Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 59 AFMÆLI Opið bréf til Stefáns Sigurðar Gunnlaugssonar, sem er áttræður í dag Sæll frændi, ég óska þér hjartan- lega til hamingju með daginn. Þú berð aldurinn vel enda vel hertur í lífsins ólgusjó. Þú ert elstur okkar frænda og ert nestor ættarinnar. Berð nafn afa okkar, Stefáns, og milli- nafn nafn föðurbróður okkar, Sigurð- ar Jóels, og langafa okkar, Sigurðar Gunnarssonar, bónda í Saurbæ í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Jafn- framt búskap var langafi okkar for- maður á hákarlaveiðiskipi, sem gert var út af Ásgeiri Einarssyni, alþing- ismanni á Þingeyrum. Í einni slíkri ferð drukknaði langafi okkar. Eftir það var afi okkar, Stefán, tekinn í fóstur af fyrrnefndum Ásgeiri Ein- arssyni og konu hans, Guðlaugu Jóns- dóttur frá Melum í Hrútafirði. Svo vel leið afa okkar á Þingeyrum, að hann og amma okkar ákváðu að skíra næst- elsta son sinn Ásgeir Guðlaug í höf- uðið á heiðurshjónunum frá Þingeyr- um. Auðvitað þekkir þú þessa sögu ekki síður en ég, en það er fróðlegt að rifja hana upp á tímamótum sem þessum. Allir iðnaðarmenn Feður okkar og þeirra bræður urðu allir í fyrstu iðnaðarmenn. Sig- urður, Ásgeir og Tryggvi trésmiðir, eins og Stefán faðir þeirra, Gunnlaug- STEFÁN SIGURÐUR GUNNLAUGSSON ur og Ingólfur bakarar, Friðfinnur og Ingólfur aftur síðar múrarar. Allir voru þeir mjög dugandi menn í sinni iðn. Ásgeir sneri sér síðar að útgerð, Friðfinnur að landbúnaði og faðir þinn kaupmennsku. Hver, sem kom- inn er vel yfir miðjan aldur, man ekki eftir auglýsingu í útvarpinu frá Gunn- laugsbúð, sem hljóðaði svona: „Gunn- laugur sér um sína.“ Skemmtilegt „logo“, ekki satt, frændi. Þú sjálfur Þú aflaðir þér góðrar menntunar, gagnfræðaprófs frá Flensborg, versl- unarprófs frá Verzlunarskóla Ís- lands, góðrar verslunar- og viðskipta- menntunar í Englandi. Þetta var vissulega góður undirbúningur undir lífið. Ekki má gleyma sjómennskunni. Vinna til sjávar og sveita var stór hlutur í menntun fólks hér áður. Menn kynntust lífsbaráttu og störf- um almennings. Þú varst á stríðsár- unum, þegar færi gafst frá skóla, há- seti á Óla Garða undir stjórn Baldvins Halldórssonar, skipstjóra, föður Haf- steins Baldvinssonar, sem tók við starfi bæjarstjóra í Hafnarfirði af þér árið 1962. Síðar varst þú með Baldvini á Bjarna riddara. Alþýðuflokkurinn Þú fæddist inn í Alþýðuflokkinn eins og sumir aðrir. Eftir að Guð- mundur Jónasson, bæjarfulltrúi og verkstjóri á Mölunum, hafði fengið Ásgeir til þess að ganga í flokkinn fylgdi öll fjölskyldan á eftir. Þú gekkst í FUJ þegar aldur leyfði, gerðist formaður í því félagi 1949 og fram til 1951. Þegar Ásgeir, Björn Jó- hannesson og Kjartan Ólafsson hættu í bæjarstjórn varst þú ásamt tveimur öðrum valinn í þeirra stað. Flokkurinn valdi þig sem bæjarstjóra árið 1954 og gegndir þú þeirri stöðu til 1962. Þú sast á þingi fyrir flokkinn 1971 til 1974. Þú gerðist aftur bæj- arfulltrúi árin 1970 til 1974. Svona væri hægt að halda lengi áfram. Það eru ekki margar fjölskyldur sem geta státað af því sama og þú ásamt sonum þínum, þeim Finni Torfa, Gunnlaugi og Guðmundi Árna, að hafa allir setið á Alþingi Íslend- inga. En allt er breytingum háð. Ættin hefur átt næstum samfellt frá 1926 eða jafnvel fyrir þann tíma fulltrúa í nefndum og/eða bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Tengdadóttir þín, Jóna Dóra, eigin- kona Guðmundar Árna, sonar þíns, sagði nú fyrir stuttu af sér sem bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þegar þau hjón gerðust sendiherrahjón í Svía- ríki. Enginn úr fjölskyld- unni á sæti á fram- boðslista Samfylking- arinnar í Hafnarfirði fyrir næstu bæjar- stjórnarkosningar. Þessum kafla er nú lokið. Þessu er svipað farið hjá höf- uðandstæðingnum, Sjálfstæðis- flokknum, þar sem Mathiesenættin verður ekki í átakasætum á þeirra lista. En alltaf koma nýir menn í stað þeirra sem víkja Það hlýtur að verða spennandi við- fangsefni fyrir sagn- og stjórnmála- fræðinga framtíðarinnar að rannsaka ástæður þess, hversu sterkur Alþýðu- flokkurinn og síðan Samfylkingin hafa verið í Hafnarfirði um áratuga bil, miklu sterkari en í öðrum sveit- arfélögum landsins. Ég held, að svar- ið hvað varðar fyrri hluta tímabilsins sé Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Önnur störf Þú hefur unnið í stjórnsýslunni megnið af ævi þinni og sett þitt mark þar á, bæði hérlendis og erlendis. Ég minnist þess, þegar við Oddný, ásamt þremur börnum, heimsóttum þig í Englandi, þar sem þú starfaðir sem viðskiptafulltrúi við sendiráðið. Hitt- um við þar fyrir einnig Árna frænda okkar Friðfinnsson og konu hans El- ínu Eggerz. Það var auðséð, að þú varst heimsborgari. Gleði og sorg Hún Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi eiginkona þín, er hörku- dugleg kona og mjög pólitísk. Ég held, að hún sé ennþá pólitískari en við frændurnir. Börnin ykkar hafa komið sér vel áfram í lífinu, Gunn- laugur prestur, Snjólaug fjölskyldu- ráðgjafi, Guðmundur Árni sendiherra og Ásgeir flugmaður. Finnur Torfi, sem þú áttir áður, er menntaður lög- fræðingur og starfandi tónskáld. Þú mátt vera hreykinn af börnunum. Lífið er sjaldnast ætíð dans á rós- um. Það var erfitt hjá þér, þegar þú misstir dóttur þina, Snjólaugu, tveggja barna móður, úr illvígum sjúkdómi. Lokaorð Í Sólveigarbók er vitnað í skrif Stefáns Júlíussonar rithöfundar og segir þar m.a. svo um Ásgeir, frænda þinn: „Hann [þ.e. Ásgeir, mitt inn- skot] þurfti vissulega að leggja sig fram og ekki verður því neitað að hann var umtalaður maður í bænum, stundum ekki vandaðar kveðjurnar, enda aðsópsmikill og ákafasamur í framkvæmdum.“ Það er ekki laust við, að þessi til- vitnun geti að sumu leyti minnt á þig. Þú gafst aldrei upp í pólitíkinni og lést aldrei neinn eiga neitt inni hjá þér. Þú svaraðir alltaf fyrir þig og hlutirnir gengu. Lifðu heill. Hrafnkell Ásgeirsson. Solveig Gunnlaugsdóttir með tveimur sonum, Gunnlaugi til vinstri og Ásgeiri til hægri. Stefán hefur sagt, að hann telji, að hún hafi alla tíð haft mikil áhrif á þessa skapmiklu menn. Í SÍÐUSTU viku varð Henrik Danielsen íslenskur ríkisborgari og er hann ellefti ríkisborgarinn sem ber stórmeistaratign í skák sem gerir engan greinarmun á kynjun- um. Engin samkeppni var á milli sjónvarpsfréttamanna þegar hinn geðþekki og kurteisi stórmeistari sté í fyrsta skipti fæti sínum á Ís- land eftir að hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt. Hann var þá staddur á Reykjavíkurvíkurflugvelli eftir stórbrotna reisu hans og Hróksmanna til Grænlands þar sem 500 grænlenskum börnum var af- hent taflsett. Keppnisharka frétta- manna var öllu meiri rúmu hálfu ári áður þegar heimsmeistarinn fyrr- verandi, Bobby Fischer, kom á sama flugvöll í fyrsta sinn sem íslenskur ríkisborgari. Málefni Fischers vöktu þá mikla fjölmiðlaathygli og kom þá m.a. fram að stórmeistarinn frá Bro- oklyn fullyrti að eignir hans höfðu verið gerðar upptækar af banda- rískum yfirvöldum þar sem munir í hans eigu í geymslu nokkurri hefðu verið teknir og hann ekki fengið neinar bætur fyrir. Andspænis þess- um fullyrðingum hefur verið bent á að Fischer hafi haft geymsluna að láni og að eigandi hennar hafi gert munina upptæka vegna þess að leiga hafi ekki verið greidd. Frá þessu er sagt hér þar sem hin virta skáksíða Chessbase á netinu birti nýverið frétt um að munir Fischers úr geymslunni væru nú til sölu á Ebay. Seljandi munanna full- yrðir að hann hafi keypt þá á flóa- markaði í Suður-Kaliforníu fyrir sex árum. Einnig tekur seljandinn fram að hann hafi ítrekað reynt að ná sambandi við Bobby til þess að láta honum þessa muni í té. Uppistaðan í þessu safni muna eru skákbækur, skáktímarit og minjagripir sem Bobby hafði fengið vegna þátttöku í skákmótum. Einnig er þar að finna stúderingar fyrir marga af andstæð- ingum hans sem og drög að bók hans My 60 most memorable games. Á heimasíðu Chessbase er að finna mörg viðbrögð skákáhuga- manna vegna þessara tíðinda. Flest- ir eru á þeirri skoðun að koma eigi mununum í hendur Fischers og er seljandinn gagnrýndur af mörgum. Því er haldið fram að hann segi ósatt um hvernig hann hafi fengið munina og efast er um lögmæti uppboðsins. Bent er á að þetta sé í annað skipti sem reynt sé að selja þessa muni og að handskrifuð blöð sem seljandi fullyrðir að séu rituð af Fischer séu í raun og veru skrift annarra manna. Einnig benti einn New York-búi á að Fischer hafi ítrekað fullyrt að um stolna muni sé að ræða og að aðdá- endur sínir eigi ekki að kaupa þá til þess að koma þeim til sín. Svo virðist sem þessum tilmælum meistarans hafi verið hlýtt þar eð engin boð hafa borist í munina. Heimsbikarkeppni FIDE að ljúka Heimsbikarkeppni FIDE lýkur í Khanty-Mansiysk í Rússlandi um helgina. Í átta manna úrslitum keppninnar lagði Ruslan Ponomar- iov (2.704) frá Úkraínu Evgeny Bareev (2.675) frá Rússlandi að velli, armenski stórmeistarinn Le- von Aronjan (2.724) bar sigurorð af Mikail Gurevich (2.652), Rússinn Al- exander Grischuk sigr- aði landa sinn Sergey Rublevsky (2.652) og Frakkinn Etienne Bacrot (2.725) náði að sigra Ísraelann Boris Gelfand (2.717) eftir maraþoneinvígi. Und- anúrslit keppninnar hófust rólega með tveim jafnteflum en í síðari skák Aronjans og Bacrot þjarmaði Armeninn að þeim franska. Að loknum fimmtugasta leik Frakkans kaus hann að gefast upp í eftirfarandi stöðu. Sjá stöðumynd. Samkvæmt stúderingum sem birtar hafa verið á netinu er staða þessi jafntefli, sbr. leikjaröðin 51. Kf4 h5 52. Ke4 Ke7 53. Kd5 Kd7 54. f6+ Ke8! 55. Be6 h4 og svarta frí- peðið á h-línunni veitir nægjanlegt mótspil til að halda jafntefli. Í hinni viðureigninni í undanúr- slitum gerðu Grischuk og Ponomar- iov tíðindalítil jafntefli í kappskák- unum og í fyrri atskákinni sneri Ponomariov hartnær töpuðu tafli í sigur. Í síðari atskákinni vann fyrr- verandi heimsmeistari FIDE öruggan sigur og teflir hann því til úrslita gegn Aronjan um sigurinn á mótinu. Undrabarnið Magnus Carl- sen lagði Lautier að velli í einvígi og hefur enn möguleika á að trygga sér þátttökurétt í áskorendakeppni FIDE á næsta ári. Skákmót um helgina Jólaskákmót KB banka fer fram í aðalútibúi bankans laugardaginn 17. desember næstkomandi og hefst kl. 15. Margir af öflugustu skákmönn- um þjóðarinnar taka þátt í mótinu og má gera má ráð fyrir að handa- gangur verði í öskjunni en tefldar verða hraðskákir. Jólamót Tafl- félags Reykjavíkur fer fram sama dag í Faxafeni 12 og hefst kl. 14. Mótið er ætlað grunnskólanemend- um og má búast við miklu fjöri á skákstað líkt og á jólapakkamóti Taflfélagsins Hellis. Það mót fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 18. desember og hefst kl. 13. Munir Fischers til sölu SKÁK Vefsíða Chessbase Uppboð á netinu 9.–19. desember 2005 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Hluti af ætluðu skákbókasafni Bobby Fischers. FRÉTTIR HÁTT í áttatíu börn á frístunda- heimilinu Undralandi í Granda- skóla ákváðu að föndra jólavörur á aðventunni og buðu síðan for- eldrum sínum upp á að skipta á jólaföndrinu og jólapökkum sem þau færðu síðan Fjölskylduhjálp Ís- lands. Myndin var tekin þegar fulltrúi Fjölskylduhjálpar Íslands tók á móti þessum jólapökkum. Á mynd- inni er hluti barnanna á Undralandi í Grandaskóla með Rögnu Rósants- dóttur, stjórnarkonu Fjöl- skylduhjálpar Íslands, og Höllu Ösp Hallsdóttur, umsjónarmanni frí- stundaheimilisins Undralands í Grandaskóla. Fjölskylduhjálp Ís- lands tekur á móti gjöfum alla mið- vikudaga kl. 13–17 í Eskihlíð 2–4. Morgunblaðið/Golli Börnin styrkja Fjölskylduhjálpina Rangt nafn á mynd Glöggur lesandi hafði samband og benti á að rangt væri farið með nafn stöðuvatns á mynd Marco Paoluzzi er birtist með umsögn um ljós- myndasýningu hans. Þar væri um Selvallavatn á Vatnaheiði á Snæ- fellsnesi að ræða en ekki Baul- árvallavatn einsog sagði í mynda- texta. Er beðist velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT HEILSUSTOFNUN NLFÍ býður upp á einnar viku námskeið dagana 8.–15. janúar nk., fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Námskeiðið tekur sjö daga, frá sunnudegi til sunnu- dags, með dagskrá og eftirfylgni í eitt ár þar sem hringt verður í við- komandi eftir einn mánuð, sex og tólf mánuði, með það að markmiði að veita þeim stuðning. Uppl. og ráðgjöf er síðan veitt alla miðviku- daga kl. 12.30–13, í síma 483 0347. Meðferðin byggist á andlegri, lík- amlegri og félagslegri uppbygg- ingu, hreyfiþjálfun, þol- og þrek- þjálfun og slökun. Að dagskránni koma læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði, sjúkraþjálfarar, íþrótta- kennari og næringarfræðingur. Skráning er í síma 483 0300 fyrir 19. desember nk. Námskeið fyrir reykingafólk UNDANFARIN ár hefur jólatrés- sala Landakots látið hluta af hagn- aði renna til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna og verður svo einnig í ár. Sölustaðir eru við versl- un IKEA í Holtagörðum, hjá McDonald’s, Smáratorgi, og Landa- kotskirkju. Jólatréssala Landakots
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.