Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN næ st F rásagnir sem l‡sa raunverulegum glæpa-málumog a›fer›um lögreglumannanna sem fást vi› a› leysa flau. Í bókinni er l‡st n‡legum íslenskum og norrænum sakamálum, sem vöktu mikla athygli. Spennandi lesning, sem gefur um lei› raunsanna mynd af ranghverfunni á samfélaginu og réttvísinni a› störfum. Trygg›u flér eintak af alvöru „krimma“. MORGUNBLAÐIÐ gerir mál Árna Magnússonar að umfjöllunar- efni í leiðara 13. desember sl. og kemst þar að þeirri niðurstöðu að ekki sé meiri ástæða til afsagnar ráðherra nú en í ýmsum eldri mál- um, þar sem ráð- herrar hafa verið gerðir ábyrgir fyrir málum er bakað hafa ríkinu skaðabóta- skyldu. Nú er mér ekki kunnugt um það í hve mörgum til- fellum íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða bætur vegna brottvikninga úr starfi eða annars konar stöðumissis. Hitt veit ég að ekkert þeirra mála er sam- bærilegt við mál Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Í hinum eldri mál- um er einatt um það að ræða að ráðherrar hafi þurft að sæta ábyrgð vegna emb- ættisfærslna undir- manna sinna, en þannig er því ekki farið í þetta sinn. Í þetta sinn er ráð- herra dæmdur vegna eigin gjörða, fyrir það að hafa knúið Valgerði H. Bjarna- dóttur, fyrrum framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, til að láta af starfi sínu. Ráðherrann sjálfur er dæmd- ur fyrir að hafa misbeitt valdi sínu við val á leið til úrlausnar máls og fyrir að hafa hundsað alla mögu- leika sem hann átti á að beita hóf- sömum aðgerðum, sem honum annars er skylt að gera við emb- ættisfærslur sínar skv. 12. gr. stjórnsýslulaga: Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörð- un þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Þessa lagareglu braut Árni sjálfur, ekki undirmaður hans. Í ljósi þessa alls, hvers vegna telur Morgunblaðið þá ekki meiri ástæðu nú til að Árni Magnússon segi af sér en í ýmsum eldri málum, þar sem ráðherrar hafa orðið að axla ábyrgð af emb- ættisfærslum undirmanna sinna? Pólitísk sjónarmið? Í leiðara blaðsins er því haldið fram að dómur Hæstaréttar sé álitshnekkir fyrir ráðherrann, en jafnframt að ekki verði af honum ráðið að póltísk sjónarmið hafi ráðið gerðum hans. Nú er það alkunna að Val- gerður H. Bjarnadóttir er meðal forystumanna í stjórnmálaflokki og það er ekki flokkur ráðherrans. Í því sam- bandi velti ég fyrir mér hvort það sé lík- legt að Árni Magn- ússon hefði komið eins fram ef um samflokks- mann hans hefði verið að ræða? Og ég leyfi mér líka að velta því fyrir mér hvort fyrr- verandi forstjóri Byggðastofnunar, sá sem lét af störfum þegar ljóst var að hann ætti yfir höfði sér áminningu fyrir embættisfærslu í sjö liðum og gekk út með starfslokasamning uppá 15– 20 milljónir, hafi verið tengdur inn í Framsóknarflokkinn? Um það veit ég ekki, en mér þykir eðlilegt að fólk hugleiði það. Reyndar fæ ég ekki annað séð en að Morg- unblaðið þurfi að rökstyðja fullyrð- ingu sína um að pólitísk sjónarmið hafi ekki ráðið gerðum ráðherrans í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur. Í þessu sambandi er rétt að rifja upp að Árni Magnússon bauð Val- gerði eingöngu það sem hún átti lagalegan rétt á, laun út lögbund- inn uppsagnarfrest. Fyrir þetta allt hefur hann nú verið dæmdur í Hæstarétti, af fimm dómurum og var dómurinn samhljóða í nið- urstöðu sinni. Lélegir ráðgjafar? Niðurlag leiðarans, sem er til umfjöllunar hér, varðar svo að- komu embættismanna félagsmála- ráðuneytisins. Leiðarahöfundur fullyrðir að ráðherrann hafi kallað embættismenn til ráðuneytis um ákvörðun sína, en hvað hefur hann fyrir sér í þeim efnum? Skjald- sveinn ráðherrans í málinu, þing- flokksformaðurinn Hjálmar Árna- son, er uppvís að því að hafa látið í veðri vaka að ríkislögmaður hafi verið ráðherranum til ráðuneytis við ákvörðunina um brottvikningu Valgerðar, en ríkislögmaður sjálf- ur hefur borið þær fullyrðingar til baka og sagt að embætti sitt hafi fyrst vitað af málinu tæpum átta mánuðum eftir að ráðherrann mis- beitti valdi sínu. Og raunar hefur þingmaðurinn nú borið við mis- skilningi af sinni hálfu, en það er athyglisvert að hann skuli tala um álit ríkislögmanns eins og dóm, sem það er auðvitað ekki. Mér þykir tilraunir manna til að benda á ráðgjafa ráðherrans nokkuð ófyrirleitnar og spyr hvort menn átti sig ekki á því að dómur hefur verið kveðinn upp í málinu? Það bætir ekki stöðu ráðherrans að benda á ráðgjafa, sem komu að málinu eftir að hin eiginlega vald- beiting, sem dæmt er fyrir, átti sér stað. Mér vitanlega hefur hvergi komið fram að ráðgjafarnir hafi lagt það til við ráðherrann að rétt- ast væri að knýja Valgerði H. Bjarnadóttur til afsagnar. Það virðist ráðherrann hafa gert upp á eigin spýtur og fyrir það hefur hann nú verið dæmdur. Hvað er málaflokknum fyrir bestu? Í greinargerð sem Árni Magn- ússon sendi héraðsdómi í júlí 2003 segir að á fundi þeirra Valgerðar, þar sem hin afdrifaríka afsögn hennar var knúin fram, hafi það orðið að samkomulagi að Val- gerður léti af störfum enda „kynni það að vera málaflokknum fyrir bestu“. Núna, þegar ráðherra jafn- réttismála hefur verið dæmdur fyrir að valda fyrrum fram- kvæmdastýru Jafnréttisstofu „ólögmætri meingerð á æru sinni og persónu svo að miskabótum varði“, spyr þjóðin Árna Magn- ússon hvað sé málaflokknum nú fyrir bestu? Leiðari um brotlegan jafnréttisráðherra Kolbrún Halldórsdóttir skrifar í tilefni af leiðara Morgunblaðs- ins um mál Árna Magnússonar félagsmálaráðherra ’Það bætir ekkistöðu ráð- herrans að benda á ráð- gjafa, sem komu að málinu eftir að hin eiginlega valdbeiting, sem dæmt er fyrir, átti sér stað.‘ Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er þingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.