Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 39 MENNING EDDA útgáfa hefur samið um að nýjasta skáldsaga Steinunnar Sigurð- ardóttur, Sól- skinshestur, muni koma út hjá útgef- endum henn- ar í Dan- mörku og Svíþjóð. Allar skáldsögur Steinunnar hafa verið þýddar á sænsku og á næsta ári er fyrirhuguð út- gáfa ljóðabókarinnar Hug- ástir í þýðingu John Swede- mark hjá útgefanda hennar í Svíþjóð, Wahlström og Widstrand. Útgefandi Stein- unnar í Danmörku er Gyld- endal. Rowohlt, útgefandi Stein- unnar Sigurðardóttur í Þýskalandi, er líka með út- gáfu á Ástin fiskanna í und- irbúningi, en þar á bæ koma bækur hennar nú einnig út í kilju. Alls hafa þrjár skáld- sögur Steinunnar Sigurð- ardóttur, Tímaþjófurinn, Hjartastaður og Jöklaleik- húsið, komið út í Þýskalandi. Af öðrum verkum Stein- unnar í Þýskalandi er að frétta að norðurþýska útvarp- ið í Hamborg, NDR, frum- flutti á dögunum nýtt út- varpsleikrit eftir Steinunni, Svefnmaðurinn, en það verð- ur flutt hérlendis á komandi ári. Sólskins- hestur kemur út í Danmörku og Svíþjóð Steinunn Sigurðardóttir HLÍF Svavarsdóttir hefur verið ráð- in skólastjóri Danska nútímadans- skólans, Danish National School of Contemporary Dance, sem hefur að- setur í Kaupmannahöfn. Hlíf hefur starfað síðastliðin 15 ár sem listrænn stjórnandi hollensku ArtEZ- dansakademíunnar, en starfaði þar áður sem listrænn stjórnandi Ís- lenska dansflokksins á árunum 1987– 1990. Þótti hin mikla stjórn- unarreynsla sem Hlíf býr yfir vega þyngst í að hún var valin til skóla- stjórastarfsins úr hópi umsækjenda. „Þetta er auðvitað bæði jákvætt og skemmtilegt – annars færi ég varla að gera þetta,“ segir Hlíf hlæjandi í samtali við Morgunblaðið. „Þessi skóli var stofnaður árið 1992 og því ungur, og hann er hluti af Statens Teaterskole. Hann er spenn- andi að því leyti að hann er lítill og því sveigjanlegur ennþá. Þá er hægt að gera margt til að móta hann og koma honum á ákveðna braut.“ Hún segir starfið sem hennar bíður, en við því tekur hún næstkomandi haust, því heldur betur áskorun. „Það er alltaf gaman að venda lífinu alveg í kross. Ég er búin að vera hér í Hollandi í fimmtán ár, og það er alveg meira en nóg komið. Allir orðnir leiðir á mér og ég á þeim,“ segir Hlíf og hlær. „Það verður gaman að læra nýja tungu, og venjast nýjum kringumstæðum – sjá hvernig aðrir gera hlutina. Ég hlakka mikið til.“ Dans | Hlíf Svavarsdóttir ráðin skóla- stjóri Danska nútímadansskólans Ungur og sveigj- anlegur skóli Hlíf Svavarsdóttir Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Í DESEMBERHEFTI breska tón- listartímaritsins Gramophone velur ritstjóri blaðsins, James Jolly, 100 bestu geisladiska sem gefnir hafa verið út með klassískri tónlist. List- inn er gerður í tilefni þess að 1.000 hefti hafa komið út af Gramophone, sem er talið fremsta blað sinnar tegundar í heiminum og kom fyrst út árið 1923. Margar útgáfurnar sem James Jolly nefnir hafa yfir sér goðsagna- kenndan blæ, og má t.d. nefna fyrstu hljóðritun Glenn Goulds af Goldberg-tilbrigðum Bachs, níundu sinfóníu Beethovens undir stjórn Furtwänglers og sellókonsert Elg- ars í flutningi Jacqueline du Pré. Þá nefnir Jolly geisladisk breska kórsins The Tallis Scholars með messum eftir Josquin des Prez, og segir fullkominn flutning kórsins hafa orðið til þess að allir gagnrýn- endur blaðsins hafi sammælst um að veita disknum Gramophone- verðlaunin sem hljóðritun ársins 1987. Tallis Scholars eru væntanleg til Íslands í byrjun janúar og halda tónleika með endurreisnartónlist í Langholtskirkju 7. janúar kl. 17 og 8. janúar kl. 20. The Tallis Scholars halda tónleika hér á landi í næsta mánuði. Tallis Scholars með einn af hundrað bestu geisladiskum allra tíma ÞEIR sem hljóta styrki úr Snorra- sjóði árið 2006, til þriggja mánaða hvor, eru: Dr. Marc Pierce, gistilekt- or við Texasháskóla í Austin, til að vinna að rannsóknum á hljóðfræði íslensks fornmáls; dr. Ilya V. Sverd- lov, fræðimaður í Moskvu, til að vinna að rannsóknum á kenningum í dróttkvæðum og gera gagnagrunn um þær. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöf- undum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta. Þrjátíu og þrjár umsóknir bárust frá nítján löndum. Snorrastyrkir veittir     9;) ;,88                                   !        "  Ármúla 10 • Sími: 5689950 Jólatilboð Með hverri sæng fylgir 50x70 gæsadúnskoddi frítt með að verðmæti kr. 11.800 Duxiana Royal Gæsadúnssængur 140x200 kr. 34.980 140x220 kr. 39.360 150x210 kr. 39.360 220x220 kr. 58.880 260x220 kr. 68.640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.