Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 48
Atburð sé ég anda mínum nær, aldir þó að liðnar séu tvær; inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð. Hver er sá, sem stynur þar á beð? Hár er þétt og hrokkið, hvítt og svart, himinhvelft er ennið, stórt og bjart, hvöss og skörp og skýrleg kinn og brún, skrifað allt með helgri dularrún. Signað höfuð sorgarþyrna ber, – sjá, nú þekkist hann, sem dáinn er. Oftast fyrst á þessum þyrnikrans þekkir fólkið tign síns bezta manns (Matthías Jochumsson.) Við þökkum Sigga uppi á lofti samfylgdina í gegnum tíð- ina. Systkinin sjö á Grettisgötunni. HINSTA KVEÐJA 48 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Guð-mundur Krist- jánsson fæddist á Tröð í Súðavík 24. ágúst 1924. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 5. desember síðast- liðinn. Foreldrar Sigurðar voru Krist- ján Ebenesersson, skipstjóri á Flateyri, f. 18.10. 1897, d. 30.3. 1947, og Helga Guðmundsdóttir, f. á Tröð í Súðavík 14.6. 1903, d. 29.4. 1933. Foreldrar Kristjáns voru Ebeneser Þórarinn Sturluson, f. í Dalhúsum í Önund- arfirði 24.12. 1847, d. 10.8. 1923, og Friðrikka Halldórsdóttir, f. á Hóli í Önundarfirði 28.11. 1861, d. 20.7. 1947. Foreldrar Helgu voru Guð- mundur Hjaltason, húsmaður á Tröð, f. 2.9. 1854, d. 25.7. 1931, og Sigríður Þórðardóttir, f. 30.9. 1867, d. 30.9. 1943. Hálfsystkini Sigurðar, börn Kristjáns og konu hans Maríu Jóhannsdóttur, f. 25.5. 1907, d. 5.12. 2003, eru Jóhanna f. 22.9. 1952. Börn þeirra eru Stef- án, f. 1975, kvæntur Jónu Bjarna- dóttur, f. 1974, Sigrún, f. 1978, og Sólveig, f. 1980. 3) Rúnar Dag- bjartur trésmiður, f. 22.12. 1962, kvæntur Ingibjörgu Kjartansdótt- ur, starfsmannastjóra HNLFÍ, f. 8.10. 1965. Synir þeirra eru Kjart- an Helgi, f. 1990, og Sigurður Björn, f. 1992. Barnabarnabörnin eru fjögur. Sigurður og Soffía bjuggu lengst af á Grettisgötu 73 í Reykja- vík, utan tvö ár sem þau bjuggu í Súðavík og síðustu fjögur árin sem Soffía lifði bjuggu þau á Lindar- götu 57 í Reykjavík. Sigurður bjó eftir það hjá sonum sínum á vet- urna en Bjarnahúsi í Tröð í Súða- vík á sumrin. Síðan í febrúar hefur hann búið á Sólborg á Flateyri. Sigurður var til sjós frá 19 ára aldri. Hann var á seglskútunni Ha- mónu með föður sínum í nokkur ár. Hann tók stýrimannspróf 1949 og var eftir það m.a. á síðutogaranum Fylki til 1953 en fór þá í land vegna heilsubrests. Hann lærði þá húsa- smíðar og starfaði við þær til 1978 þegar hann fór aftur til sjós á skut- togaranum Hjörleifi. Síðustu þrjú starfsárin vann hann við viðhald og breytingar á Borgarspítalan- um. Minningarathöfn um Sigurð var í Súðavíkurkirkju 6. desember. Útför Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Guðrún menntunar- fræðingur, f. 11.3. 1941, og Einar Oddur alþingismaður, f. 26.12. 1942. Sigurður ólst upp í Súðavík. Hann missti móður sína ungur og bjó eft- ir það hjá Þorgerði móðursystur sinni, f. 17.7. 1888, d. 22.12. 1976. Hinn 29. júní 1949 kvæntist Sigurður Soffíu Jónsdóttur, f. 4.7. 1922, d. 3.2. 1998. Foreldrar hennar voru Jón Lýðs- son, f. í Hjallanesi í Landsveit 12.5. 1890, d. 14.5. 1974, og Guðrún Gísladóttir, f. í Haukhjáleigu í Andakílshreppi 14.5. 1898, d. 2.7. 1984. Sigurður og Soffía eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Valur raf- virki, f. 27.12. 1949, kvæntur Stef- aníu Pálsdóttur leikskólakennara, f. 14.11. 1951. Börn þeirra eru Soffía Helga, f. 1976, Guðmundur, f. 1983, og Páll Júníus, f. 1984. 2) Jón Kristján bólstrari, f. 5.1. 1952, kvæntur Hlíf S. Arndal forstöðum., Elsku afi Siggi. En hvað það verður skrítið að koma á Súðavík næst og þú verður ekki þar. Við áttum eftir að fara aftur með þér á bátnum út á sjó og veiða. Það er líka leiðinlegt að þú verðir ekki hér hjá okkur um jólin eins og síðustu ár, en við vitum að þér líður vel hjá ömmu Soffu. Pabbi og mamma segja að nú dansið þið saman í sölum himnaríkis. Við viljum þakka þér fyrir stund- irnar sem við áttum með þér þegar þú bjóst hjá okkur. Við kveðjum þig með bæninni sem er okkur kærust. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Sigurður Björn og Kjartan Helgi. Ég stíg út úr flugvélinni á Ísafjarð- arflugvelli. Ég er kominn til þess að heimsækja afa minn. Hann afa Sigga á Grettó. Það var gott að koma til afa og ömmu á Grettó, mest spennandi var að fá að fara út á altanið og að hlaupa út í sjoppuna á horninu og kaupa kók og prins. Ég gleymdi mér gjarna fyrir framan stóra leyndar- dómsfulla mynd af skútu, sem sigldi um öldur, sem virtust hreyfast þegar maður gekk fram hjá henni hangandi á veggnum á ganginum. Ég man líka eftir bíltúrum með honum á Lödunni, eða Fiatnum, sem í þá daga aðgreind- ist helst frá Lödu á merkinu. Afi starfaði lengi sem húsasmiður og hjálpaði mikið við að byggja húsið okkar í Lyngheiðinni. En ég held að hann hafi samt alltaf kunnað best við sig á sjónum eða sem næst honum. Þegar amma dó leið ekki á löngu áður en hann var fluttur vestur á firði, til æskustöðvanna í Súðavík. Afi naut þess að kynna fyrir mér fæðingar- sveitina sína og nærliggjandi sveitir þegar tækifæri gafst. Hann fór með mig á Flateyri, Ísafjörð, Bolungarvík, Vigur og Hesteyri svo eitthvað sé nefnt. Afi var karlmaður af gamla skól- anum og var ekki vanur að bera til- finningar sínar á torg. En þegar Soffía dóttir mín var skírð í höfuðið á ömmu, sýndi hann berlega að það snerti hann djúpt, og hann sýndi Soffíu alltaf sérstaka rækt og vænt- umþykju. Síðustu fimm árin höfum við fjöl- skyldan dvalist erlendis og því hef ég nánast bara séð afa í mýflugumynd í jólaboðum. Nú þegar við erum nýflutt aftur til Íslands skyldi tækifærunum aldeilis fjölga. Þegar hann var lagður inn á sjúkrahúsið á Ísafirði um mán- aðamótin ákvað ég því að fljúga vest- ur og hitta afa, úr því að óljóst var hvort ráðlegt yrði fyrir hann að koma suður um jólin. Í flugstöðvarbyggingunni taka á móti mér þrír karlmenn, pabbi og bræður hans. Ólíkt fyrri áætlun minni förum við ekki á sjúkrahúsið heldur til Súðavíkur, til þess að vera við minningarathöfn um afa í kirkjunni. Bara svo sem hálftíma eftir að ég hafði pantað flugmiðana hafði ég fengið símtal frá sjúkrahúsinu: Afi var dáinn. Athöfnin var falleg upplifun og um- gjörðin viðeigandi. Mér fannst afi og það vestfirska umhverfi sem hann naut sín best í og við fengum að kveðja hann í, renna saman í eitt. Afi Siggi og Vestfirðir eru sami hluturinn í mínum augum, vogskorið og veður- barið andlitið og sterkur og staðfast- ur líkami hans holdgervir náttúru landshlutans, sem blasir við mér út um gluggann á síðdegisvélinni til Reykjavíkur. Ég er stoltur af að þessi maður skyldi vera afi minn. Stefán Jónsson. Elsku afi. Í dag kveðjum við þig með miklum söknuði. Það er nú alltaf erfitt og frekar skrítið að kveðja einhvern sem maður hefur þekkt alla sína ævi. Þú fórst frekar snögglega frá okkur þó þú hafir verið veikur í einhvern tíma. En núna vitum við að þú hefur það gott og ert loksins kominn til ömmu. Þú varst nú soldið merkilegur afi og ekki margir sem geta státað af afa eins og þér. Þú varst sjómaður, smið- ur, mikill grúskari og meira að segja leikari. Með mikið grátt skegg og margir líktu þér við jólasvein. Þú varst líka hálfgerður jólasveinn. Þótti best að vera fyrir vestan og þar fékkstu að vera undir það síðasta. Þú varst ekta Vestfirðingur og sóttir allt- af þangað þó þú hefðir búið á mölinni lengi vel. Það var alltaf gaman og sér- stakt að heimsækja þig í litla húsið þitt í Súðavík. Ógleymanlegar eru gönguferðirnar um þorpið sem þú þekktir svo vel. Þú fræddir okkur um sögu svæðisins og svo þurftir þú að stoppa og spjalla við alla sem þú hitt- ir. Því miður gátum við ekki heimsótt þig síðasta sumar og úr því átti sko að bæta næsta sumar. Valur Snær spyr mikið um það hvenær hann fái að fara næst með afa Sigga út á bát. Hann er sko ekki búinn að gleyma því þegar við fórum öll saman í smá róðrartúr á afmælinu þínu þegar þú varst áttræð- ur. Þeir bræður tala mikið og oft um þig og um daginn settumst við niður og útbjuggum bréf handa þér og þeir teiknuðu myndir fyrir þig. En þú fórst áður en við náðum að setja það í póst. Við látum það því fylgja með núna. Vertu blessaður elsku afi. Þín Soffía Helga. Það er komið að kveðjustund. Ég var farin að hlakka mikið til að hitta afa um jólin og segja honum frá öllu því sem ég er búin að læra hér í London. Hann hafði brennandi áhuga á forvörslunáminu mínu og var meira að segja búinn að finna verk handa mér þegar ég væri búin með námið. Þegar ég var að sækja um skóla þá var hann alltaf að spyrja hvort það væru komnar einhverjar fréttir og var himinlifandi þegar ég fékk inn- göngu í einn þeirra. En nú er afi far- inn og mig langar að minnast hans í nokkrum orðum. Það fyrsta sem ég man eftir afa Sigga er hvað það var gaman að príla á honum og leika ,,pota í bumbu“ leik- inn. Svo kunni hann svo margar sögur og mér fannst að hann vissi allt í heiminum því hann hafði svör við öllu sem maður spurði hann um, enda var hann mikill gruflari og átti margar bækur fullar af allskonar fróðleik og myndum. Hann átti líka trélíkan af húsi sem mér fannst mjög gaman að leika mér með og það hús varð ennþá meira spennandi þegar afi sagði mér að þetta hús hefði einu sinni staðið í Súðavík og að hann hefði fæðst í því. Ég fór og heimsótti hann í Súðavík í sumar með pabba og mömmu. Við áttum góða viku með honum. Pabbi hjálpaði honum að klára skektuna al- veg og við komum henni á flot. Við pabbi og afi fórum út á sjó að veiða, afi hinn sprækasti og réri út og við pabbi veiddum þrjá þorska í soðið, afa til mikillar gleði því hann fékk aldrei nóg af fiski. Svo fórum við í langan bíltúr um djúpið því við ætluðum að fara að skoða stóran fornleifauppgröft við Vatnsfjörð og að fara í sund í nátt- úrulauginni á Reykjanesi þar sem afi fór í skóla sem unglingur. Það var bú- ið að tyrfa yfir gröftinn en við hittum séra Baldur í Vatnsfirði. Hann og afi voru alveg stórkostlegir saman, því báðir urðu að segja hvor öðrum sögur en hvorugur var tilbúinn að hlusta á hinn. Þegar við komum í Reykjanes var verið að þrífa laugina en við áttum góðan dag og afa fannst frábært að koma aftur á æskustöðvarnar. Það var ótrúlegt að sitja með afa í bílnum því hann þekkti öll örnefnin á leiðinni og ef eitthvað merkilegt hafði gerst á leiðinni þá vissi hann hvar og hvenær það hafði gerst og gat sagt okkur sög- una sem fylgdi. Þegar við vorum að fara heim fékk ég skrítna tilfinningu um að þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi afa svo ég kvaddi hann vel. Það finnst mér gott núna því þá veit ég að ég missti ekki alveg af honum þó ég hafi ekki verið til staðar þegar hann þurfti að kveðja. Afi saknaði ömmu Soffu mikið eftir að hún dó. Það er gott að vita að nú geta þau dansað valsana sína saman á ný. Vertu sæll afi minn og ég bið að heilsa ömmu. Þín Sólveig. Sæll og blessaður elsku besti langafi. Af okkur er bara allt gott að frétta. Við erum hressir og kátir eins og vanalega. Förum í leikskólann á hverjum degi og leikum okkur mikið úti. Svo förum við heim og höldum áfram að leika okkur úti eða erum inni. Á laugardögum förum við í íþróttaskólann og það er svaka fjör. Þar hoppum við og hlaupum eins og við eigum lífið að leysa. Höngum í köðlum og snögum og erum eins og apar og Valur er duglegastur af öllum krökkunum. Hleypur hraðast, klifrar hæst og sveiflar sér lengst í köðlun- um. Mamma heldur að hann verði næsti ólympíumeistari Íslands í frjálsum íþróttum. Axel er hins vegar aðeins stirðari og meiri skriðdreki en þetta er allt að koma hjá honum líka. Svo á sunnudögum förum við í sunnu- dagaskólann og syngjum þar hástöf- um. Karólína frænka er með okkur í leikskólanum og við hittum hana á hverjum degi. Stundum hittum við Stebba, Jónu og Soffíu þegar þau koma og sækja hana. Okkur finnst Stebbi frændi mjög skemmtilegur og Karólína er núna loksins farin að tala eitthvað við okkur. Hún var soldið feimin þegar hún byrjaði fyrst en þetta er allt að koma hjá henni. Annars er bara allt gott að frétta af öllum hérna. Mamma er alltaf á fullu í skólanum og kenna skyndihjálp. Við förum oft heim með ömmu þegar leik- skólinn er búinn af því að sumir tím- arnir hjá mömmu eru svo seint á dag- inn. Hún verður svo í prófum í desember og þau eru ekki búin fyrr en 21. des. og þá getum við nú farið að undirbúa jólin. Við vonum að þú hafir það gott. Við spyrjum mikið um þig og viljum fá að fara að heimsækja þig og fara með þér aftur út á bátinn. Okkur fannst það svo gaman. Mamma segir að það þurfi að bíða þar til næsta sumar. Mamma og allir biðja að heilsa. Hlökkum til að sjá þig um jólin. Kærar kveðjur, þínir langafastrák- ar Valur Snær og Axel Örn. Þegar ég stóð við dánarbeð Sigurð- ar Guðmundar Kristjánssonar, ein með kertaljós sem hugulsamt starfs- fólk sjúkrahússins á Ísafirði hafði tendrað, hugsaði ég um manninn sem hafði þá nokkrum stundum fyrr kvatt þetta líf. Ég virti fyrir mér hið stór- skorna andlit Sigurðar, rist djúpum rúnum og umgjörðina, hið gráa hár hans og skegg. Þannig kom hann fyr- ir í kvikmyndinni Í faðmi hafsins, þar sem hann lék dularfulla öldunginn er „við græði sat.“ Mér fannst að yfir ásjónu hans væri friður og gæfa hans mikil að fá að sofna svona í sátt og ró að loknu lífsins striti. Ég hugleiddi líka þessa stuttu stund ýmislegt sem varðar örlög okkar manna og það sem mótar okkur á göngunni fram veginn. Bæði fæddumst við Sigurður við sjó- inn í litlum þorpum vestur á fjörðum fyrir miðja síðustu öld – ég þó sautján árum síðar en hann. Við áttum það líka sameiginlegt þótt við fæddumst í sitt hvoru þorpinu að eiga sama föður. Örlögin höguðu því hins vegar svo að ég hafði notið samvista við föður okk- ar í tvö ár þegar Sigurður kynntist honum fyrst. Þessi örlög hafa áreið- anlega mótað Sigurð sem geymdi skýrt í huga sér augnablikið þegar þeir feðgar hittust fyrst er hann réðst sem háseti á skútuna Hamónu frá Þingeyri, en á henni var pabbi skip- stjóri. Ég á svo óljósa minningu um stutta siglingu með þeim á Hamónu, líklega fyrsta skiptið sem við Siggi sáumst. Næst man ég eftir honum og Soffíu nýgiftum í Reykjavík árið 1949, en þá var pabbi okkar látinn langt um aldur fram. Sigurður, sem ungur að árum hafði missti móður sína, átti í raun engin náin skyldmenni önnur en okkur Einar Odd, hálfsystkini sín, okkur sem vorum svo miklu yngri en hann og höfðum ekki alist upp með honum. Móðir mín fékk aldrei full- þakkað unga manninum Sigurði þá einstöku gjörð hans að falla frá kröfu um föðurarf þegar hún vegna veik- inda gat vart séð okkur farborða. Slíkan stórhug hefðu ekki allir sýnt, en sannar eðlislæga góðvild Sigurðar. Mér þykir vænt um að samband okk- ar hálfsystkinanna styrktist nú á síð- ari árum þegar hann, ekkjumaður orðinn, festi kaup á gamla húsinu við sjóinn í þorpinu þar sem hann óx úr grasi. Og ekki síst nú síðasta árið er hann dvaldi við gott atlæti hér á öldr- unarstofnuninni Sólborg á Flateyri. SIGURÐUR GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, STEFÁNS REYNIS KRISTINSSONAR framkvæmdastjóra Spalar, Aflagranda 17, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 10. des- ember, verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, föstu- daginn 16. desember kl. 13.00. Guðríður Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Gísli Hrafn Atlason, Nína Guðríður Sigurðardóttir, Þorbjörg Anna Gísladóttir. Okkar ástkæra, LÁRA HALLDÓRSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðjudag- inn 13. desember. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 19. desember kl. 13.30. Elín Ásta Káradóttir, Lúther Steinar Kristjánsson, Rósfríður María Káradóttir, Magnús Friðriksson, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 341. tölublað (16.12.2005)
https://timarit.is/issue/263133

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

341. tölublað (16.12.2005)

Aðgerðir: