Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Síðasta mynd sem ég sá í bíó var bandaríska myndin Crash. Það var góð mynd og ég hef oft hugsað um hana síðan. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Ég er að hlusta á Johnny Cash. Ég fæ aldrei leið á honum. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Eru til fleiri útvarpsstöðvar en RÚV? Besti sjónvarpsþátturinn? Það eru til margar gerðir af sjónvarpsþáttum í heiminum. Sumir eru mjög góðir, aðrir eru ágætir og enn aðrir eru afar slakir. Ég sé mest af þeim fyrstnefndu og síðastnefndu. Margir af þeim bestu eru breskir en þeir slökustu eru gjarn- an frá Bandaríkjunum. Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpi? Nei. G-strengur eða venjulegar nærbuxur? Allra helst ekki! Helstu kostir þínir? Kærastan mín svarar neitandi. En gallar? Kærastan hristir höfuðið á ný (eftir reyndar fulllangan um- hugsunarfrest!). Besta líkamsræktin? Ég hef alltaf verið hrifinn af kynlífi. Það hljómar reyndar ekki eins frumlegt og til dæmis dvergakast en ég held mig við það. Hvaða ilmvatn notar þú? Ég nota svolítið af ilmvatni kærustunnar minnar, sem smit- ast á mig þegar ég kyssi hana. Hún notar Armani, en svo heppilega vill til að það er líka ætlað karlmönnum. Ertu með bloggsíðu? Nei það er ég ekki. Pantar þú þér vörur á netinu? Ég keypti einu sinni flugmiða á netinu. Flugvöllinn burt? Látið flugvöllinn vera á sínum stað í allavega hálft ár í við- bót. Í maí ætla ég nefnilega að heimsækja fallega landið ykk- ar og vil mjög gjarnan að flugvélin hafi einhvern stað til að lenda á. Ég geri mér þó grein fyrir að hér er trúlega á ferð- inni umræða um hvort flugvöllurinn eigi að flytjast eitthvað annað. Mínar áhyggjur snúast þó um eftirfarandi hluti: Mun flugmönnum verða greint frá fyrirhuguðum breytingum? Munu flugmenn vera vanir að lenda annars staðar en á gamla flugvellinum eða neyðast þeir til að nauðlenda í Stafangri? Þessar spurningar geta spillt nætursvefninum mínum. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Er það satt að Íslendingum þyki Danir upp til hópa tala allt, allt of mikið og vera sífellt annaðhvort flissandi eða grát- andi? Hvað segir þú gott? Ég segi allt fínt, en þú? Hefðirðu ekki frekar viljað að Nellie Olson hefði orðið blind en Mary Ingalls fyrst einhver þurfti að verða blindur? (Spurningin er frá síðustu aðalskonu, Gerði Kristnýju.) Ég skammast mín fyrir að viðurkenna að þessi nöfn segja mér ekkert og ég get því ekki svarað spurningunni. Eru þetta keppendur í víðavangsboxi fyrir konur? Eru þetta kannski alls ekki kvenmansnöfn heldur nöfn hunda eða kinda? Eru þetta kannski persónur úr íslenskri bókmenntasögu? Ég hef ekki hugmynd og freistast til að fullyrða: Ég er fullkomlega blindur á svarið við þessari spurningu. Kanntu þjóðsönginn? Ég get sungið þjóðsöngva fjöldamarga landa og er afar hrifinn af þessu samspili tónlistar og söngs. Aftur á móti er ég ekki gefinn fyrir þjóðernisstefnu af neinum toga. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég var nýverið í New York en ferðin stóð frá 17. nóvember til 22. Tilgangur ferðarinnar var að veita Emmy-verðlaun- unum viðtöku fyrir Örninn en með í ferðinni var meðal ann- arra íslenska leikkonan Elva Ósk. Við flugum yfir Ísland bæði á leiðinni út og heim og sendum þangað okkar bestu kveðjur. Ferðin var val heppnuð og veðrið var gott. Uppáhaldsmaturinn? Uppáhaldsmaturinn er allur matur sem eldaður er af ástúð af fólki sem þykir vænt um mig. Það er sem betur fer nóg af því. Bragðbesti skyndibitinn? Besti skyndibitinn er sá sem borðaður er í góðra vina hópi og þá sérstaklega þegar vinirnir borga! Besti barinn? Sá bar sem maður sækir í félagsskap þess sem manni þykir vænst um. Í New York settist ég til dæmis inn á bar með kærustunni minni, sem var með í ferðinni. Þar fengum við okkur drykk og horfðumst í augu meðan kvöldaði fyrir utan. Þetta var góður bar! Hvaða bók lastu síðast? Þar til fyrir 10 mínútum var ég að lesa bókina Hundehoved eftir danska rithöfundinn Morten Ramland en bókina á ég að lesa upp í útvarpi á næstunni. Síðasta íslenska bókin sem ég las var Kæledyrene (Gæludýrin) eftir Braga Ólafsson. Frá- bær! Hvaða leikrit sástu síðast? Fyrir þremur dögum fór ég og sá kærustuna mína lesa upp verk eftir hinn sænska Lukas Svensson sem byggist á vitn- isburðum viðstaddra í óeirðunum í París á dögunum. Verkið nefnist Le Weekend og var flutt í Mammut-leikhúsinu hér í Danmörku. En kvikmynd? Íslenskur aðall | Jens Albinus Hundahöfuð fyrir 10 mínútum Aðalsmaður vikunnar er reyndar ekki af íslensku bergi brotinn þó svo að hann fari með hlutverk íslenskættaðs manns í sjónvarpsþáttunum Erninum. Hér er á ferðinni danski leikarinn Jens Albinus, sem landsmenn þekkja kannski frekar sem lögreglumanninn Hallgrím Örn. Jens Albinus fær að eigin sögn aldrei leið á Johnny Cash. Sýnd kl. 5.20 B.i. 12 Sýnd kl. 5.20 eee -M.M.J. Kvikmyndir.com eee -H.J. Mbl. eee -L.I.B.Topp5.is ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! eee S.K. DV eee Topp5.is eee S.V. Mbl. Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára fór beint á toppinn í bandaríkjunum Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára FRÁ LEIKSTJÓRA GROUND- HOG DAY OG ANALYZE THIS Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna kl. 5.40, 8 og 10.20 Sýnd kl. 6 B.i. 16 ára fór beint á toppinn í bandaríkjunum hversu langt myndir þú ganga til að halda lífi hversu langt myndir þú ganga til að halda lífi KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! FRÁ LEIKSTJÓRA GROUNDHOG DAY OG ANALYZE THIS ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA eeee Ó.Ö.H / DV Sýnd kl. 6 og 8 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA eeee Ó.Ö.H / DV Sími 564 0000Miðasala opnar kl. 15.30 Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann Hún er að fara að hitta foreldra hans …hitta bróður hans …og hitta jafnoka sinn Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann Hún er að fara að hitta foreldra hans …hitta bróður hans …og hitta jafnoka sinn Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna kl. 10 - KRAFTSÝNING B.i. 16 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.