Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 32
DAGLEGT LÍF 32 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Eftir að kertalogi hefur verið slökktur getur ennþá leynst glóð í kveiknum. Góð regla er að væta kertakveikinn með vatni þegar slökkt er á kertinu Ég hafði keypt fullt af jóla-pappír af einhverjuíþróttafélagi í Kópavogiog vissi svo sem ekkert hvað ég átti að gera við allan þennan pappír,“ segir Ragn- heiður Björk Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Olís, sem hefur fyrir sið að pakka inn hurð fyrir jólin. „Þetta var fyrir ein jólin þegar ég var bara ein hérna fyrir sunnan, komst ekki til foreldra minna.“ Með þess- um orðum út- skýrir Ragnheið- ur aðdraganda þess að pakka einni hurð- inni á heim- ilinu inn í jólapapp- ír. „Í fréttum sá ég frásögn af listamanni sem dundaði sér við að pakka inn heilu byggingunum. Þá kom þessi hugmynd, ein hurðin í íbúðinni var frekar ljót og ég ákvað að pakka henni inn. Þannig byrjaði sá siður.“ Það er margt nýstárlegt í skreyt- ingunum hjá Ragnheiði. „Ég hef allt- af verið jólabarn og skreytt mikið,“ segir hún. „Eftir að ég eignaðist litla stjúpdóttur hef ég skreytt jólatréð fyrsta sunnudag í aðventu til að hún njóti stemningarinnar með okkur því að hún er ekki hjá okkur allan desem- bermánuð. Hún fékk að skreyta tréð núna.“ Jólakortin fá líka sérstaka með- höndlun hjá Ragnheiði. „Mjög margir skrifa hlýjar og góðar kveðjur í jóla- kortin. Oftast eru þau bara opnuð og svo er gengið frá þeim. Mér fannst svo mikil synd að nærast ekki meira á þeim þannig að mér datt í hug að ganga svona frá þeim.“ Jólakortin setur hún undir glært plast á borðstofuborðinu og þar er hægt að lesa þau og skoða. Lognuð svið Þegar Ragnheiður er beðin að rifja upp eitthvað sérstakt um jólin í æsku nefnir hún logn- uð svið. „Heima á Súg- andafirði tíðkaðist það að vera með svið í matinn á aðfangadag. Flestir voru með það sem kallað er lognuð svið. Þegar búið var að slátra á haustin var farið með hausana út á hjall, sárið látið snúa upp og saltað í það. Svo var þetta látið bíða úti, mis- lengi eftir því hvað var heitt. Markmiðið var að ná ákveðnu bragði eða lykt, þetta var látið brjóta sig vel. Svo var þetta bara sett í frysti fram að jól- um. Pabbi var með búð á Súg- andafirði og á Þor- láksmessu komu allir með sviðin sín í búðina og létu saga þetta. Þá lá náttúrulega ýldulyktin yfir búð- inni alla Þorláksmessuna. Það var þvílíkur fnykur af þessu.“ Fjöl- skyldan fær þessar kræsingar enn um jólin en sviðin eru borðuð á jóla- dag núorðið og núna er þetta eldað á hellu úti. „Ég var svo heppin að hitta mann sem kann að meta þetta,“ segir Ragnheiður og hlær. Innkaupastjóri sjómannanna Hún rifjar líka upp að hún hafi ver- ið sjómönnunum í plássinu innan handar með jólagjafir handa eig- inkonunum, þegar hún var smá- stelpa. „Ég var bara tíu ára þegar ég eignaðist búðarslopp. Fyrir jólin var pabbi búinn að viða að sér miklu úrvali af gjafa- vöru, en á Þorláksmessu þegar mennirnir komu í land var svo mikið búið. Mér fannst þetta ekki nógu gott og tók það upp að fylgjast með hvað kon- urnar voru að skoða. Svo stakk ég því til hliðar og merkti það viðkomandi eiginmanni. Nokkrir voru komnir á fastan samning og komu til mín og spurðu mig hvort ég væri með eitthvað. Yfirleitt urðu konurnar mjög glaðar því að þær höfðu óbeint valið gjöfina sjálfar.“  JÓLAHEFÐ | Skreytir jólatréð fyrsta sunnudag í aðventu Fjölskyldan samankomin við skreytt jólatréð. Ragnheiður Björk Guð- mundsdóttir, Kolka Hvönn Ágústsdóttir og Ágúst Ágústsson. Morgunblaðið/Þorkell Innpökkuð hurð að hætti Ragnheiðar. Kolka Hvönn stendur fyrir framan. Hurðin í jólapappír Litlu jólin eru haldin síðasta laugardag fyr- ir jól. Allir gestir sem koma þá eiga sína eig- in köku sem merkt er með nafni og hengd upp í ljósakrónuna. Jólasveina- kertastjak- ana málaði Ragnheiður sjálf. Morgunblaðið/Þorkell Kirkjan var í eigu ömmu og afa Ragnheiðar og er 60– 70 ára gömul. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 341. tölublað (16.12.2005)
https://timarit.is/issue/263133

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

341. tölublað (16.12.2005)

Aðgerðir: