Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 60
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
HVERNIG ÆTLI HUNDAR
FARI AÐ ÞVÍ AÐ MUNA HVAR
ÞEIR GRAFA BEININ SÍN?
ÞETTA
GRUNAÐI MIG
FYRIRGEFÐU
HVAÐ ÉG VAR
SEINN MEÐ
MATINN ÞINN
ÉG SKIL ÞEGAR ÞAÐ KOMA UPPVANDRÆÐI Í FJÖLSKYLDUNNI
... ÞÁ BITNAR ÞAÐ
Á HUNDINUM
SJÁÐU
ÞENNAN
SJÁLFS-
MORÐS-
SLEÐA
LÖGUN HANS GERIR ÞAÐ
AÐ VERKUM AÐ SNJÓR
SPÝTIST FYRIR ÞÁ SEM Á
HONUM SITJA EF HANN
LENDIR Á SVO MIKLU SEM
SMÁ ÞÚFU. EINNIG VEK ÉG
ATHYGLI Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER
EKKERT STÝRI
JÁ, HANN ER
GREINILEGA
STÓR
HÆTTULEGUR
HELGA, ÉG ER
FARINN NIÐUR Í BÆ...
Á ÉG AÐ
KAUPA EITT-
HVAÐ FYRIR
ÞIG?
EITT NÝTT BAK OG
TVÖ NÝ HNÉ VÆRU
VEL ÞEGIN
EIGINKONUR! ÞÆR
ERU ALLTAF AÐ
BIÐJA UM EITTHVAÐ
AÐ LOKNU TRÓJUSTRÍÐINU
ÞÁ TÓK HELENA FAGRA AÐ
SÉR AÐ SYNGJA Á
SKEMMTUNUM
ÉG ELSKA
PARÍS Á VORIN,
ÉG ELSKA PARÍS
Á HAUSTIN,
ÉG ELSKA PARÍS
Á...
ÞÚ VIRÐIST
HAFA MJÖG GAMAN
AÐ ÞESSU
JÁ, MJÖG
SVO
ÉG ER AÐ KOMAST Í
SNERTINGU VIÐ MITT INNRA
SJÁLF. ÞETTA ER BETRA EN
SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ
ÞAÐ ER GOTT AÐ ÞÚ
HAFIR MIKIN ÁHUGA
HAFÐU ÞETTA!
AAAAAAA
AAAA!!!
... EN ÞÚ ERT AÐ
HRÆÐA HINA
NEMENDURNA Í
BURTU
ERTU VISS UM
AÐ ÞÚ VERÐIR
ÖRUGG?
EF
TARANTÚLAN
ER AÐ ELTA ÞIG
EF? ÞANNIG
AÐ ÞÚ TRÚIR
MÉR EKKI
HELDUR
ÉG ER
TILBÚIN AÐ
TAKA
ÁHÆTTUNA
ÉG ÞAKKA YKKUR
HUGULSEMINA
Dagbók
Í dag er föstudagur 16. desember, 350. dagur ársins 2005
Ágæt leið til aðkynnast út-
breiddum fordómum
og staðalímyndum um
hlutverk kynjanna er
að skoða auglýs-
ingabæklinga leik-
fangaverzlana, sem
hrúgast þessa dagana
inn um póstlúgu Vík-
verja. Þar má sjá
hvernig strákum og
stelpum er stillt upp
hjá leikföngum, sem
eru við þeirra hæfi.
x x x
Á forsíðu bæklings-ins frá Leikbæ má t.d. sjá litla
stúlku, sem yfir sig hamingjusöm
faðmar nýja leikfangaeldhúsið sitt.
Staður konunnar er auðvitað á bak
við eldavélina, eins og vís maður
sagði. Og samkvæmt sama vísdómi
elskar litli drengurinn, sem er líka
á forsíðunni, auðvitað bóndabæinn
sinn. Inni í bæklingnum má sjá að
drengir spila á trommusett, en
stúlkur syngja í hljómsveitum – og
spila reyndar líka á hljómborð.
Stelpur leika með þykjustuung-
barnadót, enda hugsa konur um
smábörn. Strákar leika sér hins
vegar með njósna- og spæjaradót,
fjarstýrða lögreglubáta og kastala.
Enda hlutverk karla að gæta þjóð-
aröryggis, verja land-
ið og halda uppi lög-
um og reglu á meðan
konurnar sitja heima
og dúlla við smábörn.
x x x
Sama er uppi á ten-ingnum í leik-
fangablaði Hagkaupa.
Auðvitað er það ósköp
sæt lítil stúlka, sem
keyrir dúkkukerruna
og jafnsætur strákur,
sem býr sig undir að
keyra kappakstursbíl.
Í Hagkaupsbækl-
ingnum er kynjaskipt-
ingin alveg augljós; strákadót á
bláum síðum og stelpudót á bleik-
um síðum. Hamingjan hjálpi svo
auðvitað stráknum, sem fær dót af
bleiku síðunni og stelpunni, sem
fær kannski bíl eða bát af bláu síð-
unni.
x x x
Víkverji er nú samt að hugsa umað gera uppreisn gegn kynhlut-
verkum leikfangabúðanna; gefa
stráknum sínum dúkku eða eldavél
og stelpunum kannski jeppa eða
dótaskjalatösku, svona til að end-
urspegla þann raunveruleika, sem
börnin þekkja úr íslenzku nútíma-
samfélagi.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Tónleikar | Unglingakór Dómkirkjunnar undir stjórn Kristínar Valsdóttur
og Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar syngja jólasöngva í
Dómkirkjunni á sunnudaginn kl. 17. Flutt verður sígild jólatónlist, sálmar og
mótettur í gömlum og nýjum útsetningum. Kertaljós lýsa kirkjuna. Aðgang-
ur er ókeypis.
Morgunblaðið/Þorkell
Tónleikar í Dómkirkjunni
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Því að ritað er: „Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drott-
inn, fyrir mér skulu öll kné beygja sig og sérhver tunga vegsama Guð.“
(Rm. 14, 11.)