Möðrufellinu þar
sem þau voru orðin partur af fjöl-
skyldumynstri gangsins, enda búin
að búa í Möðrufelli 9 manna lengst.
Ég er svo óendalega þakklát fyr-
ir að hafa fengið að kynnast þessu
góða fólki, þakklát fyrir alla þessa
umhyggju, ást og kærleik sem okk-
ur hafa verið sýnd í gegnum árin.
Rikka verður sárt saknað í mínu
hjarta, megi góður Guð vernda
hann og geyma og gefa fjölskyld-
unni hans styrk á erfiðum tímum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hafdís Ósk Karlsdóttir.
✝ Þórunn Viðars-dóttir fæddist í
Reykavík 16. júní
1960. Hún andaðist
á gjörgæzludeild
Landspítalans í
Fossvogi 9. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Auður Haralds-
dóttir, f. 30. júlí
1933, og Viðar Ingi
Guðmundsson, f.
28. nóvember 1931.
Systkini Þórunnar
eru Ása, f. 18. júní
1963, og Ingvar, f. 8. júlí 1965.
Þórunn eignaðist þrjú börn,
þau eru: 1) Eva Lind Ómars-
dóttir, f. 24. nóvember 1981, unn-
usti Ari Elíasson,
sonur Evu Lindar
er Anton Máni. 2)
Þórarinn Viðar Sig-
urðsson, f. 28. apríl
1990. 3) Guðrún
Halldóra Sigurðar-
dóttir, f. 25. mars
1992.
Þórunn ólst upp í
Breiðholti í Reykja-
vík. Hún bjó megn-
ið af sínum búskap
á Suðurnesjum og í
Trelleborg í Sví-
þjóð þar sem hún
var í átta ár.
Útför Þórunnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma mín.
Ég kveð þig nú með mikilli sorg í
hjarta. Minningarnar hlaðast upp
og ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Þær stundir sem við áttum saman
eru svo margar og hver önnur ynd-
islegri að það væri efni í heila bók.
Þó svo ævi þín hafi nú ekki verið
löng, lifðir þú hratt og þökkum við
Guði fyrir það í dag. Þú varst ynd-
isleg í alla staði og hugsaðir alltaf
um litla manninn í öllum, varst
vinamörg og svo sannarlega vinur
vina þinna. Þú varst ekki bara móð-
ir mín heldur einnig besta vinkona
mín. Þeir voru sko ekki fáir dag-
arnir og kvöldin sem við áttum við
eldhúsborðið og spjölluðum um allt
frá því hvað við ættum að kaupa í
matinn yfir í stráka og allalvarlegri
hluti. Ekki skorti þig nú sögurnar,
mikið hló ég nú að þeim, þó svo
margar hafi nú verið heldur skrítn-
ar og efaðist ég nú oft á tíðum
hvort þær væru sannar. En hvernig
þú sagðir þær, það var svo gaman
að hlusta og þú varst eins og hinn
besti rithöfundur. Þú varst líka svo
gestrisin, það var alltaf eitthvað á
boðstólum. Ég flutti snemma að
heiman, þó svo ekki hafi það verið
langt frá þér. Alltaf var jafngott að
koma heim til mömmu, enda kom
ég við á hverjum degi.
En þegar ég rifja upp tímann er
ég var barn, man ég tímann okkar í
Kópavogi áður en við fluttum til
Njarðvíkur, ég var bara 5 ára en
þrátt fyrir það man ég þetta eins og
þetta hefði gerst í gær. Það var
alltaf svo gaman hjá okkur. Við vor-
um bara tvær á þessum tíma og þú
varst alltaf svo dugleg, skipulagðir
þig vel til að eiga tíma fyrir mig á
milli þess sem þú vannst mikið.
Alltaf gerðirðu eitthvað skemmti-
legt með mér.
Á þessum tíma var sykursýkin
stundum byrði enda var mér kennt
strax hvað ég átti að gera til að
hjálpa þér, og voru það nokkur
skipti þar sem ég þakka mínum
sæla að mér hafði verið kennt þetta
svona vel. Þegar ég átti að byrja í
barnaskóla kynntist þú manni og
fluttum við til Suðurnesja. Minning-
arnar eru margar þaðan, þú varst
svo barngóð og uppátækjasöm, mér
leiddist næstum aldrei því þú varst
svo fljót að koma með tillögur að
einhverju skemmtilegu.
Árið 1990 eignaðist þú bróður
minn hann Þórarin Viðar, ég gleymi
aldrei deginum sem við fórum upp
á spítala og ég fékk að sjá þig og
þennan yndislega strák. Ég var svo
stolt af honum bróður mínum. En
ég man hvað mig langaði líka til að
verða mamma eins og þú. Þá varstu
fljót að leysa það og keyptir handa
mér dúkkustrák og vöggu, og sagð-
ir að núna værum við báðar
mömmur. Í dag er ég stoltari af
þér, því þetta var þér ekki auðvelt,
fæðingin gekk ekki sem skyldi og
varstu gersamlega búin. Var það
Guðslán að þið höfðuð þetta bæði
af. Styrkur þinn var mikill og ef þú
ætlaðir þér eitthvað þá gastu það.
Mér er minnisstætt hversu hepp-
in þú varst í spilum og fórstu oft í
bingó, ég get sennilega ekki talið
þau skipti sem þú komst heim með
vinning, þau voru svo mörg. Keyrð-
ir þú til Reykjavíkur í hvaða veðri
sem er til að geta spilað. Það er
svolítið fyndið að hugsa til þess í
dag hvað þú lagðir mikið á þig til að
komast. Stundum fór ég nú með
þér og skemmti ég mér konung-
lega, þó svo ég hafi nú aldrei verið
svona heppin.
Þrátt fyrir alla þessa heppni
varstu ekki eins heppin í lífinu, því
miður. Lífið var þér erfitt og bar-
áttan mikil. Árið 1992 eignaðist þú
litla stúlku, Gunnu litlu, og á ég
þessi yndislegu systkini í dag til að
deila sorg minni með. Við söknum
þín mikið. Þú varst flakkari í þér og
fluttum við víða, þú varst svo fljót
að aðlagast og eignast vini, enda
varstu ófeimin og frökk. Þessi tími
var þér erfiður og kom það niður á
mér að vera mikið með börnin. Oft
á tíðum var eins og ég ætti þau,
þessu fylgdi mikil ábyrgð og þurfti
maður að þroskast hratt. Í dag er
ég glöð því núna er gott að vera
með þessa reynslu, og kem ég mik-
ið í þinn stað, þó svo þau séu hjá
yndislegri fjölskyldu sem þeim líður
svo vel hjá.
Við fluttum til Svíþjóðar þar sem
þú sagðir að við myndum eignast
betra líf. Það reyndist svo sann-
arlega rétt því fyrstu 4 árin voru
þau bestu í þínu lífi og okkar.
Þarna fékkstu loksins að njóta þín
en við vorum bara fjögur á þessum
tíma. Ég, þú, Tóti og Gunna. Þér
leið svo vel. Þú varst nú ekki lengi
að ná sænskunni líka. Áður en við
vissum varstu farin að tala út í eitt
og segja þínar skemmtilegu sögur.
Mikið varstu sænsk í þér, þú hefðir
aldrei flutt aftur heim til Íslands
nema í neyð, sem síðar varð raunin.
Veikindin þín voru mikil, fylgikvill-
ar sykursýkinnar voru þínir óvinir.
Eftir heilablóðfallið og síðar hjarta-
áfall varð ekki aftur snúið, leið þín
lá heim til landsins til að fá stuðn-
ing fjölskyldunnar. Á þessum tíma
bjó ég á Íslandi og sú minning sem
stendur mest upp í huga mér er
þegar ég eignaðist son minn Anton
Mána. Ég flaug til þín alla leið til
Svíþjóðar til að tilkynna þér að þú
værir að verða amma þó svo þig
hafi grunað það. Mikið varstu glöð,
tárin streymdu niður kinnar þínar
því þú varst svo viðkvæm lítil sál,
sem ég fékk svo sannarlega frá þér.
Þarna sátum við og gleðitárin
streymdu, síðan leistu á mig og
sagðir „Þetta er lítil strákur, ég
finn það á mér“. Og auðvitað stóðst
það eins og allt annað. Þegar tím-
inn kom og litli ömmustrákurinn
kom í heiminn sem var mörgum
vikum fyrir tímann. Varstu fljót að
panta þér flugfar með fyrstu vél
heim til þess að sjá ömmuprinsinn.
Fyrsta sem þú gerðir var að telja
fingurna og tærnar. Svo sagðir þú
„Hann er fullkominn“ og tárin
streymdu, þú varst svo hamingju-
söm að lifa þann dag að ná að verða
amma og fékkst þú að njóta þess í
þrjú ár því Anton Máni var aðeins
þriggja mánaða þegar amma flutti
aftur heim til Íslands. Þegar við
komum út til Svíþjóðar að sækja
þig var erfitt að sjá hversu veik þú
varst í raun.
Mamma, þú varst gangandi
kraftaverk. Þú ert Hetjan mín. Þú
gafst aldrei upp. Og síðustu dag-
arnir þínir á spítalanum voru svo
sannarlega dæmi um það. Þú barð-
ist eins og hetja en alltaf þegar þú
varst á batavegi kom annað áfall. Í
lokin varstu orðin svo máttvana.
Erfitt var að sjá þessa litlu konu
eiga svona bágt. Það er svo skrítið
en þú vissir sjálf í hvað stefndi og
kvaddir þú mig í síðasta sinn. Því
er ég mjög þakklát. Auðvitað hafðir
þú rétt fyrir þér enn og aftur.
Elsku mamma, þú átt þér enga
líka. Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt þig sem mömmu mína. Þú sem
hefur kennt mér svo margt. Ég er
sú manneskja sem ég er í dag, þökk
sé þér. Það var mikið lagt á eina
manneskju. En Guð hefur ætlað
þér mikið í þessu lífi. Satt er það
sem sagt er að þeir sem guðirnir
elska mest deyja ungir. Núna
færðu þá hvíld sem þú þráðir svo
mjög í þessum erfiðu veikindum. Þú
varst mjög trúuð og veit ég að þú
óttaðist aldrei dauðann. Þú trúðir á
lífið eftir þetta líf og trúðir því að
þar fengir þú líf án baráttu. Jesús
hefur komið þér til bjargar og hjá
honum ertu á nýjum stað og mun
hann nú leiða þig áfram óhrædda.
Biðjum við góðan Guð að styrkja
okkur í þessari miklu sorg.
Með söknuði.
Þín dóttir
Eva Lind.
Í dag kveð ég elskulega systur
mína og vinkonu.
Þórunn var náttúrubarn sem vildi
hvergi leika sér annarsstaðar en úti
í náttúrunni. Okkar leiksvæði var
niðri í Vatnagörðum á æskuárun-
um. Þórunn var foringinn og hetjan
mín. Ég fylgdi henni hvert sem hún
fór, t.d í þrautakóng meðfram
klettabrúm, fjársjóðsleit í fjörunni,
leiki í draugskipunum sem voru í
fjöruborðinu. Ekki má gleyma
sleðaferðunum við pissulækinn sem
var opið klóak sem rann í gegnum
leiksvæði okkar. Þórunn, án þín
hefði barnæska mín orðið róleg.
Sem betur fer átti ég þig að sem
systir. Þú gerðir lífið að ævintýri
með öllum sögunum og spunanum í
kringum allt. Það var alltaf eitthvað
nýtt sem þú fannst uppá. Það var
kannski ekkert skrítið að fólk lað-
aðist að þér. Alla tíð varstu boðin
og búin að hjálpa öllum. Sérstak-
lega þeim sem minna máttu sín. Þú
tókst alla uppá arma þína unga sem
gamla. Vinir þínir voru af öllum
þjóðflokkum því fyrir þér voru allir
jafnir. Heimurinn væri betri ef við
hefðum fleiri persónur eins og Þór-
unni. Hún var alveg sérstaklega
góð manneskja.
Þórunn vann aðallega verslunar-
störf í gegnum tíðina.
Síðustu 3 árin fylgdir þú mér, ég
sótti þig ásamt dóttur þinni Evu
Lind og tveimur öðrum til Svíþjóð-
ar. Heilsu þinni fór hrakandi mánuð
frá mánuði. Árin þín 8 í Trelleborg
voru þín bestu ár, þar blómstraðir
þú. Ég flutti til Svíþjóðar sumarið
2000-2001 til að kynnast þér betur
og börnunum þínum. Þú varst góð
til heilsunnar þann tíma. Þegar ég
Ása Dís og Siggi hugsum til baka
til ársins í Trelleborg verðum við
dreymin á svipinn og brosum, jú
munið hvað það var gaman. Munið
eftir öllu því sem við gerðum. Get-
um við ekki flutt þangað aftur? Ég
veit það elsku besta systir að þú
hefðir aldrei flutt til Íslands aftur
ef heilsan hefði verið i lagi. Þér leið
langbest í Svíþjóð.
Fyrir rúmu ári varð Þórunn að
láta börnin sín Þórarin Viðar og
Guðrúnu Halldóru í fóstur þar sem
heilsa hennar var orðin svo slæm.
Það var erfitt fyrir hana en léttir að
vita af þeim á góðu heimili. Það er
léttir fyrir alla í fjölskyldunni að
vita af börnum Þórunnar á góðu
heimili hjá skyldfólki í föðurfjöl-
skyldu. Tóta og Gunnu líður vel
enda hjá góðu fólki, þeim Karen og
Villa.
Þórunn féll frá 45 ára en er búin
að upplifa það sama og 90 ára. Hún
lifði alla tíð svo hröðu lífi var full-
orðin svo fljótt, hún sagði alltaf.
,,Ég ætla að njóta þess að vera til á
meðan ég hef heilsu“. Ég veit að
okkur þótti svo vænt hvorri um
aðra.
Ég stóð hjá þér á dánarstundinni
og hélt í hönd þína. Svo mikil kyrrð
og friður sem færðist yfir þig. Núna
færðu að hvíla þig í friði og ró eftir
6 vikna erfiða baráttu við fylgi-
kvilla, sykursýki sem þú varst búin
að þjást af í 33 ár. Vikurnar 6 á
Landspítala í Fossvogi voru erfiðar
aðstandendum en gott starfsfólk á
gjörgæsludeild og B-7 gerði þetta
auðveldara með góðu viðmóti. Hafið
þökk fyrir að annast systir mína.
Ég votta börnum Þórunnar mína
innilegustu samúð, Eva Lind, Þór-
arinn Viðar og Guðrún Halldóra.
Megi minning um alveg sérstaklega
góða manneskju lifa. Þórunn systir,
ég sakna þín sárlega.
Ása Viðarsdóttir.
Elsku besta systir, ég kveð þig
með söknuð í hjarta. Ég minnist
þess þegar þú kenndir mér að lesa,
skrifa og reikna af því þú varst
fimm árum eldri en ég. Einnig
minnist ég þess þegar ég var sjö
ára og þú tólf ára, þá vorum við að
hlusta á Slade og Nazareth og fleiri
lög frá þeim tíma. Þá spilaðir þú á
rauða ferðaplötuspilarann þinn.
Þótt ég væri þetta yngri var þér
mjög annt um mig. Það var aldrei
neitt kynslóðabil hjá þér. Skjótt
skipast veður í lofti, þú veiktist tólf
ára af sykursýki sem 33 árum
seinna leiddi þig til dauða. Þegar þú
komst á unglingsár skildi leiðir þar
sem þú fluttir svo snemma að heim-
an. Þú varst ávallt gestrisin og þótt
þú ættir börn og hefðir mikið að
gera hafðir þú ávallt tíma fyrir mig
í heimsóknir.
Síðustu áramót þegar ég gisti hjá
þér eru eftirminnileg. Það voru
stórkostlegar stundir sem við áttum
þá. Þú gast alltaf létt mér lundina
með gríni og glensi. Ef mér leið illa
kom ég alltaf til þín og fór glaður
heim.
Þórunn bjó í átta ár í Trelleborg í
Svíþjóð. Þann tíma heimsótti ég
hana tvisvar og þar átti ég æðisleg-
ar stundir.
Í sumar sem leið skruppum við
systkinin til Vestfjarða í fimm daga,
það var ævintýri líkast allan tím-
ann. Húmorinn var í góðu lagi hjá
þér. Ekki óraði mig fyrir því að
þetta yrði síðasta ferðalagið okkar.
En lengi mun ég lifa á góðum minn-
ingum.
Ég kveð þig með söknuði, kæra
systir, mér þótti svo vænt um þig.
Þinn bróðir
Ingvar.
ÞÓRUNN
VIÐARSDÓTTIR
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HERMANN GUÐMUNDSSON
símstöðvarstjóri
frá Súgandafirði,
lést mánudaginn 12. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
20. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Sólrún Hermannsdóttir,
Herdís Jóna Hermannsdóttir, Gísli Vilhjálmur Jónsson,
Guðmundur Óskar Hermannsson, Bryndís Einarsdóttir,
Halldór Karl Hermannsson,
Hlöðver Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.