Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Leikkonan Jennifer Anistonhlær þegar hún er spurð að því hvort hún sé ófrísk en viður- kennir að hana langi til að stofna fjölskyldu fyrr en síðar. Leikkonan sem er frægust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum um Vinina er með leikaranum Vince Vaughn. Í viðtali við tímaritið InStyle segir Aniston að ef allar sögurnar um að hún væri barnshafandi væru sannar þá ætti hún að eiga tíu börn og væri búin að vera gift fimm sinnum. Fólk folk@mbl.is HLJÓMSVEITIN NilFiskfrá Stokkseyri gaf á dögunum út plöt- una Don’t Run After Your Own Apples. Platan er fyrsta afurð þess- arar sveitar sem skaust upp á ís- lenskan stjörnuhimin þegar Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, ramb- aði inn á æfingu sveitarinnar árið 2003 og síðan þá hafa þeir verið frægir fyrir það eitt að vera sveitin sem Dave Grohl spilaði með – og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar, því Grohl endurtók leikinn þegar Foo Fighters kom hingað aftur síð- asta sumar ásamt QOTSA. Þeir félagar í NilFisk segjast ánægðir með nýju plötuna og að það sé frábær tilfinning að hafa loksins sitt eigið efni í höndum fyrir aðra að sjá og heyra. Þeir fallast þó á þá skoðun blaðamanns að um dæmi- gerða fyrstu plötu sveitar sé að ræða. „Hún er í raun safn þeirra laga sem við höfum samið í gegnum tíð- ina og það var kominn tími á að gefa þau út svo að andrúm gæfist fyrir ný lög. Elsta lagið er til að mynda fjög- urra ára svo að það má auðveldlega heyra þá þróun sem sveitin hefur gengið í gegnum á þessum árum.“ Þeir segja að eldri lögin séu þessi hefðbundnu þriggja hljóma rokklög en þau nýju mætti flokka sem gleði- rokk og af þeim lögum sé fyrsta smáskífa plötunnar „On Display“ gott dæmi. Það lag hefur verið í þó nokkurri spilun á útvarpsstöðvum undanfarnar vikur. Eins og áður sagði er NilFisk þekkt fyrir allt annað en tónlist sína enn sem komið er og aðspurðir segja þeir að kunningsskapur sveitarinnar við Dave Grohl hafi verið tvíeggja sverð: Nafn þeirra hafi svo sann- arlega komist í umræðuna hraðar en alla jafna gerist hjá nýjum hljóm- sveitum en tónlistin, sem allt snýst um, hafi orðið eftir. „Núna viljum við leyfa fólki að heyra tónlistina líka. Við höfum komist að því að það er ekkert sér- staklega gaman að vera þekktur fyr- ir það eitt að vera þekktur. Eðlilega ganga fyrstu spurningar flestra út á Grohl og Foo Fighters en þetta er orðið ágætt.“ NilFisk hefur þess vegna ákveðið að spýta í lófana og spila eins mikið og þeir mögulega geta. Á morgun leika þeir á Gauki á Stöng ásamt Dimmu en í janúar hyggjast þeir halda í heljarinnar tónleikaferð um Ísland þar sem öll stærstu bæjar- félög landsins verða að öllum lík- indum heimsótt. Um landvinninga erlendis segja þeir að það sé að sjálfsögðu tak- markið. Draumurinn sé að komast út fyrir landsteinana og þeir stefni hátt. Þeir hafi fengið þó nokkur nafn- spjöld frá mönnum úr tónlistar- bransanum á Iceland Airwaves og að hinir sömu eigi von á disknum í pósti fljótlega. Svo sé það náttúrlega handan við hornið að senda plötu til mannsins sem uppgötvaði hljóm- sveitina – eins skrítið og það hljómar – ásamt innpökkuðum NilFisk-bol og íslenskum harðfiski. Tónlist | Hljómsveitin NilFisk sendir frá sér sína fyrstu plötu Vilja standa undir nafni Miðnæturtónleikar Dimmu og Nil- Fisk verða á Gauki á Stöng í kvöld. Breiðskífur sveitanna verða til sölu á sérstöku tilboðsverði á tón- leikunum. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikils er að vænta af NilFisk í framtíðinni. Ástin lífgar þig við. Reese Witherspoon Mark Ruffalo KEFLAVÍKAKUREYRI „Sjón er sögu ríkari!“ -H.J., Mbl eeeee Stattu á þínu og láttu það vaða. Stranglega bönnuð innan 16 ára. E.P.Ó. / kvikmyndir.com **** **** S.U.S. / XFM 91,9 **** V.J.V. / topp5.is **** S.V. / Mbl. *** DV FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIK- STJÓRANUM PETER JACKSON KING KONG kl. 5.30 - 9 B.i. 12 ára. HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 5 B.i. 10 ára. INTO THE BLUE kl. 8 B.i. 14 ára. EXCORSISM OF EMILY ROSE kl. 10 B.i. 16 ára. KING KONG kl. 5.30 - 9 B.i. 12 ára HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 6 B.i. 10 ára JUST LIKE HEAVEN kl. 9 KING KONG kl. 5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12 ára Harry Potter og eldbikarinn kl. 6 og 9 b.i. 10 ára Ferðalag keisaramörgæsanna kl. 6 Green Street Hooligans kl. 8 og 10.15 b.i. 16 ára Noel kl. 6 og 8 Lord of War kl. 10 b.i. 16 ára **** A.B. / Blaðið Ullarkápur með skinni og án stærðir 34-44 Verð 12.990 Flott jólagjöf Laugavegi 54 sími 552 5201 Póstsendum S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.